Innlent

Leituðu rjúpnaskyttu við óvenjuerfiðar aðstæður

Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu fundu rjúpnaskyttu við Heklu rætur laust fyrir klukkan ellelfu í gærkvöldi eftir nokkra leit við óvenju erfiðar aðstæður í myrkri, slyddu, havssviðri og öskufoki.

Maðurinn var heill á húfi, en kaldur. Hann hringdi í samferðamenn sína um klukkan sex og áætlaði að vera kominn að bíl þeirra eftir klukkustund, en þegar það gerðist ekki og ekki náðist símasamband við hann aftur, var kallað á björgunarsveitir, sem mættu meðal annars með leitarhunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×