Yfir 40 milljónir í að hreinsa graffiti Hafsteinn Hauksson skrifar 3. ágúst 2011 12:30 Veggjakort Mynd/Rósa Orkuveita Reykjavíkur hefur á síðustu þremur árum eytt á fimmta tug milljóna í að fjarlægja veggjakrot af mannvirkjum fyrirtækisins. Fyrirtækið segir tjón þess þó enn meira vegna skemmdarverkanna. Veggjakrot virðist vera vaxandi vandamál í Reykjavík, en helmingi fleiri tilkynningar um veggjakrot hafa borist lögreglunni síðustu tvo mánuði, en á sama tíma í fyrra. Veggjakrotið er hins vegar dýrt spaug. Eins og fréttastofa greindi frá um helgina nam kostnaður Reykjavíkurborgar vegna veggjakrots 44 milljónum á síðasta ári, en í ár er kostnaðurinn áætlaður 26 milljónir. Aðrar opinberar stofnanir bera sömuleiðis mikinn kostnað af þessari vafasömu iðju. Frá árinu 2008 hefur Orkuveita Reykjavíkur til dæmis varið rúmlega 42 milljónum í að fjarlægja veggjakrot af mannvirkjum fyrirtækisins. Í svari Orkuveitunnar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að þessi beini útlagði kostnaður endurspegli þó ekki tjónið sem hlýst af veggjakroti. Tjónið sé meira en honum nemur, þar sem ekki tekst að fjarlægja allt, meðal annars vegna sparnaðaraðgerða fyrirtækisins, en útgjöld þess vegna krotsins hafa dregist saman frá árinu 2008 og námu í fyrra um 7 milljónum. Þá liggi tjónið ekki aðeins hjá Orkuveitunni, heldur líka þeim sem þurfa að hafa krotið fyrir augunum. Þegar kostnaður annarra opinberra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga er svo talinn saman er ljóst að tjónið af völdum veggjakrots gæti verið margfalt á við kostnað borgarinnar og Orkuveitunnar einna. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur hefur á síðustu þremur árum eytt á fimmta tug milljóna í að fjarlægja veggjakrot af mannvirkjum fyrirtækisins. Fyrirtækið segir tjón þess þó enn meira vegna skemmdarverkanna. Veggjakrot virðist vera vaxandi vandamál í Reykjavík, en helmingi fleiri tilkynningar um veggjakrot hafa borist lögreglunni síðustu tvo mánuði, en á sama tíma í fyrra. Veggjakrotið er hins vegar dýrt spaug. Eins og fréttastofa greindi frá um helgina nam kostnaður Reykjavíkurborgar vegna veggjakrots 44 milljónum á síðasta ári, en í ár er kostnaðurinn áætlaður 26 milljónir. Aðrar opinberar stofnanir bera sömuleiðis mikinn kostnað af þessari vafasömu iðju. Frá árinu 2008 hefur Orkuveita Reykjavíkur til dæmis varið rúmlega 42 milljónum í að fjarlægja veggjakrot af mannvirkjum fyrirtækisins. Í svari Orkuveitunnar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að þessi beini útlagði kostnaður endurspegli þó ekki tjónið sem hlýst af veggjakroti. Tjónið sé meira en honum nemur, þar sem ekki tekst að fjarlægja allt, meðal annars vegna sparnaðaraðgerða fyrirtækisins, en útgjöld þess vegna krotsins hafa dregist saman frá árinu 2008 og námu í fyrra um 7 milljónum. Þá liggi tjónið ekki aðeins hjá Orkuveitunni, heldur líka þeim sem þurfa að hafa krotið fyrir augunum. Þegar kostnaður annarra opinberra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga er svo talinn saman er ljóst að tjónið af völdum veggjakrots gæti verið margfalt á við kostnað borgarinnar og Orkuveitunnar einna.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira