Missti sjón eftir að skot hljóp úr tertu 4. janúar 2011 04:00 Eitt skot úr gallaðri skottertu fór í auga manns á gamlárskvöld með alvarlegum afleiðingum. fréttablaðið/hari „Ég beygi mig til að kveikja á tertunni og um leið og ég ber rokeldspýtuna að kveikiþræðinum þá hleypir tertan af einu skoti á undan öllum hinum. Og það fer beint í augað á mér án þess að springa,“ segir Sveinn Björnsson, fjögurra barna faðir í Reykjavík. Sveinn hlaut alvarlega áverka á auga þegar skot úr skottertunni Örlygsstaðabardaga skaust í andlit hans á gamlárskvöld. Sveinn hlaut skurð í og við annað augað og sér ekkert með því eins og er. Kraftur sprengjunnar var svo mikill að höfuðkúpan brákaðist með þeim afleiðingum að beinflís losnaði inn í augnhvolfið. „Þegar þetta gerist hleypur tengdafaðir minn að mér og styður við mig til baka. Þá fer tertan virkilega af stað og byrjar að skjóta á fullu,“ segir Sveinn. „En punkturinn í þessu er sá að það voru fimm aðrir á gjörgæslunni á gamlárskvöld sem höfðu mjög sambærilega sögu að segja.“ Sveinn var ekki með hlífðargleraugu þegar atvikið átti sér stað, en segist þó ekki vera viss um hvort þau hefðu bjargað auganu eða gert verri skaða þar sem kraftur sprengjunnar var svo mikill. „Þetta eru fimmtán kíló af sprengiefni sem er um að ræða. Í mínu tilviki veit ég ekki hvað hefði gerst ef ég hefði verið með gleraugu. Kannski hefðu þau brotnað inn í augað á mér og kannski hefðu þau bjargað mér,“ segir hann. „En ef ég hefði fengið þetta í munninn eða kinnina hefðu gleraugu ekki hjálpað mér mikið.“ Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, harmar atvikið og segir málið alvarlegt. Gæðaeftirlit Landsbjargar varðandi flugelda sé mjög strangt og notast hafi verið við sama kínverska framleiðandann nú og undanfarin ár. „Við lítum þetta alvarlegum augum og við gerum allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir svona,“ segir Kristinn. Hann segir að fyrst og fremst megi rekja slys til rangrar meðhöndlunar á flugeldum. Hann veit ekki um fleiri dæmi þar sem fólk hefur kvartað undan gölluðum Örlygsstaðabardögum. „Þetta er mjög sjaldgæft í þessum kökum og við höfum ekki fengið neinar fréttir um það,“ segir hann. „En við vitum hins vegar að fólk les ekki leiðbeiningar sem fylgja tertunum.“ Slysavarnafélagið Landsbjörg er tryggt fyrir tjóni gagnvart þriðja aðila ef sýnt er fram á að það hafi átt sér stað vegna gallaðrar vöru. sunna@frettabladid.is Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
„Ég beygi mig til að kveikja á tertunni og um leið og ég ber rokeldspýtuna að kveikiþræðinum þá hleypir tertan af einu skoti á undan öllum hinum. Og það fer beint í augað á mér án þess að springa,“ segir Sveinn Björnsson, fjögurra barna faðir í Reykjavík. Sveinn hlaut alvarlega áverka á auga þegar skot úr skottertunni Örlygsstaðabardaga skaust í andlit hans á gamlárskvöld. Sveinn hlaut skurð í og við annað augað og sér ekkert með því eins og er. Kraftur sprengjunnar var svo mikill að höfuðkúpan brákaðist með þeim afleiðingum að beinflís losnaði inn í augnhvolfið. „Þegar þetta gerist hleypur tengdafaðir minn að mér og styður við mig til baka. Þá fer tertan virkilega af stað og byrjar að skjóta á fullu,“ segir Sveinn. „En punkturinn í þessu er sá að það voru fimm aðrir á gjörgæslunni á gamlárskvöld sem höfðu mjög sambærilega sögu að segja.“ Sveinn var ekki með hlífðargleraugu þegar atvikið átti sér stað, en segist þó ekki vera viss um hvort þau hefðu bjargað auganu eða gert verri skaða þar sem kraftur sprengjunnar var svo mikill. „Þetta eru fimmtán kíló af sprengiefni sem er um að ræða. Í mínu tilviki veit ég ekki hvað hefði gerst ef ég hefði verið með gleraugu. Kannski hefðu þau brotnað inn í augað á mér og kannski hefðu þau bjargað mér,“ segir hann. „En ef ég hefði fengið þetta í munninn eða kinnina hefðu gleraugu ekki hjálpað mér mikið.“ Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, harmar atvikið og segir málið alvarlegt. Gæðaeftirlit Landsbjargar varðandi flugelda sé mjög strangt og notast hafi verið við sama kínverska framleiðandann nú og undanfarin ár. „Við lítum þetta alvarlegum augum og við gerum allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir svona,“ segir Kristinn. Hann segir að fyrst og fremst megi rekja slys til rangrar meðhöndlunar á flugeldum. Hann veit ekki um fleiri dæmi þar sem fólk hefur kvartað undan gölluðum Örlygsstaðabardögum. „Þetta er mjög sjaldgæft í þessum kökum og við höfum ekki fengið neinar fréttir um það,“ segir hann. „En við vitum hins vegar að fólk les ekki leiðbeiningar sem fylgja tertunum.“ Slysavarnafélagið Landsbjörg er tryggt fyrir tjóni gagnvart þriðja aðila ef sýnt er fram á að það hafi átt sér stað vegna gallaðrar vöru. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira