Ríkissaksóknari kannar brot Íslendinga gegn Íslendingum 15. desember 2010 05:00 Ögmundur Jónasson kynnti niðurstöður könnunar Ríkislögreglustjóra á eftirlitshópi bandaríska sendiráðsins á fundi með fjölmiðlafólki í dómsmálaráðuneytinu í gær.Fréttablaðið/Vilhelm Athugun Ríkissaksóknara á því hvort íslensk lög hafa verið brotin með starfsemi eftirlitshóps bandaríska sendiráðsins getur einungis beinst að því hvort íslenskir ríkisborgarar sem starfa eða störfuðu fyrir sendiráðið brutu lög, segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra tilkynnti í gær að hann hefði í kjölfar könnunar Ríkislögreglustjóra á starfsemi eftirlitssveitarinnar vísað málinu til Ríkissaksóknara til að kanna hvort lög hefðu verið brotin af starfsmönnum sendiráðsins. „Þetta var að koma í hús í dag, við munum kanna hvort lög hafa verið brotin á íslenskum aðilum af Íslendingum,“ segir Valtýr. „Rannsóknin getur ekki beinst að bandarískum starfsmönnum sendiráðsins, þeir eru undanþegnir því.“ Fram kemur í skýrslu Ríkislögreglustjóra, sem gerð var opinber í gær, að embættið hafi sent sendiráðinu spurningalista með 28 spurningum um eftirlitið. Þeim spurningum hafi verið svarað með minnisblaði frá sendiráðinu, en fjölmörgum spurningum sé ýmist ekki svarað eða aðeins svarað að hluta. Eins og fram hefur komið ákváðu bandarísk stjórnvöld að koma upp eftirlitshópum við öll sendiráð landsins eftir hryðjuverkaárásir á sendiráð í Kenía og Tansaníu árið 1998. Í svari sendiráðsins til Ríkislögreglustjóra kemur fram að eftirlitssveitin skrái niður mannaferðir við sendiráðið, telji hún þær grunsamlegar, og taki ljósmyndir. Þá séu tekin niður skráningarnúmer grunsamlegra bíla og send lögreglu þegar ástæða þyki til. Spurningum um hversu lengi slík gögn séu geymd var ekki svarað. „Það er mat Ríkislögreglustjóra að því fari fjarri að spurningum hans hafi verið svarað með fullnægjandi hætti,“ sagði Ögmundur á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Vegna þessa hafi könnun Ríkislögreglustjóra ekki skilað niðurstöðu um hvort lög hafi verið brotin. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að dómsmálaráðherra verði að meta hvort ástæða sé til að vísa málinu til ríkissaksóknara, eins og gert hefur verið í sambærilegu máli í Noregi. „Ég ætla ekki að vera með neinar vangaveltur um hvað sé rétt eða rangt í þessu máli, það er Ríkissaksóknara að taka málið til sjálfstæðrar skoðunar,“ sagði Ögmundur. Talsmaður sendiráðsins vildi í gær ekki tjá sig um málið. brjann@frettabladid.is Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Athugun Ríkissaksóknara á því hvort íslensk lög hafa verið brotin með starfsemi eftirlitshóps bandaríska sendiráðsins getur einungis beinst að því hvort íslenskir ríkisborgarar sem starfa eða störfuðu fyrir sendiráðið brutu lög, segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra tilkynnti í gær að hann hefði í kjölfar könnunar Ríkislögreglustjóra á starfsemi eftirlitssveitarinnar vísað málinu til Ríkissaksóknara til að kanna hvort lög hefðu verið brotin af starfsmönnum sendiráðsins. „Þetta var að koma í hús í dag, við munum kanna hvort lög hafa verið brotin á íslenskum aðilum af Íslendingum,“ segir Valtýr. „Rannsóknin getur ekki beinst að bandarískum starfsmönnum sendiráðsins, þeir eru undanþegnir því.“ Fram kemur í skýrslu Ríkislögreglustjóra, sem gerð var opinber í gær, að embættið hafi sent sendiráðinu spurningalista með 28 spurningum um eftirlitið. Þeim spurningum hafi verið svarað með minnisblaði frá sendiráðinu, en fjölmörgum spurningum sé ýmist ekki svarað eða aðeins svarað að hluta. Eins og fram hefur komið ákváðu bandarísk stjórnvöld að koma upp eftirlitshópum við öll sendiráð landsins eftir hryðjuverkaárásir á sendiráð í Kenía og Tansaníu árið 1998. Í svari sendiráðsins til Ríkislögreglustjóra kemur fram að eftirlitssveitin skrái niður mannaferðir við sendiráðið, telji hún þær grunsamlegar, og taki ljósmyndir. Þá séu tekin niður skráningarnúmer grunsamlegra bíla og send lögreglu þegar ástæða þyki til. Spurningum um hversu lengi slík gögn séu geymd var ekki svarað. „Það er mat Ríkislögreglustjóra að því fari fjarri að spurningum hans hafi verið svarað með fullnægjandi hætti,“ sagði Ögmundur á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Vegna þessa hafi könnun Ríkislögreglustjóra ekki skilað niðurstöðu um hvort lög hafi verið brotin. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að dómsmálaráðherra verði að meta hvort ástæða sé til að vísa málinu til ríkissaksóknara, eins og gert hefur verið í sambærilegu máli í Noregi. „Ég ætla ekki að vera með neinar vangaveltur um hvað sé rétt eða rangt í þessu máli, það er Ríkissaksóknara að taka málið til sjálfstæðrar skoðunar,“ sagði Ögmundur. Talsmaður sendiráðsins vildi í gær ekki tjá sig um málið. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira