Gagnrýnir tregðu ríkisins til að styrkja Kvikmyndaskólann 2. ágúst 2011 20:30 Kvikmyndaskóli Íslands fór fram á 360 prósenta hækkun á framlagi ríkisins í vetur - enda hafi skólinn fjórfaldast að stærð. Þráinn Bertelsson kvikmyndaleikstjóri og stjórnarþingmaður segir illa komið fyrir þjóðinni ef hún getur útskrifað 200 innheimtulögfræðinga árlega en ekki 50 kvikmyndagerðarmenn. Í bréfi Kvikmyndaskólans til menntamálanefndar í mars - segir beint út: „Ef allt fer fram sem horfir þá verður Kvikmyndaskóli Íslands lagður niður nú sumar." Skólinn er í kröggum og vill meira fé frá ríkinu, starfsfólk hefur ekki fengið laun í allt að fjóra mánuði og óvíst er hvort um 150 nemendur skólans fái að mæta í haust. Viðræður hafa staðið milli ráðuneytis og skólans í eitt ár en þótt tæpur mánuður sé þar til nemendur eigi að mæta í skólann hefur engin lending náðst. Hver nemandi kostar 2,1 milljón, þar af greiða nemendur 1200 þúsund í skólagjöld - en skólinn vill að ríkið borgi rest eða 140 milljónir króna. Ríkið bauð hins vegar rúmar 56 milljónir - eftir því sem næst verður komist ber um 15 milljónir á milli núna: Þráinn Bertelsson, kvikmyndaleikstjóri og stjórnarþingmaður, segir fimmtán milljónir króna vera lítið fé þegar það sé borið saman við afarkostinn, að leggja niður starfsemi skóla sem hafi unnið sér orðstír sem einn af betri kvikmyndaskólum Evrópu. Kvikmyndaskólinn fullyrðir að 36 af 42 nemendum sem stóðust inntökupróf í vor hafi verið á atvinnuleysisskrá. „Það sér það hver heilvita maður hversu hagstætt það er eða hversu góð hagfræði það er að styrkja fólk frekar til náms heldur en að liggja heima hjá sér og horfa á DVD" segir Þráinn. Hann segir að málið geti ekki snúist um þessa peninga, heldur kennir um stífni í kerfinu - svipaðri þeirri sem kvikmyndagerðarmenn fundu fyrir í árdaga kvikmyndagerðar á landinu en þegar ríkisstyrkur loks barst var hann að sögn Þráins „svona passlegur fyrir eina mynd á ári, og Hrafn Gunnlaugsson ætti að gera hana." „Ef þetta land hefur ekki efni á að útskrifa 50 manns með einhverja bestu menntun fáanlega í kvikmyndagerð, á meðan við höfum efni á því að útskrifa hálfmenntaða 200 innheimtulögfræðinga á ári, þá er illa komið fyrir þessari þjóð" Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kvikmyndaskóli Íslands fór fram á 360 prósenta hækkun á framlagi ríkisins í vetur - enda hafi skólinn fjórfaldast að stærð. Þráinn Bertelsson kvikmyndaleikstjóri og stjórnarþingmaður segir illa komið fyrir þjóðinni ef hún getur útskrifað 200 innheimtulögfræðinga árlega en ekki 50 kvikmyndagerðarmenn. Í bréfi Kvikmyndaskólans til menntamálanefndar í mars - segir beint út: „Ef allt fer fram sem horfir þá verður Kvikmyndaskóli Íslands lagður niður nú sumar." Skólinn er í kröggum og vill meira fé frá ríkinu, starfsfólk hefur ekki fengið laun í allt að fjóra mánuði og óvíst er hvort um 150 nemendur skólans fái að mæta í haust. Viðræður hafa staðið milli ráðuneytis og skólans í eitt ár en þótt tæpur mánuður sé þar til nemendur eigi að mæta í skólann hefur engin lending náðst. Hver nemandi kostar 2,1 milljón, þar af greiða nemendur 1200 þúsund í skólagjöld - en skólinn vill að ríkið borgi rest eða 140 milljónir króna. Ríkið bauð hins vegar rúmar 56 milljónir - eftir því sem næst verður komist ber um 15 milljónir á milli núna: Þráinn Bertelsson, kvikmyndaleikstjóri og stjórnarþingmaður, segir fimmtán milljónir króna vera lítið fé þegar það sé borið saman við afarkostinn, að leggja niður starfsemi skóla sem hafi unnið sér orðstír sem einn af betri kvikmyndaskólum Evrópu. Kvikmyndaskólinn fullyrðir að 36 af 42 nemendum sem stóðust inntökupróf í vor hafi verið á atvinnuleysisskrá. „Það sér það hver heilvita maður hversu hagstætt það er eða hversu góð hagfræði það er að styrkja fólk frekar til náms heldur en að liggja heima hjá sér og horfa á DVD" segir Þráinn. Hann segir að málið geti ekki snúist um þessa peninga, heldur kennir um stífni í kerfinu - svipaðri þeirri sem kvikmyndagerðarmenn fundu fyrir í árdaga kvikmyndagerðar á landinu en þegar ríkisstyrkur loks barst var hann að sögn Þráins „svona passlegur fyrir eina mynd á ári, og Hrafn Gunnlaugsson ætti að gera hana." „Ef þetta land hefur ekki efni á að útskrifa 50 manns með einhverja bestu menntun fáanlega í kvikmyndagerð, á meðan við höfum efni á því að útskrifa hálfmenntaða 200 innheimtulögfræðinga á ári, þá er illa komið fyrir þessari þjóð"
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira