Hallgrímskirkja sögð ritskoða listsýningu 4. janúar 2011 06:00 Hannes Lárusson sérhannaði sýninguna Líkamshlutar í trúarbrögðum fyrir Hallgrímskirkju en verkin þóttu of sláandi, svo ekkert varð af sýningunni. Bolurinn sem Hannes er í sýnir kynningarblað sem hann setti upp í kirkjunni en starfsmenn hennar fjarlægðu. Fréttablaðið/GVA Stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur segir í grein í Fréttablaðinu í dag að valdamenn, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi beiti þöggun og skoðanakúgun. Dæmi sé að sýning Hannesar Lárussonar sem opna átti í Hallgrímskirkju í desember hafi verið slegin af á síðustu stundu. Sýning Hannesar bar yfirskriftina Líkamshlutar í trúarbrögðum og var unnin í samvinnu við Guðrúnu Kristjánsdóttur, þáverandi sýningarstjóra Listvinafélags Hallgrímskirkju. Hinn 10. desember hengdi Hannes upp kynningarblað fyrir sýninguna í anddyri kirkjunnar. Á því voru meðal annars augu, hendi, typpi og brjóst. Sóknarpresturinn og organistinn ákváðu í samráði við framkvæmdastjóra Listvinafélagsins að taka auglýsinguna niður. Hannesi var tilkynnt að sýningunni væri frestað. Að sögn Guðrúnar var það myndefnið sem kallaði fram þessi viðbrögð eftir að Hannes fór ekki að ráðum hennar með val á mynd til að kynna sýninguna. „Það var tekin skyndiákvörðun í hálfgerðu panikástandi um að fresta sýningunni. Það var síðan Hannes sjálfur sem tilkynnti það einhliða að ekkert yrði af sýningunni á þessum stað," segir Guðrún. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu í dag má sjá að stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur telur illa vegið að Hannesi. „Það liggur í augum uppi að með þessum gjörningi sýnir kirkjan takmarkalaust virðingarleysi gagnvart starfi myndlistarmannsins og virðist hvorki treysta dómgreind hans né sýningarstjórans," segir stjórnin og minnir á að fyrr í vetur hafi sýning í Listasafni Árnesinga verið blásin af á svipuðum forsendum. Þórhallur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Listvinafélags Hallgrímskirkju, segir innihald sýningar Hannesar hafa reynst vera sláandi og ekki henta fyrir sýningarstaðinn í anddyri kirkjunnar. „Það er staður og stund fyrir allt," segir Þórhallur, sem neitar því að Hannes hafi verið ritskoðaður. „Það er þekkt að þeir sem hafa umsjón með listagalleríum hafa um það að segja hvað er sett þar upp." Sjálfur segir Hannes málið kjánalegt fyrir kirkjuna. „Þessi sýning var unnin á trúarlegum forsendum og var ekkert grín. Ég held að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þeir voru að samþykkja inn í byrjun," segir listamaðurinn. gar@frettabladid.is Tengdar fréttir Á elleftu stundu Í kjölfar íslenska efnahagshrunsins höfum við orðið vitni að ólíkum málum þar sem valdamenn, fyrirtæki og stofnanir hafa verið afhjúpuð á mismunandi hátt. 4. janúar 2011 06:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur segir í grein í Fréttablaðinu í dag að valdamenn, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi beiti þöggun og skoðanakúgun. Dæmi sé að sýning Hannesar Lárussonar sem opna átti í Hallgrímskirkju í desember hafi verið slegin af á síðustu stundu. Sýning Hannesar bar yfirskriftina Líkamshlutar í trúarbrögðum og var unnin í samvinnu við Guðrúnu Kristjánsdóttur, þáverandi sýningarstjóra Listvinafélags Hallgrímskirkju. Hinn 10. desember hengdi Hannes upp kynningarblað fyrir sýninguna í anddyri kirkjunnar. Á því voru meðal annars augu, hendi, typpi og brjóst. Sóknarpresturinn og organistinn ákváðu í samráði við framkvæmdastjóra Listvinafélagsins að taka auglýsinguna niður. Hannesi var tilkynnt að sýningunni væri frestað. Að sögn Guðrúnar var það myndefnið sem kallaði fram þessi viðbrögð eftir að Hannes fór ekki að ráðum hennar með val á mynd til að kynna sýninguna. „Það var tekin skyndiákvörðun í hálfgerðu panikástandi um að fresta sýningunni. Það var síðan Hannes sjálfur sem tilkynnti það einhliða að ekkert yrði af sýningunni á þessum stað," segir Guðrún. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu í dag má sjá að stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur telur illa vegið að Hannesi. „Það liggur í augum uppi að með þessum gjörningi sýnir kirkjan takmarkalaust virðingarleysi gagnvart starfi myndlistarmannsins og virðist hvorki treysta dómgreind hans né sýningarstjórans," segir stjórnin og minnir á að fyrr í vetur hafi sýning í Listasafni Árnesinga verið blásin af á svipuðum forsendum. Þórhallur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Listvinafélags Hallgrímskirkju, segir innihald sýningar Hannesar hafa reynst vera sláandi og ekki henta fyrir sýningarstaðinn í anddyri kirkjunnar. „Það er staður og stund fyrir allt," segir Þórhallur, sem neitar því að Hannes hafi verið ritskoðaður. „Það er þekkt að þeir sem hafa umsjón með listagalleríum hafa um það að segja hvað er sett þar upp." Sjálfur segir Hannes málið kjánalegt fyrir kirkjuna. „Þessi sýning var unnin á trúarlegum forsendum og var ekkert grín. Ég held að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þeir voru að samþykkja inn í byrjun," segir listamaðurinn. gar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Á elleftu stundu Í kjölfar íslenska efnahagshrunsins höfum við orðið vitni að ólíkum málum þar sem valdamenn, fyrirtæki og stofnanir hafa verið afhjúpuð á mismunandi hátt. 4. janúar 2011 06:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Á elleftu stundu Í kjölfar íslenska efnahagshrunsins höfum við orðið vitni að ólíkum málum þar sem valdamenn, fyrirtæki og stofnanir hafa verið afhjúpuð á mismunandi hátt. 4. janúar 2011 06:00