Innlent

Fundað í umhverfisnefnd vegna díoxínmengunar frá Funa

Fundur hefur verið boðaður næstkomandi föstudag í umhverfisnefnd Alþingis. Ólína Þorvarðardóttir þingkona Samfylkingarinnar óskaði eftir fundinum en tilefnið eru málefni sorpeyðingarstöðvarinnar Funa í Engidal við Skutulsfjörð en frá stöðinni hefur greinst díoxínmengun.

Í tilkynningu frá Merði Árnasyni formanni nefndarinnar segir að óskað hafi verið eftir því að á fundinn komi bæjarstórinn á Ísafirði, ráðuneytisstjórinn í umhverfisráðuneytinu og fulltrúar frá hollustuverndarsviði Umhverfisstofnunar, Matvælastofnun, heilbrigðiseftirlitinu á Ísafirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×