Innlent

Lögreglan stöðvaði 15 ára pilt á bíl foreldra sinna

Lögreglan stöðvaði í nótt fimmtán ára pilt, sem hafði stolið bíl foreldra sinna og boðið vini sínum og jafnaldra í bíltúr.

Þegar lögregla varð bílsins vör á Kaldárselsvegi við Hafnarfjörð um fimmleitið í nótt, gaf hún stöðvunarmerki, sem pilturinn sinnti ekki og gerði sig líklegan til að stinga af, en lögreglan náði honum eftir skamma eftirför.

Kallað var á foreldra piltsins til að sækja hann og bílinn auk þess sem banraverndaryfirvöldum var gert viðvart.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×