Fréttaskýring: Frambjóðendur gagnrýna bæði stjórnvöld og fjölmiðla 16. nóvember 2010 06:00 Fáir hafa nýtt sér möguleika á að kjósa utan kjörfundar enn sem komið er. Opnað var fyrir utankjörfundaratkvæði síðastliðinn miðvikudag, en um miðjan dag í gær hafði 121 greitt atkvæði á landinu öllu.Fréttablaðið/Pjetur Hvað veldur óánægju meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings? Stór hópur frambjóðenda til stjórnlagaþings er afar ósáttur við hversu litla kynningu málstaður frambjóðenda hefur fengið í aðdraganda kosninganna. Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu og kynna frambjóðendurna fyrir almenningi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur orðið til vísir að nokkurs konar hagsmunasamtökum frambjóðenda á netinu, þar sem nærri 200 af 523 frambjóðendum hafa skipst á skoðunum um fyrirkomulag kosninganna á lokuðum póstlista. Þar hafa bæði stjórnvöld og fjölmiðlar, sérstaklega Ríkisútvarpið, verið harðlega gagnrýnd fyrir að sinna ekki kynningu á kosningunum og frambjóðendum betur. Sendingar frá fjölmiðlum til frambjóðenda þar sem þeim er boðið að kaupa auglýsingar í miðlum sem lítið hafa fjallað um kosningarnar hafa hleypt illu blóði í hluta frambjóðenda, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hópur þeirra hefur þegar skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að sinna lýðræðishlutverki sínu og upplýsa kjósendur um stefnumál frambjóðenda. Ekki náðist í Pál Magnússon útvarpsstjóra í gær til að bera þessa áskorun undir hann. Frambjóðendur sem rætt hafa þessi mál á póstlistanum hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum af kosningaþátttöku. Vísað hefur verið til skoðanakönnunar MMR, sem sýndi að aðeins tæplega 55 prósent voru búin að ákveða að kjósa. Til að bregðast við þessu hafa frambjóðendurnir rætt um að kaupa sameiginlega auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að nýta kosningarétt sinn í þessum mikilvægu kosningum. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir áhyggjuefni ef fáir ætli sér að kjósa. Hún vonast til þess að áhuginn glæðist þegar kynningarefni stjórnvalda berst kjósendum. „Það er mjög brýnt að fólk noti kosningarétt sinn, þetta er tækifæri fólks til að hafa áhrif,“ segir Guðrún. Hún tekur ekki undir áhyggjur sumra frambjóðenda um að kynning á þeirra stefnumálum sé ónóg. Hún bendir á að kosningavefur stjórnvalda, kosning.is, sé vel upp settur og skýr, og einkaaðilar hafi tekið sig til og sett upp kosningavefi. Byrjað var að dreifa kynningarefni stjórnvalda í gær. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, segir að sendur verði 96 síðna litprentaður bæklingur á öll heimili, auk þess sem hver kjósandi fær sýnishorn af kjörseðli. Spurður hvort stjórnvöld hafi gert nóg til að kynna frambjóðendur segir Hjalti að stjórnvöld hafi sinnt skyldu sinni í þeim efnum. Það sé svo undir frambjóðendunum sjálfum komið að kynna sig betur. brjann@frettabladid.is Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Hvað veldur óánægju meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings? Stór hópur frambjóðenda til stjórnlagaþings er afar ósáttur við hversu litla kynningu málstaður frambjóðenda hefur fengið í aðdraganda kosninganna. Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu og kynna frambjóðendurna fyrir almenningi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur orðið til vísir að nokkurs konar hagsmunasamtökum frambjóðenda á netinu, þar sem nærri 200 af 523 frambjóðendum hafa skipst á skoðunum um fyrirkomulag kosninganna á lokuðum póstlista. Þar hafa bæði stjórnvöld og fjölmiðlar, sérstaklega Ríkisútvarpið, verið harðlega gagnrýnd fyrir að sinna ekki kynningu á kosningunum og frambjóðendum betur. Sendingar frá fjölmiðlum til frambjóðenda þar sem þeim er boðið að kaupa auglýsingar í miðlum sem lítið hafa fjallað um kosningarnar hafa hleypt illu blóði í hluta frambjóðenda, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hópur þeirra hefur þegar skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að sinna lýðræðishlutverki sínu og upplýsa kjósendur um stefnumál frambjóðenda. Ekki náðist í Pál Magnússon útvarpsstjóra í gær til að bera þessa áskorun undir hann. Frambjóðendur sem rætt hafa þessi mál á póstlistanum hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum af kosningaþátttöku. Vísað hefur verið til skoðanakönnunar MMR, sem sýndi að aðeins tæplega 55 prósent voru búin að ákveða að kjósa. Til að bregðast við þessu hafa frambjóðendurnir rætt um að kaupa sameiginlega auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að nýta kosningarétt sinn í þessum mikilvægu kosningum. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir áhyggjuefni ef fáir ætli sér að kjósa. Hún vonast til þess að áhuginn glæðist þegar kynningarefni stjórnvalda berst kjósendum. „Það er mjög brýnt að fólk noti kosningarétt sinn, þetta er tækifæri fólks til að hafa áhrif,“ segir Guðrún. Hún tekur ekki undir áhyggjur sumra frambjóðenda um að kynning á þeirra stefnumálum sé ónóg. Hún bendir á að kosningavefur stjórnvalda, kosning.is, sé vel upp settur og skýr, og einkaaðilar hafi tekið sig til og sett upp kosningavefi. Byrjað var að dreifa kynningarefni stjórnvalda í gær. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, segir að sendur verði 96 síðna litprentaður bæklingur á öll heimili, auk þess sem hver kjósandi fær sýnishorn af kjörseðli. Spurður hvort stjórnvöld hafi gert nóg til að kynna frambjóðendur segir Hjalti að stjórnvöld hafi sinnt skyldu sinni í þeim efnum. Það sé svo undir frambjóðendunum sjálfum komið að kynna sig betur. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira