Innlent

Leita enn að vitni vegna brunans á Akureyri

Húsið sem kviknaði í. Hugsanlega var kveikt í.
Húsið sem kviknaði í. Hugsanlega var kveikt í. Mynd / Daníel Guðmundsson

Maðurinn, sem lögreglan á Akureyri leitar að í tengslum við brunann á heimili í Eiðsvallagötu, er enn ófundinn. Eldur kviknaði í kjallara hússins nálægt glugga en það var nágranni, sem átti leið hjá fyrir tilviljun, sem vakti íbúa hússins, og bjargaði þar með lífum þeirra.

Lögregluna telur mögulegt að kveikt hafi verið í þó hún hafi ekki útilokað neitt í þeim efnum.

Maður sást á vettvangi þegar lögreglan og slökkvilið kom á vettvang laust fyrir klukkan hálf átta á sunnudagsmorgninum.

Að sögn lögreglunnar er hann ekki sérstaklega grunaður um verknaðinn. Maðurinn var dökkhærður og grannur, klæddur í gallabuxur og svarta peysu með rauðum merkingum.

Einnig óskar lögreglan eftir því að ef einhver varð var við mannaferðir í og við Eiðsvallagötu 5 þarna um morguninn þá hafi sá hinn sami samband við lögregluna á Akureyri í síma 464 7705.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×