Fleiri fréttir Ferð Herjólfs klukkan þrjú fellur niður Ferð Herjólfs klukkan 15:00 fellur niður vegna veðurs samkvæmt tilkynningu frá Eimskip. 4.1.2011 14:38 Leita enn að vitni vegna brunans á Akureyri Maðurinn, sem lögreglan á Akureyri leitar að í tengslum við brunann á heimili í Eiðsvallagötu, er enn ófundinn. Eldur kviknaði í kjallara hússins nálægt glugga en það var nágranni, sem átti leið hjá fyrir tilviljun, sem vakti íbúa hússins, og bjargaði þar með lífum þeirra. 4.1.2011 14:14 Fundað í umhverfisnefnd vegna díoxínmengunar frá Funa Fundur hefur verið boðaður næstkomandi föstudag í umhverfisnefnd Alþingis. Ólína Þorvarðardóttir þingkona Samfylkingarinnar óskaði eftir fundinum en tilefnið eru málefni sorpeyðingarstöðvarinnar Funa í Engidal við Skutulsfjörð en frá stöðinni hefur greinst díoxínmengun. 4.1.2011 14:09 Steingrímur talaði mest og Atli minnst Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað langmest á haustþinginu sem hófst 1. október síðastliðinn, eða um það bil 70 klukkustundir. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur talað mest allra þingmanna eða í 591 mínútu. 4.1.2011 13:58 Varðhald sennilega framlengt yfir byssumönnum - bræður í haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer líklega fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir meintum skotmönnum sem eiga að hafa skotið á heimili í Bústaðahverfinu á aðfangadag. 4.1.2011 13:37 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4.1.2011 13:09 Þarf að fara betur yfir frumvarp um fjölmiðla Formaður menntamálanefndar Alþingis segir að enn þurfi að fara vel yfir ýmislegt í fjölmiðlafrumvarpinu. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur að huga verði bæði að tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins, en Blaðamannafélag Íslands telur með ákvæði um friðhelgina sé of langt gengið. 4.1.2011 12:57 Vill ekki sameiningu ráðuneyta Helgi Magnússon, formaður Samtaka Iðnaðarins, kveðst mótfallinn því að sameina atvinnuvegaráðuneytin í eitt og tekur undir sjónarmið Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Samtök Iðnaðarins hafa þó hingað til stutt sameiningu ráðuneytana. 4.1.2011 12:29 Enn vitlaust veður undir Eyjafjöllum Lögreglan á Hvolsvelli varar enn við veðrinu sem geisað hefur undir Eyjafjöllum í dag og í Mýrdalnum. Mikið rok er á svæðinu og hvassar vindhviður. Á svæðinu í kringum Svaðbælisá er mikið sandfok og því hætta á skemmdum á ökutækjum sem fara þar um. 4.1.2011 12:23 Leita betur að einhverju öðru fyrir Þingeyinga Forstjóri Landsvirkjunar segir að nýting jarðvarmaorkunnar í Þingeyjarsýslum henti betur smærri fyrirtækjum og stórir aðilar yrðu að sættast á að fá orkuna í þrepum. Hann boðar að leitað verði betur að hugsanlegum orkukaupendum. 4.1.2011 12:00 Asparglytta herjaði á jólatré í Hafnarfirði - Iðaði beinlínis af lífi Íbúi í Hafnarfirði kom með væna grein af jólatrénu sínu til Náttúrufræðistofnunar, samkvæmt vef þeirra, en tréð hafði reynst líflegra en við var búist. 4.1.2011 11:44 Faxi RE var aflahæstur Afli uppsjávarveiðiskipa HB Granda var alls tæplega 96.400 tonn á síðasta ári og aflaverðmætið nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Aflinn dróst saman um tæp 8% frá því á árinu 2009 en þrátt fyrir það jókst aflaverðmætið um 28,3% milli ára. 4.1.2011 11:17 Fatarisinn H&M horfir til Íslands Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. 4.1.2011 11:00 Helgi Hjörvar: „Þetta er erfitt með eins manns meirihluta“ „Það hlýtur að vera ríkur vilji til þess að ljúka þeim leiðangri sem lagt var upp með í samstarfinu. Sérstaklega þar sem erfiðasti hlutinn er að baki. Nú hefst uppbyggingin, en það er erfitt með eins manns meirihluta,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, en þar var einnig rætt við Siv Friðleifsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. 4.1.2011 10:26 Landspítalinn fær speglunartæki að gjöf Actavis hefur fært svæfingardeild Landspítala Hringbraut að gjöf speglunartæki fyrir fullorðna og börn. Í tilkynningu frá spítalanum segir að um sé að ræða speglunartæki tengt skjá sem notað er til að barkaþræða sjúklinga fyrir svæfingar. „Tæki þetta er af nýjustu gerð og hentar bæði fyrir fullorðna og börn alveg niður í fyrirbura. Tækið hentar einnig við erfiðar barkarennuísetningar.“ 4.1.2011 09:10 Þolendur líkamsárása enn á sjúkrahúsi Þolendur tveggja fólskulegra líkamsárása í Reykjavík að undanförnu eru enn á sjúkrahúsi og óvíst hvenær þeir verða útskrifaðir. 4.1.2011 08:00 Segja borgarmeirihlutann reyna að kæfa rannsókn Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík grunar að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að kæfa opna stjórnsýslurannsókn, sem borgarráð samþykkti samhljóða skömmu fyrir síðsutu borgarstjórnarkosningar. 4.1.2011 07:55 Útlendingar í vandræðum vegna veðurs Þrír útlendingar lentu í vandræðum í afleitu veðri, þegar bíll þeirra fór út af veginum í Víkurskarði, skammt frá Akureyri upp úr miðnætti. 4.1.2011 07:41 Árni Friðriksson heldur til loðnuleitar Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í dag til loðnuleitar og er ráðgert að fimm veiðiskip taki þátt í skipulagðri leit undir stjórn leiðangursstjórans á Árna Friðrikssyni. 4.1.2011 07:31 Vitlaust veður undir Eyjafjöllum, varað við grjótfoki Afleitt veður hefur verið víða um land í nótt og voru björgunarsveitir kallaðar út í Reyðarfirði og á Hvolsvelli til að hemja fok. 4.1.2011 07:18 Fyrsta ferð Herjólfs fellur niður Fyrsta ferð Herjólfs 7,30 fellur niður í dag vegna tafa á viðhaldi i aðalvél . 4.1.2011 07:09 Leggur til viðamiklar breytingar á ættleiðingarmálum Hvaða breytingar ætti að gera á fyrirkomulagi ættleiðinga að mati höfundar nýrrar skýrslu um ættleiðingar á Íslandi? Lagt er til að umtalsverðar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi ættleiðingarmála hér á landi í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir innanríkisráðherra. Lagt er til að aukin miðstýring verði í ættleiðingarmálum og að stærra og öflugra sýslumannsembætti sjái um málaflokkinn. 4.1.2011 06:30 Hallgrímskirkja sögð ritskoða listsýningu Stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur segir í grein í Fréttablaðinu í dag að valdamenn, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi beiti þöggun og skoðanakúgun. Dæmi sé að sýning Hannesar Lárussonar sem opna átti í Hallgrímskirkju í desember hafi verið slegin af á síðustu stundu. 4.1.2011 06:00 Vonandi sameinað fyrr en síðar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að sameining sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis í nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sé enn þá á dagskrá hjá ríkisstjórn. Er það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 4.1.2011 06:00 Gerðu eiturefnamælinguna eftir fyrirspurnir frá íbúum Fyrirspurnir íbúa á Ísafirði urðu til þess að Mjólkursamsalan (MS) á staðnum réðst í að gera mælingu á þrávirkum aðskotaefnum í afurðum. Mælingar og eftirlit á þrávirkum efnum í umhverfinu eru hins vegar á höndum opinberra eftirlitsstofnana en ekki fyrirtækja. Umhverfisráðuneytinu var tilkynnt um að díoxínmæling í sorpbrennslunni Funa væri tugfalt yfir mörkum. 4.1.2011 06:00 Fundu stóran smokk í Vestmannaeyjahöfn Áttatíu sentimetra langur beitusmokkfiskur veiddist í höfninni í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld. Talið er að dýrið hafi verið í smokkfiskatorfu sem fór hjá Vestmannaeyjum en það orðið af einhverjum ástæðum viðskila við hana. Smokkfiskurinn var vankaður þegar hann fannst við höfnina, synti fram og aftur þar sem grunnt var og brást hægt við þegar hann var fangaður. 4.1.2011 05:00 Missti sjón eftir að skot hljóp úr tertu „Ég beygi mig til að kveikja á tertunni og um leið og ég ber rokeldspýtuna að kveikiþræðinum þá hleypir tertan af einu skoti á undan öllum hinum. Og það fer beint í augað á mér án þess að springa,“ segir Sveinn Björnsson, fjögurra barna faðir í Reykjavík. 4.1.2011 04:00 Fjölmargir hundar týndust „Ég veit að það týndist hellingur af hundum í kringum áramótin og þrír eða fjórir þeirra eru enn týndir,“ segir Hreiðar Karlsson, eigandi hundahótelsins á Leirum. Hann segir fólk hafa byrjað að hringja að Leirum þegar fyrir áramót til að spyrjast fyrir um hunda sem höfðu týnst. 4.1.2011 04:00 121 milljón fyrir óbyggt hús Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., hefur verið dæmt til að greiða Arkitektur.is ehf. ríflega 121 milljón króna vegna hönnunar á ráðhúsi fyrir Reykjanesbæ og höfuðstöðvar fyrir HS orku. Að auki var eignarhaldsfélagið dæmt til að greiða 3,5 milljónir í málskostnað. 4.1.2011 03:15 Hjónavígsla Jóhönnu einn merkasti atburðurinn á árinu Hjónavígsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Jónínu Leósdóttur rithöfundar eru á meðal merkustu atburða í heimi samkynhneigðra kvenna á árinu sem var að líða. Þetta er í það minnsta mat Rachel Cook, pistlahöfundar á vefnum MCV sem fjallar um málefni samkynhneigðra kvenna. 3.1.2011 20:53 Níu líkamsárásir tilkynntar Níu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Fjórar þeirra áttu sér stað í miðborginni en hinar annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu. 3.1.2011 22:18 Segir stórt álver á Bakka mjög ólíklegt Forstjóri Landsvirkjunar segir mjög ólíklegt að stórt álver rísi við Húsavík, eins og Alcoa vill. Viljayfirlýsing um metanólverksmiðju í Kröflu hafi þó ekki sett aðra iðnaðarkosti aftar í röðina og lítið álver á Bakka sé ekki útilokað. 3.1.2011 18:57 Hótar því að fiskveiðiflotinn sigli í land Stjórnarmaður í Sjómannafélagi Íslands hótar því að fiskveiðiflotinn sigli í land verði sjómönnum ekki bætt kjararýrnun vegna lækkunar sjómannaafsláttar. Fyrsti hluti lækkunarinnar tók gildi nú um áramótin. 3.1.2011 18:41 Neyðarástand vegna Fokker vélar FÍ Neyðarárstand skapaðist á Flesland flugvelli í Bergen í Noregi þegar að reykur gaus upp úr flugvél Flugfélags Íslands sem var við það að lenda á vellinum. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið var ræst út vegna reyksins. 3.1.2011 19:32 Svindlar með því að senda út frá Íslandi Alræmdur sjónvarpsprédikari kemst undan breska fjölmiðlaeftirlitinu með því að senda þátt sinn út frá Íslandi. Reiðir Bretar hafa kvartað til útvarpsréttarnefndar vegna prédikarans, sem meðal annars sendir fólki vígt vatn án endurgjalds. 3.1.2011 18:57 Fimm króna eldsneytishækkun hefur áhrif á neyslu Hið opinbera gerir ráð fyrir tæpri tveggja prósenta söluaukningu á bensíni þrátt fyrir auknar álögur. Forstjóri Enn eins reiknar hins vegar með eins komma fimm prósents samdrætti, en gjöld á eldsneyti hækkuðu um tæpar fimm krónur á lítrann nú um áramótin. 3.1.2011 18:51 Á fjórða tug lést í vinnuslysum á Íslandi Alls bárust 15.686 tilkynningar um vinnuslys til Vinnueftirlitsins á liðnum áratug, eða á tímabilinu 1. janúar 2001 til 31. desember 2010. 3.1.2011 18:24 Bílvelta við Landvegamót Bílvelta varð á Suðurlandsvegi skammt vestan við Landvegamót í morgun. Ökumaður slapp að talið er án meiðsla, en hann var einn í bílnum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Hálkublettur hafði valdið þessu óhappi. 3.1.2011 18:02 Aino Freyja Jarvela ráðin forstöðumaður Salarins Stjórn Salarins, tónlistarhúss Kópavogs, hefur ráðið Aino Freyju Jarvela sem forstöðumann Salarins. Hún hefur störf nú í janúar. 3.1.2011 16:45 Íslendingar drukku 359 þúsund lítra af áfengi um áramótin Sala á áfengi í desember var 4 % minni en sama mánuð í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðinni. Sala á rauðvíni dróst saman um 4,8 % og hvítvíni um 2,6 %. 3.1.2011 16:17 Bensín gæti farið í 250 krónur á lítrann áður en árið er liðið „Væntingarnar, svona innan gæsalappa, og spá um að heimsmarkaðsverð haldi áfram að stíga, þá getur það gert að lítrinn fari upp í 250 krónur,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, en bensínverð hefur farið ört hækkandi síðustu mánuði. Nú er svo komið að algengt bensínverð á mannlausum bensínstöðvum er komið upp í rúmar 209 krónur fyrir lítrann og dísilolían upp í 211 krónur. 3.1.2011 16:09 Mögulega kveikt í á Eiðsvallagötu Lögreglan á Akureyri leitar að vitnum að eldsvoðanum að Eiðsvallagötu 5 á Akureyri að morgni annars janúar. Ekki er talið útilokað að um íkveikju hai verið að ræða að sögn Lögreglu. 3.1.2011 15:58 Vill fund vegna metanólverksmiðju Þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, hefur óskað eftir fundi í iðnaðarnefnd vegna frétta síðustu daga um Metanólverksmiðju sem mögulegt er að rísi í Suður-Þingeyjarsýslu. 3.1.2011 15:08 Rarik hefur hækkað um 8,3 prósent Nú um áramótin hækkuðu Rarik, Orkubú Vestfjarða (OV) og HS Veitur gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning á raforku. Þann 1. nóvember síðastliðinn hækkuðu OR og Norðurorka sínar gjaldskrár og sú síðasta, Rafveita Reyðarfjarðar, hefur tilkynnt hækkun frá 1. febrúar næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun. Hafa þá allar dreifiveitur á landinu hækkað gjaldskrár sínar. Þetta kemur fram á vef Orkuvaktarinnar. 3.1.2011 15:06 Einn á slysadeild eftir árekstur Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur sem varð á Vífilstaðavegi við Reykjanesbraut um klukkan eitt. Svo virðist sem fjórir bílar hafi lent í árekstrinum en nánari upplýsingar um orsök slyssins er ekki að hafa að svo stöddu. 3.1.2011 13:52 Sjá næstu 50 fréttir
Ferð Herjólfs klukkan þrjú fellur niður Ferð Herjólfs klukkan 15:00 fellur niður vegna veðurs samkvæmt tilkynningu frá Eimskip. 4.1.2011 14:38
Leita enn að vitni vegna brunans á Akureyri Maðurinn, sem lögreglan á Akureyri leitar að í tengslum við brunann á heimili í Eiðsvallagötu, er enn ófundinn. Eldur kviknaði í kjallara hússins nálægt glugga en það var nágranni, sem átti leið hjá fyrir tilviljun, sem vakti íbúa hússins, og bjargaði þar með lífum þeirra. 4.1.2011 14:14
Fundað í umhverfisnefnd vegna díoxínmengunar frá Funa Fundur hefur verið boðaður næstkomandi föstudag í umhverfisnefnd Alþingis. Ólína Þorvarðardóttir þingkona Samfylkingarinnar óskaði eftir fundinum en tilefnið eru málefni sorpeyðingarstöðvarinnar Funa í Engidal við Skutulsfjörð en frá stöðinni hefur greinst díoxínmengun. 4.1.2011 14:09
Steingrímur talaði mest og Atli minnst Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað langmest á haustþinginu sem hófst 1. október síðastliðinn, eða um það bil 70 klukkustundir. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur talað mest allra þingmanna eða í 591 mínútu. 4.1.2011 13:58
Varðhald sennilega framlengt yfir byssumönnum - bræður í haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer líklega fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir meintum skotmönnum sem eiga að hafa skotið á heimili í Bústaðahverfinu á aðfangadag. 4.1.2011 13:37
Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4.1.2011 13:09
Þarf að fara betur yfir frumvarp um fjölmiðla Formaður menntamálanefndar Alþingis segir að enn þurfi að fara vel yfir ýmislegt í fjölmiðlafrumvarpinu. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur að huga verði bæði að tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins, en Blaðamannafélag Íslands telur með ákvæði um friðhelgina sé of langt gengið. 4.1.2011 12:57
Vill ekki sameiningu ráðuneyta Helgi Magnússon, formaður Samtaka Iðnaðarins, kveðst mótfallinn því að sameina atvinnuvegaráðuneytin í eitt og tekur undir sjónarmið Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Samtök Iðnaðarins hafa þó hingað til stutt sameiningu ráðuneytana. 4.1.2011 12:29
Enn vitlaust veður undir Eyjafjöllum Lögreglan á Hvolsvelli varar enn við veðrinu sem geisað hefur undir Eyjafjöllum í dag og í Mýrdalnum. Mikið rok er á svæðinu og hvassar vindhviður. Á svæðinu í kringum Svaðbælisá er mikið sandfok og því hætta á skemmdum á ökutækjum sem fara þar um. 4.1.2011 12:23
Leita betur að einhverju öðru fyrir Þingeyinga Forstjóri Landsvirkjunar segir að nýting jarðvarmaorkunnar í Þingeyjarsýslum henti betur smærri fyrirtækjum og stórir aðilar yrðu að sættast á að fá orkuna í þrepum. Hann boðar að leitað verði betur að hugsanlegum orkukaupendum. 4.1.2011 12:00
Asparglytta herjaði á jólatré í Hafnarfirði - Iðaði beinlínis af lífi Íbúi í Hafnarfirði kom með væna grein af jólatrénu sínu til Náttúrufræðistofnunar, samkvæmt vef þeirra, en tréð hafði reynst líflegra en við var búist. 4.1.2011 11:44
Faxi RE var aflahæstur Afli uppsjávarveiðiskipa HB Granda var alls tæplega 96.400 tonn á síðasta ári og aflaverðmætið nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Aflinn dróst saman um tæp 8% frá því á árinu 2009 en þrátt fyrir það jókst aflaverðmætið um 28,3% milli ára. 4.1.2011 11:17
Fatarisinn H&M horfir til Íslands Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. 4.1.2011 11:00
Helgi Hjörvar: „Þetta er erfitt með eins manns meirihluta“ „Það hlýtur að vera ríkur vilji til þess að ljúka þeim leiðangri sem lagt var upp með í samstarfinu. Sérstaklega þar sem erfiðasti hlutinn er að baki. Nú hefst uppbyggingin, en það er erfitt með eins manns meirihluta,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, en þar var einnig rætt við Siv Friðleifsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. 4.1.2011 10:26
Landspítalinn fær speglunartæki að gjöf Actavis hefur fært svæfingardeild Landspítala Hringbraut að gjöf speglunartæki fyrir fullorðna og börn. Í tilkynningu frá spítalanum segir að um sé að ræða speglunartæki tengt skjá sem notað er til að barkaþræða sjúklinga fyrir svæfingar. „Tæki þetta er af nýjustu gerð og hentar bæði fyrir fullorðna og börn alveg niður í fyrirbura. Tækið hentar einnig við erfiðar barkarennuísetningar.“ 4.1.2011 09:10
Þolendur líkamsárása enn á sjúkrahúsi Þolendur tveggja fólskulegra líkamsárása í Reykjavík að undanförnu eru enn á sjúkrahúsi og óvíst hvenær þeir verða útskrifaðir. 4.1.2011 08:00
Segja borgarmeirihlutann reyna að kæfa rannsókn Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík grunar að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að kæfa opna stjórnsýslurannsókn, sem borgarráð samþykkti samhljóða skömmu fyrir síðsutu borgarstjórnarkosningar. 4.1.2011 07:55
Útlendingar í vandræðum vegna veðurs Þrír útlendingar lentu í vandræðum í afleitu veðri, þegar bíll þeirra fór út af veginum í Víkurskarði, skammt frá Akureyri upp úr miðnætti. 4.1.2011 07:41
Árni Friðriksson heldur til loðnuleitar Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í dag til loðnuleitar og er ráðgert að fimm veiðiskip taki þátt í skipulagðri leit undir stjórn leiðangursstjórans á Árna Friðrikssyni. 4.1.2011 07:31
Vitlaust veður undir Eyjafjöllum, varað við grjótfoki Afleitt veður hefur verið víða um land í nótt og voru björgunarsveitir kallaðar út í Reyðarfirði og á Hvolsvelli til að hemja fok. 4.1.2011 07:18
Fyrsta ferð Herjólfs fellur niður Fyrsta ferð Herjólfs 7,30 fellur niður í dag vegna tafa á viðhaldi i aðalvél . 4.1.2011 07:09
Leggur til viðamiklar breytingar á ættleiðingarmálum Hvaða breytingar ætti að gera á fyrirkomulagi ættleiðinga að mati höfundar nýrrar skýrslu um ættleiðingar á Íslandi? Lagt er til að umtalsverðar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi ættleiðingarmála hér á landi í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir innanríkisráðherra. Lagt er til að aukin miðstýring verði í ættleiðingarmálum og að stærra og öflugra sýslumannsembætti sjái um málaflokkinn. 4.1.2011 06:30
Hallgrímskirkja sögð ritskoða listsýningu Stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur segir í grein í Fréttablaðinu í dag að valdamenn, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi beiti þöggun og skoðanakúgun. Dæmi sé að sýning Hannesar Lárussonar sem opna átti í Hallgrímskirkju í desember hafi verið slegin af á síðustu stundu. 4.1.2011 06:00
Vonandi sameinað fyrr en síðar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að sameining sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis í nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sé enn þá á dagskrá hjá ríkisstjórn. Er það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 4.1.2011 06:00
Gerðu eiturefnamælinguna eftir fyrirspurnir frá íbúum Fyrirspurnir íbúa á Ísafirði urðu til þess að Mjólkursamsalan (MS) á staðnum réðst í að gera mælingu á þrávirkum aðskotaefnum í afurðum. Mælingar og eftirlit á þrávirkum efnum í umhverfinu eru hins vegar á höndum opinberra eftirlitsstofnana en ekki fyrirtækja. Umhverfisráðuneytinu var tilkynnt um að díoxínmæling í sorpbrennslunni Funa væri tugfalt yfir mörkum. 4.1.2011 06:00
Fundu stóran smokk í Vestmannaeyjahöfn Áttatíu sentimetra langur beitusmokkfiskur veiddist í höfninni í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld. Talið er að dýrið hafi verið í smokkfiskatorfu sem fór hjá Vestmannaeyjum en það orðið af einhverjum ástæðum viðskila við hana. Smokkfiskurinn var vankaður þegar hann fannst við höfnina, synti fram og aftur þar sem grunnt var og brást hægt við þegar hann var fangaður. 4.1.2011 05:00
Missti sjón eftir að skot hljóp úr tertu „Ég beygi mig til að kveikja á tertunni og um leið og ég ber rokeldspýtuna að kveikiþræðinum þá hleypir tertan af einu skoti á undan öllum hinum. Og það fer beint í augað á mér án þess að springa,“ segir Sveinn Björnsson, fjögurra barna faðir í Reykjavík. 4.1.2011 04:00
Fjölmargir hundar týndust „Ég veit að það týndist hellingur af hundum í kringum áramótin og þrír eða fjórir þeirra eru enn týndir,“ segir Hreiðar Karlsson, eigandi hundahótelsins á Leirum. Hann segir fólk hafa byrjað að hringja að Leirum þegar fyrir áramót til að spyrjast fyrir um hunda sem höfðu týnst. 4.1.2011 04:00
121 milljón fyrir óbyggt hús Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., hefur verið dæmt til að greiða Arkitektur.is ehf. ríflega 121 milljón króna vegna hönnunar á ráðhúsi fyrir Reykjanesbæ og höfuðstöðvar fyrir HS orku. Að auki var eignarhaldsfélagið dæmt til að greiða 3,5 milljónir í málskostnað. 4.1.2011 03:15
Hjónavígsla Jóhönnu einn merkasti atburðurinn á árinu Hjónavígsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Jónínu Leósdóttur rithöfundar eru á meðal merkustu atburða í heimi samkynhneigðra kvenna á árinu sem var að líða. Þetta er í það minnsta mat Rachel Cook, pistlahöfundar á vefnum MCV sem fjallar um málefni samkynhneigðra kvenna. 3.1.2011 20:53
Níu líkamsárásir tilkynntar Níu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Fjórar þeirra áttu sér stað í miðborginni en hinar annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu. 3.1.2011 22:18
Segir stórt álver á Bakka mjög ólíklegt Forstjóri Landsvirkjunar segir mjög ólíklegt að stórt álver rísi við Húsavík, eins og Alcoa vill. Viljayfirlýsing um metanólverksmiðju í Kröflu hafi þó ekki sett aðra iðnaðarkosti aftar í röðina og lítið álver á Bakka sé ekki útilokað. 3.1.2011 18:57
Hótar því að fiskveiðiflotinn sigli í land Stjórnarmaður í Sjómannafélagi Íslands hótar því að fiskveiðiflotinn sigli í land verði sjómönnum ekki bætt kjararýrnun vegna lækkunar sjómannaafsláttar. Fyrsti hluti lækkunarinnar tók gildi nú um áramótin. 3.1.2011 18:41
Neyðarástand vegna Fokker vélar FÍ Neyðarárstand skapaðist á Flesland flugvelli í Bergen í Noregi þegar að reykur gaus upp úr flugvél Flugfélags Íslands sem var við það að lenda á vellinum. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið var ræst út vegna reyksins. 3.1.2011 19:32
Svindlar með því að senda út frá Íslandi Alræmdur sjónvarpsprédikari kemst undan breska fjölmiðlaeftirlitinu með því að senda þátt sinn út frá Íslandi. Reiðir Bretar hafa kvartað til útvarpsréttarnefndar vegna prédikarans, sem meðal annars sendir fólki vígt vatn án endurgjalds. 3.1.2011 18:57
Fimm króna eldsneytishækkun hefur áhrif á neyslu Hið opinbera gerir ráð fyrir tæpri tveggja prósenta söluaukningu á bensíni þrátt fyrir auknar álögur. Forstjóri Enn eins reiknar hins vegar með eins komma fimm prósents samdrætti, en gjöld á eldsneyti hækkuðu um tæpar fimm krónur á lítrann nú um áramótin. 3.1.2011 18:51
Á fjórða tug lést í vinnuslysum á Íslandi Alls bárust 15.686 tilkynningar um vinnuslys til Vinnueftirlitsins á liðnum áratug, eða á tímabilinu 1. janúar 2001 til 31. desember 2010. 3.1.2011 18:24
Bílvelta við Landvegamót Bílvelta varð á Suðurlandsvegi skammt vestan við Landvegamót í morgun. Ökumaður slapp að talið er án meiðsla, en hann var einn í bílnum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Hálkublettur hafði valdið þessu óhappi. 3.1.2011 18:02
Aino Freyja Jarvela ráðin forstöðumaður Salarins Stjórn Salarins, tónlistarhúss Kópavogs, hefur ráðið Aino Freyju Jarvela sem forstöðumann Salarins. Hún hefur störf nú í janúar. 3.1.2011 16:45
Íslendingar drukku 359 þúsund lítra af áfengi um áramótin Sala á áfengi í desember var 4 % minni en sama mánuð í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðinni. Sala á rauðvíni dróst saman um 4,8 % og hvítvíni um 2,6 %. 3.1.2011 16:17
Bensín gæti farið í 250 krónur á lítrann áður en árið er liðið „Væntingarnar, svona innan gæsalappa, og spá um að heimsmarkaðsverð haldi áfram að stíga, þá getur það gert að lítrinn fari upp í 250 krónur,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, en bensínverð hefur farið ört hækkandi síðustu mánuði. Nú er svo komið að algengt bensínverð á mannlausum bensínstöðvum er komið upp í rúmar 209 krónur fyrir lítrann og dísilolían upp í 211 krónur. 3.1.2011 16:09
Mögulega kveikt í á Eiðsvallagötu Lögreglan á Akureyri leitar að vitnum að eldsvoðanum að Eiðsvallagötu 5 á Akureyri að morgni annars janúar. Ekki er talið útilokað að um íkveikju hai verið að ræða að sögn Lögreglu. 3.1.2011 15:58
Vill fund vegna metanólverksmiðju Þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, hefur óskað eftir fundi í iðnaðarnefnd vegna frétta síðustu daga um Metanólverksmiðju sem mögulegt er að rísi í Suður-Þingeyjarsýslu. 3.1.2011 15:08
Rarik hefur hækkað um 8,3 prósent Nú um áramótin hækkuðu Rarik, Orkubú Vestfjarða (OV) og HS Veitur gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning á raforku. Þann 1. nóvember síðastliðinn hækkuðu OR og Norðurorka sínar gjaldskrár og sú síðasta, Rafveita Reyðarfjarðar, hefur tilkynnt hækkun frá 1. febrúar næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun. Hafa þá allar dreifiveitur á landinu hækkað gjaldskrár sínar. Þetta kemur fram á vef Orkuvaktarinnar. 3.1.2011 15:06
Einn á slysadeild eftir árekstur Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur sem varð á Vífilstaðavegi við Reykjanesbraut um klukkan eitt. Svo virðist sem fjórir bílar hafi lent í árekstrinum en nánari upplýsingar um orsök slyssins er ekki að hafa að svo stöddu. 3.1.2011 13:52