400 ofbeldismál komin upp 23. nóvember 2010 06:00 Ofbeldi á heilbrigðisstofnunum er algengast á geðdeildum og eru skráð á milli 350 og 400 tilvik á ári á geðdeildum Landspítalans. fréttablaðið/Úr safni Hátt í 400 ofbeldistilvik eru skráð á hverju ári á geðdeild Landspítalans. Á það við um tilvik sem eru flokkuð sem munnlegt eða líkamlegt ofbeldi og eiga sér stað á geðheilbrigðissviðinu öllu. Flest atvikin snúa að starfsfólki sjúkrahússins og er munnlegt ofbeldi, oftast hótanir, mun algengara en líkamlegt. Jón Snorrason, deildarstjóri á Kleppi, segir rannsóknir á viðfangsefninu komnar langt á veg erlendis þar sem fjallað hefur verið um málið í fjölda ára. „Það er staðreynd að það er víða ofbeldi á heilbrigðisstofnunum," segir Jón. „En þetta er vissulega vandmeð farið viðfangsefni vegna þess að maður verður að ná að setja sig í spor þeirra sem sýna þessa hegðun og skilja hvað liggur á bak við." Jón segir starfsfólk á geðdeildum hér á landi fá bæði þjálfun og fræðslu um það hvernig bregðast eigi við ofbeldi og nauðsynlegt sé að viðhalda því reglulega. „Allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið stuðla að því að við reynum að skilja þetta fyrirbæri betur. Af hverju það gerist og hvernig við getum komið í veg fyrir þetta," segir hann. Jón segir að í sumum tilvikum hefðu getað skapast alvarlegar afleiðingar ef ekki hefði verið tekið rétt á málunum. Hann segir þó að sem betur fer séu alvarleg atvik mjög fá. Tíðni ofbeldistilvika á heilbrigðisstofnunum er langhæst á geðdeildum, en hún hefur haldist stöðug milli ára. Á árunum 2006 til 2008 eru skráð á milli 350 til 400 tilvik á geðdeildum Landspítalans. Sigmundur Sigfússon, forstöðulæknir geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA), segir að sökum manneklu komi stundum til þess að lögreglan sé kölluð út til aðstoðar þegar ofbeldisatvik komi upp, en þó sé slíkt sjaldgæft. Nauðungarvistun sé mun fátíðari hér á landi en í hinum Norðurlandaríkjunum og eru flest ofbeldistilvikin á geðdeild FSA tengd slíkum vistunum. „Við fáum um 250 innlagnir á ári og þar af eru um 3 prósent nauðungarvistanir," segir Sigmundur. Á Norðurlöndunum sé hlutfallið mun hærra, eða rúmlega 30 prósent af öllum innlögnum. Á geðdeild FSA hafa verið skráð fjögur ofbeldisatvik það sem af er ári. sunna@frettabladid.is Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Hátt í 400 ofbeldistilvik eru skráð á hverju ári á geðdeild Landspítalans. Á það við um tilvik sem eru flokkuð sem munnlegt eða líkamlegt ofbeldi og eiga sér stað á geðheilbrigðissviðinu öllu. Flest atvikin snúa að starfsfólki sjúkrahússins og er munnlegt ofbeldi, oftast hótanir, mun algengara en líkamlegt. Jón Snorrason, deildarstjóri á Kleppi, segir rannsóknir á viðfangsefninu komnar langt á veg erlendis þar sem fjallað hefur verið um málið í fjölda ára. „Það er staðreynd að það er víða ofbeldi á heilbrigðisstofnunum," segir Jón. „En þetta er vissulega vandmeð farið viðfangsefni vegna þess að maður verður að ná að setja sig í spor þeirra sem sýna þessa hegðun og skilja hvað liggur á bak við." Jón segir starfsfólk á geðdeildum hér á landi fá bæði þjálfun og fræðslu um það hvernig bregðast eigi við ofbeldi og nauðsynlegt sé að viðhalda því reglulega. „Allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið stuðla að því að við reynum að skilja þetta fyrirbæri betur. Af hverju það gerist og hvernig við getum komið í veg fyrir þetta," segir hann. Jón segir að í sumum tilvikum hefðu getað skapast alvarlegar afleiðingar ef ekki hefði verið tekið rétt á málunum. Hann segir þó að sem betur fer séu alvarleg atvik mjög fá. Tíðni ofbeldistilvika á heilbrigðisstofnunum er langhæst á geðdeildum, en hún hefur haldist stöðug milli ára. Á árunum 2006 til 2008 eru skráð á milli 350 til 400 tilvik á geðdeildum Landspítalans. Sigmundur Sigfússon, forstöðulæknir geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA), segir að sökum manneklu komi stundum til þess að lögreglan sé kölluð út til aðstoðar þegar ofbeldisatvik komi upp, en þó sé slíkt sjaldgæft. Nauðungarvistun sé mun fátíðari hér á landi en í hinum Norðurlandaríkjunum og eru flest ofbeldistilvikin á geðdeild FSA tengd slíkum vistunum. „Við fáum um 250 innlagnir á ári og þar af eru um 3 prósent nauðungarvistanir," segir Sigmundur. Á Norðurlöndunum sé hlutfallið mun hærra, eða rúmlega 30 prósent af öllum innlögnum. Á geðdeild FSA hafa verið skráð fjögur ofbeldisatvik það sem af er ári. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira