Þorgerður um arðgreiðslur Hraðbrautar: Í besta falli óheppilegt 15. desember 2010 10:21 Þorgerður Katrín tók við sem menntamálaráðherra árið sem menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa Mynd úr safni / Anton Brink Þetta dæmi af menntaskólanum Hraðbraut má ekki verða til þess „að vinstri menn fyllist hér þórðargleði og segi: Heyrðu, við sögðum ykkur það. I told you so," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa 2003 en Þorgerður Katrín var menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún var gestur Kolbrúnar Björnsdóttur og Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu stöðu Hraðbrautar í ljósi svartrar skýrslu menntamálanefndar Alþingis. Þorgerður viðurkenndi að málið væri ekki þægilegt. „Eins og þetta blasir við núna, eins og þetta er dregið fram núna þá er þetta ekkert sérstaklega þægilegt mál," sagði hún. „Mér finnst það í besta falli óheppilegt að á sama tíma og verið er að ofgreiða til skólans þá skuli á sama tíma vera greiddar út arðgreiðslur. Nota bene og vel að merkja, arðgreiðslurnar eru ekki ólögmætar samkvæmt hlutafélagalögum og þetta er mjög skýrt rekstrarform. Þetta er dæmi um þátt sem ríkisvaldið þarf að huga betur að, að þetta getur gerst, og þarf tvímælalaust að styrkja eftirlitið, en við verðum engu að síður að treysta einkaaðilum til að koma að rekstri í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu," sagði hún. „Auðvitað eftir á þá segir maður að ef maður hefði vitað, til að mynda af arðgreiðslunum þá hefði þetta verið höndlað öðruvísi. En meginprinsippið er það að það var tekið á málefnum Hraðbrautar á algjörlega sambærilegum forsendum og varðandi ríkisskólana, það er að segja, rekstrarformið á ekki að verða til þess að það sé tekið mismunandi á skólunum," sagði Þorgerður. Hún óttast að vinstri menn muni nota dæmið af Hraðbraut til að benda á Sjálfstæðisflokkinn og segja: „Já, þarna sjáiði! Við eigum sko ekkert að vera með einkarekstur, hvorki í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu." Þorgerður lagði áherslu á að einkarekstur hefði víða heppnast mjög vel, til að mynda hjá grunnskólum Hjallastefnunnar, sem veitir foreldrum og nemendum valkost innan skólakerfisins. „Það er þetta sem ég óttast, að það verði enginn annar flokkur heldur en Sjálfstæðisflokkurinn sem mun þora að tala áfram um frelsi í menntakerfinu á grundvelli rekstrarforms og líka náms," sagði hún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér, eða á tengilinn hér efst. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Þetta dæmi af menntaskólanum Hraðbraut má ekki verða til þess „að vinstri menn fyllist hér þórðargleði og segi: Heyrðu, við sögðum ykkur það. I told you so," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa 2003 en Þorgerður Katrín var menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún var gestur Kolbrúnar Björnsdóttur og Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu stöðu Hraðbrautar í ljósi svartrar skýrslu menntamálanefndar Alþingis. Þorgerður viðurkenndi að málið væri ekki þægilegt. „Eins og þetta blasir við núna, eins og þetta er dregið fram núna þá er þetta ekkert sérstaklega þægilegt mál," sagði hún. „Mér finnst það í besta falli óheppilegt að á sama tíma og verið er að ofgreiða til skólans þá skuli á sama tíma vera greiddar út arðgreiðslur. Nota bene og vel að merkja, arðgreiðslurnar eru ekki ólögmætar samkvæmt hlutafélagalögum og þetta er mjög skýrt rekstrarform. Þetta er dæmi um þátt sem ríkisvaldið þarf að huga betur að, að þetta getur gerst, og þarf tvímælalaust að styrkja eftirlitið, en við verðum engu að síður að treysta einkaaðilum til að koma að rekstri í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu," sagði hún. „Auðvitað eftir á þá segir maður að ef maður hefði vitað, til að mynda af arðgreiðslunum þá hefði þetta verið höndlað öðruvísi. En meginprinsippið er það að það var tekið á málefnum Hraðbrautar á algjörlega sambærilegum forsendum og varðandi ríkisskólana, það er að segja, rekstrarformið á ekki að verða til þess að það sé tekið mismunandi á skólunum," sagði Þorgerður. Hún óttast að vinstri menn muni nota dæmið af Hraðbraut til að benda á Sjálfstæðisflokkinn og segja: „Já, þarna sjáiði! Við eigum sko ekkert að vera með einkarekstur, hvorki í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu." Þorgerður lagði áherslu á að einkarekstur hefði víða heppnast mjög vel, til að mynda hjá grunnskólum Hjallastefnunnar, sem veitir foreldrum og nemendum valkost innan skólakerfisins. „Það er þetta sem ég óttast, að það verði enginn annar flokkur heldur en Sjálfstæðisflokkurinn sem mun þora að tala áfram um frelsi í menntakerfinu á grundvelli rekstrarforms og líka náms," sagði hún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér, eða á tengilinn hér efst.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira