Fleiri fréttir Hvað var Gunnar Rúnar að hugsa? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Íslandi í dag verður haldið áfram að fjalla um morðið á Hannesi Helgasyni og játningu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, morðingja hans. Farið verður yfir það sem gerðist nóttina örlagaríku, samkvæmt vitnisburði Gunnars sjálfs, tilfinningar hans í garð Hannesar, og ástæðu þess að hann framdi verknaðinn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan hálfsjö og Ísland í dag hefst klukkan fimm mínútur fyrir sjö. 22.11.2010 17:04 Drengurinn kominn í leitirnar Fimmtán ára drengur, sem lýst var eftir fyrr í dag eftir að ekkert hafði spurst til síðan áð föstudag, er kominn í leitirnar. Lögreglan á Suðurnesjum þakkar aðstoðina. 22.11.2010 16:09 23 tillögur bárust í samkeppni um húsgögn í Hörpu Opnaðar hafa verið tillögur í samkeppni um húsgögn í almenningsrými í Hörpu sem íslenskir arkitektar og hönnuðir gátu tekið þátt í. Alls bárust tuttugu og þrjár tillögur og dómnefnd er nú að vinna úr þeim að því er fram kemur í tilkynningu frá eignarhaldsfélaginu Portusi. 22.11.2010 15:56 Bókin um Akranes kostar 100 milljónir - 23 ár í vinnslu Loks sér fyrir endann á ritun fyrstu tveggja bindanna í sögu Akranesskaupstaðar en söguritari leggur þessa dagana lokahönd á verkið. Endanlegur kostnaður við ritun þessara tveggja binda, og undirbúning hennar fyrir útgáfu, verður um 96 milljónir. Gunnlaugur Haraldsson hefur unnið að ritun verksins frá árinu 1997 og fer stærsti hluti greiðslunnar til hans. 22.11.2010 15:32 Íslendingar björguðu manni úr sprungu á Suðurskautinu Starfsmenn frá Arctic Trucks á Íslandi taka nú þátt í leiðangri á Suðurskautslandinu, en í gærkvöldi náðu þeir á sjálfan Suðurpólinn, fyrstir leiðangra á þessu tímabili. Á föstudaginn í síðustu viku gerðist sá atburður að starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis í nágrenni Novo féll ofan í sprungu. 22.11.2010 15:27 Barnaheill fá sex milljónir í styrk til uppbyggingar á Haítí Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa fengið sex milljóna króna stuðning frá utanríkisráðuneytinu við uppbyggingarstarf á Haíti. Að sögn samtakanna verður sérstök áhersla lögð á menntun, heilsu og vernd barna. „Samtökin munu senda í allt 7,6 milljónir króna og verður féð einkum nýtt til að bregðast við útbreiðslu kóleru,“ segir í tilkynningu. 22.11.2010 15:20 Flutningabíll fór útaf veginum við Ásvelli Nokkuð tjón varð þegar malarflutningabíll fór útaf veginum á Reykjanesbraut á móts við íþróttasvæðið að Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Eins og sjá má á myndinni er bíllinn nokkuð skemmdur en að sögn lögreglu urðu engin slys á fólki. 22.11.2010 15:09 Stefnt að siglingu í Landeyjarhöfn á morgun Verið er að dýpka Landeyjahöfn og á höfnin að verða fær síðdegis á morgun komi ekkert óvænt upp. Í tilkynningu frá Eimskipi segir að fyrsta ferð Herjólfs á morgun verði í Þorlákshöfn, en að síðdegis verði siglt í Landeyjahöfn samkvæmt áætlun. Spár um veður og ölduhæð næstu daga er góð. 22.11.2010 15:07 Vilja ekki unglingaskemmtanir á vínveitingastöðum Heimili og skóli - landssamtök foreldra taka undir ályktun Foreldraráðs Hafnarfjarðar og hvetja alla þá aðila sem koma að skipulagi skemmtana fyrir ungmenni til að tryggja að skemmtistaðir með vínveitingarleyfi séu ekki notaðir fyrir ungmennasamkomur. Í yfirlýsingu segir að stjórn samtakanna telji að það sæmi ekki að hafa unglingasamkomur á stöðum sem eru innréttaðir með börum til vínveitinga og eru jafnvel með auglýsingar um áfengi hangandi uppi á veggjum. 22.11.2010 14:41 Olíuleki í höfninni og kveikt í strætóskýli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út klukkan rúmlega eitt í dag niður að Reykjavíkurhöfn en olíubrák var á sjónum í grennd við hvalbátana. Slökkiliðið hreinsaði upp lekann og tók það rúman hálftíma. Þá var kveikt í strætóskýli í Mosfellsbænum fyrr í dag. Áður en slökkviliðið komst á vettvang hafði strætóbílstjóri sem að kom slökkt eldinn. 22.11.2010 14:34 5 konur og 5 karlar ráðuneytisstjórar Í síðustu viku var tilkynnt um ráðningu þriggja nýrra ráðuneytisstjóra og voru það allt konur sem hlutu stöðurnar. Störfin eru í nýju velferðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og efnahagsráðuneyti. Þegar þær Anna Lilja Gunnarsdóttir, Helga Jónsdóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir verða allar komnar til starfa og breytingar á skipan ráðuneyta gengið í gegn verða 5 konur og 5 karlar ráðuneytisstjórar. Jafnréttisstofa fagnar þessum tímamótum og minnir á að í breytingum felast tækifæri til kynjajafnréttis ef viljinn er fyrir hendi. 22.11.2010 14:21 Lýst eftir 15 ára dreng í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir 15 ára pilti, Grétari Arnari Ellertssyni. Hann er búsettur að Tjarnabraut 8d í Reykjanesbæ. Grétar fór að heiman á föstudag og hefur ekki spurst til hans síðan þá. Talið er að hann haldi til í Reykjanesbæ. 22.11.2010 14:03 Krúnukúgarinn á flótta Ian Strachan, öðru nafni Paul Aðalsteinsson, sem komst í fréttirnar árið 2008 þegar hann var ákærður og dæmdur fyrir að kúga fé út úr meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar, hefur flúið frá Skotlandi og er nú eftirlýstur. Skoskir miðlar segja að Strachan, sem er af íslenskum ættum, hafi eytt þúsundum punda í að breyta andliti sínu áður en hann lagði á flóttann en hann hefur verið á skilorði frá því í mars eftir að hafa setið í fangelsi í þrjátíu mánuði. Fjölmiðlar segja ennfremur að hann hafi nýtt sér tvöfaldan ríkisborgararétt sinn til þess að ferðast án þess að þurfa að sýna breska vegabréfið. 22.11.2010 13:57 Leggja til nýtt leigukerfi í anda þess danska Skrifstofa BSRB hefur unnið tillögur um að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi. Í frétt á heimasíðu samtakanna segir að kerfið sé í anda almenna leigukerfisins í Danmörku. 22.11.2010 13:42 Lögregluskólinn hafnar 21 umsækjanda Valnefnd Lögregluskóla ríkisins hefur lokið við að yfirfara umsóknir þeirra sem sóttu um inngöngu í skólann en umsóknarfrestur um skólavist rann út þann 15. nóvember. 22.11.2010 13:41 Ráðherrar njóta sömu réttinda og aðrir opinberir starfsmenn Ráðherra og alþingismenn njóta í dag sömu lífeyrisréttinda og opinberir starfsmenn. 22.11.2010 13:24 Ráðherrum ber ekki saman Ráðherrum byggðamála og sjávarútvegs ber ekki saman um áhrif ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um frjálsar veiðar á úthafsrækju, á veð rækjuútgerða hjá Byggðastofnun. Ráðherra byggðarmála segir að afskrifa hafi þurft 700 milljónir vegna þessa. Sjávarútvegsráðherra segir það ekki rétt. 22.11.2010 13:19 Brýna fyrir börnum að fara ekki upp í bíl með ókunnugum Forsvarsmenn Kringlumýrar, frístundamiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, hafa sent foreldrum bréf þar sem þeir eru hvattir til að brýna fyrir börnum sínum að fara ekki upp í bíla hjá ókunnugum eða eiga nokkur samskipti við þá. „Tvö slík tilvik hafa komið upp í okkar hverfi í haust," segir í bréfinu en seinna atvikið átti sér stað á föstudag. 22.11.2010 13:04 Lá við stórslysi á Norðurlandsvegi Minnstu munaði að fimm manns til viðbótar yrðu fyrir sama bílnum og ók á karl og konu á Norðurlandsvegi í Víðidal í Húnavatnssýslu í gærkvöldi. Hin slösuðu voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landsspítalan í Reykjavík og reyndust ekki eins alvarlega slösuð og óttast var í fyrstu. 22.11.2010 13:03 Gat á poka og blóðblettir í skotti komu upp um Gunnar Rúnar Gat á poka og blóðblettir í skotti á bifreið Gunnars Rúnar Sigurþórssonar virðast hafa komið upp um hann. Í játningu Gunnars kemur fram að hann ætlaði sér að komast upp með morðið. 22.11.2010 12:42 Fundað um færslu Markarfljóts í dag Opinn upplýsingafndur vegna fyrirhugaðrar færslu Markarfljóts verður haldinn í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum í dag klukkan tvö. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, boðaði til fundarins í síðustu viku eftir að athugasemdir komu fram við ákvörðun um að flytja ósa Markarfljóts um tvo kílómetra til austurs. 22.11.2010 11:46 RAX á Suðurskautið með færustu vísindamönnum Frakka „Þetta boð kom í gegnum sýninguna mína um Grænland og ég er bara mjög spenntur," segir ljósmyndarinnar Ragnar Axelsson, RAX. Hann er á leiðinni á Suðurskautslandið með mörgum af færustu vísindamönnum Frakklands og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. 22.11.2010 11:39 Námsárangur íslenskra barna á niðurleið Íslenskir nemendur koma illa út úr PISArannsókn á námsárangi 15 ára barna til samanburðar við önnur lönd. Í rannsókninni kemur fram að þróun námsárangurs íslenskra nemenda lofar ekki góðu. 22.11.2010 10:49 Það vantar blóð í Blóðbankann Það vantar blóð í Blóðbankann en í tilkynningu segir að það hafi skapast mikil og rík þörf fyrir blóðhluta á sjúkrahúsunum vegna sjúkdóma, bráðra veikinda, aðgerða og slysa á síðustu dögum og vikum. 22.11.2010 10:39 Um fimmtán sækja um stöðu upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings Umsóknarfrestur um starf upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings rann út í gær. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu stjórnlagaþings hafa borist um fimmtán umsóknir. Vonir standa til að ráðið verði í stöðuna fyrir mánaðarmót, jafnvel strax í þessari viku. 22.11.2010 10:21 Vilja funda með fimm ráðherra hópnum Þingmenn Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar hafa óskað eftir fundi með fimm ráðherra hópnum svokallaða til að ræða almennar leiðréttingar lána og með hvaða hætti sé hægt að framkvæma slíkar leiðréttingar. 22.11.2010 10:08 Tók fram úr bifreið og ók á gangandi vegfarendur Ökumaður, sem var að taka fram úr á Norðurlandsvegi í Víðidal í Húnavatnssýslu í gær, ók á karl og konu sem stóðu á miðjum veginum. Bifreið þeirra hafði áður endað utan vegar vegna hálku. 22.11.2010 09:38 Fór í skyndi með Ellu Dís á spítala í London Ragna Erlendsdóttir fór í skyndi með dóttur sína, Ellu Dís, til Englands í gærkvöldi. Ragna var ósátt við vinnubrögð lækna á Barnaspítala Hringsins og ákvað, án samráðs við íslenska lækna, að fara með dóttur sína á spítala í London. 22.11.2010 09:27 Stöðvuðu kappakstur tveggja ungmenna Lögreglumenn stöðvuðu hraðakstur, eða kappakstur tveggja ungmenna á tveimur bílum í Vogahverfi í Reykjavík í nótt, eftir að hafa elt þá úr austurbæ Kópavogs. 22.11.2010 07:41 Karl og kona alvarlega slösuð eftir slys á Norðurlandsvegi Karl og kona slösuðust alvarlega í umferðarslysi á Norðurlandsvegi í Víðidal í Húnavatnssýslu um sjö leytið í gærkvöldi. 22.11.2010 07:39 Brotist inn í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Brotist var inn í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undir morgun, en öryggisvörður varð þjófsins var og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. 22.11.2010 07:22 Nær helmingur unglinga hafa drukkið landa Nær helmingur eða 43 prósent unglinga á aldrinum 16 til 19 ára hafa neytt sterks heimabruggaðs áfengis, eða landa, á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýlegri könnun sem Capacent gerði fyrir Félag atvinnurekenda, og Fréttablaðið greinir frá. 22.11.2010 06:51 Skerðing kennslu er síðasta úrræðið Unnið er að því að greina kostnað við grunnskólahald, en hann er nokkuð hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndunum í OECD. Er reiknað með að niðurstöður liggi fyrir í næstu viku. 22.11.2010 06:00 Segir skammarlegt að ráðherrar njóti ofurkjara Mikilvægt er að huga að því að jafna lífeyrisréttindi í landinu, segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, það sé til skammar að ráðherrar njóti ofurkjara. 21.11.2010 19:28 Alvarlegt umferðarslys í Húnavatnssýslu Alvarlegt umferðarslys varð á Norðurlandsvegi í Víðidal í Húnavatnssýslu á sjöunda tímanum í kvöld. Tveir eru slasaðir og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið norður vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er 21.11.2010 19:35 Likir stjórnarflokkunum við gömlu kommúnistaflokkana Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að stjórnarflokkarnir í ríkisstjórninni líkist meir og meir gömlu kommunistaflokkunum eftir því sem gagnrýni á stefnu þeirra eykst. Birgitta Jónsdóttir býður Lilju velkomna í Hreyfinguna. 21.11.2010 19:21 Geir segir framkomu forseta landsdóms gegn sér vítaverða Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir vinnubrögð varðandi málsókn Alþingis gegn sér vera vítaverð. 21.11.2010 15:57 Máttu ekki spyrja persónulegra spurninga án samþykkis foreldris Skólapúlsinn hefur undanfarið safnað viðkvæmum persónuupplýsingum um nemendum í grunnskólum án samþykkis. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn á föstudag. Skólapúlsinn er sjálfsmatskerfi sem metur virkni nemenda og líðan þeirra í skólanum. 21.11.2010 15:22 Ók ofan í skurð við Gljúfrastein Bifreið fór út af veginum og ofan í skurð við Gljúfrastein á þriðja tímanum í dag. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, festist í honum við óhappið. Því var tækjabíll á vegum slökkviliðsins kallaður til þannig að hægt væri beita klippum til að ná manninum úr bílnum. Ekki er vitað hvort maðurinn hafi meiðst í óhappinu. Töluverð hálka er víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og er rétt að minna ökumenn að fara varlega í umferðinni. 21.11.2010 14:47 Sigurður Einars vildi klappstýrutilburði frá viðskiptaráðherra Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, sendi Björgvini G. Sigurðssyni, þáverandi viðskiptaráðherra, harkaleg SMS-skilaboð í byrjun júní 2008 fyrir að gagnrýna stöðu bankanna en ekki klappa hana upp. 21.11.2010 14:00 Mikil umræða um kynferðisbrotamál í ráðuneytinu Málefni tengd kynferðisbrotum eru í mikilli umræðu innan dómsmálaráðuneytisins og ráðherra mun skoða áskoranir flokksráðs VG varðandi þann málaflokk, segir Ögmundur Jónasson dómstólaráðherra. 21.11.2010 13:57 Björgvin G. fór á pönktónleika eftir fund með Darling Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tróð sér ekki í Lundúnaferðina á fund með Alistair Darling. Eftir fundinn með Darling fór Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, á tónleika með pönksveitinni Sex Pistols. 21.11.2010 12:15 Skiptar skoðanir innan kirkjunnar um aðskilnað við ríkið Skiptar skoðanir eru um það innan þjóðkirkjunnar hvort hún eigi að vera jafn nátengd ríkinu og nú er, segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri Þjóðkirkjunnar. 21.11.2010 12:10 Björgvin G: Icesave í Hollandi ömurlegt hneyksli Icesave-ævintýri Landsbankans í Hollandi er hneyksli og einn ömurlegasti hluti af starfsemi bankanna undir lokin segir Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra. Hann segist ekki hafa vitað af reikningunum í Hollandi fyrr en mörgum mánuðum eftir opnun þeirra. 21.11.2010 12:00 Vill að fjárlög séu gerð langt fram í tímann Formaður framsóknarflokksins, vill að fjárlög íslenska ríkisins séu unnin í fimm eða tíu ár fram í tímann i stað þess að vinna þau fyrir hvert ár. 21.11.2010 11:12 Sjá næstu 50 fréttir
Hvað var Gunnar Rúnar að hugsa? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Íslandi í dag verður haldið áfram að fjalla um morðið á Hannesi Helgasyni og játningu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, morðingja hans. Farið verður yfir það sem gerðist nóttina örlagaríku, samkvæmt vitnisburði Gunnars sjálfs, tilfinningar hans í garð Hannesar, og ástæðu þess að hann framdi verknaðinn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan hálfsjö og Ísland í dag hefst klukkan fimm mínútur fyrir sjö. 22.11.2010 17:04
Drengurinn kominn í leitirnar Fimmtán ára drengur, sem lýst var eftir fyrr í dag eftir að ekkert hafði spurst til síðan áð föstudag, er kominn í leitirnar. Lögreglan á Suðurnesjum þakkar aðstoðina. 22.11.2010 16:09
23 tillögur bárust í samkeppni um húsgögn í Hörpu Opnaðar hafa verið tillögur í samkeppni um húsgögn í almenningsrými í Hörpu sem íslenskir arkitektar og hönnuðir gátu tekið þátt í. Alls bárust tuttugu og þrjár tillögur og dómnefnd er nú að vinna úr þeim að því er fram kemur í tilkynningu frá eignarhaldsfélaginu Portusi. 22.11.2010 15:56
Bókin um Akranes kostar 100 milljónir - 23 ár í vinnslu Loks sér fyrir endann á ritun fyrstu tveggja bindanna í sögu Akranesskaupstaðar en söguritari leggur þessa dagana lokahönd á verkið. Endanlegur kostnaður við ritun þessara tveggja binda, og undirbúning hennar fyrir útgáfu, verður um 96 milljónir. Gunnlaugur Haraldsson hefur unnið að ritun verksins frá árinu 1997 og fer stærsti hluti greiðslunnar til hans. 22.11.2010 15:32
Íslendingar björguðu manni úr sprungu á Suðurskautinu Starfsmenn frá Arctic Trucks á Íslandi taka nú þátt í leiðangri á Suðurskautslandinu, en í gærkvöldi náðu þeir á sjálfan Suðurpólinn, fyrstir leiðangra á þessu tímabili. Á föstudaginn í síðustu viku gerðist sá atburður að starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis í nágrenni Novo féll ofan í sprungu. 22.11.2010 15:27
Barnaheill fá sex milljónir í styrk til uppbyggingar á Haítí Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa fengið sex milljóna króna stuðning frá utanríkisráðuneytinu við uppbyggingarstarf á Haíti. Að sögn samtakanna verður sérstök áhersla lögð á menntun, heilsu og vernd barna. „Samtökin munu senda í allt 7,6 milljónir króna og verður féð einkum nýtt til að bregðast við útbreiðslu kóleru,“ segir í tilkynningu. 22.11.2010 15:20
Flutningabíll fór útaf veginum við Ásvelli Nokkuð tjón varð þegar malarflutningabíll fór útaf veginum á Reykjanesbraut á móts við íþróttasvæðið að Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Eins og sjá má á myndinni er bíllinn nokkuð skemmdur en að sögn lögreglu urðu engin slys á fólki. 22.11.2010 15:09
Stefnt að siglingu í Landeyjarhöfn á morgun Verið er að dýpka Landeyjahöfn og á höfnin að verða fær síðdegis á morgun komi ekkert óvænt upp. Í tilkynningu frá Eimskipi segir að fyrsta ferð Herjólfs á morgun verði í Þorlákshöfn, en að síðdegis verði siglt í Landeyjahöfn samkvæmt áætlun. Spár um veður og ölduhæð næstu daga er góð. 22.11.2010 15:07
Vilja ekki unglingaskemmtanir á vínveitingastöðum Heimili og skóli - landssamtök foreldra taka undir ályktun Foreldraráðs Hafnarfjarðar og hvetja alla þá aðila sem koma að skipulagi skemmtana fyrir ungmenni til að tryggja að skemmtistaðir með vínveitingarleyfi séu ekki notaðir fyrir ungmennasamkomur. Í yfirlýsingu segir að stjórn samtakanna telji að það sæmi ekki að hafa unglingasamkomur á stöðum sem eru innréttaðir með börum til vínveitinga og eru jafnvel með auglýsingar um áfengi hangandi uppi á veggjum. 22.11.2010 14:41
Olíuleki í höfninni og kveikt í strætóskýli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út klukkan rúmlega eitt í dag niður að Reykjavíkurhöfn en olíubrák var á sjónum í grennd við hvalbátana. Slökkiliðið hreinsaði upp lekann og tók það rúman hálftíma. Þá var kveikt í strætóskýli í Mosfellsbænum fyrr í dag. Áður en slökkviliðið komst á vettvang hafði strætóbílstjóri sem að kom slökkt eldinn. 22.11.2010 14:34
5 konur og 5 karlar ráðuneytisstjórar Í síðustu viku var tilkynnt um ráðningu þriggja nýrra ráðuneytisstjóra og voru það allt konur sem hlutu stöðurnar. Störfin eru í nýju velferðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og efnahagsráðuneyti. Þegar þær Anna Lilja Gunnarsdóttir, Helga Jónsdóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir verða allar komnar til starfa og breytingar á skipan ráðuneyta gengið í gegn verða 5 konur og 5 karlar ráðuneytisstjórar. Jafnréttisstofa fagnar þessum tímamótum og minnir á að í breytingum felast tækifæri til kynjajafnréttis ef viljinn er fyrir hendi. 22.11.2010 14:21
Lýst eftir 15 ára dreng í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir 15 ára pilti, Grétari Arnari Ellertssyni. Hann er búsettur að Tjarnabraut 8d í Reykjanesbæ. Grétar fór að heiman á föstudag og hefur ekki spurst til hans síðan þá. Talið er að hann haldi til í Reykjanesbæ. 22.11.2010 14:03
Krúnukúgarinn á flótta Ian Strachan, öðru nafni Paul Aðalsteinsson, sem komst í fréttirnar árið 2008 þegar hann var ákærður og dæmdur fyrir að kúga fé út úr meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar, hefur flúið frá Skotlandi og er nú eftirlýstur. Skoskir miðlar segja að Strachan, sem er af íslenskum ættum, hafi eytt þúsundum punda í að breyta andliti sínu áður en hann lagði á flóttann en hann hefur verið á skilorði frá því í mars eftir að hafa setið í fangelsi í þrjátíu mánuði. Fjölmiðlar segja ennfremur að hann hafi nýtt sér tvöfaldan ríkisborgararétt sinn til þess að ferðast án þess að þurfa að sýna breska vegabréfið. 22.11.2010 13:57
Leggja til nýtt leigukerfi í anda þess danska Skrifstofa BSRB hefur unnið tillögur um að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi. Í frétt á heimasíðu samtakanna segir að kerfið sé í anda almenna leigukerfisins í Danmörku. 22.11.2010 13:42
Lögregluskólinn hafnar 21 umsækjanda Valnefnd Lögregluskóla ríkisins hefur lokið við að yfirfara umsóknir þeirra sem sóttu um inngöngu í skólann en umsóknarfrestur um skólavist rann út þann 15. nóvember. 22.11.2010 13:41
Ráðherrar njóta sömu réttinda og aðrir opinberir starfsmenn Ráðherra og alþingismenn njóta í dag sömu lífeyrisréttinda og opinberir starfsmenn. 22.11.2010 13:24
Ráðherrum ber ekki saman Ráðherrum byggðamála og sjávarútvegs ber ekki saman um áhrif ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um frjálsar veiðar á úthafsrækju, á veð rækjuútgerða hjá Byggðastofnun. Ráðherra byggðarmála segir að afskrifa hafi þurft 700 milljónir vegna þessa. Sjávarútvegsráðherra segir það ekki rétt. 22.11.2010 13:19
Brýna fyrir börnum að fara ekki upp í bíl með ókunnugum Forsvarsmenn Kringlumýrar, frístundamiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, hafa sent foreldrum bréf þar sem þeir eru hvattir til að brýna fyrir börnum sínum að fara ekki upp í bíla hjá ókunnugum eða eiga nokkur samskipti við þá. „Tvö slík tilvik hafa komið upp í okkar hverfi í haust," segir í bréfinu en seinna atvikið átti sér stað á föstudag. 22.11.2010 13:04
Lá við stórslysi á Norðurlandsvegi Minnstu munaði að fimm manns til viðbótar yrðu fyrir sama bílnum og ók á karl og konu á Norðurlandsvegi í Víðidal í Húnavatnssýslu í gærkvöldi. Hin slösuðu voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landsspítalan í Reykjavík og reyndust ekki eins alvarlega slösuð og óttast var í fyrstu. 22.11.2010 13:03
Gat á poka og blóðblettir í skotti komu upp um Gunnar Rúnar Gat á poka og blóðblettir í skotti á bifreið Gunnars Rúnar Sigurþórssonar virðast hafa komið upp um hann. Í játningu Gunnars kemur fram að hann ætlaði sér að komast upp með morðið. 22.11.2010 12:42
Fundað um færslu Markarfljóts í dag Opinn upplýsingafndur vegna fyrirhugaðrar færslu Markarfljóts verður haldinn í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum í dag klukkan tvö. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, boðaði til fundarins í síðustu viku eftir að athugasemdir komu fram við ákvörðun um að flytja ósa Markarfljóts um tvo kílómetra til austurs. 22.11.2010 11:46
RAX á Suðurskautið með færustu vísindamönnum Frakka „Þetta boð kom í gegnum sýninguna mína um Grænland og ég er bara mjög spenntur," segir ljósmyndarinnar Ragnar Axelsson, RAX. Hann er á leiðinni á Suðurskautslandið með mörgum af færustu vísindamönnum Frakklands og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. 22.11.2010 11:39
Námsárangur íslenskra barna á niðurleið Íslenskir nemendur koma illa út úr PISArannsókn á námsárangi 15 ára barna til samanburðar við önnur lönd. Í rannsókninni kemur fram að þróun námsárangurs íslenskra nemenda lofar ekki góðu. 22.11.2010 10:49
Það vantar blóð í Blóðbankann Það vantar blóð í Blóðbankann en í tilkynningu segir að það hafi skapast mikil og rík þörf fyrir blóðhluta á sjúkrahúsunum vegna sjúkdóma, bráðra veikinda, aðgerða og slysa á síðustu dögum og vikum. 22.11.2010 10:39
Um fimmtán sækja um stöðu upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings Umsóknarfrestur um starf upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings rann út í gær. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu stjórnlagaþings hafa borist um fimmtán umsóknir. Vonir standa til að ráðið verði í stöðuna fyrir mánaðarmót, jafnvel strax í þessari viku. 22.11.2010 10:21
Vilja funda með fimm ráðherra hópnum Þingmenn Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar hafa óskað eftir fundi með fimm ráðherra hópnum svokallaða til að ræða almennar leiðréttingar lána og með hvaða hætti sé hægt að framkvæma slíkar leiðréttingar. 22.11.2010 10:08
Tók fram úr bifreið og ók á gangandi vegfarendur Ökumaður, sem var að taka fram úr á Norðurlandsvegi í Víðidal í Húnavatnssýslu í gær, ók á karl og konu sem stóðu á miðjum veginum. Bifreið þeirra hafði áður endað utan vegar vegna hálku. 22.11.2010 09:38
Fór í skyndi með Ellu Dís á spítala í London Ragna Erlendsdóttir fór í skyndi með dóttur sína, Ellu Dís, til Englands í gærkvöldi. Ragna var ósátt við vinnubrögð lækna á Barnaspítala Hringsins og ákvað, án samráðs við íslenska lækna, að fara með dóttur sína á spítala í London. 22.11.2010 09:27
Stöðvuðu kappakstur tveggja ungmenna Lögreglumenn stöðvuðu hraðakstur, eða kappakstur tveggja ungmenna á tveimur bílum í Vogahverfi í Reykjavík í nótt, eftir að hafa elt þá úr austurbæ Kópavogs. 22.11.2010 07:41
Karl og kona alvarlega slösuð eftir slys á Norðurlandsvegi Karl og kona slösuðust alvarlega í umferðarslysi á Norðurlandsvegi í Víðidal í Húnavatnssýslu um sjö leytið í gærkvöldi. 22.11.2010 07:39
Brotist inn í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Brotist var inn í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undir morgun, en öryggisvörður varð þjófsins var og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. 22.11.2010 07:22
Nær helmingur unglinga hafa drukkið landa Nær helmingur eða 43 prósent unglinga á aldrinum 16 til 19 ára hafa neytt sterks heimabruggaðs áfengis, eða landa, á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýlegri könnun sem Capacent gerði fyrir Félag atvinnurekenda, og Fréttablaðið greinir frá. 22.11.2010 06:51
Skerðing kennslu er síðasta úrræðið Unnið er að því að greina kostnað við grunnskólahald, en hann er nokkuð hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndunum í OECD. Er reiknað með að niðurstöður liggi fyrir í næstu viku. 22.11.2010 06:00
Segir skammarlegt að ráðherrar njóti ofurkjara Mikilvægt er að huga að því að jafna lífeyrisréttindi í landinu, segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, það sé til skammar að ráðherrar njóti ofurkjara. 21.11.2010 19:28
Alvarlegt umferðarslys í Húnavatnssýslu Alvarlegt umferðarslys varð á Norðurlandsvegi í Víðidal í Húnavatnssýslu á sjöunda tímanum í kvöld. Tveir eru slasaðir og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið norður vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er 21.11.2010 19:35
Likir stjórnarflokkunum við gömlu kommúnistaflokkana Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að stjórnarflokkarnir í ríkisstjórninni líkist meir og meir gömlu kommunistaflokkunum eftir því sem gagnrýni á stefnu þeirra eykst. Birgitta Jónsdóttir býður Lilju velkomna í Hreyfinguna. 21.11.2010 19:21
Geir segir framkomu forseta landsdóms gegn sér vítaverða Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir vinnubrögð varðandi málsókn Alþingis gegn sér vera vítaverð. 21.11.2010 15:57
Máttu ekki spyrja persónulegra spurninga án samþykkis foreldris Skólapúlsinn hefur undanfarið safnað viðkvæmum persónuupplýsingum um nemendum í grunnskólum án samþykkis. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn á föstudag. Skólapúlsinn er sjálfsmatskerfi sem metur virkni nemenda og líðan þeirra í skólanum. 21.11.2010 15:22
Ók ofan í skurð við Gljúfrastein Bifreið fór út af veginum og ofan í skurð við Gljúfrastein á þriðja tímanum í dag. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, festist í honum við óhappið. Því var tækjabíll á vegum slökkviliðsins kallaður til þannig að hægt væri beita klippum til að ná manninum úr bílnum. Ekki er vitað hvort maðurinn hafi meiðst í óhappinu. Töluverð hálka er víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og er rétt að minna ökumenn að fara varlega í umferðinni. 21.11.2010 14:47
Sigurður Einars vildi klappstýrutilburði frá viðskiptaráðherra Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, sendi Björgvini G. Sigurðssyni, þáverandi viðskiptaráðherra, harkaleg SMS-skilaboð í byrjun júní 2008 fyrir að gagnrýna stöðu bankanna en ekki klappa hana upp. 21.11.2010 14:00
Mikil umræða um kynferðisbrotamál í ráðuneytinu Málefni tengd kynferðisbrotum eru í mikilli umræðu innan dómsmálaráðuneytisins og ráðherra mun skoða áskoranir flokksráðs VG varðandi þann málaflokk, segir Ögmundur Jónasson dómstólaráðherra. 21.11.2010 13:57
Björgvin G. fór á pönktónleika eftir fund með Darling Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tróð sér ekki í Lundúnaferðina á fund með Alistair Darling. Eftir fundinn með Darling fór Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, á tónleika með pönksveitinni Sex Pistols. 21.11.2010 12:15
Skiptar skoðanir innan kirkjunnar um aðskilnað við ríkið Skiptar skoðanir eru um það innan þjóðkirkjunnar hvort hún eigi að vera jafn nátengd ríkinu og nú er, segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri Þjóðkirkjunnar. 21.11.2010 12:10
Björgvin G: Icesave í Hollandi ömurlegt hneyksli Icesave-ævintýri Landsbankans í Hollandi er hneyksli og einn ömurlegasti hluti af starfsemi bankanna undir lokin segir Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra. Hann segist ekki hafa vitað af reikningunum í Hollandi fyrr en mörgum mánuðum eftir opnun þeirra. 21.11.2010 12:00
Vill að fjárlög séu gerð langt fram í tímann Formaður framsóknarflokksins, vill að fjárlög íslenska ríkisins séu unnin í fimm eða tíu ár fram í tímann i stað þess að vinna þau fyrir hvert ár. 21.11.2010 11:12