Fleiri fréttir

Vigdís sæmd Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar

Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var í dag veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Það var Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningamálaráðherra sem veitti Vigdísi verðlaunin.

Sveik út peninga með stolnum greiðslukortanúmerum

Karlmaður um tvítugt var handtekinn fyrr í mánuðinum, grunaður um að hafa komist yfir á annað þúsund greiðslukortanúmer og notað þau til þess að svíkja út fé. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segist í samtali við Vísi ekki geta sagt til um hversu mikið fé maðurinn sveik út. Þó sé víst að ekki sé um verulegar fjárhæðir að tefla.

Yfirlýsing frá Stoðum hf

Stoðir hf. hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast vilja leiðrétta misskilning sem rekja megi til tilkynningar sérstaks saksóknara um húsleitir sem fram fóru í dag.

Dró sér tæpar 18 milljónir frá Íslenskri getspá

Fyrrverandi umsjónarmaður sölukassa fyrir lottó og íþróttagetraunir var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að draga sér tæpar 18 milljónir króna úr kössunum. Maðurinn starfaði í Happahúsinu í Kringlunni þar sem hann hafði umsjón með sölukössum fyrir Íslenska getspá. Féð dró maðurinn sér á um tveggja mánaða tímabili frá 9. ágúst til 4. október 2008.

Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki

Frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki var dreift á Alþingi í dag. Ráðherra gerir ráð fyrir að með frumvarpinu sé hægt að afla ríkinu einum milljarði króna í viðbótartekjur.

Játaði þjófnað á sígarettum og skiptimynt

Búið er að upplýsa tvö innbrot í hraðbúðina á Hellissandi sem framin voru í síðasta mánuði. Úr hraðbúðinni voru meðal annars stolið sígarettum, skiptimynd og áfyllingarkortum fyrir síma. Eftir að nýjar upplýsingar bárust í málinu voru tveir menn, búsettir í Ólafsvík, handteknir 4. nóvember. Játaði annar þeirra bæði innbrotin og segist hann hafa verið einn að verki. Málin teljast því upplýst.

"Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið"

Ákvörðun um að færa ósa Markarfljóts kann að stangast við vatnalög, frá árinu 1923. "Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið," er lykilákvæði vatnalaga en í 7. grein er lagt bann við því að breyta vatnsbotni, straumstefnu eða vatnsmagni, hvort sem það verður að fullu og öllu eða um ákveðinn tíma, nema fyrir liggi sérstakt leyfi iðnaðarráðherra eða lagaheimild frá Alþingi.

Heimsfrægt tónskáld viðstatt tónleika með eigin verkum

Hið heimsfræga breska tónskáld Sir John Tavener er komið hingað til lands til að vera við útgáfutónleika Kammerkórs Suðurlands, sem haldnir verða í Kristskirkju í Landakoti í kvöld. Kammerkór Suðurlands ásamt einsöngvurunum Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Hrólfi Sæmundssyni, Margréti Stefánsdóttur, breska bassasöngvaranum Adrian Peacock og kammersveit flytur verk eftir Sir John Tavener af nýútkomnum diski sínum, IEPO ONEIPO - Heilagur draumur.

Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum

Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka.

Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Ákvörðun um færslu Markarfljóts veldur uppnámi

Ákvörðun samgönguráðherra í gær að færa ósa Markarfljóts um tvo kílómetra olli uppnámi í stjórnkerfinu í morgun. Umhverfisráðuneytið spurðist fyrir um hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat og sveitarstjóri Rangárþings eystra boðaði til skyndifundar en hann bendir á að leita þurfi samþykkis fjögurra landeigenda.

Árni Páll mælir fyrir gengisfrumvarpinu í dag

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, mælir fyrir frumvarpi á Alþingi í dag vegna gengisdóma Hæstaréttar frá því í sumar og í haust. Með dómunum voru gengistryggð lán dæmd ólögmæt og þau ætti að gera upp í íslenskum krónum miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands. Frumvarpinu er ætlað að tryggja jafnræði og sanngirni í garð lánþega óháð því hvernig gengið var frá lánasamningum i upphafi.

Ákvörðun um ákæru á hendur Gunnari Rúnari tekin fyrir helgi

Ríkissaksóknari þarf að taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út á hendur Gunnari Rúnari Sigurþórssyni i síðasta lagi á föstudag. Gunnar Rúnar er grunaður um morð á Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði þann 15. ágúst síðastliðinn. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir að

Niðurstaða í Icesave kemur Bjarna ekki á óvart

Betri niðurstaða í Icesave málinu sem nú stefnir í kemur ekki á óvart, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi fylgst vel með samningaferlinu og orðiðáskynja að mikill árangur hafi náðst.

Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa

Valinkunnir neyslufrömuðir sem Rannsóknasetur verslunarinnar fékk til liðs við sig hafa valið íslenska lopapeysu sem jólagjöf ársins 2010. Það er nú orðið árvisst að Rannsóknasetrið velji jólagjöf ársins. Á síðasta ári var „jákvæð upplifun," jólagjöf ársins 2009 var íslensk hönnun. Árin þar áður hafði kveðið við annan tón en árið 2007 var jólagjöf ársins GPS staðsetningartæki en árið 2006 var hún ávaxta- og grænmetispressa.

Bókaþjóðin orðin nettengd

Edda útgáfa hefur fyrst íslenskra útgáfna gert samning við Apple um dreifingu á rafrænum bókum. Eigendur iPad og iPhone geta nú nálgast fyrstu bókina á íslensku á rafrænu formi. Nýtist öðrum forlögum til að koma bókum sínum á netið.

Ekki hægt að skipta ævisögum Jónínu og Björgvins

Enginn skilaréttur er á ævisögum þeirra Jónínu Benediktsdóttur og Björgvins G. Sigurðssonar sem einungis eru seldar í verslunum N1. Viðskiptaráðuneytið hefur í samvinnu við Neytendasamtökin sett fram leiðbeinandi verklagsreglur um skilarétt en verslunum er í sjálfvald sett hvort þær fara eftir þeim. Það er því fullkomlega löglegt að meina viðskiptavinum að skipta ógallaðri vöru. „Fólk þarf að kaupa þessar bækur með þá staðreynd í huga að þeim er ekki hægt að skila. Við hvetjum fólk til að vera meðvitað um þetta. Það er í raun það eina sem við getum gert," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.

Leiðbeina aðstandendum geðsjúkra

Aðstandendur geðsjúkra vita ekkert hvert þeir eiga að leita eftir stuðningi og ráðgjöf, segir Kristín Tómasdóttir ráðgjafi hjá Geðhjálp.

Ella Dís er komin til meðvitundar

Ella Dís opnaði augun seint í gær og er komin til meðvitundar. „Mér fannst hún samt ekki alveg þekkja mig en þetta er skref fram á við og ég vona svo og bið að framhaldið sé aðeins upp á við," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sem lá meðvitundarlaus á Barnaspítala Hringsins. Eins og Vísir sagði frá í gær var ástand Ellu Dísar mjög alvarlegt en svo virðist sem líðan hennar sé betri í dag.

Líðan Ólafs óbreytt

Líðan tónlistarmannsins Ólafs Þórðarsonar var óbreytt, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild sem Vísir talaði við í laust eftir klukkan níu í morgun.

Dagur íslenskrar tungu í dag

Degi íslenskrar tungu er fagnað í dag, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að huga að því að nota 16. nóvember, eða dagana þar í kring, til að hafa íslenska tungu sérstaklega í öndvegi. Hægt er að fagna deginum með margvíslegu móti, til dæmis upplestri, ritunarsamkeppni, verðlaunum og viðurkenningum, handritasýningum, bókakynningum, samkomum af ýmsum toga og tónlistarflutningi svo að fátt eitt sé nefnt.

Þrjú skjöl í forsætisráðuneyti

Aðeins þrjú skjöl finnast í forsætisráðuneytinu sem tengjast ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjanna í Írak í mars 2003. Skjölin verða ekki afhent fjölmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er um að ræða eina fundargerð ríkisstjórnarfundar og tvö vinnuskjöl, sem eru undanþegin upplýsingalögum.

Landeyjahöfn enn til vandræða

Síðasta ferð Herjólfs frá Eyjum til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar við höfnina og óveðurs. Fyrstu tvær ferðirnar í dag falla líka niður af sömu orsökum og verður ekki farið til Þorlákshafnar í staðinn.

Samfélagsáhrif niðurskurðar metin

Fjárlaganefnd Alþingis hefur falið Byggðastofnun að meta samfélagslegar afleiðingar niðurskurðar opinberrar þjónustu í kjölfar efnahagshrunsins. Skoða á hvaða áhrif fjárlög áranna 2009 til 2011 hafa haft. Í þeim birtist efnahagsstefna stjórnvalda.

Ólafur Þórðarson er þungt haldinn

Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir höfuðáverka sem sonur hans veitti honum á sunnudag. Sonur Ólafs, Þorvarður Davíð Ólafsson, hefur játað að hafa ráðist á föður sinn og var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn. Árásina gerði Þorvarður á heimili Ólafs í Þingholtunum í Reykjavík. Framburður vitna leiddi til handtöku Þorvarðar og konu sem með honum var. Konunni var síðar sleppt.

Óttast enskuna í háskólum

Íslensk málnefnd hefur áhyggjur af stöðu íslenskunnar í háskólasamfélaginu og vill að íslenska verði gerð að opinberu tungumáli í Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar sem samþykkt var um mánaðamót.

Fréttaskýring: Frambjóðendur gagnrýna bæði stjórnvöld og fjölmiðla

Hvað veldur óánægju meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings? Stór hópur frambjóðenda til stjórnlagaþings er afar ósáttur við hversu litla kynningu málstaður frambjóðenda hefur fengið í aðdraganda kosninganna. Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu og kynna frambjóðendurna fyrir almenningi.

Þarf leyfi frá Geislavörnum

Settar verða reglur til að takmarka notkun öflugra leysibenda vegna vaxandi fjölda dæma um misnotkun.

Kenna fólki stofnun sprotafyrirtækja

Startup Weekend-vinnusmiðjan verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi í lok alþjóðlegrar athafnaviku. Um er að ræða vinnusmiðju með leiðbeinendum frá Bandaríkjunum sem munu fræða þátttakendur um stofnun sprotafyrirtækja og mótun viðskiptahugmynda.

Óttast að blokkin fyllist af barnafólki

„Það sem um ræðir er að maður keypti hér íbúð og þar býr sonur hans og tengdadóttir á fertugsaldri ásamt þremur litlum börnum, öllum innan þriggja ára,“ segir hússtjórn Skipalóns 16 til 20 í Hafnarfirði í bréfi til Fréttablaðsins.

Rannsóknarstarfið hafið hjá kirkjunni

Kirkjuþing samþykkti samhljóða tilnefningar kirkjuráðs til rannsóknarnefndar á laugardag sem á að rannsaka viðbrögð og starfshætti Þjóðkirkjunnar í kjölfar ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi vegna kynferðisbrota.

Umferðaróhapp á Suðurlandsbraut

Umferðaróhapp varð á Suðurlandsbraut við Álfheima um klukkan átta í kvöld. Tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, skullu saman. Ökumenn bílanna slösuðust minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Annar ökumaðurinn fór sjálfur á slysadeild og hinn fluttur þangað til skoðunar.

Seljaskóli vann Skrekk árið 2010

Fagnaðarlætin voru gífurleg þegar að Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, tilkynnti að Seljaskóli hefði unnið Skrekk, hæfileikakeppni Íþrótta- og tómstundasviðs fyrir Grunnskólana í Reykjavík, árið 2010.

Íslendingar unnu þrettán heimsmeistaratitla

Landsliðshópur Kraftlyftingafélagsins Metal fór frægðarför á heimsmeistaramót í kraftlyftingum sem fram fór 3. – 7. Nóvember í Bath í Englandi. Hópurinn vann samtals þrettán heimsmeistaratitla, fjögur silfur og eitt brons.

Fátækt og einangrun

Öryrkjar búa við félagslega einangrun og fátækt og eiga erfitt með fóta sig á vinnumarkaði. Þetta segir í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands.

Skilanefndir leika lausum hala

Fjármálaeftirlitið hefur hvorki boðvald yfir skilanefndum bankanna né eftirlit með störfum þeirra. Þær virðast því leika lausum hala.

Tveggja vikna heimsókn lokið

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, undir forystu Julie Kozack, lauk í gær tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Á heimasíðu Seðlabanka Íslands segir að tilgangur heimsóknarinnar var að ræða við íslensk stjórnvöld um fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Sonur Ólafs játar

Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að ráðist var á hann á heimili hans í Þingholtunum í gær. Sonur Ólafs hefur játað verknaðinn en grunur leikur á að hann hafi notað hnúajárn þegar hann réðst að föður sínum.

Sjá næstu 50 fréttir