Fleiri fréttir Flatskjár og Nokia N8 í verðlaun í Vinaleik Vísis Vinaleikur Vísis heldur áfram og enn er til mikils að vinna fyrir þá sem fylgjast með Vísi á Facebook. Við vinningana hafa bæst flatskjár af flottustu gerð, nýi Nokia N8 síminn, tugir jólabóka og fleiri spennandi glaðningar. Frá og með morgundeginum verður dregið á hverjum degi til 20. desember. 24.11.2010 00:01 Brotnaði á höndum og fótum þegar strætó ók á hann Starfsmaður Hjálpræðishersins verður frá vinnu í fimm vikur eftir að strætisvagni var ekið á hann á laugardagskvöldið. Maðurinn var á hjóli þegar slysið varð en hann segir tillitsleysi ökumanna í garð hjólreiðafólks gríðarlegt. 24.11.2010 19:31 „Þetta getur komið fyrir hvern sem er" Fimmtán ára drengur sem misst nær alla sjón og heyrn og þarf auk þess að notast við hjólastól vill ekki að fólk tali fyrir sig ef hann hefur ekki beðið um aðstoð að fyrra bragði. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er," segir Tryggvi Jón Jónatansson en rætt var við hann og móður hans í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld. 23.11.2010 20:02 Handtekinn í skjóllitlum nærbuxum Fáklæddur hlaupari var handtekinn á Sæbraut í Reykjavík um helgina. Um var að ræða karl á þrítugsaldri en hann var heldur illa búinn til íþróttaiðkana, aðeins á sokkaleistunum og í skjóllitlum nærbuxum, að því er segir á vef lögreglunnar. Þar kemur fram að maðurinn var auk þess vel hífaður. Aðspurður um uppátækið sagðist hann hafa verið að taka áskorun félaga sinna um að hlaupa klæðalítill um borgina. 23.11.2010 19:39 Drengurinn fundinn Aron Geir Ragnarsson, 13 ára drengur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag, er kominn fram heill heilsu. Ekkert hafði spurst til Arons frá því á sunnudagskvöld. Lögreglan þakkar þeim sem aðstoðuðu við leit að honum. 23.11.2010 21:32 Viðræður um fríverslun við Rússa hefjast á næsta ári Össur Skarphéðinsson, utanríkisviðskiptaráðherra, staðfesti í dag fyrir Íslands hönd að viðræður um fríverslunarsamning við Rússland hefjist í byrjun næsta árs. Staðfestingin fór fram á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Genf, og samhliða staðfestu EFTA-ríkin viðræður um fríverslun við Hvíta-Rússland og Kasakstan, en ríkin eru í sameiginlegu tollabandalagi með Rússum, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 23.11.2010 19:31 Fær ekki stuðning þrátt fyrir að hafa misst nær alla sjón og heyrn Hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun sjá ástæða til að styrkja fjölskyldu 15 ára drengs í hjólastól, sem hefur misst nær alla sjón og heyrn, til að breyta heimilinu þannig að drengurinn geti búið með fjölskyldu sinni. 23.11.2010 18:59 Ný spá grafalvarleg Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nýja hagvaxtarspá grafalvarleg tíðindi. Fjármálaráðherra vill þó meina að forsendur fjárlaga haldi þrátt fyrir verri horfur í hagvexti. 23.11.2010 18:53 Skannar fyrir atkvæðin komnir til landsins Þrír skannar sem notaðir verða fyrir talningu á kjörseðlum vegna stjórnlagaþings komu til landsins frá Bretlandi síðdegis í dag. Allir kjörseðlar verða skannaðir inn og upplýsingatæknin nýtt til þess að reikna út niðurstöðu kosninganna sem fara fram á laugardaginn. 23.11.2010 18:04 Gefur lítið fyrir múslimafóbíu Þorgerðar Katrínar Salmann Tamini, formaður félags múslima á Íslandi, undrast fyrirspurn þingmanns sem vill banna búrkur. Hann segir að um hræðslu gagnvart trúarbrögðum múslima sé að ræða. 23.11.2010 17:49 Síbrotakona áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að kona skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í málum hennar. Þó skal varðhaldið ekki standa lengur en til 17. desember næstkomandi. Ákærða hafði mótmælt úrskurðinum og áfrýjað til Hæstaréttar. 23.11.2010 16:33 Svínabú vilja aðgang að deyfilyfjum „Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. 23.11.2010 16:27 Hamborgartréð kemur úr Borgarfirðinum í ár Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar næstkomandi laugardag klukkan fimm. Tréð hefur í daglegu talið verið kallað „Hamborgartréð" í gegnum árin en nú kann að verða breyting á því. 23.11.2010 16:00 Lögreglan lýsir eftir Aroni Geir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Aroni Geir Ragnarssyni, þrettán ára, en ekkert hefur heyrst frá honum síðan kl. 20:45, þann 21.nóvember síðastliðinn. 23.11.2010 15:31 Herjólfur siglir á Landeyjahöfn Herjólfur mun sigla á Landeyjahöfn seinnipartinn í dag eins og vonir höfðu staðið til. Í tilkynningu frá Eimskipi, rekstraraðila ferjunnar, segir að veðurútlit fyrir höfnina sé gott næstu daga. Fyrsta ferð þangað verður farin frá Vestmannaeyjum klukkan 17:00 í dag og síðan samkvæmt áætlun. 23.11.2010 14:59 Forsetinn viðstaddur vígslu sjálfbærustu byggingar veraldar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var í morgun heiðursgestur við vígslu Masdar tækniháskólans í Abu Dhabi. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að byggingin, sem er teiknuð af hinum heimsþekkta arkitekt Norman Foster, sé talin „sjálfbærasta bygging veraldar þar sem mengun og úrgangur eru komin niður að núll-markinu." 23.11.2010 14:39 Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23.11.2010 14:12 Guðlaugur Þór áhyggjufullur vegna sölunnar á Vestia „Það er algjörlega skýrt að það var farið á svig við lög um bankasýslu ríkisins við sölu Vestia. Þó eru tveir menn sem halda öðru fram og það eru fjármálaráðherra og bankastjóri Landsbankans," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 23.11.2010 13:55 Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23.11.2010 12:31 Norðmenn sjái um olíuleit fyrir Íslendinga Þingflokksformaður framsóknarmanna vill að Íslendingar hætti sjálfir að standa í olíuleit en semji í staðinn við Norðmenn um að annast verkefnið. Olíuleitarútboð Íslendinga á Drekasvæðinu var rætt í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. 23.11.2010 12:13 Vonast eftir sátt um færslu Markarfljóts Siglingastofnun mun endurhanna flóðvarnagarð við Markarfljót í samræmi við óskir landeigenda, og vonast sveitarstjóri Rangárþings eystra til að með breytingunni náist sátt um hvernig staðið verður að færslu fljótsins. 23.11.2010 12:05 Sjálfstæðar stofnanir eiga að vera lausar við pólitík Þingmenn að norðan beittu sér fyrir því að samið yrði um bætur til hjónanna á meðferðarheimilinu Árbót. Samningaviðræður um það hófust þremur mánuðum fyrr en stjórnvöld hafa fullyrt að því fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Stjórnsýslufræðingur segir að stofnanir á borð við Barnaverndarstofu eiga að vera sjálfstæðar undan pólitík. 23.11.2010 12:00 Vilja að ríkið yfirtaki tóm fjölbýlishús BSRB leggur til við stjórnvöld, að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi að danskri fyrirmynd, þar sem fólk geti búið alla ævina í leiguíbúðum, ef það vill. 23.11.2010 11:52 Krossmaður kannast ekki við ásakanir „Ég kannast ekki við þessar ásakanir,“ segir framkvæmdastjóri trúfélagsins Krossins, Björn Ingi Stefánsson, en Pressan.is greinir frá því að óskilgreindur hópur kvenna hafi borið alvarlega ásakanir á hendur Gunnari Þorsteinssyni, leiðtoga safnaðarins. 23.11.2010 10:18 Knattspyrnuþjálfarar biðla til ljósmyndaþjófa Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands óskar eftir vitnum af því þegar myndavélum var stolið úr höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal þann 13. nóvember síðastliðinn. 23.11.2010 09:34 Grunur um salmonellu Í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun liggur fyrir rökstuddur grunur um að salmonella hafi greinst í einum kjúklingahópi Reykjagarðs. Umræddur kjúklingahópur hefur verið rannsakaður samkvæmt eftirlitsáætlun Matvælastofnunar áður en kjúklingarnir voru slátraðir án þess að salmonella hafi fundist. Sýnin eru enn í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og verður sent til staðfestingar á sýkladeild Landspítalans. Endanleg staðfesting mun væntanlega liggja fyrir í lok vikunnar. 23.11.2010 09:19 Blóðbankinn óskar eftir fleiri blóðgjöfum Blóðbankinn þakkar þeim sem lögðu leið sína í bankann í gær og gáfu blóð. Þá söfnuðust 95 einingar og samkvæmt birgðastöðu í morgun voru þá til 598 einingar. Blóðbankinn stefnir á að eiga öryggisbirgðir sem samsvara minnst 800 einingum til að geta tryggt öryggi sjúklinga vegna skurðaðgerða, krabbameinsmeðferða og annarrar heilbrigðisþjónustu yfir jól og áramót. Því kallar starfsfólk Blóðbankans eftir áframhaldansi aðstoð og hvetur fólk til að gefa blóð í þessari viku. 23.11.2010 08:51 BSRB vill koma á fót leigukerfi að danskri fyrirmynd BSRB leggur til við stjórnvöld, að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi að danskir fyrirmynd. 23.11.2010 07:37 Slasaður maður fluttur með þyrlu LHG frá Patreksfirði Maður slasaðist þegar hann var að vinna við rennibekk á Patreksfirði undir kvöld í gær. 23.11.2010 07:27 Varðskip aðstoðar fiskibát á Breiðafirði Vélarbilun varð í litlum fiskibáti, þegar hann var staddur utarlega á Breiðafirði í nótt. Tveir menn eru um borð og kölluðu þeir eftir aðstoð. 23.11.2010 07:24 Bíl ekið á ljósastaur á Selfossi Ungur ökumaður og félagi hans, sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra hafnaði á ljósastaur á Selfossi um miðnætti. 23.11.2010 07:20 Brotist inn í fyrirtæki í Skipholtinu Rúða var brotin í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík í gærkvöldi og þaðan stolið verðmætum. Þjófurinn komst undan. 23.11.2010 07:14 Létu undan þrýstingi kjördæmisþingmanna Þrýstingur frá þingmönnum Norðausturkjördæmis varð til þess að félagsmálaráðuneytið ákvað að ganga til samninga við rekstraraðila meðferðarheimilisins Árbótar um bótagreiðslur. Þetta segir Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, berum orðum í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur frá ráðuneytinu. 23.11.2010 06:00 400 ofbeldismál komin upp Hátt í 400 ofbeldistilvik eru skráð á hverju ári á geðdeild Landspítalans. Á það við um tilvik sem eru flokkuð sem munnlegt eða líkamlegt ofbeldi og eiga sér stað á geðheilbrigðissviðinu öllu. Flest atvikin snúa að starfsfólki sjúkrahússins og er munnlegt ofbeldi, oftast hótanir, mun algengara en líkamlegt. Jón Snorrason, deildarstjóri á Kleppi, segir rannsóknir á viðfangsefninu komnar langt á veg erlendis þar sem fjallað hefur verið um málið í fjölda ára. 23.11.2010 06:00 Gæðin orðin meiri en áður „Við erum svo sannarlega að kaupa meiri gæði, hráefnið hefur verið mjög gott að flestra mati. En verkefnið hefur ekki skilað mikilli hagræðingu og fjárhagslegum ávinningi,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs í Reykjavík og formaður starfshóps sem skoðar rekstrarhagræðingu í mötuneytum skóla í höfuðborginni. 23.11.2010 06:00 Upphæðin hvergi útskýrð Í þeim gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum er hvergi að finna faglegan rökstuðning fyrir þeirri 30 milljóna króna greiðslu sem stjórnvöld ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu vegna starfsloka heimilisins. 23.11.2010 06:00 Japanar vilja hitaveitu að íslenskri fyrirmynd Japönsk stjórnvöld hafa óskað eftir auknu samstarfi við Íslendinga um nýtingu jarðhita. Japanar hafa ákveðið að verja gríðarlegum fjárhæðum til að byggja upp endurnýjanlega orkugjafa í þróunarlöndunum, að sögn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. 23.11.2010 06:00 Byggt við Hnitbjörg til að bæta aðgengi gesta Listasafn Einars Jónssonar undirbýr nú byggingu tengihúss á austanverðri lóð safnsins á Skólavörðuholti. Studio Grandi hefur hannað frumgerð að viðbyggingunni. 23.11.2010 06:00 Greina þarfir annarra með geðraskanir Einstaklingar með geðraskanir geta skipt lykilmáli í að greina þarfir og þjónustu við aðra sem eins er ástatt um. 23.11.2010 06:00 Viðbúið að sótt sé í bruggið Heimabrugg virðist hafa aukist talsvert að undanförnu og hefur lögreglan haft í nokkru að snúast í þeim málum. 23.11.2010 06:00 Stal fimm rándýrum úlpum Fimm rándýrum úlpum var stolið frá skólabörnum í Valhúsaskóla í gærmorgun. Stúlka náðist á mynd í öryggismyndavél, þar sem hún var að skoða úlpurnar og velja úr þær sem hún síðan tók með sér út. Málið var kært til lögreglu í gær. 23.11.2010 06:00 Vill fleiri valkosti í húnæðismálum Samfélagsmál BSRB hefur lagt til við stjórnvöld að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi í anda almenna leigukerfisins í Danmörku. Hús þessi skulu vera í ríkiseigu og íbúðir leigðar út á verði sem sérstök verðlagsnefnd telur viðráðanlegt. Með því verði einnig sett á fót eins konar öryggisnet fyrir fjölskyldur sem af einhverjum ástæðum hafa ekki aðra kosti. 23.11.2010 06:00 Þyrlan sótti mann sem fékk höfuðhögg í vinnuslysi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir að karlmaður slasaðist í vinnuslysi á Patreksfirði í kvöld. Maðurinn mun hafa fengið höfuðhögg var talið nauðsynlegt að flytja hann til Reykjavíkur. 22.11.2010 22:00 Játning Gunnars Rúnars Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði fyrir helgi fyrir dómi að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann er ákærður fyrir að stinga Hannes ítrekað með hnífi. Hér verður farið yfir játningu Gunnars Rúnars og hvað hann var að hugsa áður en myrti Hannes Þór. 22.11.2010 19:15 Ósakhæfi leiðir til sýknu Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir. 22.11.2010 20:47 Sjá næstu 50 fréttir
Flatskjár og Nokia N8 í verðlaun í Vinaleik Vísis Vinaleikur Vísis heldur áfram og enn er til mikils að vinna fyrir þá sem fylgjast með Vísi á Facebook. Við vinningana hafa bæst flatskjár af flottustu gerð, nýi Nokia N8 síminn, tugir jólabóka og fleiri spennandi glaðningar. Frá og með morgundeginum verður dregið á hverjum degi til 20. desember. 24.11.2010 00:01
Brotnaði á höndum og fótum þegar strætó ók á hann Starfsmaður Hjálpræðishersins verður frá vinnu í fimm vikur eftir að strætisvagni var ekið á hann á laugardagskvöldið. Maðurinn var á hjóli þegar slysið varð en hann segir tillitsleysi ökumanna í garð hjólreiðafólks gríðarlegt. 24.11.2010 19:31
„Þetta getur komið fyrir hvern sem er" Fimmtán ára drengur sem misst nær alla sjón og heyrn og þarf auk þess að notast við hjólastól vill ekki að fólk tali fyrir sig ef hann hefur ekki beðið um aðstoð að fyrra bragði. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er," segir Tryggvi Jón Jónatansson en rætt var við hann og móður hans í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld. 23.11.2010 20:02
Handtekinn í skjóllitlum nærbuxum Fáklæddur hlaupari var handtekinn á Sæbraut í Reykjavík um helgina. Um var að ræða karl á þrítugsaldri en hann var heldur illa búinn til íþróttaiðkana, aðeins á sokkaleistunum og í skjóllitlum nærbuxum, að því er segir á vef lögreglunnar. Þar kemur fram að maðurinn var auk þess vel hífaður. Aðspurður um uppátækið sagðist hann hafa verið að taka áskorun félaga sinna um að hlaupa klæðalítill um borgina. 23.11.2010 19:39
Drengurinn fundinn Aron Geir Ragnarsson, 13 ára drengur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag, er kominn fram heill heilsu. Ekkert hafði spurst til Arons frá því á sunnudagskvöld. Lögreglan þakkar þeim sem aðstoðuðu við leit að honum. 23.11.2010 21:32
Viðræður um fríverslun við Rússa hefjast á næsta ári Össur Skarphéðinsson, utanríkisviðskiptaráðherra, staðfesti í dag fyrir Íslands hönd að viðræður um fríverslunarsamning við Rússland hefjist í byrjun næsta árs. Staðfestingin fór fram á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Genf, og samhliða staðfestu EFTA-ríkin viðræður um fríverslun við Hvíta-Rússland og Kasakstan, en ríkin eru í sameiginlegu tollabandalagi með Rússum, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 23.11.2010 19:31
Fær ekki stuðning þrátt fyrir að hafa misst nær alla sjón og heyrn Hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun sjá ástæða til að styrkja fjölskyldu 15 ára drengs í hjólastól, sem hefur misst nær alla sjón og heyrn, til að breyta heimilinu þannig að drengurinn geti búið með fjölskyldu sinni. 23.11.2010 18:59
Ný spá grafalvarleg Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nýja hagvaxtarspá grafalvarleg tíðindi. Fjármálaráðherra vill þó meina að forsendur fjárlaga haldi þrátt fyrir verri horfur í hagvexti. 23.11.2010 18:53
Skannar fyrir atkvæðin komnir til landsins Þrír skannar sem notaðir verða fyrir talningu á kjörseðlum vegna stjórnlagaþings komu til landsins frá Bretlandi síðdegis í dag. Allir kjörseðlar verða skannaðir inn og upplýsingatæknin nýtt til þess að reikna út niðurstöðu kosninganna sem fara fram á laugardaginn. 23.11.2010 18:04
Gefur lítið fyrir múslimafóbíu Þorgerðar Katrínar Salmann Tamini, formaður félags múslima á Íslandi, undrast fyrirspurn þingmanns sem vill banna búrkur. Hann segir að um hræðslu gagnvart trúarbrögðum múslima sé að ræða. 23.11.2010 17:49
Síbrotakona áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að kona skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í málum hennar. Þó skal varðhaldið ekki standa lengur en til 17. desember næstkomandi. Ákærða hafði mótmælt úrskurðinum og áfrýjað til Hæstaréttar. 23.11.2010 16:33
Svínabú vilja aðgang að deyfilyfjum „Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. 23.11.2010 16:27
Hamborgartréð kemur úr Borgarfirðinum í ár Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar næstkomandi laugardag klukkan fimm. Tréð hefur í daglegu talið verið kallað „Hamborgartréð" í gegnum árin en nú kann að verða breyting á því. 23.11.2010 16:00
Lögreglan lýsir eftir Aroni Geir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Aroni Geir Ragnarssyni, þrettán ára, en ekkert hefur heyrst frá honum síðan kl. 20:45, þann 21.nóvember síðastliðinn. 23.11.2010 15:31
Herjólfur siglir á Landeyjahöfn Herjólfur mun sigla á Landeyjahöfn seinnipartinn í dag eins og vonir höfðu staðið til. Í tilkynningu frá Eimskipi, rekstraraðila ferjunnar, segir að veðurútlit fyrir höfnina sé gott næstu daga. Fyrsta ferð þangað verður farin frá Vestmannaeyjum klukkan 17:00 í dag og síðan samkvæmt áætlun. 23.11.2010 14:59
Forsetinn viðstaddur vígslu sjálfbærustu byggingar veraldar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var í morgun heiðursgestur við vígslu Masdar tækniháskólans í Abu Dhabi. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að byggingin, sem er teiknuð af hinum heimsþekkta arkitekt Norman Foster, sé talin „sjálfbærasta bygging veraldar þar sem mengun og úrgangur eru komin niður að núll-markinu." 23.11.2010 14:39
Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23.11.2010 14:12
Guðlaugur Þór áhyggjufullur vegna sölunnar á Vestia „Það er algjörlega skýrt að það var farið á svig við lög um bankasýslu ríkisins við sölu Vestia. Þó eru tveir menn sem halda öðru fram og það eru fjármálaráðherra og bankastjóri Landsbankans," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 23.11.2010 13:55
Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23.11.2010 12:31
Norðmenn sjái um olíuleit fyrir Íslendinga Þingflokksformaður framsóknarmanna vill að Íslendingar hætti sjálfir að standa í olíuleit en semji í staðinn við Norðmenn um að annast verkefnið. Olíuleitarútboð Íslendinga á Drekasvæðinu var rætt í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. 23.11.2010 12:13
Vonast eftir sátt um færslu Markarfljóts Siglingastofnun mun endurhanna flóðvarnagarð við Markarfljót í samræmi við óskir landeigenda, og vonast sveitarstjóri Rangárþings eystra til að með breytingunni náist sátt um hvernig staðið verður að færslu fljótsins. 23.11.2010 12:05
Sjálfstæðar stofnanir eiga að vera lausar við pólitík Þingmenn að norðan beittu sér fyrir því að samið yrði um bætur til hjónanna á meðferðarheimilinu Árbót. Samningaviðræður um það hófust þremur mánuðum fyrr en stjórnvöld hafa fullyrt að því fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Stjórnsýslufræðingur segir að stofnanir á borð við Barnaverndarstofu eiga að vera sjálfstæðar undan pólitík. 23.11.2010 12:00
Vilja að ríkið yfirtaki tóm fjölbýlishús BSRB leggur til við stjórnvöld, að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi að danskri fyrirmynd, þar sem fólk geti búið alla ævina í leiguíbúðum, ef það vill. 23.11.2010 11:52
Krossmaður kannast ekki við ásakanir „Ég kannast ekki við þessar ásakanir,“ segir framkvæmdastjóri trúfélagsins Krossins, Björn Ingi Stefánsson, en Pressan.is greinir frá því að óskilgreindur hópur kvenna hafi borið alvarlega ásakanir á hendur Gunnari Þorsteinssyni, leiðtoga safnaðarins. 23.11.2010 10:18
Knattspyrnuþjálfarar biðla til ljósmyndaþjófa Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands óskar eftir vitnum af því þegar myndavélum var stolið úr höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal þann 13. nóvember síðastliðinn. 23.11.2010 09:34
Grunur um salmonellu Í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun liggur fyrir rökstuddur grunur um að salmonella hafi greinst í einum kjúklingahópi Reykjagarðs. Umræddur kjúklingahópur hefur verið rannsakaður samkvæmt eftirlitsáætlun Matvælastofnunar áður en kjúklingarnir voru slátraðir án þess að salmonella hafi fundist. Sýnin eru enn í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og verður sent til staðfestingar á sýkladeild Landspítalans. Endanleg staðfesting mun væntanlega liggja fyrir í lok vikunnar. 23.11.2010 09:19
Blóðbankinn óskar eftir fleiri blóðgjöfum Blóðbankinn þakkar þeim sem lögðu leið sína í bankann í gær og gáfu blóð. Þá söfnuðust 95 einingar og samkvæmt birgðastöðu í morgun voru þá til 598 einingar. Blóðbankinn stefnir á að eiga öryggisbirgðir sem samsvara minnst 800 einingum til að geta tryggt öryggi sjúklinga vegna skurðaðgerða, krabbameinsmeðferða og annarrar heilbrigðisþjónustu yfir jól og áramót. Því kallar starfsfólk Blóðbankans eftir áframhaldansi aðstoð og hvetur fólk til að gefa blóð í þessari viku. 23.11.2010 08:51
BSRB vill koma á fót leigukerfi að danskri fyrirmynd BSRB leggur til við stjórnvöld, að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi að danskir fyrirmynd. 23.11.2010 07:37
Slasaður maður fluttur með þyrlu LHG frá Patreksfirði Maður slasaðist þegar hann var að vinna við rennibekk á Patreksfirði undir kvöld í gær. 23.11.2010 07:27
Varðskip aðstoðar fiskibát á Breiðafirði Vélarbilun varð í litlum fiskibáti, þegar hann var staddur utarlega á Breiðafirði í nótt. Tveir menn eru um borð og kölluðu þeir eftir aðstoð. 23.11.2010 07:24
Bíl ekið á ljósastaur á Selfossi Ungur ökumaður og félagi hans, sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra hafnaði á ljósastaur á Selfossi um miðnætti. 23.11.2010 07:20
Brotist inn í fyrirtæki í Skipholtinu Rúða var brotin í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík í gærkvöldi og þaðan stolið verðmætum. Þjófurinn komst undan. 23.11.2010 07:14
Létu undan þrýstingi kjördæmisþingmanna Þrýstingur frá þingmönnum Norðausturkjördæmis varð til þess að félagsmálaráðuneytið ákvað að ganga til samninga við rekstraraðila meðferðarheimilisins Árbótar um bótagreiðslur. Þetta segir Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, berum orðum í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur frá ráðuneytinu. 23.11.2010 06:00
400 ofbeldismál komin upp Hátt í 400 ofbeldistilvik eru skráð á hverju ári á geðdeild Landspítalans. Á það við um tilvik sem eru flokkuð sem munnlegt eða líkamlegt ofbeldi og eiga sér stað á geðheilbrigðissviðinu öllu. Flest atvikin snúa að starfsfólki sjúkrahússins og er munnlegt ofbeldi, oftast hótanir, mun algengara en líkamlegt. Jón Snorrason, deildarstjóri á Kleppi, segir rannsóknir á viðfangsefninu komnar langt á veg erlendis þar sem fjallað hefur verið um málið í fjölda ára. 23.11.2010 06:00
Gæðin orðin meiri en áður „Við erum svo sannarlega að kaupa meiri gæði, hráefnið hefur verið mjög gott að flestra mati. En verkefnið hefur ekki skilað mikilli hagræðingu og fjárhagslegum ávinningi,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs í Reykjavík og formaður starfshóps sem skoðar rekstrarhagræðingu í mötuneytum skóla í höfuðborginni. 23.11.2010 06:00
Upphæðin hvergi útskýrð Í þeim gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum er hvergi að finna faglegan rökstuðning fyrir þeirri 30 milljóna króna greiðslu sem stjórnvöld ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu vegna starfsloka heimilisins. 23.11.2010 06:00
Japanar vilja hitaveitu að íslenskri fyrirmynd Japönsk stjórnvöld hafa óskað eftir auknu samstarfi við Íslendinga um nýtingu jarðhita. Japanar hafa ákveðið að verja gríðarlegum fjárhæðum til að byggja upp endurnýjanlega orkugjafa í þróunarlöndunum, að sögn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. 23.11.2010 06:00
Byggt við Hnitbjörg til að bæta aðgengi gesta Listasafn Einars Jónssonar undirbýr nú byggingu tengihúss á austanverðri lóð safnsins á Skólavörðuholti. Studio Grandi hefur hannað frumgerð að viðbyggingunni. 23.11.2010 06:00
Greina þarfir annarra með geðraskanir Einstaklingar með geðraskanir geta skipt lykilmáli í að greina þarfir og þjónustu við aðra sem eins er ástatt um. 23.11.2010 06:00
Viðbúið að sótt sé í bruggið Heimabrugg virðist hafa aukist talsvert að undanförnu og hefur lögreglan haft í nokkru að snúast í þeim málum. 23.11.2010 06:00
Stal fimm rándýrum úlpum Fimm rándýrum úlpum var stolið frá skólabörnum í Valhúsaskóla í gærmorgun. Stúlka náðist á mynd í öryggismyndavél, þar sem hún var að skoða úlpurnar og velja úr þær sem hún síðan tók með sér út. Málið var kært til lögreglu í gær. 23.11.2010 06:00
Vill fleiri valkosti í húnæðismálum Samfélagsmál BSRB hefur lagt til við stjórnvöld að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi í anda almenna leigukerfisins í Danmörku. Hús þessi skulu vera í ríkiseigu og íbúðir leigðar út á verði sem sérstök verðlagsnefnd telur viðráðanlegt. Með því verði einnig sett á fót eins konar öryggisnet fyrir fjölskyldur sem af einhverjum ástæðum hafa ekki aðra kosti. 23.11.2010 06:00
Þyrlan sótti mann sem fékk höfuðhögg í vinnuslysi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir að karlmaður slasaðist í vinnuslysi á Patreksfirði í kvöld. Maðurinn mun hafa fengið höfuðhögg var talið nauðsynlegt að flytja hann til Reykjavíkur. 22.11.2010 22:00
Játning Gunnars Rúnars Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði fyrir helgi fyrir dómi að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann er ákærður fyrir að stinga Hannes ítrekað með hnífi. Hér verður farið yfir játningu Gunnars Rúnars og hvað hann var að hugsa áður en myrti Hannes Þór. 22.11.2010 19:15
Ósakhæfi leiðir til sýknu Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir. 22.11.2010 20:47