Upphæðin hvergi útskýrð 23. nóvember 2010 06:00 Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal Í þeim gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum er hvergi að finna faglegan rökstuðning fyrir þeirri 30 milljóna króna greiðslu sem stjórnvöld ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu vegna starfsloka heimilisins. Í samkomulagi um lokun Árbótar kemur fram að rekstraraðilar hafi farið fram á bætur vegn eftirstöðva skulda sem stofnað var til vegna uppbyggingar á heimilinu og vegna skemmda á húsnæðinu. Einnig var tekið fram að eigendurnir vildu bætur vegna kostnaðar við að aðlaga húsnæðið nýjum notum. Hvergi í samningnum er að finna uppgjör á þessum liðum. Einu ársreikningarnir sem lagðir voru fram voru reikingar Árbótar ehf. en á því félagi hvíldu 2,6 milljóna króna langtímaskuldir. Skuldir Bragabótar ehf., annars félags í eigu eigenda meðferðarheimilisins sem rak fasteignir Árbótar, námu hins vegar 56 milljónum króna í árslok 2009 en þá var eigið fé félagsins 37 milljónir. Það er því hvergi skýrt við hvað var miðað þegar ákveðið var að greiða eigendunum 30 milljónir króna. Alvarlegar athugasemdir á AlþingiSteingrímur J. Sigfússon, áramótagreinÓlöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði alvarlegar athugasemdir við aðkomu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að starfslokum meðferðarheimilisins á Alþingi í gær. “Fer hann að því er virðist með tölvubréfi nokkuð ákveðið inn á verksvið annars ráðherra og hótar að setja málaflokk í gíslilngu og knýr þannig fram niðurstöðu í málinu,” sagði Ólöf sem spurði Steingrím hvort þessi vinnubrögð væru honum sæmandi? Þá spurði hún hvort leitað hefði verið álits ríkislögmanns á því hvort greiða ætti eigendum Árbótar 30 milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins? Steingrímur sagði málið á forræði félagsmálaráðuneytisins. “Það var í þess höndum að taka við málinu eftir að Barnaverndarstofu og rekstaraðilum heimilsins mistókst að ná samkomulagi um lyktir mála,” sagði Steingrímur. “Barnaverndarstofa óskaði þá sjálf eftir því að félagsmálaráðuneytið yfirtæki það mál og reyndi að leiða það til lykta og það gerði síðan félagsmálaráðuneytið og það var að tillögu embættismanna og lögfræðinga þess sem gengið var til samkomulags við rekstraraðilana um uppgjör á málinu. Það var í einu og öllu farið að því sem eðlilegt var. Það er þannig með þessa samninga að í þeim er ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Þetta viðurkenndi Barnaverndarstofa í reynd með því að ganga til viðræðna við rekstraraðilina í framhaldi af því að hafa tilkynnt þeim um uppsögn í lok árs. Það náðust hins vegar ekki samningar og þá sagði Barnarverndarstofa sig frá því og vísaði því yfir til félagsmálaráðuneytisins sem eftir það fór með forræði á málinu og lagði siðan fram tillögu að lausn og tillögu að samningi sem fjármálaráðuneytið féllst á og staðfesti fyrir sína hönd. Í kjölfarið var minnisblaði dreift í ríkisstjórn sem samþykkti að ljúka málinu með þessum hætti og óska eftir fjárheimild í fjáraukalögum. Ég tel að það hafi verið eðililega unnið að þessu máli á allan hátt og í samræmi við lögheimildir og góðar stjórnsýsluvenjur.” Ráðuneytið bað um forræðiðÍ gögnum sem Fréttablaðið er með undir höndum kemur skýrt fram með hvaða hætti félagsmálaráðuneytið fékk forræði í málinu. Í tölvupósti sem Einar Njálsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, sendi Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, 24. mars segir: “Bolli (Þór Bollason, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins) ræddi við mig í morgun um málefni Árbótar. Hann vill koma skrið á málið með frumkvæði ráðuneytisins. Eins og við ræddum í símtali fyrir skömmu þarf að ganga formlega frá því gagnvart Barnaverndarstofu. Í samræmi við það samtal okkar bið ég þig að senda ráðuneytisstjóra tölvupóst þar sem þú óskar eftir því að ráðuneytið taki að sér fyrir Barnaverndarstofu að annast samninga við Árbót um lok á þjónustusamningi.” Önnur gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að ráðuneytið hafði byrjað samningaferlið við eigendur Árbótar í byrjun janúar þrátt fyrir að málið væri þá formlega enn í höndum Barnaverndarstofu, sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Á Alþingi í gær sagði Steingrímur að í rekstrarsamningnum við Árbót væri ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Í samningnum segir: “Komi til ófyrirséðra breytinga, sem að mati annars eða beggja samningsaðila, raski forsendum samnings þessa, getur hvor aðili um sig óskað endurskoðunar eða uppsagnar samnings.” Steingrímur J. sagði að málið hafi aldrei verið á því stigi að það þyrfti að leita álits ríkislögmanns “því það var ekki komið upp neitt bótaálit eða annað í þeim dúr. Áhyggjur okkar hins vegar í janúarmánuði sneru að því ef þarna væri enn eina ferðina verið að stofna til verulega aukins kostnaðar vegna þess að uppbygging margra meðferðarheimila á undanförnum árum, ef menn kynna sér þá sögu, hefur ekki verið útlátalaus fyrir ríkið þar sem hvert heimilið á fætur öðrum hefur verið sett á stofn. Sum komust aldrei í rekstur áður en þeim var lokað aftur.“ Ekki sameiginlegur viljiÍ tilkynningu sem félagsmálaráðuneytið sendi frá sér í gær segir að gerð samkomulagsins hafi verið óhjákvæmileg og réttmæt. Þá hafi verið sameiginlegur vilji til þess milli Barnaverndarstofu, ráðuneytisins og rekstraraðila að semja um samningslok með greiðslum umfram það sem kveðið var um í uppsagnarákvæði þjónustusamningsins. Þetta stangast á við ítrekuð mótmæli Braga Guðbrandssonar sem hann lét reglulega í ljós við ráðuneytið á þessu ári. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Í þeim gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum er hvergi að finna faglegan rökstuðning fyrir þeirri 30 milljóna króna greiðslu sem stjórnvöld ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu vegna starfsloka heimilisins. Í samkomulagi um lokun Árbótar kemur fram að rekstraraðilar hafi farið fram á bætur vegn eftirstöðva skulda sem stofnað var til vegna uppbyggingar á heimilinu og vegna skemmda á húsnæðinu. Einnig var tekið fram að eigendurnir vildu bætur vegna kostnaðar við að aðlaga húsnæðið nýjum notum. Hvergi í samningnum er að finna uppgjör á þessum liðum. Einu ársreikningarnir sem lagðir voru fram voru reikingar Árbótar ehf. en á því félagi hvíldu 2,6 milljóna króna langtímaskuldir. Skuldir Bragabótar ehf., annars félags í eigu eigenda meðferðarheimilisins sem rak fasteignir Árbótar, námu hins vegar 56 milljónum króna í árslok 2009 en þá var eigið fé félagsins 37 milljónir. Það er því hvergi skýrt við hvað var miðað þegar ákveðið var að greiða eigendunum 30 milljónir króna. Alvarlegar athugasemdir á AlþingiSteingrímur J. Sigfússon, áramótagreinÓlöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði alvarlegar athugasemdir við aðkomu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að starfslokum meðferðarheimilisins á Alþingi í gær. “Fer hann að því er virðist með tölvubréfi nokkuð ákveðið inn á verksvið annars ráðherra og hótar að setja málaflokk í gíslilngu og knýr þannig fram niðurstöðu í málinu,” sagði Ólöf sem spurði Steingrím hvort þessi vinnubrögð væru honum sæmandi? Þá spurði hún hvort leitað hefði verið álits ríkislögmanns á því hvort greiða ætti eigendum Árbótar 30 milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins? Steingrímur sagði málið á forræði félagsmálaráðuneytisins. “Það var í þess höndum að taka við málinu eftir að Barnaverndarstofu og rekstaraðilum heimilsins mistókst að ná samkomulagi um lyktir mála,” sagði Steingrímur. “Barnaverndarstofa óskaði þá sjálf eftir því að félagsmálaráðuneytið yfirtæki það mál og reyndi að leiða það til lykta og það gerði síðan félagsmálaráðuneytið og það var að tillögu embættismanna og lögfræðinga þess sem gengið var til samkomulags við rekstraraðilana um uppgjör á málinu. Það var í einu og öllu farið að því sem eðlilegt var. Það er þannig með þessa samninga að í þeim er ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Þetta viðurkenndi Barnaverndarstofa í reynd með því að ganga til viðræðna við rekstraraðilina í framhaldi af því að hafa tilkynnt þeim um uppsögn í lok árs. Það náðust hins vegar ekki samningar og þá sagði Barnarverndarstofa sig frá því og vísaði því yfir til félagsmálaráðuneytisins sem eftir það fór með forræði á málinu og lagði siðan fram tillögu að lausn og tillögu að samningi sem fjármálaráðuneytið féllst á og staðfesti fyrir sína hönd. Í kjölfarið var minnisblaði dreift í ríkisstjórn sem samþykkti að ljúka málinu með þessum hætti og óska eftir fjárheimild í fjáraukalögum. Ég tel að það hafi verið eðililega unnið að þessu máli á allan hátt og í samræmi við lögheimildir og góðar stjórnsýsluvenjur.” Ráðuneytið bað um forræðiðÍ gögnum sem Fréttablaðið er með undir höndum kemur skýrt fram með hvaða hætti félagsmálaráðuneytið fékk forræði í málinu. Í tölvupósti sem Einar Njálsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, sendi Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, 24. mars segir: “Bolli (Þór Bollason, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins) ræddi við mig í morgun um málefni Árbótar. Hann vill koma skrið á málið með frumkvæði ráðuneytisins. Eins og við ræddum í símtali fyrir skömmu þarf að ganga formlega frá því gagnvart Barnaverndarstofu. Í samræmi við það samtal okkar bið ég þig að senda ráðuneytisstjóra tölvupóst þar sem þú óskar eftir því að ráðuneytið taki að sér fyrir Barnaverndarstofu að annast samninga við Árbót um lok á þjónustusamningi.” Önnur gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að ráðuneytið hafði byrjað samningaferlið við eigendur Árbótar í byrjun janúar þrátt fyrir að málið væri þá formlega enn í höndum Barnaverndarstofu, sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Á Alþingi í gær sagði Steingrímur að í rekstrarsamningnum við Árbót væri ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Í samningnum segir: “Komi til ófyrirséðra breytinga, sem að mati annars eða beggja samningsaðila, raski forsendum samnings þessa, getur hvor aðili um sig óskað endurskoðunar eða uppsagnar samnings.” Steingrímur J. sagði að málið hafi aldrei verið á því stigi að það þyrfti að leita álits ríkislögmanns “því það var ekki komið upp neitt bótaálit eða annað í þeim dúr. Áhyggjur okkar hins vegar í janúarmánuði sneru að því ef þarna væri enn eina ferðina verið að stofna til verulega aukins kostnaðar vegna þess að uppbygging margra meðferðarheimila á undanförnum árum, ef menn kynna sér þá sögu, hefur ekki verið útlátalaus fyrir ríkið þar sem hvert heimilið á fætur öðrum hefur verið sett á stofn. Sum komust aldrei í rekstur áður en þeim var lokað aftur.“ Ekki sameiginlegur viljiÍ tilkynningu sem félagsmálaráðuneytið sendi frá sér í gær segir að gerð samkomulagsins hafi verið óhjákvæmileg og réttmæt. Þá hafi verið sameiginlegur vilji til þess milli Barnaverndarstofu, ráðuneytisins og rekstraraðila að semja um samningslok með greiðslum umfram það sem kveðið var um í uppsagnarákvæði þjónustusamningsins. Þetta stangast á við ítrekuð mótmæli Braga Guðbrandssonar sem hann lét reglulega í ljós við ráðuneytið á þessu ári.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira