Innlent

Fimm króna eldsneytishækkun hefur áhrif á neyslu

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Hermann Guðmundsson er forstjóri N1.
Hermann Guðmundsson er forstjóri N1.
Hið opinbera gerir ráð fyrir tæpri tveggja prósenta söluaukningu á bensíni þrátt fyrir auknar álögur. Forstjóri Enn eins reiknar hins vegar með eins komma fimm prósents samdrætti, en gjöld á eldsneyti hækkuðu um tæpar fimm krónur á lítrann nú um áramótin.

Margvíslegar hækkanir á gjaldskrám og sköttum ríkis og sveitarfélaga tóku gildu nú um áramótin. Í fjárlögum er m.a. gert ráð fyrir því að auka tekjur af eldsneyti, áfengi og tóbaki. Sígarettupakkinn mun hækka um tæpar þrjátíu og fjórar krónur. Álögur á léttvín og bjór munu hækka um 4% en einn bjór, sem áður kostaði þrjú hundruð krónur, kostar því nú þrjú hundruð og sjö krónur. Þá hefur Reykjavíkurborg hækkað stakt gjald fullorðinna í sund úr 360 krónum í 450 krónur.

Gjöld á eldsneyti hækkuðu einnig um tæpar tvær krónur á lítra nú um áramótin en til viðbótar leggjast aukalega tvær og hálf króna á hvern lítra þegar nýjar eldsneytisbirgðir koma til landsins síðar í mánuðinum. Engu að síður er gerir hið opinbera ráð fyrir tæpri tveggja prósentu aukningu á bensínsölu og rúmri þriggja prósentu söluaukningu á olíu. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir félagið þó gera ráð fyrir 1.5% samdrætti í sölu á árinu.

„Nú var ríkið enn einu sinni að hækka álögur á eldsneyti og þetta í þriðja skipti sem það gerist á stuttum tíma. Þetta voru u.þ.b. tæpar tvær krónur á bensín en rúmar tvær á dísilolíu. Síðan koma áframhaldandi hækkanir eftir því sem líður á mánuðinn þegar birgðir koma inn í landið," segir Hermann sem kveður ríkið nú bæta fimm krónum við sína álagningu á bensínlítrann.

„Eins og okkur sýnist þetta ver nú í lok janúar eru u.þ.b. 55% af verði lítrans að renna til ríkissjóða eða um 107 krónur. Þetta dregur úr sölu og við sjáum að á síðustu tveimur árum hefur dregið saman í sölu á bensíni um rúm 5% og nærri 20% í dísilolíu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×