Innlent

Ekkert ólöglegt í bókhaldinu

Samtökin Heimili og skóli í Svíþjóð komust í fréttir í síðustu viku vegna ásakana um fjármálamisferli.
Samtökin Heimili og skóli í Svíþjóð komust í fréttir í síðustu viku vegna ásakana um fjármálamisferli.
„Það er skýr munur á óhófsneyslu og einkaneyslu. Ég verð seint sakaður um það að taka mér fé í eigin hagsmunaskyni,“ segir Jakob S. Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félags í eigu Heimilis og skóla í Svíþjóð. Jakob var ekki formaður félagsins, eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag.

Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag og granskning skýrði frá því í síðustu viku að í bókhaldi félagsins Heimilis og skóla væri meðal annars að finna veitingahúsakvittanir upp á 40.000 sænskar krónur, þar sem þúsund krónur hefðu farið í áfengi. Sænskir netmiðlar greindu í kjölfarið frá málinu. Jakob er að vinna í að fá fréttina leiðrétta.

„Þetta er allt saman rangt,“ segir Jakob. Hann segir ástæðurnar bak við umfjöllunina þær að innan sambandsins séu tvær fylkingar og andstæðingar hans hafi brotist inn að næturlagi og lekið bókhaldinu í þáttinn. Hann fullyrðir að ekkert ólöglegt hafi verið þar að finna.

„Það hefur verið endurskoðað og samþykkt og ekki gerðar neinar athugasemdir,“ segir hann. „Mér dettur þó ekki í hug að verja áfengið fyrir þúsund krónur, en reikningarnir fóru í gegnum endurskoðun án þess að eftir þeim hefði verið tekið. Það eru mannleg mistök. En það reyndi enginn að fela neitt.“- sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×