Ræða Jóns Gnarr: Þjóðin er eins og fjölskylda alkóhólista 15. desember 2010 09:07 Jón Gnarr hélt tilfinningaþrungna ræðu við aðra umræðu um fjárlög borgarinnar í gær „Það má líkja þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista sem búinn var að vera fullur samfleytt í mörg ár. Hann var stórhuga, sérstaklega þegar hann var búinn að fá sér nokkra," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í ræðu sem hann hélt í gær þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var til umræðu. Þar blasir við gríðarlegur niðurskurður eins og annars staðar á landsvísu. Jón heldur áfram með líkinguna: „Hann hafði kjaftinn fyrir neðan nefið og var óhræddur við að segja mönnum til syndanna. Menn báru óttablandna virðingu fyrir honum. Hann keypti hesta á fæti og flaug til útlanda til að borða kvöldmat, bara ef honum langaði til þess. Hann var víkingur og hraustmenni. "Ég hlusta ekki á neitt helvítis kjaftæði!" voru hans einkunnarorð. Og fjölskyldan treysti honum. Að hluta til vegna þess að flestum fannst vænt um hann þrátt fyrir drykkjuna og brestina, (hann var svo líkur pabba sínum) og að hluta til vegna þess að margir voru einfaldlega hræddir við að mótmæla honum, hræddir við að vera teknir á teppið. Svo voru nokkrir í fjölskyldunni sem voru hreinlega farnir að velta því fyrir sér að kannski væri hann bara einhverskonar snillingur, ekki geðveikur alkohólisti heldur hreinlega algjörlega brilljant og sæi eitthvað sem venjulegt almúgafólk hefði ekki gáfur til að koma auga á. Það reyndist leiðinlegur misskilningur. Allt veldi hans var byggt á kjaftagangi, klækjum og blekkingum. Hann faldi gluggaumslögin. Hann tók lán hjá okurlánurum þegar annað brást. Í örvæntingu sinni fór hann meira að segja með sparifé fjölskyldunnar í spilavíti til að reyna að dobbla það. Á endanum gat hann ekki meira og játaði andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt hrun. Og svo fór hann í meðferð. En eftir sat fjölskyldan ráðvillt, ringluð og reið. Gluggaumslögin byrjuðu að hrúgast innum lúguna, rukkararnir fóru að hringja bjöllunni og allar hryllilegu afleiðingar drykkjunnar komu betur og betur í ljós. Mjög ósanngjarnt. Allur tíminn, allar vonirnar, öll athyglin sem hann saug til sín. Allt til einskis. Alkóhólistinn er ennþá í meðferð. Við vitum ekki hvort hann verður breyttur maður þegar hann kemur tilbaka. Við vitum ekki hvort hann hefur látið af hrokanum. Kannski er honum ekki viðbjargandi. Við vitum það ekki. Við vonum það auðvitað. En við getum ekki hugsað endalaust bara um hann. Við þurfum líka að hugsa um okkur. Ætlum við að halda áfram að vera reið? Ætlum við að halda áfram að ásaka hvert annað hás og finna okkar einu huggun í að tala um HANN og hvað HANN sé mikið helvítis fífl? Ætlum við að halda áfram að vera sjúkir aðstandendur og fórnarlömb? Ætlum við að halda áfram að tína það til sem aðskilur okkur, blása upp ágreininginn á milli okkar og sá tortryggni og misskilningi? Ætlum við að leyfa fortíðinni að stjórna lífi okkar? Erum við tilbúin til að hætta ásökunum? Erum við tilbúin til að hætta að sitja með krosslagðar hendur, samanherptar varir og heift í augunum? Ég held að flestir séu tilbúnir til þess. Ég held að flestir séu uppgefnir á þessu. Reiði brennir upp orku og skilur mann eftir örmagna. Sorg og vonleysi leiða til aðgerðarleysis og stöðnunar. Ótti lamar og telur manni trú um að maður geti ekki gert hluti sem maður færi annars létt með. Reiði er mannleg og lífsnauðsynleg á stundum, en ef hún safnast upp í manni verður hún að banvænu eitri sem sýkir hugann. Að hata er eins og að drekka eitur og bíða svo eftir því að einhver annar drepist." Ræða Jóns var mun lengri en hann verður heldur bjartsýnni þegar nær dregur lokum: „Ungfrú Reykjavík á framtíðina fyrir sér. Pabbi hennar var kannski alkohólisti og mamma hennar alltaf þreytt. En hún lætur það ekki á sig fá. Hún fyrirgefur allt, umber allt og teygir sig til ljóssins. Reykjavík hefur alla burði til að verða hreinasta, fallegasta, friðsamlegasta og skemmtilegasta borg í heimi; heimsþekkt fyrir mannúð, menningu, náttúru og frið; demantur sem okkur var falið að slípa og fægja." Ræðuna má lesa í heild sinni í Dagbók borgarstjóra. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
„Það má líkja þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista sem búinn var að vera fullur samfleytt í mörg ár. Hann var stórhuga, sérstaklega þegar hann var búinn að fá sér nokkra," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í ræðu sem hann hélt í gær þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var til umræðu. Þar blasir við gríðarlegur niðurskurður eins og annars staðar á landsvísu. Jón heldur áfram með líkinguna: „Hann hafði kjaftinn fyrir neðan nefið og var óhræddur við að segja mönnum til syndanna. Menn báru óttablandna virðingu fyrir honum. Hann keypti hesta á fæti og flaug til útlanda til að borða kvöldmat, bara ef honum langaði til þess. Hann var víkingur og hraustmenni. "Ég hlusta ekki á neitt helvítis kjaftæði!" voru hans einkunnarorð. Og fjölskyldan treysti honum. Að hluta til vegna þess að flestum fannst vænt um hann þrátt fyrir drykkjuna og brestina, (hann var svo líkur pabba sínum) og að hluta til vegna þess að margir voru einfaldlega hræddir við að mótmæla honum, hræddir við að vera teknir á teppið. Svo voru nokkrir í fjölskyldunni sem voru hreinlega farnir að velta því fyrir sér að kannski væri hann bara einhverskonar snillingur, ekki geðveikur alkohólisti heldur hreinlega algjörlega brilljant og sæi eitthvað sem venjulegt almúgafólk hefði ekki gáfur til að koma auga á. Það reyndist leiðinlegur misskilningur. Allt veldi hans var byggt á kjaftagangi, klækjum og blekkingum. Hann faldi gluggaumslögin. Hann tók lán hjá okurlánurum þegar annað brást. Í örvæntingu sinni fór hann meira að segja með sparifé fjölskyldunnar í spilavíti til að reyna að dobbla það. Á endanum gat hann ekki meira og játaði andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt hrun. Og svo fór hann í meðferð. En eftir sat fjölskyldan ráðvillt, ringluð og reið. Gluggaumslögin byrjuðu að hrúgast innum lúguna, rukkararnir fóru að hringja bjöllunni og allar hryllilegu afleiðingar drykkjunnar komu betur og betur í ljós. Mjög ósanngjarnt. Allur tíminn, allar vonirnar, öll athyglin sem hann saug til sín. Allt til einskis. Alkóhólistinn er ennþá í meðferð. Við vitum ekki hvort hann verður breyttur maður þegar hann kemur tilbaka. Við vitum ekki hvort hann hefur látið af hrokanum. Kannski er honum ekki viðbjargandi. Við vitum það ekki. Við vonum það auðvitað. En við getum ekki hugsað endalaust bara um hann. Við þurfum líka að hugsa um okkur. Ætlum við að halda áfram að vera reið? Ætlum við að halda áfram að ásaka hvert annað hás og finna okkar einu huggun í að tala um HANN og hvað HANN sé mikið helvítis fífl? Ætlum við að halda áfram að vera sjúkir aðstandendur og fórnarlömb? Ætlum við að halda áfram að tína það til sem aðskilur okkur, blása upp ágreininginn á milli okkar og sá tortryggni og misskilningi? Ætlum við að leyfa fortíðinni að stjórna lífi okkar? Erum við tilbúin til að hætta ásökunum? Erum við tilbúin til að hætta að sitja með krosslagðar hendur, samanherptar varir og heift í augunum? Ég held að flestir séu tilbúnir til þess. Ég held að flestir séu uppgefnir á þessu. Reiði brennir upp orku og skilur mann eftir örmagna. Sorg og vonleysi leiða til aðgerðarleysis og stöðnunar. Ótti lamar og telur manni trú um að maður geti ekki gert hluti sem maður færi annars létt með. Reiði er mannleg og lífsnauðsynleg á stundum, en ef hún safnast upp í manni verður hún að banvænu eitri sem sýkir hugann. Að hata er eins og að drekka eitur og bíða svo eftir því að einhver annar drepist." Ræða Jóns var mun lengri en hann verður heldur bjartsýnni þegar nær dregur lokum: „Ungfrú Reykjavík á framtíðina fyrir sér. Pabbi hennar var kannski alkohólisti og mamma hennar alltaf þreytt. En hún lætur það ekki á sig fá. Hún fyrirgefur allt, umber allt og teygir sig til ljóssins. Reykjavík hefur alla burði til að verða hreinasta, fallegasta, friðsamlegasta og skemmtilegasta borg í heimi; heimsþekkt fyrir mannúð, menningu, náttúru og frið; demantur sem okkur var falið að slípa og fægja." Ræðuna má lesa í heild sinni í Dagbók borgarstjóra.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira