Jón Ásgeir: „Veiðiferð“ slitastjórnar kostaði stefndu 4-500 milljónir Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. desember 2010 12:25 Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann segir að menn hafi misst störf sín og fyrirtæki vegna stefnu slitastjórnar Glitnis í New York og hyggst sækja betur vegna þess tjóns sem hann hafi orðið fyrir. Jón Ásgeir Jóhannesson fullyrðir að málarekstur slitastjórnar Glitnis á hendur honum og viðskiptafélögum hans í New York hafi kostað hina stefndu í málinu fjögur til fimm hundruð milljónir króna. Hann hyggst fara í skaðabótamál við slitastjórnina. Slitastjórn Glitnis hóf málaferli fyrir dómstóli í New York í maí síðastliðnum gegn Jóni Ásgeiri, Þorsteini M. Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur og endurskoðunarfyrirtækinu PwC og krafðist 250 milljarða króna í skaðabætur. Dómari í málinu vísaði því frá í gær á þeirri forsendu að New York væri ekki rétt varnarþing, málið ætti heima á Íslandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn hinna stefndu í málinu, segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart, enda hafi hin stefndu alltaf haldið því fram að málið ætti ekki heima í Bandaríkjunum. Þá segir hann að það verði erfitt fyrir slitastjórnina að höfða málið á Íslandi núna. Geta ekki notað íslenska dómstóla sem „eitthvað varadekk" „Ég held að það séu engar líkur á að slítastjórninni detti í hug að fara með málið til Íslands því hún er nýbúin að lýsa því yfir með greinargerðum að íslenskir dómstólar séu ekki hæfir til að fara með málið. Ég held að slitastjórnin geti ekki ætlast til þess að hún geti notað íslenska dómstóla sem eitthvað varadekk," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segist ekki hafa fengið upplýsingar um að nýtt mál verði höfðað, en fulltrúar slitastjórnarinnar hafa gefið í skyn að frávísun málsins í New York þýði ekki endalok þess og mál verði rekið hér heima á Íslandi. „Við höfum enga hugmynd um það. Málinu var hent út og það er fullnaðarsigur fyrir okkur," segir Jón Ásegir. Hann segir að málareksturinn hafi valdið miklu tjóni. „Menn þurfa ekki annað en að glugga í umfjöllun fjölmiðla til að sjá að tjónið er mikið. Menn hafa misst störf sín og fyrirtæki út af þessari stefnu." Jón Ásgeir segir ljóst að kostnaðurinn vegna þessara málaferla sé mikill. „Ég held að þessi veiðiferð til New York hafi kostað slitastjórnina um þrjá milljarða, en þetta hefur kostað þau sem var stefnt fjögur til fimm hundruð milljónir króna." Jón Ásgeir segist ekki geta talað fyrir hönd annarra en sjálfs sín en segist ætla að sækja bætur vegna þessara málshöfðunar í New York. „Maður hlýtur að sækja þær bætur vegna þess tjóns sem maður hefur orðið fyrir. Það hlýtur að liggja í augum uppi." Tengdar fréttir Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir „Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni. 14. desember 2010 20:10 Máli Glitnis gegn sjömenningum í New York vísað frá Dómari í New York hefur vísað frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá á þeim forsendum að allir málsaðilar séu íslenskir og því beri að flytja málið á Íslandi. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. 14. desember 2010 17:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson fullyrðir að málarekstur slitastjórnar Glitnis á hendur honum og viðskiptafélögum hans í New York hafi kostað hina stefndu í málinu fjögur til fimm hundruð milljónir króna. Hann hyggst fara í skaðabótamál við slitastjórnina. Slitastjórn Glitnis hóf málaferli fyrir dómstóli í New York í maí síðastliðnum gegn Jóni Ásgeiri, Þorsteini M. Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur og endurskoðunarfyrirtækinu PwC og krafðist 250 milljarða króna í skaðabætur. Dómari í málinu vísaði því frá í gær á þeirri forsendu að New York væri ekki rétt varnarþing, málið ætti heima á Íslandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn hinna stefndu í málinu, segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart, enda hafi hin stefndu alltaf haldið því fram að málið ætti ekki heima í Bandaríkjunum. Þá segir hann að það verði erfitt fyrir slitastjórnina að höfða málið á Íslandi núna. Geta ekki notað íslenska dómstóla sem „eitthvað varadekk" „Ég held að það séu engar líkur á að slítastjórninni detti í hug að fara með málið til Íslands því hún er nýbúin að lýsa því yfir með greinargerðum að íslenskir dómstólar séu ekki hæfir til að fara með málið. Ég held að slitastjórnin geti ekki ætlast til þess að hún geti notað íslenska dómstóla sem eitthvað varadekk," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segist ekki hafa fengið upplýsingar um að nýtt mál verði höfðað, en fulltrúar slitastjórnarinnar hafa gefið í skyn að frávísun málsins í New York þýði ekki endalok þess og mál verði rekið hér heima á Íslandi. „Við höfum enga hugmynd um það. Málinu var hent út og það er fullnaðarsigur fyrir okkur," segir Jón Ásegir. Hann segir að málareksturinn hafi valdið miklu tjóni. „Menn þurfa ekki annað en að glugga í umfjöllun fjölmiðla til að sjá að tjónið er mikið. Menn hafa misst störf sín og fyrirtæki út af þessari stefnu." Jón Ásgeir segir ljóst að kostnaðurinn vegna þessara málaferla sé mikill. „Ég held að þessi veiðiferð til New York hafi kostað slitastjórnina um þrjá milljarða, en þetta hefur kostað þau sem var stefnt fjögur til fimm hundruð milljónir króna." Jón Ásgeir segist ekki geta talað fyrir hönd annarra en sjálfs sín en segist ætla að sækja bætur vegna þessara málshöfðunar í New York. „Maður hlýtur að sækja þær bætur vegna þess tjóns sem maður hefur orðið fyrir. Það hlýtur að liggja í augum uppi."
Tengdar fréttir Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir „Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni. 14. desember 2010 20:10 Máli Glitnis gegn sjömenningum í New York vísað frá Dómari í New York hefur vísað frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá á þeim forsendum að allir málsaðilar séu íslenskir og því beri að flytja málið á Íslandi. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. 14. desember 2010 17:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir „Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni. 14. desember 2010 20:10
Máli Glitnis gegn sjömenningum í New York vísað frá Dómari í New York hefur vísað frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá á þeim forsendum að allir málsaðilar séu íslenskir og því beri að flytja málið á Íslandi. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. 14. desember 2010 17:04