Fleiri fréttir

Þrettán verktakar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu

Alls voru 13 starfandi á verktakasamningum í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í síðasta mánuði. Flestir þeirra eða sex vegna svars stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna tilskipunar um innstæðutryggingar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um verktakasamninga. Vigdís beindi sömu fyrirspurn til annarra ráðherra en svör þeirra hafa ekki borist.

Enginn hefur lokið greiðsluaðlögun

Embætti umboðsmanns skuldara hafa borist 2813 umsóknir um greiðsluaðlögun og eru þar meðtaldar 278 umsóknir sem bárust Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna fyrir 1. ágúst 2010. Embættið hefur afgreitt samtals 896 umsóknir en þar af eru 719 mál til vinnslu hjá umsjónarmönnum.

Stórmynd Scotts tekin á Íslandi

Stórmyndin Prometheus eftir Ridley Scott verður að hluta til tekin upp hér á landi í næsta mánuði. Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron og er væntanleg til landsins til að leika í myndinni en tökurnar standa yfir í um viku. Umfangið verður svipað og þegar tökur á kvikmyndinni Lara Croft fóru fram við Jökulsárlón fyrir rúmum áratug en alls munu 350 starfsmenn koma að þessu verkefni.

Stefnir Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði

Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Tilefnið er bloggfærsla sem Teitur skrifaði 16. febrúar síðastliðinn um viðskipti Gunnlaugs á tíunda áratuginum.

Smádýr gætu liðið fyrir ösku

Ætla má að gróður á láglendi muni víðast hvar standa af sér öskufallið frá Grímsvatnagosinu. Fer það þó mjög eftir tíðarfari á komandi vikum. Neikvæð áhrif á smádýr geta orðið veruleg, einkum á jarðvegsdýr af ýmsu tagi og smádýr.

Atvinnuleysisbætur hækka

Atvinnuleysistryggingar hækka frá og með 1. júní 2011. Grunnatvinnuleysisbætur hækka um tólf þúsund krónur sem svarar til krónutöluhækkunar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þær verða því 161.523 kr. á mánuði í stað 149.523 kr. áður.

Ríkisstjórnin sögð beita Alþingi ofbeldi

Hörð gagnrýni kom fram á starfshætti Alþingis við umræður í gær. Gagnrýnin var nokkuð kunnugleg; allt of mörg mikilvæg mál kæmu of seint fram og ætlast væri til þess að þingmenn afgreiddu þau í flýti. Athygli vakti að stjórnarþingmaður tók undir gagnrýnina.

Ólýðræðislegasti samningurinn

„EES-samningurinn er einn sá ólýðræðislegasti alþjóðasamningur sem nokkurn tíma hefur verið gerður af sjálfstæðri þjóð,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor og varaþingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær.

Engin heilsufarsógn staðfest í mælingum

Fyrstu niðurstöður heilsufarsrannsóknar vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum sýna að starfsmenn Funa og íbúar á Ísafirði þurfa ekki að óttast heilsufarsleg áhrif vegna mengunarinnar. Þetta er mat sóttvarnalæknis.

Varar við neikvæðum áhrifum

Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka telur að flestar þær breytingar sem boðaðar eru í tveimur frumvörpum um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða hafi í för með sér neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja.

Geir fer með málið til Mannréttindadómstólsins tapi hann

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að ef hann tapi landsdómsmálinu, á einhverjum þeim forsendum sem hann væri ekki sáttur við, myndi hann fara með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann útilokaði ekki að hann myndi kalla til erlendra aðila fyrir landsdóm til viðbótar við þá sextíu sem saksóknari hefur kallað til vitnis.

Skordýrafræðingur auglýsir eftir geitungum

Sjaldan hefur verið eins lítið um geitunga í byrjun sumars líkt og nú. Skordýrafræðingur man ekki eftir öðru eins ástandi og segir geitungastofninn hérlendis eiga bágt.

Rúmlega fjögur hundruð mættu í Hörpuna

Rúmlega fjögurhundruð manns mættu á stuðningssamkomu Geirs H. Haarde í Hörpu í dag. Þar voru samankomnir samherjar jafnt sem pólitískir andstæðingar.

Gert er ráð fyrir röskun á flugi Icelandair

Slitnað hefur upp úr viðræðum Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair um nýjan kjarasamning, en samninganefndirnar sátu á fundi þar til um fjögurleytið í dag, án árangurs.

Móðir Brynjars: Ekki dæma hann fyrr en hann verður dæmdur

"Brynjar hefur búið hjá mér alveg þangað til hann fór til Taílands og ég þekki hann eins og hendina á mér, ég veit alveg hvernig hann hugsar,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjar Mettinissonar sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok grunaður um fíkniefnamisferli. Hún trúir á sakleysi sonar síns og segir að hann myndi aldrei taka þátt í einhverju ólöglegu athæfi.

Annir á lokadögum þingsins

Störfum Alþingis fyrir sumarfrí lýkur á næstu dögum en ekki hefur enn tekist samkomulag milli þingflokksformanna um þinglok. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis hefur lagt áherslu á að starfsáætlun þingsins haldi. Samkvæmt áætluninni eiga eldhúsdagsumræður að fara fram annað kvöld.

Fiskvinnslufólk í Eyjafirði sendir þingmönnum bréf

„Við undirrituð, starfsmenn í fiskvinnslu í Eyjafirði, mótmælum þeim ásetningi stjórnvalda að flytja störfin okkar til einhverra annarra með tilflutningi aflaheimilda frá einum stað til annars. Þannig er vegið að fjárhagslegri afkomu hundruða fjölskyldna á Eyjafjarðarsvæðinu," segir í bréfi sem sent hefur verið öllum þingmönnum norðaustur-kjördæmis. Meðfylgjandi eru undirskriftir 241 starfsmanna í fiskvinnslu í Eyjafirði og Fjallabyggð. „Í þeim lagafrumvörpum um stjórn fiskveiða sem nú eru til umfjöllunar er fjallað ítarlega um fiskveiðar og hvernig þeim skuli háttað. Í engu er tekið tillit til þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi, enda kemur orðið fiskvinnsla aldrei fyrir í þessum lagatextum. Með því er áratuga reynslu okkar og þekkingu í fiskvinnslu enginn sómi sýndur. Fiskvinnslan verður færð aftur um áratugi með tilheyrandi verðmætatapi fyrir þjóðarbúið allt," segir í bréfinu.

Nóg af bílastæðum í nágrenni Hörpu

Formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur segir fjöldan allan af bílastæðum í nágrenni Hörpu. Mörg þeirra eru ekki í nema 200-300 metra fjarlægð. "Það er ekki langur labbitúr,“ segir formaðurinn.

Leigjendur íbúðarhúsnæðis njóta liðsinnis Neytendasamtakanna

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirritaði í dag þjónustusamning við Neytendasamtökin um leiðbeiningarþjónustu við leigjendur. Frá því að Leigjendasamtökin hættu starfsemi sinni hafa Neytendasamtökin í vaxandi mæli sinnt aðstoð við leigjendur og svarað fyrirspurnum um leigumál eftir bestu getu. Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendasamtakanna. Samkvæmt samningnum mun þjónustan felast í því að Neytendasamtökin veiti leigjendum íbúðarhúsnæðis upplýsingar um rétt sinn og skyldur samkvæmt húsaleigulögum. Gert er ráð fyrir að samtökin byggi upp upplýsingavef fyrir leigjendur á heimasíðu sinni auk þess sem þau muni veita leigjendum viðtal í gegnum síma eða á skrifstofu sinni. Jafnframt muni leigjendur eiga kost á lögfræðilegri ráðgjöf að því er varðar rétt leigjenda og skyldur. Þá er í samningnum mælt fyrir um að Neytendasamtökin taki að sér milligöngu við úrlausn ágreinings milli leigjenda og leigusala ásamt því að aðstoða leigjendur við að leggja ágreining fyrir kærunefnd húsamála ef þörf krefur. Með samkomulagi velferðarráðuneytisins og Neytendasamtakanna mun þjónusta við leigjendur eflast til muna. Þjónustusamningurinn sem er liður í stefnumótun ráðuneytisins um að efla leigumarkað verður til mikilla hagsbóta fyrir leigjendur auk þess sem samstarf við Neytendasamtökin mun auðvelda ráðuneytinu að liðsinna leigjendum og styrkja stöðu þeirra. Á vegum velferðarráðuneytisins er nú unnið að endurskoðun húsaleigulaga. Leigjendur geta hringt í síma 5451200 og fengið leiðbeiningar og aðstoð á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 - 14:00. Einnig geta þeir sent fyrirspurn í tölvupósti á netfangið ns@ns.is. Þá er skrifstofa samtakanna opin kl. 9:00-15:00 alla virka daga að Hverfisgötu 105, Reykjavík.

Geir segir málsmeðferðina vera hneisu

"Ég er auðvitað afskaplega ánægður með það að málið skuli vera komið af stað. Ég er búinn að bíða eftir því síðan í október,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, við blaðamenn eftir að þingfestingu í máli Alþingis gegn honum lauk í dag.

Selja notaðar bækur á 1000 kr/kg

Gamla bókabúðin á Flateyri hefur nú opnað dyrnar sínar fyrir sumrinu en þar eru notaðar bækur nú vigtaðar á gömlu búðarvigtinni og seldar fyrir 1000 krónur kílóið.

Leikskólakennarar greiða atkvæði um verkfall

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun félagsmanna í Félagi leikskólakennara hefst á morgun þegar greidd verða atkvæði um hvort boða eiga til verkfalls. Formaður félagsins segir leikskólakennara hafa dregist aftur úr viðmiðunarstéttum og brýnt sé að jafna launakjör þeirra. Samþykki leikskólakennarar verkfallsboðunina hefst verkfall mánudaginn 22. ágúst.

Geir: Ég er saklaus

"Virðulegu dómarar háttvirtur saksóknari, mín afstaða til sakarefnis er skýr. Ég lýsi mig saklausan af ákæruefnunum,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti landsdóms, bauð honum að lýsa yfir afstöðu til sakarefnisins fyrir Landsdómi í dag. Ákæra gegn Geir var þingfest í landsdómi, sem staðsettur er í Þjóðmenningarhúsinu, klukkan hálf tvö í dag.

Samstaða um að lækka skatta á olíuvinnslu

Efnahags- og skattanefnd Alþingis er einróma sammála um að skattaálögur á olíuvinnslu í íslenskri lögsögu verði lækkaðar. Lagabreyting þessa efnis er talin forsenda næsta olíuleitarútboðs á Drekasvæðinu, sem á að hefjast þann 1. ágúst næstkomandi.

Aldrei hefði átt að ákæra Geir

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að málaferlin gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi tekið allt of langan tíma. Hún hefði viljað að aldrei hefði komið til þess að Geir yrði ákærður.

Vilja ekki samþykkja fiskveiðifrumvarpið

Stjórnarandstaðan leggst gegn því, að minna fiskveiðifrumvarp sjávarútvegsráðherra verði afgreitt á yfirstandandi þingi og segir enga sem komið hafa á fundi sjávarútvegsnefndar hafa mælt með því að frumvarpið verði að lögum.

Stuðningsmenn Geirs borga salinn í Hörpu - fá engan afslátt

Pétur J. Eiríksson, einn þriggja ábyrgðarmanna fjársöfnunar fyrir málsvörn Geirs H. Haarde, er stjórnarformaður Portusar sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Fundur Geirs með stuðningsmönnum hans síðar í dag verður haldinn í Hörpu, nánar tiltekið í Norðurljósasalnum. "Vegna veru minnar hér munum við ekki óska eftir neinum afslætti," segir Pétur og því verði greitt listaverð, ríflega 270 þúsund krónur, fyrir salinn. Pétur segir ennfremur að það séu stuðningsmenn Geirs sem borgi leiguna. "Við vorum búin að panta á Hótel Loftleiðum," segir Pétur. Þar stóð til að Geir hitti stuðningsmenn sína etir að ákæra á hendur honum verður þingfest fyrir landsdómi síðdegis. Pétur segir að þar hafi verið búið að panta 110 manna sal. Fjársöfnun fyrir Geir fer fram á síðunni Malsvorn.is , en megintilgangurinn "er að safna fé til að standa straum af kostnaði við málsvörnina og tryggja að hann standi sem næst jafnfætis ríkisvaldinu í málsvörn sinni," eins og það er orðað á síðunni. Síðan var stofnuð um helgina og í gær, mánudag, tók undirskriftasöfnunin stóran kipp og um miðjan dag höfðu yfir þúsund manns skráð sig sem stuðningsmenn Geirs. Pétur segir að í gær hafi forsvarsmenn stuðningsmannahópsins því metið stöðuna þannig að salurinn á Hótel Loftleiðum væru of lítill. "Ég fékk Önnu Kristínu Traustadóttur til að annast pöntunina hér," segir Pétur, og á þar við salinn í Hörpu. Norðurljósasalurinn rúmar 400 manns. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tæplega 3000 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Geirs.

Þjóðin greiði atkvæði um ESB 1. desember

Vigdís Haukdsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Þetta er þriðja sinn sem hún leggur slíka tillögu fram.

Ísland verði stórveldi innan ESB í sjávarútvegsmálum

Baldur Þórhallsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir Ísland geta orðið stórveldi á sviði sjávarútvegsmála innan Evrópusambandsins. Hann kallaði eftir afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum við upphaf þingfundar í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gaf lítið fyrir yfirlýsingar Baldurs og sagði lagasetningu Evrópusambandsins stórhættulega.

MS hættir að forverðmerkja osta

Mjólkursamsalan hefur frá 1. júní hætt forverðmerkingu osta og byrjar í dag að dreifa þeim óforverðmerktum til verslana. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé í samræmi við nýjar reglur Neytendastofu og tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að vörur sem áður voru forverðmerktar á markaðnum skulu nú verða óforverðmerktar. MS á ennþá til birgðir af ostum sem eru forverðmerktar og munu þær klárast í júnímánuði.

Ákæran á hendur Geir þingfest eftir hádegi

Ákæra Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í landsdómi eftir hádegi í dag. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi Geir málsmeðferðina harðlega og boðaði frávísunarkröfu vegna galla á henni. Ítrekað hefði verið brotið á sér.

Þétt dagskrá á Alþingi

Á fjórða tug mála eru á dagskrá Alþings í dag. Greidd verða atkvæði um fjölmörg mál, þar á meðal breytingar á barnaverndarlögum, lögum um almannatryggingar og almenningsbókasöfn. Auk þess munu þingmenn ræða um mál á borð við losun gróðurhúsalofttegunda, ráðstafanir í ríkisfjármálum, rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, skeldýrarækt, framkvæmdasjóð ferðamannastaða og austurrísku leiðin svokölluðu. Þingfundur hefst klukkan 10:30 þegar þingmenn ræða störf þingsins.

Börn neita að taka Rítalín vegna umræðunnar

Foreldrar ungmenna með ADHD segja þau nú neita að taka lyfin vegna umræðunnar sem hefur átt sér stað í kringum misnotkun á metýlfenídat lyfjum og skyldum lyfjum s.s. Rítalíni og þann ömurlega veruleika sem á sér stað í undirheimum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn ADHD samtakanna sendi frá sér en fjöldi félaga eru ósáttir við það hvernig Rítalíni og skyldum lyfjum hefur nánast eingöngu verið lýst sem dópi í fjölmiðlum.

Sjá næstu 50 fréttir