Innlent

Grunur um salmonellu

Endanleg staðfesting á því hvort um salmonellusmit er að ræða mun væntanlega iggja fyrir í lok vikunnar.
Endanleg staðfesting á því hvort um salmonellusmit er að ræða mun væntanlega iggja fyrir í lok vikunnar. Mynd: Hari

Í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun liggur fyrir rökstuddur grunur um að salmonella hafi greinst í einum kjúklingahópi Reykjagarðs.

Umræddur kjúklingahópur hefur verið rannsakaður samkvæmt eftirlitsáætlun Matvælastofnunar áður en kjúklingarnir voru slátraðir án þess að salmonella hafi fundist. Sýnin eru enn í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og verður sent til staðfestingar á sýkladeild Landspítalans.

Endanleg staðfesting mun væntanlega iggja fyrir í lok vikunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjagarður hefur sent frá sér.

Reykjagarður hefur nú þegar innkallað afurðir með rekjanleikanúmerið 002-10-41-3-05 í varúðarskyni. Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila vörum þar sem þær voru keypt eða til Reykjagarðs hf, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Tekið skal fram að ef áprentaðum leiðbeiningum um eldun á umbúðum er fylgt, er ekki talin hætta á að fólki geti smitast af salmonellu ef kjarnhiti nær 72°C. Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðir af salmonellu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×