Fleiri fréttir

Rekstri Sólheima hætt - áfallateymi hjálpar íbúum

Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi tilkynnti á blaðamannafundi í Iðu fyrir stundu að ráðið hefði samþykkt að að heimila framkvæmdastjórn heimilsins að ssegja upp þjónustu við fatlaða.

Síðustu skiladagar á jólapóstinum

Pósturinn minnir á síðustu öruggu skiladaga fyrir sendingar jólakorta og jólapakka í desember. Það styttist í jólin og nú fer hver að verða síðastur að póstleggja jólakortin til landa innan Evrópu en síðasti skiladagur er föstudagurinn 17.desember til að þau skili sér í tæka tíð fyrir jólin.

Neyðarlögin brjóta ekki gegn ákvæðum EES-samningsins

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að loka sjö kvörtunarmálum er varða íslensku neyðarlögin þar sem stofnunin telur að lögin brjóti ekki gegn ákvæðum EES-samningsins samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu eftirlitsstofnunarinnar.

Óttast lokun Sólheima

Framkvæmdastjórn Sólheima hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag.

Hefur stjórnað skólakór í 35 ár

Þórunn Björnsdóttir segir það hafa verið gæfuríka ákvörðun þegar hún tók að sér að stjórna Skólakór Kársness fyrir 35 árum. „Það geta öll börn sungið ef þau fá tækifæri til þess,“ segir Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Skólakórs Kársness.

Tollurinn herðir eftirlit með fölskum gjöfum

Af hálfu tollstjóra mun eftirlit verða aukið með póstsendingum sem sagðar eru innihalda gjafir. Jafnframt mun samvinna við erlend tollyfirvöld verða aukin og þeim tilkynnt um þá aðila sem senda varning með þessum hætti til landsins.

Lokaumræða um fjárlögin hafin: Spennandi atkvæðagreiðsla

Fjárlög næsta árs komu til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi skömmu fyrir hádegi. Við afgreiðslu þeirra kemur í ljós hvort frumvarpið nýtur stuðnings allra þingmanna stjórnarflokkanna en Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður viðskiptanefndar, sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlögin eftir aðra umræðu.

Íslendingar og Bretar í samstarf vegna eldgosa

Íslendingar og Bretar hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf þjóðannna á sviði rannsókna og eftirlits með eldsumbrotum á Íslandi og umhverfisáhrifa og hættu af völdum þeirra.

Stykkishólmsbær dæmdur fyrir ólögmæta uppsögn

Hæstiréttur hefur dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða fyrrverandi starfsmanni bæjarins 3,8 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Þar af voru þrjár milljónir vegna fjártjóns en 800 þúsund í miskabætur. Í dómi Hæstaréttar segir að framganga Stykkishólmsbæjar við uppsögnina hafi verið meiðandi í garð starfsmannsins og talinn hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn honum.

Brenndist illa af ljósboga - dvelur enn á spítala

Starfsmaður Orkuveitunnar, sem brenndist við störf um klukkan sex á mánudaginn, dvelur enn á spítala vegna meiðsla sinna. Maðurinn vann að viðgerðum á spennustöð í Grafarvoginum.

Diskóeyjan verður að söngleik í Borgarleikhúsinu

Diskóeyjan er ein vinsælasta plata ársins og lagið Gordjöss hefur notið ótrúlegra vinsælda. Nú er afráðið að Diskóeyjunni verður breytt í söngleik og sett upp sem slík í Borgarleikhúsinu árið 2012. Bragi Valdimar Skúlason og Óttarr Proppé, hugmyndasmiðirnir á bak við plötuna, ætla að setjast niður á næstunni og skrifa nýtt handrit sem verður þó byggt á söguþræðinum í Diskóeyjunni en hún fjallar um systkini sem send eru á Diskóeyjuna til að læra sitthvað um lífið og tilveruna hjá prófessornum, vinum hans og furðuverum. Þá stendur til að semja lög fyrir nýja Diskóeyjarplötu.

Bæjaryfirvöld ósátt við umgengni á Kársnesi og vilja tiltekt

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hefur hvatt til þess að bæjaryfirvöld, íbúar og atvinnurekendur á Kársnesi taki höndum saman á næstu vikum og mánuðum og hreinsi til á atvinnusvæði Kársness sem afmarkast af Kársnesbraut, Vesturvör og Bryggjuvör. Í dreifibréfi sem sent hefur verið umsjónarmönnum atvinnulóða á svæðinu leggur bæjarstjórinn til að hreinsunarátakinu verði lokið í mars 2011.

Furðustrandir mest seld í Eymundsson

Glæpasaga Arnalds Indriðasonar, Furðustrandir, var mest selda bók vikuna 8. - 14. desember samkvæmt metsölulista Eymundsson. Í öðru sæti situr draugasagan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur.

Ræða Jóns Gnarr: Þjóðin er eins og fjölskylda alkóhólista

„Það má líkja þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista sem búinn var að vera fullur samfleytt í mörg ár. Hann var stórhuga, sérstaklega þegar hann var búinn að fá sér nokkra," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í ræðu sem hann hélt í gær þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var til umræðu. Þar blasir við gríðarlegur niðurskurður eins og annars staðar á landsvísu.

Leggja fram eina tillögu og vilja 26 milljónir

Hreyfingin fer fram á að fá rúmar 26 milljónir af fjárlögum næsta árs þar sem að gæta þurfi jafnræðis í opinberum fjárframlögum. Um er að ræða framlag til reksturs Hreyfingarinnar. Meirihluti fjárlaganefndar gekk í gærkvöldi frá breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið en lokaumræða þess er á dagskrá þingsins í dag.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Herjólfur fer fyrstu ferð dagsins til Þorlákshafanr í stað Landeyjahafnar í dag, vegna óhagstæðs sjólags við Landeyjahöfn.

Brotist inn í íbúðahús í Kópavogi

Brotist var inn í íbúðarhús í Kópavogi síðdegis í gær eða í gærkvöldi, en íbúarnir urðu þess ekki varir fyrr en þeir komu heim upp úr miðnætti.

Skólagarðar líða undir lok

Áttundu bekkingum mun ekki gefast kostur á starfi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur næsta sumar eins og venja hefur verið. Þetta kom fram í máli Karls Sigurðssonar, formanns umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í gær.

Ríkisendurskoðun fer yfir alla samningana

Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir öllum skuldbindandi samningum ráðuneytanna til endurskoðunar. Er þar miðað við alla núgildandi samninga sem útlistaðir eru í fjárlagafrumvarpinu 2011 en eru þeir 141 talsins.

Enn dregið úr niðurskurði

Útgjöld ríkissjóðs til velferðarmála aukast um rúmlega einn milljarð króna frá því sem áður stóð til. Meirihluti fjárlaganefndar gekk í gærkvöldi frá breytingatillögum við frumvarpið en lokaumræða þess er á dagskrá þingsins í dag. Meðal þess sem breytist er að 350 milljónum króna verður varið til verðbóta á grunn ellilífeyris- og örorkubóta.

Flutti inn hálft kíló af kattahlandskóki

Lettneskur karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi eftir að hafa reynt að smygla til landsins hálfu kílói af fíkniefni sem nefnist methedrone. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem reynt er að smygla til landsins fíkniefnum sem líkur eru á að séu ekki skráð hér sem ólögleg efni.

Herflugvélar hætti að lenda í Reykjavík

Jón Gnarr borgarstjóri vill að borgin skori á utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld að banna umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll nema þegar hann þjónar hlutverki sem varaflugvöllur. Jón lagði fram tillögu þess efnis á fundi ráðsins í síðustu viku. Afgreiðslu hennar var frestað.

Kristján Þór Júlíusson greinir ekki frá styrkveitanda

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ætlar ekki að gefa upp hvaða lögaðili styrkti hann um hálfa milljón í prófkjöri sem hann tók þátt í vegna alþingiskosninganna 2007. Hann segir að framlagið hafi verið veitt samkvæmt þáverandi viðmiðum, meðal annars um nafnleysi.

ORF leyft að rækta erfðabreytt bygg úti

Umhverfismál Umhverfisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Umhverfisstofnunar um að veita ORF Líftækni hf. leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi. Umhverfisstofnun veitti leyfið í júní í fyrra en sjö aðilar kærðu ákvörðunina. Sex kærum var vísað frá en ráðuneytið tók til meðferðar kæru VOR (Verndun og ræktun – félag framleiðenda í lífrænum búskap).

Sjálfstæðismenn krafðir svara

Söfnun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á upplýsingum um stjórnmálaskoðanir almennings á sjötta áratugnum var rædd á Alþingi í gær.

Ríkissaksóknari kannar brot Íslendinga gegn Íslendingum

Athugun Ríkissaksóknara á því hvort íslensk lög hafa verið brotin með starfsemi eftirlitshóps bandaríska sendiráðsins getur einungis beinst að því hvort íslenskir ríkisborgarar sem starfa eða störfuðu fyrir sendiráðið brutu lög, segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari.

Eiginmaðurinn látinn laus

Karlmaður á fertugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna smygls á tæplega þrjú hundruð grömmum af kókaíni var látinn laus í fyrradag, þegar gæsluvarðhald hans rann út.

Bólusetning gegn leghálskrabbameini hefst á næsta ári

Fjárlaganefnd leggur til að bólusetning við leghálskrabbameini verði hafin á næsta ári. „Öll fjárlaganefndin stendur að tillögunni Það er mjög ánægjulegt,“ segir Þuríður Backman, þingmaður VG.

Koma verður í veg fyrir tvísköttun

„Ég tel að það sé ekki slæm stefna til framtíðar að notendur borgi fyrir mannvirki sem þeir nota heldur en almennir skattgreiðendur,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. „Þá þarf að fyrirbyggja að tvísköttun eigi sér stað í framtíðinni.“

„Allar viljum við líta þokkalega út“

Röð myndaðist fyrir utan Fjölskylduhjálp Íslands síðdegis þegar fyrstu pokum af jólamat var úthlutað til þeirra sem ekki eiga fyrir jólasteikinni. Rúmlega 300 fjölskyldur fengu jólaaðstoð. Á morgun verðu konum boðið upp á litun og plokkun augabrúna.

Hækkanir hafa mikil áhrif á barnafjölskyldur

Barnafjölskyldur í Reykjavík þurfa að vinna hálfan mánuð meira á næsta ári til að mæta skattahækkunum Besta flokks og Samfylkingar. Þetta fullyrðir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Starfsmenn Ístaks í Kaupmannahöfn afar ósáttir

Hópur Íslendinga sem vinnur fyrir Ístak í Kaupmannahöfn telur á sér svínað. Talsmaður hópsins fullyrðir að Ístak setji faglærða iðnaðarmenn á verkamannataxta. Aðstoðarframkvæmdastjóri Ístaks segir þetta rangt, kjör séu í fullu samræmi við kjarasamninga.

Segja sjávarútveginn tapa milljörðum vegna ákvörðunar ráðherra

Saltfiskverkendur segja að íslenskur sjávarútvegur tapi milljörðum króna vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að banna notkun svokallaðra fosfata í saltfiski frá áramótum. Talsmaður stærsta framleiðandans, Vísis í Grindavík, segir ákvörðun ráðherra óskiljanlega.

Greiddu sér 177 milljónir í arð

Stjórnendur og eigendur Hraðbrautar greiddu sér 177 milljónir í arð úr skólanum og félögum tengdum honum. Skólinn er nú rekinn með tapi og rekststarforsendur hans sagðar hæpnar.

Enn óvissa um stuðning við Icesave samkomulag

Mikil óvissa er um stuðning stjórnarandstöðunnar við nýtt Icesave samkomulag. Þingmenn Framsóknarflokksins eru að fara yfir málið og hafa ekki tekið afstöðu, en formaður flokksins segir mikilvægt að þjóðin eigi síðasta orðið.

„Við viljum fá svör við þessu“

„Okkur finnst við ekki hafa fengið þau svör sem við ætlumst til að fá. Við erum að fyrst og fremst að spyrja um eitt. Hafa íslensk lög verið virt hvað varðar friðhelgi einkalífsins eða hafa þau verið brotin. Við viljum fá svör við þessu,“ segir Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindamálaráðherra. Hann hefur falið ríkissaksóknara að kanna hvort lög hafi verið brotin með starfsemi öryggis- og eftirlitssveitar sem bandaríska sendiráðið hefur starfrækt hér á landi í meira en 10 ár.

Brotist inn á ellefu heimili í Hafnarfirði og Garðabæ

Undanfarnar fjórar vikur hefur verið brotist inn í ellefu heimahús í Hafnarfirði og Garðabæ. Langflest innbrotin hafa átt sér stað að degi til og fáein að kvöldlagi Skartgripir eru meðal þess sem innbrotsþjófarnir hafa haft á brott með sér en líklegt verður að teljast að málin tengist, samkvæmt lögreglu.

Máli Glitnis gegn sjömenningum í New York vísað frá

Dómari í New York hefur vísað frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá á þeim forsendum að allir málsaðilar séu íslenskir og því beri að flytja málið á Íslandi. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Ríkissaksóknari rannsaki eftirlitssveit Bandaríkjamanna

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að biðja ríkissaksóknara um að kanna hvort bandaríska sendiráðið á Íslandi hefi gerst brotlegt við lög með því að starfrækja öryggissveit við sendiráðið sem fylgdist með mannaferðum við sendiráðið.

Sjá næstu 50 fréttir