Óvenjumikill fjöldi nauðgunarmála Hugrún Halldórsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 12:07 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta Mynd úr safni Fjöldi nauðgunarmála sem hefur komið upp eftir helgina er óvenjumikill segir talskona Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist ekki muna eftir að svo margar nauðganir hafi verið þekktar strax eftir Verslunarmannahelgina og nú. Skýringin gæti verið að stúlkur leiti sér fyrr hjálpar en áður. „Og það væri mjög af hinu góða. Það gæti hins vegar líka þýtt að nauðganir séu mjög fleiri í ár en þær hafa verið undanfarin ár," segir Guðrún. Hún segir það skipta miklu máli hvernig mótshaldarar búi að þessum málum og að nauðsynlegt sé að þeir hafi þjálfuð áfallateymi á staðnum. „Hinsvegar held ég að það vanti heilmikil upp á það ennþá að gestir viti af þessum áfallateymum," segir hún og bætir við að þau verði að vera gestum sýnileg annars séu þau einskis virði. „Þær verða að vita að þessi þjónusta sé í boði, alveg eins og upplýsingar eru um salernisaðstöðu eða lögreglu." Hún segir það þó miður hversu margar stúlkur leiti sér ekki hjálpar heldur reyni frekar að grafa og gleyma reynslu sinni. „Þær leitast við að ná valdi á lífi sínu aftur og hrista af sér þessar slæmu minningar. Svo er það oft mun seinna að þær átta sig á því að það er erfiðara en það þær halda. Afleiðingar geta verið miklar og langvinnar.“ Með því að vinna úr sínum málum geti þær öðlast mun betri líðan. „Þess vegna hvetjum við allar konur að sækja alla þá hjálp sem þær geta sem fyrst, á neyðarmóttöku eða til Stígamóta hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er líka neyðarmóttaka á Akureyri og það eiga að vera hjálparmóttökur um allt land,“ segir hún að lokum. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fjöldi nauðgunarmála sem hefur komið upp eftir helgina er óvenjumikill segir talskona Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist ekki muna eftir að svo margar nauðganir hafi verið þekktar strax eftir Verslunarmannahelgina og nú. Skýringin gæti verið að stúlkur leiti sér fyrr hjálpar en áður. „Og það væri mjög af hinu góða. Það gæti hins vegar líka þýtt að nauðganir séu mjög fleiri í ár en þær hafa verið undanfarin ár," segir Guðrún. Hún segir það skipta miklu máli hvernig mótshaldarar búi að þessum málum og að nauðsynlegt sé að þeir hafi þjálfuð áfallateymi á staðnum. „Hinsvegar held ég að það vanti heilmikil upp á það ennþá að gestir viti af þessum áfallateymum," segir hún og bætir við að þau verði að vera gestum sýnileg annars séu þau einskis virði. „Þær verða að vita að þessi þjónusta sé í boði, alveg eins og upplýsingar eru um salernisaðstöðu eða lögreglu." Hún segir það þó miður hversu margar stúlkur leiti sér ekki hjálpar heldur reyni frekar að grafa og gleyma reynslu sinni. „Þær leitast við að ná valdi á lífi sínu aftur og hrista af sér þessar slæmu minningar. Svo er það oft mun seinna að þær átta sig á því að það er erfiðara en það þær halda. Afleiðingar geta verið miklar og langvinnar.“ Með því að vinna úr sínum málum geti þær öðlast mun betri líðan. „Þess vegna hvetjum við allar konur að sækja alla þá hjálp sem þær geta sem fyrst, á neyðarmóttöku eða til Stígamóta hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er líka neyðarmóttaka á Akureyri og það eiga að vera hjálparmóttökur um allt land,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira