Innlent

Búast við að 4500 fjölskyldur þiggi jólaaðstoð

Frá kynningarfundinum í morgun.
Frá kynningarfundinum í morgun.

Talið er að rúmlega 4500 fjölskyldur muni leita sér aðstoðar fyrir jól, hjá fjórum af helstu hjálparsamtökum landsins.

Það er Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Rauði krosinn í Reykjavík og Hjálpræðisherinn sem standa að sameiginlegri úthlutun líkt og síðustu fimm árin.

Úthlutunin var kynnt á blaðamannafundi í vöruskemmu að Skútuvogi 3 í Reykjavík, en þar mun úthlutunin fara fram. Það eru feðgarnir Karl Steingrímsson og Aron Pétur Karlsson sem lánuðu samtökunum skemmuna.

Úthlutunin verður stór í sniðunum en stefnt er á að fylla vöruskemmuna af mat og öðru fyrir jól, og er þegar byrjað að leita til fyrirtækja í landinu.

Þeir sem þurfa að leita sér aðstoðar þurfa að skrá sig og fá þá úthlutað númeri og dagsetningu um hvenær þeir eigi að mæta.

Á forsvarsmönnum samtkanna mátti heyra að gert er ráð fyrir metfjölda í ár, en í fyrra þáðu um 4000 fjölskyldur aðstoð samtakanna. Elín Hirst talsmaður verkefnisins telur að varlega megi áætla að 4500 fjölskyldur leiti sér hjálpar fyrir þessi jól.

Á boðstólum verður matvara auk jólagjafa en þar má nefna bækur, fatnað og aðrar smávörur.

Sjálfboðaliða vantar í verkefnið og eru áhugasamir hvattir til þess að kynna sér Jólaaðstoð 2010 á Facebook, en þar er einnig hægt að skrá sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×