Innlent

Ungir innbrotsþjófar urðu skelfingu lostnir

Tveir ungir innbrotsþjófar, sem ætluðu að brjótast inn í tölvuverkstæði í Hveragerði á þriðja tímanum í nótt, urður skelfingu lostnir þegar hurð, sem þeir ætluðu að brjóta upp, var skyndilega svipt upp á gátt og við þeim blasti stóru hundur og eigandi hans.

Þeir tóku til fótanna og hurfu út í náttmyrkrið. Eigandi verkstæðisins, sem jafnframt á hundinn, hafði verið við vinnu þegar hann heyrði þrusk við dyrnar og fór að gá hver væri á ferð. Piltarnir eru ófundnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×