Skoða fordæmisgildi dóms 1. nóvember 2010 05:00 Viðbrögðum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við dómi héraðsdóms í gengistryggingarmálinu var mótmælt við Hæstarétt í júlí. Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir 45 dögum en viðbragða stjórnvalda er enn beðið. Fréttablaðið/Arnþór Hvaða áhrif hefur dómur Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sambýlisfólks á Selfossi sem tók húsnæðislán í erlendri mynt? Fall krónunnar vegna bankahrunsins felur ekki í sér forsendubrest fyrir þá sem sannarlega tóku lán í erlendri mynt, jafnvel þó að hrun krónunnar hafi tvöfaldað skuld þeirra í einu vetfangi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sem Íslandsbanki höfðaði á hendur sambýlisfólki á Selfossi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag féllst dómurinn á kröfu Íslandsbanka. Fólkið, sem tók lán að andvirði 20 milljónir króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum, var dæmt til að greiða bankanum 39,9 milljónir króna, auk vaxta og málskostnaðar. Báðir aðilar féllust á að lánið hefði sannarlega verið veitt í erlendri mynt. Því var ekki deilt um hvort lánið hefði verið ólögmætt í sjálfu sér, á sama hátt og gengistryggð lán sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæt. Björn Þorri Viktorsson, verjandi lántakendanna, segir að meðvitað hafi verið fallið frá kröfu um að lánið teldist ólögmætt gengistryggt lán. Það hafi verið gert til þess að fá niðurstöðu varðandi kröfur um forsendubrest. Hann segir að tilgangslaust hafi verið að krefjast úrlausnar um lögmæti lánsins sem slíks þegar stjórnvöld hafi boðað lagafrumvarp sem jafni stöðu þeirra sem tekið hafi lán í erlendri mynt. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar, en Björn segir yfirgnæfandi líkur á því að svo verði. Dómurinn tekur á þremur mikilvægum atriðum sem tekist hefur verið á um undanfarið, segir Andri Árnason, lögmaður Íslandsbanka í málinu. Hann segir að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um þau atriði muni sá dómur vafalaust hafa fordæmisgildi í mörgum málum. Dómurinn telur í fyrsta lagi að ekki hafi orðið forsendubrestur þó að gengi krónunnar hafi hrunið. Dómurinn telur ekki skipta máli að lánið hafi verið greitt út í íslenskum krónum. Þá telur dómurinn ekki skipta máli að tilgreind hafi verið upphæð í íslenskum krónum sem var jafnvirði hins erlenda höfuðstóls á skuldabréfinu sjálfu. Það væri varla í samræmi við þessa niðurstöðu héraðsdóms, komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að forsendubrestur hafi orðið hjá lántakendum sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum, segir Andri. Því geti fordæmisgildið orðið verulegt, staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Forsendubrestur sterk lagarökGísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms með sömu forsendum hafi það vafalaust eitthvert fordæmisgildi. Hann segir að koma verði í ljós hvort hæstiréttur telji rökstuðning dómsins um að enginn forsendubrestur hafi orðið eiga við í málum þar sem um gengistryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum sé að ræða. „Ég taldi rök um forsendubrest vera sterk lagarök í svona málum, en hvort þetta var heppilegasta málið til að láta reyna á þau veit ég ekki,“ segir Gísli. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn drög að frumvarpi sem ætlað er að jafna stöðu þeirra sem tekið hafa erlend lán. Gísli segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í þeim frumvarpsdrögum sem hann hafi séð. Það sé þó jákvætt að með því sé ætlunin að koma í veg fyrir að tilviljunarkennd atriði eins og orðalag í samningum ráði úrslitum um réttarstöðu neytenda. brjann@frettabladid.is Skroll-Fréttir Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Hvaða áhrif hefur dómur Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sambýlisfólks á Selfossi sem tók húsnæðislán í erlendri mynt? Fall krónunnar vegna bankahrunsins felur ekki í sér forsendubrest fyrir þá sem sannarlega tóku lán í erlendri mynt, jafnvel þó að hrun krónunnar hafi tvöfaldað skuld þeirra í einu vetfangi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sem Íslandsbanki höfðaði á hendur sambýlisfólki á Selfossi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag féllst dómurinn á kröfu Íslandsbanka. Fólkið, sem tók lán að andvirði 20 milljónir króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum, var dæmt til að greiða bankanum 39,9 milljónir króna, auk vaxta og málskostnaðar. Báðir aðilar féllust á að lánið hefði sannarlega verið veitt í erlendri mynt. Því var ekki deilt um hvort lánið hefði verið ólögmætt í sjálfu sér, á sama hátt og gengistryggð lán sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæt. Björn Þorri Viktorsson, verjandi lántakendanna, segir að meðvitað hafi verið fallið frá kröfu um að lánið teldist ólögmætt gengistryggt lán. Það hafi verið gert til þess að fá niðurstöðu varðandi kröfur um forsendubrest. Hann segir að tilgangslaust hafi verið að krefjast úrlausnar um lögmæti lánsins sem slíks þegar stjórnvöld hafi boðað lagafrumvarp sem jafni stöðu þeirra sem tekið hafi lán í erlendri mynt. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar, en Björn segir yfirgnæfandi líkur á því að svo verði. Dómurinn tekur á þremur mikilvægum atriðum sem tekist hefur verið á um undanfarið, segir Andri Árnason, lögmaður Íslandsbanka í málinu. Hann segir að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um þau atriði muni sá dómur vafalaust hafa fordæmisgildi í mörgum málum. Dómurinn telur í fyrsta lagi að ekki hafi orðið forsendubrestur þó að gengi krónunnar hafi hrunið. Dómurinn telur ekki skipta máli að lánið hafi verið greitt út í íslenskum krónum. Þá telur dómurinn ekki skipta máli að tilgreind hafi verið upphæð í íslenskum krónum sem var jafnvirði hins erlenda höfuðstóls á skuldabréfinu sjálfu. Það væri varla í samræmi við þessa niðurstöðu héraðsdóms, komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að forsendubrestur hafi orðið hjá lántakendum sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum, segir Andri. Því geti fordæmisgildið orðið verulegt, staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Forsendubrestur sterk lagarökGísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms með sömu forsendum hafi það vafalaust eitthvert fordæmisgildi. Hann segir að koma verði í ljós hvort hæstiréttur telji rökstuðning dómsins um að enginn forsendubrestur hafi orðið eiga við í málum þar sem um gengistryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum sé að ræða. „Ég taldi rök um forsendubrest vera sterk lagarök í svona málum, en hvort þetta var heppilegasta málið til að láta reyna á þau veit ég ekki,“ segir Gísli. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn drög að frumvarpi sem ætlað er að jafna stöðu þeirra sem tekið hafa erlend lán. Gísli segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í þeim frumvarpsdrögum sem hann hafi séð. Það sé þó jákvætt að með því sé ætlunin að koma í veg fyrir að tilviljunarkennd atriði eins og orðalag í samningum ráði úrslitum um réttarstöðu neytenda. brjann@frettabladid.is
Skroll-Fréttir Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira