Hefur stjórnað skólakór í 35 ár 15. desember 2010 13:00 Þórunn Björnsdóttir hefur verið kórstjóri Skólakórs Kársness frá tvítugu og heldur ótrauð áfram. fréttablaðið/stefán Þórunn Björnsdóttir segir það hafa verið gæfuríka ákvörðun þegar hún tók að sér að stjórna Skólakór Kársness fyrir 35 árum. „Það geta öll börn sungið ef þau fá tækifæri til þess,“ segir Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Skólakórs Kársness. Þórunn hefur vakið mikla athygli fyrir það frábæra kórastarf sem hún hefur unnið í Kársnesskóla í Kópavogi, en hún hefur stjórnað skólakórnum í 35 ár. „Ég var rétt rúmlega tvítug þegar ég byrjaði. Ég var nemandi í Skólahljómsveit Kópavogs þegar mér var skipað að fara að stjórna kór,“ segir Þórunn og hlær. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í en þetta var gæfurík ákvörðun og það varð aldrei aftur snúið.“ Þórunn velur ekki söngvara í kórinn heldur mega allir nemendur Kársnesskóla vera með. Eins gerir stundaskrá nemenda í 3.-7. bekk ráð fyrir kóræfingum, sem er algjör sérstaða hér á landi. „Margir skólar bjóða ekki upp á tónmenntakennslu og það er mjög dapurt. Það hafa margir krakkar verið í kórnum hjá mér sem síðar hafa haldið áfram í tónlist. Einhverjir þeirra hefðu kannski aldrei vitað að þeir hefðu einhverjar tónlistargáfur og þá hefðu þeir aldrei fengið tækifæri til að þroska þennan hæfileika,“ segir Þórunn, en söngvararnir Emilíana Torrini og Gissur Páll Gissurarson voru til dæmis eitt sinn í skólakór Þórunnar. Nú fyrir jólin kemur út diskur með Skólakór Kársness sem ber nafnið „Englar í snjónum“, en diskurinn er sá sjöundi sem kórinn gefur út. „Hátt í 200 börn koma fram á þessum diski og allt eru það nemendur úr Kársnesskóla,“ segir Þórunn. Kórinn hefur sungið með mörgum helstu flytjendum landsins og á dögunum kom hann fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. „Það er alveg ógleymanleg lífsreynsla fyrir öll þessi börn að fá að standa í troðfullri Laugardalshöll með öllu þessu þekkta fólki,“ segir Þórunn. Hinn 19. desember verður kórinn með tónleika í Salnum í Kópavogi. „Við ætlum að syngja lög af nýja disknum í bland við gömul jólalög. Diddú ætlar að koma og syngja með okkur,“ segir hin hógværa Þórunn Björnsdóttir að lokum. kristjana@frettabladid.is Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þórunn Björnsdóttir segir það hafa verið gæfuríka ákvörðun þegar hún tók að sér að stjórna Skólakór Kársness fyrir 35 árum. „Það geta öll börn sungið ef þau fá tækifæri til þess,“ segir Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Skólakórs Kársness. Þórunn hefur vakið mikla athygli fyrir það frábæra kórastarf sem hún hefur unnið í Kársnesskóla í Kópavogi, en hún hefur stjórnað skólakórnum í 35 ár. „Ég var rétt rúmlega tvítug þegar ég byrjaði. Ég var nemandi í Skólahljómsveit Kópavogs þegar mér var skipað að fara að stjórna kór,“ segir Þórunn og hlær. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í en þetta var gæfurík ákvörðun og það varð aldrei aftur snúið.“ Þórunn velur ekki söngvara í kórinn heldur mega allir nemendur Kársnesskóla vera með. Eins gerir stundaskrá nemenda í 3.-7. bekk ráð fyrir kóræfingum, sem er algjör sérstaða hér á landi. „Margir skólar bjóða ekki upp á tónmenntakennslu og það er mjög dapurt. Það hafa margir krakkar verið í kórnum hjá mér sem síðar hafa haldið áfram í tónlist. Einhverjir þeirra hefðu kannski aldrei vitað að þeir hefðu einhverjar tónlistargáfur og þá hefðu þeir aldrei fengið tækifæri til að þroska þennan hæfileika,“ segir Þórunn, en söngvararnir Emilíana Torrini og Gissur Páll Gissurarson voru til dæmis eitt sinn í skólakór Þórunnar. Nú fyrir jólin kemur út diskur með Skólakór Kársness sem ber nafnið „Englar í snjónum“, en diskurinn er sá sjöundi sem kórinn gefur út. „Hátt í 200 börn koma fram á þessum diski og allt eru það nemendur úr Kársnesskóla,“ segir Þórunn. Kórinn hefur sungið með mörgum helstu flytjendum landsins og á dögunum kom hann fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. „Það er alveg ógleymanleg lífsreynsla fyrir öll þessi börn að fá að standa í troðfullri Laugardalshöll með öllu þessu þekkta fólki,“ segir Þórunn. Hinn 19. desember verður kórinn með tónleika í Salnum í Kópavogi. „Við ætlum að syngja lög af nýja disknum í bland við gömul jólalög. Diddú ætlar að koma og syngja með okkur,“ segir hin hógværa Þórunn Björnsdóttir að lokum. kristjana@frettabladid.is
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira