Bókaþjóðin orðin nettengd 16. nóvember 2010 11:00 Rafbókin á eftir að breyta neyslumynstrinu, að mati Jóns Axels. Fréttablaðið/GVA Edda útgáfa hefur fyrst íslenskra útgáfna gert samning við Apple um dreifingu á rafrænum bókum. Eigendur iPad og iPhone geta nú nálgast fyrstu bókina á íslensku á rafrænu formi. Nýtist öðrum forlögum til að koma bókum sínum á netið. „Við munum alltaf vera bókaþjóð, það er bara spurning í hvaða formi það verður," segir Jón Axel Ólafsson, forstjóri Eddu útgáfu sem hefur stigið nýtt skref í útgáfu bóka á rafrænu formi hér á landi, með dreifingarsamningi við Apple. Eigendur iPad og iPhone geta því keypt íslenskar bækur í rafrænu formi frá Eddu útgáfu. Stór skref voru stigin í rafvæðingu á bókamarkaði í ár þegar Amazon setti Kindle-lestölvuna á markað og Apple iPad spjaldtölvuna. Jón Axel segir íslenska útgefendur ekki í aðstöðu til að gera dreifingarsamninga við Amazon í Kindle en Eddu hafi tekist að gera samning við Apple vegna tengsla við Disney. „Disney er að undirbúa útgáfu á sínu efni í Evrópu núna og þetta er liður í því," segir hann. Fyrsta íslenska rafræna bókin sem fáanleg er á iBookstore frá Apple er þegar komin út en fleiri bækur koma út á næstu dögum og vikum. „Við erum sem stendur að vinna í því að taka allt efni sem við eigum og breyta því fyrir þetta format. Bangsímon-útgáfan eins og hún leggur sig verður þarna, Stóra Disney matreiðslubókin og fleira." Spurður um möguleika rafbóka á Íslandi segist Jón telja þá jafn mikla og hverrar annarrar útgáfu. „Þetta á eftir að auka neysluna en breyta neyslumynstrinu. Bókin fer ekki neitt en það eina sem breytist er að í staðinn fyrir að taka eina bók með í ferðalagið tökum við hundrað eða tvö hundruð bækur." Dreifingarsamningur Eddu við Apple gæti einnig þýtt að nú styttist í að bækur annarra forlaga verði fáanlegar á rafrænu formi á íslensku. „Við erum í rauninni bara gátt að þessu dreifingarkerfi. Önnur forlög eða einstaklingar geta því komist í dreifingu á iBookstore í gegnum okkur. Það þýðir að kannski verður bráðum hægt að kaupa bækur eftir Arnald Indriðason á netinu á íslensku en það er nú þegar hægt að kaupa bækur hans á ensku í gegnum Harper-Collins." bergsteinn@frettabladid.isAuglýsing fyrir fyrstu rafbókina á íslensku.Fyrsta rafbókin á íslenskuFyrsta rafbókin á íslensku á vegum Eddu útgáfu er þegar fáanleg á iBookstore. Það er þýðing Sigurðar A. Magnússonar á bókinni Zen og listin að viðhalda vélhjólum, eftir Róbert Pirsig."Þeir feðgar, Sigurður A. Magnússon og sonur hans, Sigurður Páll, komu með þessa bók til okkar á sínum tíma og við ákváðum að vinna þetta verkefni með þeim af fullum krafti," segir Jón Axel. "Við sáum fljótt að þetta væri merkileg bók og í snilldarþýðingu Sigurðar, og kjörin til að marka upphaf rafbókaútgáfu á íslensku." Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Edda útgáfa hefur fyrst íslenskra útgáfna gert samning við Apple um dreifingu á rafrænum bókum. Eigendur iPad og iPhone geta nú nálgast fyrstu bókina á íslensku á rafrænu formi. Nýtist öðrum forlögum til að koma bókum sínum á netið. „Við munum alltaf vera bókaþjóð, það er bara spurning í hvaða formi það verður," segir Jón Axel Ólafsson, forstjóri Eddu útgáfu sem hefur stigið nýtt skref í útgáfu bóka á rafrænu formi hér á landi, með dreifingarsamningi við Apple. Eigendur iPad og iPhone geta því keypt íslenskar bækur í rafrænu formi frá Eddu útgáfu. Stór skref voru stigin í rafvæðingu á bókamarkaði í ár þegar Amazon setti Kindle-lestölvuna á markað og Apple iPad spjaldtölvuna. Jón Axel segir íslenska útgefendur ekki í aðstöðu til að gera dreifingarsamninga við Amazon í Kindle en Eddu hafi tekist að gera samning við Apple vegna tengsla við Disney. „Disney er að undirbúa útgáfu á sínu efni í Evrópu núna og þetta er liður í því," segir hann. Fyrsta íslenska rafræna bókin sem fáanleg er á iBookstore frá Apple er þegar komin út en fleiri bækur koma út á næstu dögum og vikum. „Við erum sem stendur að vinna í því að taka allt efni sem við eigum og breyta því fyrir þetta format. Bangsímon-útgáfan eins og hún leggur sig verður þarna, Stóra Disney matreiðslubókin og fleira." Spurður um möguleika rafbóka á Íslandi segist Jón telja þá jafn mikla og hverrar annarrar útgáfu. „Þetta á eftir að auka neysluna en breyta neyslumynstrinu. Bókin fer ekki neitt en það eina sem breytist er að í staðinn fyrir að taka eina bók með í ferðalagið tökum við hundrað eða tvö hundruð bækur." Dreifingarsamningur Eddu við Apple gæti einnig þýtt að nú styttist í að bækur annarra forlaga verði fáanlegar á rafrænu formi á íslensku. „Við erum í rauninni bara gátt að þessu dreifingarkerfi. Önnur forlög eða einstaklingar geta því komist í dreifingu á iBookstore í gegnum okkur. Það þýðir að kannski verður bráðum hægt að kaupa bækur eftir Arnald Indriðason á netinu á íslensku en það er nú þegar hægt að kaupa bækur hans á ensku í gegnum Harper-Collins." bergsteinn@frettabladid.isAuglýsing fyrir fyrstu rafbókina á íslensku.Fyrsta rafbókin á íslenskuFyrsta rafbókin á íslensku á vegum Eddu útgáfu er þegar fáanleg á iBookstore. Það er þýðing Sigurðar A. Magnússonar á bókinni Zen og listin að viðhalda vélhjólum, eftir Róbert Pirsig."Þeir feðgar, Sigurður A. Magnússon og sonur hans, Sigurður Páll, komu með þessa bók til okkar á sínum tíma og við ákváðum að vinna þetta verkefni með þeim af fullum krafti," segir Jón Axel. "Við sáum fljótt að þetta væri merkileg bók og í snilldarþýðingu Sigurðar, og kjörin til að marka upphaf rafbókaútgáfu á íslensku."
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira