Innlent

Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur

Ökumenn tveggja bíla voru flulttir á slysadeild í gærkvöldi eftir harðann árekstur bíla þeirra á mótum Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í gærkvöldi.

Annar bíllinn var kyrrstæður við rautt umferðarljós, þegar hinn ók aftan á hann af miklu afli. Ökumaður þess bíls er grunaður um ölvunarakstur. Hvorugur mannanna mun vera alvarlega slasaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×