Innlent

Þrjú skjöl í forsætisráðuneyti

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu í mars 2003 að Ísland færi á lista yfir viljugar þjóðir sem studdu hernað Bandaríkjanna í Írak.Fréttablaðið/GVA
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu í mars 2003 að Ísland færi á lista yfir viljugar þjóðir sem studdu hernað Bandaríkjanna í Írak.Fréttablaðið/GVA
Aðeins þrjú skjöl finnast í forsætisráðuneytinu sem tengjast ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjanna í Írak í mars 2003. Skjölin verða ekki afhent fjölmiðlum.

Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er um að ræða eina fundargerð ríkisstjórnarfundar og tvö vinnuskjöl, sem eru undanþegin upplýsingalögum.

Þessi skortur á skriflegum gögnum um aðdragandann og um ákvörðunina, er í takti við gagnrýni rannsóknarnefndar Alþingis á íslenska stjórnsýslu, segir Ómar Hlynur Kristmundsson, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að skjölin þrjú verði afhent utanríkismálanefnd Alþingis.

Utanríkisráðuneytið birti fyrir helgi lista með skjölum sem tengjast ákvörðuninni. Aðeins lítill hluti gagnanna tengdist málinu beint, stór hluti var til dæmis úrklippur úr erlendum dagblöðum. - bj


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.