Missti sjón eftir að skot hljóp úr tertu 4. janúar 2011 04:00 Eitt skot úr gallaðri skottertu fór í auga manns á gamlárskvöld með alvarlegum afleiðingum. fréttablaðið/hari „Ég beygi mig til að kveikja á tertunni og um leið og ég ber rokeldspýtuna að kveikiþræðinum þá hleypir tertan af einu skoti á undan öllum hinum. Og það fer beint í augað á mér án þess að springa,“ segir Sveinn Björnsson, fjögurra barna faðir í Reykjavík. Sveinn hlaut alvarlega áverka á auga þegar skot úr skottertunni Örlygsstaðabardaga skaust í andlit hans á gamlárskvöld. Sveinn hlaut skurð í og við annað augað og sér ekkert með því eins og er. Kraftur sprengjunnar var svo mikill að höfuðkúpan brákaðist með þeim afleiðingum að beinflís losnaði inn í augnhvolfið. „Þegar þetta gerist hleypur tengdafaðir minn að mér og styður við mig til baka. Þá fer tertan virkilega af stað og byrjar að skjóta á fullu,“ segir Sveinn. „En punkturinn í þessu er sá að það voru fimm aðrir á gjörgæslunni á gamlárskvöld sem höfðu mjög sambærilega sögu að segja.“ Sveinn var ekki með hlífðargleraugu þegar atvikið átti sér stað, en segist þó ekki vera viss um hvort þau hefðu bjargað auganu eða gert verri skaða þar sem kraftur sprengjunnar var svo mikill. „Þetta eru fimmtán kíló af sprengiefni sem er um að ræða. Í mínu tilviki veit ég ekki hvað hefði gerst ef ég hefði verið með gleraugu. Kannski hefðu þau brotnað inn í augað á mér og kannski hefðu þau bjargað mér,“ segir hann. „En ef ég hefði fengið þetta í munninn eða kinnina hefðu gleraugu ekki hjálpað mér mikið.“ Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, harmar atvikið og segir málið alvarlegt. Gæðaeftirlit Landsbjargar varðandi flugelda sé mjög strangt og notast hafi verið við sama kínverska framleiðandann nú og undanfarin ár. „Við lítum þetta alvarlegum augum og við gerum allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir svona,“ segir Kristinn. Hann segir að fyrst og fremst megi rekja slys til rangrar meðhöndlunar á flugeldum. Hann veit ekki um fleiri dæmi þar sem fólk hefur kvartað undan gölluðum Örlygsstaðabardögum. „Þetta er mjög sjaldgæft í þessum kökum og við höfum ekki fengið neinar fréttir um það,“ segir hann. „En við vitum hins vegar að fólk les ekki leiðbeiningar sem fylgja tertunum.“ Slysavarnafélagið Landsbjörg er tryggt fyrir tjóni gagnvart þriðja aðila ef sýnt er fram á að það hafi átt sér stað vegna gallaðrar vöru. sunna@frettabladid.is Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
„Ég beygi mig til að kveikja á tertunni og um leið og ég ber rokeldspýtuna að kveikiþræðinum þá hleypir tertan af einu skoti á undan öllum hinum. Og það fer beint í augað á mér án þess að springa,“ segir Sveinn Björnsson, fjögurra barna faðir í Reykjavík. Sveinn hlaut alvarlega áverka á auga þegar skot úr skottertunni Örlygsstaðabardaga skaust í andlit hans á gamlárskvöld. Sveinn hlaut skurð í og við annað augað og sér ekkert með því eins og er. Kraftur sprengjunnar var svo mikill að höfuðkúpan brákaðist með þeim afleiðingum að beinflís losnaði inn í augnhvolfið. „Þegar þetta gerist hleypur tengdafaðir minn að mér og styður við mig til baka. Þá fer tertan virkilega af stað og byrjar að skjóta á fullu,“ segir Sveinn. „En punkturinn í þessu er sá að það voru fimm aðrir á gjörgæslunni á gamlárskvöld sem höfðu mjög sambærilega sögu að segja.“ Sveinn var ekki með hlífðargleraugu þegar atvikið átti sér stað, en segist þó ekki vera viss um hvort þau hefðu bjargað auganu eða gert verri skaða þar sem kraftur sprengjunnar var svo mikill. „Þetta eru fimmtán kíló af sprengiefni sem er um að ræða. Í mínu tilviki veit ég ekki hvað hefði gerst ef ég hefði verið með gleraugu. Kannski hefðu þau brotnað inn í augað á mér og kannski hefðu þau bjargað mér,“ segir hann. „En ef ég hefði fengið þetta í munninn eða kinnina hefðu gleraugu ekki hjálpað mér mikið.“ Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, harmar atvikið og segir málið alvarlegt. Gæðaeftirlit Landsbjargar varðandi flugelda sé mjög strangt og notast hafi verið við sama kínverska framleiðandann nú og undanfarin ár. „Við lítum þetta alvarlegum augum og við gerum allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir svona,“ segir Kristinn. Hann segir að fyrst og fremst megi rekja slys til rangrar meðhöndlunar á flugeldum. Hann veit ekki um fleiri dæmi þar sem fólk hefur kvartað undan gölluðum Örlygsstaðabardögum. „Þetta er mjög sjaldgæft í þessum kökum og við höfum ekki fengið neinar fréttir um það,“ segir hann. „En við vitum hins vegar að fólk les ekki leiðbeiningar sem fylgja tertunum.“ Slysavarnafélagið Landsbjörg er tryggt fyrir tjóni gagnvart þriðja aðila ef sýnt er fram á að það hafi átt sér stað vegna gallaðrar vöru. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira