Innlent

Árni Páll mælir fyrir gengisfrumvarpinu í dag

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, mælir fyrir frumvarpi á Alþingi í dag vegna gengisdóma Hæstaréttar frá því í sumar og í haust. Með dómunum voru gengistryggð lán dæmd ólögmæt og þau ætti að gera upp í íslenskum krónum miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands. Frumvarpinu er ætlað að tryggja jafnræði og sanngirni í garð lánþega óháð því hvernig gengið var frá lánasamningum i upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×