400 ofbeldismál komin upp 23. nóvember 2010 06:00 Ofbeldi á heilbrigðisstofnunum er algengast á geðdeildum og eru skráð á milli 350 og 400 tilvik á ári á geðdeildum Landspítalans. fréttablaðið/Úr safni Hátt í 400 ofbeldistilvik eru skráð á hverju ári á geðdeild Landspítalans. Á það við um tilvik sem eru flokkuð sem munnlegt eða líkamlegt ofbeldi og eiga sér stað á geðheilbrigðissviðinu öllu. Flest atvikin snúa að starfsfólki sjúkrahússins og er munnlegt ofbeldi, oftast hótanir, mun algengara en líkamlegt. Jón Snorrason, deildarstjóri á Kleppi, segir rannsóknir á viðfangsefninu komnar langt á veg erlendis þar sem fjallað hefur verið um málið í fjölda ára. „Það er staðreynd að það er víða ofbeldi á heilbrigðisstofnunum," segir Jón. „En þetta er vissulega vandmeð farið viðfangsefni vegna þess að maður verður að ná að setja sig í spor þeirra sem sýna þessa hegðun og skilja hvað liggur á bak við." Jón segir starfsfólk á geðdeildum hér á landi fá bæði þjálfun og fræðslu um það hvernig bregðast eigi við ofbeldi og nauðsynlegt sé að viðhalda því reglulega. „Allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið stuðla að því að við reynum að skilja þetta fyrirbæri betur. Af hverju það gerist og hvernig við getum komið í veg fyrir þetta," segir hann. Jón segir að í sumum tilvikum hefðu getað skapast alvarlegar afleiðingar ef ekki hefði verið tekið rétt á málunum. Hann segir þó að sem betur fer séu alvarleg atvik mjög fá. Tíðni ofbeldistilvika á heilbrigðisstofnunum er langhæst á geðdeildum, en hún hefur haldist stöðug milli ára. Á árunum 2006 til 2008 eru skráð á milli 350 til 400 tilvik á geðdeildum Landspítalans. Sigmundur Sigfússon, forstöðulæknir geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA), segir að sökum manneklu komi stundum til þess að lögreglan sé kölluð út til aðstoðar þegar ofbeldisatvik komi upp, en þó sé slíkt sjaldgæft. Nauðungarvistun sé mun fátíðari hér á landi en í hinum Norðurlandaríkjunum og eru flest ofbeldistilvikin á geðdeild FSA tengd slíkum vistunum. „Við fáum um 250 innlagnir á ári og þar af eru um 3 prósent nauðungarvistanir," segir Sigmundur. Á Norðurlöndunum sé hlutfallið mun hærra, eða rúmlega 30 prósent af öllum innlögnum. Á geðdeild FSA hafa verið skráð fjögur ofbeldisatvik það sem af er ári. sunna@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Hátt í 400 ofbeldistilvik eru skráð á hverju ári á geðdeild Landspítalans. Á það við um tilvik sem eru flokkuð sem munnlegt eða líkamlegt ofbeldi og eiga sér stað á geðheilbrigðissviðinu öllu. Flest atvikin snúa að starfsfólki sjúkrahússins og er munnlegt ofbeldi, oftast hótanir, mun algengara en líkamlegt. Jón Snorrason, deildarstjóri á Kleppi, segir rannsóknir á viðfangsefninu komnar langt á veg erlendis þar sem fjallað hefur verið um málið í fjölda ára. „Það er staðreynd að það er víða ofbeldi á heilbrigðisstofnunum," segir Jón. „En þetta er vissulega vandmeð farið viðfangsefni vegna þess að maður verður að ná að setja sig í spor þeirra sem sýna þessa hegðun og skilja hvað liggur á bak við." Jón segir starfsfólk á geðdeildum hér á landi fá bæði þjálfun og fræðslu um það hvernig bregðast eigi við ofbeldi og nauðsynlegt sé að viðhalda því reglulega. „Allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið stuðla að því að við reynum að skilja þetta fyrirbæri betur. Af hverju það gerist og hvernig við getum komið í veg fyrir þetta," segir hann. Jón segir að í sumum tilvikum hefðu getað skapast alvarlegar afleiðingar ef ekki hefði verið tekið rétt á málunum. Hann segir þó að sem betur fer séu alvarleg atvik mjög fá. Tíðni ofbeldistilvika á heilbrigðisstofnunum er langhæst á geðdeildum, en hún hefur haldist stöðug milli ára. Á árunum 2006 til 2008 eru skráð á milli 350 til 400 tilvik á geðdeildum Landspítalans. Sigmundur Sigfússon, forstöðulæknir geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA), segir að sökum manneklu komi stundum til þess að lögreglan sé kölluð út til aðstoðar þegar ofbeldisatvik komi upp, en þó sé slíkt sjaldgæft. Nauðungarvistun sé mun fátíðari hér á landi en í hinum Norðurlandaríkjunum og eru flest ofbeldistilvikin á geðdeild FSA tengd slíkum vistunum. „Við fáum um 250 innlagnir á ári og þar af eru um 3 prósent nauðungarvistanir," segir Sigmundur. Á Norðurlöndunum sé hlutfallið mun hærra, eða rúmlega 30 prósent af öllum innlögnum. Á geðdeild FSA hafa verið skráð fjögur ofbeldisatvik það sem af er ári. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira