Missti sjón eftir að skot hljóp úr tertu 4. janúar 2011 04:00 Eitt skot úr gallaðri skottertu fór í auga manns á gamlárskvöld með alvarlegum afleiðingum. fréttablaðið/hari „Ég beygi mig til að kveikja á tertunni og um leið og ég ber rokeldspýtuna að kveikiþræðinum þá hleypir tertan af einu skoti á undan öllum hinum. Og það fer beint í augað á mér án þess að springa,“ segir Sveinn Björnsson, fjögurra barna faðir í Reykjavík. Sveinn hlaut alvarlega áverka á auga þegar skot úr skottertunni Örlygsstaðabardaga skaust í andlit hans á gamlárskvöld. Sveinn hlaut skurð í og við annað augað og sér ekkert með því eins og er. Kraftur sprengjunnar var svo mikill að höfuðkúpan brákaðist með þeim afleiðingum að beinflís losnaði inn í augnhvolfið. „Þegar þetta gerist hleypur tengdafaðir minn að mér og styður við mig til baka. Þá fer tertan virkilega af stað og byrjar að skjóta á fullu,“ segir Sveinn. „En punkturinn í þessu er sá að það voru fimm aðrir á gjörgæslunni á gamlárskvöld sem höfðu mjög sambærilega sögu að segja.“ Sveinn var ekki með hlífðargleraugu þegar atvikið átti sér stað, en segist þó ekki vera viss um hvort þau hefðu bjargað auganu eða gert verri skaða þar sem kraftur sprengjunnar var svo mikill. „Þetta eru fimmtán kíló af sprengiefni sem er um að ræða. Í mínu tilviki veit ég ekki hvað hefði gerst ef ég hefði verið með gleraugu. Kannski hefðu þau brotnað inn í augað á mér og kannski hefðu þau bjargað mér,“ segir hann. „En ef ég hefði fengið þetta í munninn eða kinnina hefðu gleraugu ekki hjálpað mér mikið.“ Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, harmar atvikið og segir málið alvarlegt. Gæðaeftirlit Landsbjargar varðandi flugelda sé mjög strangt og notast hafi verið við sama kínverska framleiðandann nú og undanfarin ár. „Við lítum þetta alvarlegum augum og við gerum allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir svona,“ segir Kristinn. Hann segir að fyrst og fremst megi rekja slys til rangrar meðhöndlunar á flugeldum. Hann veit ekki um fleiri dæmi þar sem fólk hefur kvartað undan gölluðum Örlygsstaðabardögum. „Þetta er mjög sjaldgæft í þessum kökum og við höfum ekki fengið neinar fréttir um það,“ segir hann. „En við vitum hins vegar að fólk les ekki leiðbeiningar sem fylgja tertunum.“ Slysavarnafélagið Landsbjörg er tryggt fyrir tjóni gagnvart þriðja aðila ef sýnt er fram á að það hafi átt sér stað vegna gallaðrar vöru. sunna@frettabladid.is Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
„Ég beygi mig til að kveikja á tertunni og um leið og ég ber rokeldspýtuna að kveikiþræðinum þá hleypir tertan af einu skoti á undan öllum hinum. Og það fer beint í augað á mér án þess að springa,“ segir Sveinn Björnsson, fjögurra barna faðir í Reykjavík. Sveinn hlaut alvarlega áverka á auga þegar skot úr skottertunni Örlygsstaðabardaga skaust í andlit hans á gamlárskvöld. Sveinn hlaut skurð í og við annað augað og sér ekkert með því eins og er. Kraftur sprengjunnar var svo mikill að höfuðkúpan brákaðist með þeim afleiðingum að beinflís losnaði inn í augnhvolfið. „Þegar þetta gerist hleypur tengdafaðir minn að mér og styður við mig til baka. Þá fer tertan virkilega af stað og byrjar að skjóta á fullu,“ segir Sveinn. „En punkturinn í þessu er sá að það voru fimm aðrir á gjörgæslunni á gamlárskvöld sem höfðu mjög sambærilega sögu að segja.“ Sveinn var ekki með hlífðargleraugu þegar atvikið átti sér stað, en segist þó ekki vera viss um hvort þau hefðu bjargað auganu eða gert verri skaða þar sem kraftur sprengjunnar var svo mikill. „Þetta eru fimmtán kíló af sprengiefni sem er um að ræða. Í mínu tilviki veit ég ekki hvað hefði gerst ef ég hefði verið með gleraugu. Kannski hefðu þau brotnað inn í augað á mér og kannski hefðu þau bjargað mér,“ segir hann. „En ef ég hefði fengið þetta í munninn eða kinnina hefðu gleraugu ekki hjálpað mér mikið.“ Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, harmar atvikið og segir málið alvarlegt. Gæðaeftirlit Landsbjargar varðandi flugelda sé mjög strangt og notast hafi verið við sama kínverska framleiðandann nú og undanfarin ár. „Við lítum þetta alvarlegum augum og við gerum allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir svona,“ segir Kristinn. Hann segir að fyrst og fremst megi rekja slys til rangrar meðhöndlunar á flugeldum. Hann veit ekki um fleiri dæmi þar sem fólk hefur kvartað undan gölluðum Örlygsstaðabardögum. „Þetta er mjög sjaldgæft í þessum kökum og við höfum ekki fengið neinar fréttir um það,“ segir hann. „En við vitum hins vegar að fólk les ekki leiðbeiningar sem fylgja tertunum.“ Slysavarnafélagið Landsbjörg er tryggt fyrir tjóni gagnvart þriðja aðila ef sýnt er fram á að það hafi átt sér stað vegna gallaðrar vöru. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira