Sjálfstæðismenn krafðir svara 15. desember 2010 05:30 „Þetta var viðtekið í stjórnmálum á sínum tíma,“ staðhæfði Einar K. Guðfinnsson og mótmælti því að menn töluðu um það sem persónunjósnir að stjórnmálaflokkar hefðu áður fyrr fylgst með skoðunum manna. Söfnun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á upplýsingum um stjórnmálaskoðanir almennings á sjötta áratugnum var rædd á Alþingi í gær. Í bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um ævi Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, kemur fram að markmið flokksins hafi verið að hafa trúnaðarmenn í öllum fyrirtækjum í höfuðborginni með fleiri en tíu manna starfslið „og skyldi sérhver þeirra vera trúverðugur og dugandi maður“. Þráinn Bertelsson, VG, sagði þarna lýst stórfelldasta njósnaprógrammi sem hann hefði séð, og þekkti hann þó sögu Þriðja ríkisins í Þýskalandi og sögu Austur-Þýskalands. Þráinn spurði þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvort markmiðið um fjölda trúnaðarmanna hefði náðst: „Hvað tókst að njósna mikið og hvenær verða þessar rannsóknir aðgengilegar á netinu? Eða hefur þeim verið tortímt?“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku þátt í umræðunni og sögðu flokkinn ekkert hafa að fela. „Ég verð að viðurkenna að ég get ekki svarað spurningu háttvirts þingmanns um persónunjósnirnar,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir þingflokksformaður. „Ég veit að þær eru ekki viðhafðar núna, að minnsta kosti ekki þannig að mér sé kunnugt um. Þetta er frekar snubbótt svar en það er vegna þess að ég veit ekki meira um málið,“ sagði Ragnheiður Elín. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að spurningin um hvaða markmiðum menn hefðu náð fyrir fimmtíu árum væri áhugaverð fyrir sagnfræðinga frekar en þingmenn. Þór Saari, Hreyfingunni, sagði lýsingar bókarinnar kalla á samanburð á Sjálfstæðisflokknum og ógnarstjórnum kommúnista og fasista á síðustu öld. „Þetta er pólitísk arfleifð sem er hroðaleg,“ sagði Þór. „Hana þarf að gera upp og Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka það upp hjá sjálfum sér að gera hana upp.“ „Enginn dylur neitt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Margt af því sem kæmi fram í bók Guðna yrði eflaust skoðað. Hún hvatti fólk til að lesa einnig „bók Þórs Whiteheads um kommúnismann og þau tengsl sem hann hafði meðal annars inn í íslenskt samfélag og hefur hugsanlega enn“. peturg@frettabladid.is Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Söfnun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á upplýsingum um stjórnmálaskoðanir almennings á sjötta áratugnum var rædd á Alþingi í gær. Í bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um ævi Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, kemur fram að markmið flokksins hafi verið að hafa trúnaðarmenn í öllum fyrirtækjum í höfuðborginni með fleiri en tíu manna starfslið „og skyldi sérhver þeirra vera trúverðugur og dugandi maður“. Þráinn Bertelsson, VG, sagði þarna lýst stórfelldasta njósnaprógrammi sem hann hefði séð, og þekkti hann þó sögu Þriðja ríkisins í Þýskalandi og sögu Austur-Þýskalands. Þráinn spurði þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvort markmiðið um fjölda trúnaðarmanna hefði náðst: „Hvað tókst að njósna mikið og hvenær verða þessar rannsóknir aðgengilegar á netinu? Eða hefur þeim verið tortímt?“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku þátt í umræðunni og sögðu flokkinn ekkert hafa að fela. „Ég verð að viðurkenna að ég get ekki svarað spurningu háttvirts þingmanns um persónunjósnirnar,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir þingflokksformaður. „Ég veit að þær eru ekki viðhafðar núna, að minnsta kosti ekki þannig að mér sé kunnugt um. Þetta er frekar snubbótt svar en það er vegna þess að ég veit ekki meira um málið,“ sagði Ragnheiður Elín. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að spurningin um hvaða markmiðum menn hefðu náð fyrir fimmtíu árum væri áhugaverð fyrir sagnfræðinga frekar en þingmenn. Þór Saari, Hreyfingunni, sagði lýsingar bókarinnar kalla á samanburð á Sjálfstæðisflokknum og ógnarstjórnum kommúnista og fasista á síðustu öld. „Þetta er pólitísk arfleifð sem er hroðaleg,“ sagði Þór. „Hana þarf að gera upp og Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka það upp hjá sjálfum sér að gera hana upp.“ „Enginn dylur neitt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Margt af því sem kæmi fram í bók Guðna yrði eflaust skoðað. Hún hvatti fólk til að lesa einnig „bók Þórs Whiteheads um kommúnismann og þau tengsl sem hann hafði meðal annars inn í íslenskt samfélag og hefur hugsanlega enn“. peturg@frettabladid.is
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira