Fatarisinn H&M horfir til Íslands 4. janúar 2011 11:00 Koma H&M væri stórtíðindi fyrir tískuþyrsta Íslendinga enda hefur verslunin boðið upp á ódýran tískufatnað um allan heim. Áhuginn hjá H&M er mikill að mati þeirra sem tóku á móti sænsku sendinefndinni. NordicPhotos/Getty Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. „Þeir skoðuðu 17-húsnæðið við Laugaveg, Smáralind og Kringluna. En svo veit ég ekkert meira en þú,“ segir Ásgeir Bolli. Håkan Andersson hjá upplýsingadeild H&M í Svíþjóð vildi ekkert segja um hugsanlega komu H&M til Íslands. „Það er regla hjá fyrirtækinu að tjá sig ekki um orðróm og mér virðist þetta vera orðrómur.“ Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, staðfesti að fulltrúar frá H&M hefðu komið í heimsókn fyrir jólin en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hana. „Svona verslun er ekki að fara opna í þessum mánuði eða þeim næsta. Þetta tekur aðeins lengri tíma en svo,“ segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, staðfesti einnig heimsókn fulltrúa frá H&M. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þeir komu 2005 í sömu erindagjörðum og þá gerðist ekkert. Þeir voru bara að kynna sér íslenska markaðinn og skoða hvað er í boði en það er ekkert fast í hendi með þetta,“ segir Sigurjón. H&M er næststærsta fataverslanakeðja Evrópu; 2.200 verslanir í 37 löndum eru reknar í hennar nafni en til gamans má geta að sænski húsgagnarisinn IKEA rekur 267 verslanir í 25 löndum. Fyrirtækið var stofnað 1947, þá sem kvenfataverslun undir nafninu Hennes sem á sænsku þýðir „hennar“. Hennes & Mauritz varð hins vegar til árið 1968 þegar Erling Pearson, stofnandi H&M, keypti húsnæði veiðibúðarinnar Mauritz Widforss í Stokkhólmi undir rekstur sinn og skeytti Mauritz-nafninu við. H&M hefur notið mikilla vinsælda hjá íslenskum ferðamönnum á erlendri grund og þeir snúa yfirleitt aftur heim klyfjaðir af pokum með rauðu stöfunum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. „Þeir skoðuðu 17-húsnæðið við Laugaveg, Smáralind og Kringluna. En svo veit ég ekkert meira en þú,“ segir Ásgeir Bolli. Håkan Andersson hjá upplýsingadeild H&M í Svíþjóð vildi ekkert segja um hugsanlega komu H&M til Íslands. „Það er regla hjá fyrirtækinu að tjá sig ekki um orðróm og mér virðist þetta vera orðrómur.“ Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, staðfesti að fulltrúar frá H&M hefðu komið í heimsókn fyrir jólin en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hana. „Svona verslun er ekki að fara opna í þessum mánuði eða þeim næsta. Þetta tekur aðeins lengri tíma en svo,“ segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, staðfesti einnig heimsókn fulltrúa frá H&M. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þeir komu 2005 í sömu erindagjörðum og þá gerðist ekkert. Þeir voru bara að kynna sér íslenska markaðinn og skoða hvað er í boði en það er ekkert fast í hendi með þetta,“ segir Sigurjón. H&M er næststærsta fataverslanakeðja Evrópu; 2.200 verslanir í 37 löndum eru reknar í hennar nafni en til gamans má geta að sænski húsgagnarisinn IKEA rekur 267 verslanir í 25 löndum. Fyrirtækið var stofnað 1947, þá sem kvenfataverslun undir nafninu Hennes sem á sænsku þýðir „hennar“. Hennes & Mauritz varð hins vegar til árið 1968 þegar Erling Pearson, stofnandi H&M, keypti húsnæði veiðibúðarinnar Mauritz Widforss í Stokkhólmi undir rekstur sinn og skeytti Mauritz-nafninu við. H&M hefur notið mikilla vinsælda hjá íslenskum ferðamönnum á erlendri grund og þeir snúa yfirleitt aftur heim klyfjaðir af pokum með rauðu stöfunum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira