Fleiri fréttir

Mikið um gostúrista í dag

Björgunarsveitarmenn hafa þurft að beita valdi til að koma í veg fyrir að ferðamenn á eldgosasvæðinu við Fimmvörðuháls fari sér að voða. Fólk þrjóskast við að verða við tilmælum björgunarsveitarmanna.

Ritstjóri DV sáttur við eigendaskiptin

„Ég er mjög ánægður. Ég held að þetta sé mjög farsælt fyrir DV,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur keypt blaðið ásamt Lilju Skaftadóttur, listverkasala. Að sögn Reynis eru um 20 einstaklingar sem koma að eignarhaldi DV, þar á meðal eru kráareigandi og prestur.

Ofkældist klæddur í leðurjakka og gallabuxur

Björgunarsveitin á Hellu bjargaði ungum karlmanni sem hafði gengið upp að Baldvinsskála klæddur í strigaskó, leðurjakka og gallabuxur, en hann reyndist vera með merki um ofkólnun. Formaður Flugbjörgunarsveitar Hellu, Svanur S. Lárusson, sagðist ekki búast við því að maðurinn yrði sendur á spítala með sjúkrabíl.

Landnámshænsnabóndinn: „Ég held ótrauður áfram“

„Mér líður bara ömurlega,“ sagði Júlíus Már Baldursson, þegar Vísir hafði samband við hann en útihúsið hans brann í nótt ásamt um 200 landnámshænum og tæplega þúsund eggjum sem áttu að klekjast út eftir þrjá daga.

Villtust á Mýrdalsjökli

Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um hálf tólf í morgun að vélsleðamenn hefðu villst upp á Mýrdalsjökli en þar er nokkur umferð vegna eldgosins. Fólkið bjargaðist þó fljótlega en það rataði aftur til baka.

Erill í miðbænum

Nóttin var frekar erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið um svokölluð minniháttar brot. Undir morgun var nokkuð um útköll en þau mál leystust yfirleitt farsællega á vettvangi. Fáir gistu þó fangageymslur og ekkert stórvægilegt kom upp að sögn lögreglu.

Gosið í beinni hjá Mílu

Míla fór á dögunum og setti upp vefmyndavélar á Þórólfsfelli og á Fimmvörðuhálsi þannig hægt er að skoða gosið úr stofunni heima. Vefmyndavélarnar má finna hér.

Ætlar að breyta myntkörfulánum í krónulán

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, telur líklegt að hægt verði að ganga frá samkomulagi við eignaleigufyrirtækin í næstu viku um afskriftir bílalána. Til stendur að breyta erlendum bílalánum í verðtryggð krónulán.

Hraunið rennur í átt að Krossá

Eldgosið heldur áfram af sama krafti og hraunið rennur niður Hrunagil og Hvannárgil í átt að Krossá. Fisflugvél nauðlenti á Fimmvörðuhálsi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa fáir skjálftar verið á svæðinu í dag og eldgosið verið nokkuð stöðugt.

Fisflugvél hrapaði nærri eldgosinu

Fisflugvél nauðlenti á Fimmvörðuhálsinum upp úr klukkan fjögur í dag. Vélin var á flugi yfir svæðinu þegar flugmaðurinn virðist hafa þurft að lenda á hálsinum nærri eldgosinu.

Björgunarsveitamenn hræðast Mýrdalsjökul

„Það sem við hræðumst er Mýrdalsjökull,“ segir Kristinn Ólafsson, björgunarsveitamaður og framkvæmdarstjóri Landsbjargar spurður hvernig gangi með ferðamenn á Fimmvörðuhálsinum. Hann segist minnstar áhyggjur hafa af göngufólki sem gengur upp að gosstöðvunum. Það er þó ísskalt, kuldinn getur farið niður í 20 gráður í mínus með vindkælingu. Að sögn Kristins er þó einfalt að komast áleiðis upp að gosstöðvunum þar sem ferðamenn feta slóð. Því er auðvelt að finna þá ef eitthvað kemur fyrir.

Meiðyrðamál vegna forstjóra SS fellt niður

Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákærur á hendur Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem var ákærður fyrir meiðyrði í garð Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands.

400 fóru fótgangandi að gosinu í morgun

Lögreglan á Hvolsvelli telur að um 400 manns hafi lagt af stað upp Fimmvörðuhálsinn fótgangandi í morgun. Um er að ræða marga hópa ásamt leiðsögumönnum.

Líflátshótanir hræða túlka úr réttarhöldum

Dæmi eru um að sakborningar í alvarlegum brotamálum hafi hótað túlkum í dómsal og hrætt þá svo að þeir hafa hætt í miðjum réttarhöldum. Ákæruvaldið hefur þá þurft að bregða skjótt við og útvega nýja túlka.

Ók niður lækni á reiðhjóli

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi og til greiðslu 333 þúsunda króna í skaðabætur fyrir að aka niður mann á reiðhjóli.

Forherðing í réttarsalnum

Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi koma glöggt fram í íslenskum dómsölum. Dæmi um þetta er ósannsögli sakborninga, sem talin er stafa af hreinum ótta. Þetta er nýr veruleiki sem rannsóknarlögreglumenn og ákæruvaldið þurfa að horfast í augu við. Í sumum stærri málum er vafasamt að hægt hefði verið að sakfella brotamenn ef ekki hefði komið til tæknivinna lögreglu, sem sannaði svo ekki varð um villst að sakborningarnir voru að segja ósatt.

Kjósendurnir sýna óánægjuna í verki

Það kemur ef til vill ekki sérstaklega á óvart að Besti flokkurinn, grínframboð Jóns Gnarr, njóti nokkurs stuðnings eftir það sem á undan hefur gengið í íslenskum stjórnmálum.

Fölsuð lyf keypt í bílförmum

Rannsókn Samtaka gegn misferli og spillingu á heilbrigðissviði (EHFCN) sýnir að markaður með fölsuð lyf í Evrópu nemur 10,5 milljörðum evra á ári, eða um 1.200 milljörðum íslenskra króna.

Framhaldsdeild ekki möguleg

Ekkert fjármagn er til að stofna framhaldsdeild á Hvammstanga frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við umleitan sveitarstjórnar Húnaþings vestra og Húnahornið greinir frá.

Mun fleiri á grásleppu í ár

Mun fleiri bátar sækja á grásleppuveiðar í ár en í fyrra. Alls er 161 bátur byrjaður á veiðum í ár en þeir voru 78 í fyrra á sama tíma, að því er kemur fram á vef smábátasjómanna.

Skólastarf allt árið um kring

Nýr skóli, Krikaskóli, var tekinn í notkun í Mosfellsbæ í gær. Skólinn er fyrir börn á aldrinum eins til níu ára.

Um 300 sektir á fjórum árum

Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar stöðvuðu alls 6.332 ökutæki á árunum 2006 til 2009 til að kanna hvort ökumenn hefðu dælt litaðri vinnuvélaolíu á tankana. Af þeim fjölda reyndust 312 brotlegir, samkvæmt upplýsingum fráVegagerðinni.

Kvarta yfir orðum þingmanns

Stjórnendur sjónvarpsþáttarins Óla á Hrauni á ÍNN, Ólafur Hannesson og Viðar Helgi Guðjohnsen, hafa sent formlega kvörtun til Alþingis vegna ummæla þingmannsins Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur í ræðustól. Þeir fara fram á formlega afsökunarbeiðni frá Steinunni.

Milestone-piltur sakar lögregluna um njósnir

Ásakanir forsvarsmanna vefsíðunnar Wikileaks þess efnis að íslensk lögregla hafi handtekið starfsmann vefsíðunnar og yfirheyrt í 21 klukkustund má rekja til þess þegar piltur á sautjánda ári var gripinn við innbrot í fyrirtækið Málningu í Kópavogi á mánudagskvöld. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þar á ferð sami piltur og stal gögnum frá Milestone í desember og bauð fjölmiðlum til kaups.

Endurreisnin hér gengið vel

Íslenskir ráðherrar sem funduðu með forsvarsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) lögðu mikla áherslu á að endurskoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins tefðist ekki vegna Icesave-málsins.

Samið um starfsemi Ekron út júní

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur samið við Ekron - atvinnutengda endurhæfingu, um áframhaldandi rekstur úrræða á sviði atvinnutengdrar endurhæfingar en fyrri samningur rann úr gildi um síðustu áramót. Samningurinn gildir út júní á þessu ári.

Besti flokkurinn hefur alla burði til að ná langt

Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum.

Súludansmeyjar segja ný lög vega að atvinnuöryggi þeirra

Tvær íslenskar súludansmeyjar á Goldfinger óttast að ný lög sem banni nektardans vegi að atvinnuöryggi þeirra. Þær fóru að dansa eftir að hafa misst vinnuna og segjast afar ánægðar með starfið. Íslenskum súludansmeyjum mun hafa fjölgað mjög eftir bankahrun.

Áfram lýst eftir 16 ára stúlku

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Svövu Hrönn Þórarinsdóttur 16 ára til heimilis að Engjavöllum í Hafnarfirði. Svava hvarf frá Götusmiðjunni í Grímsnesi um síðustu helgi. Talið er að sést hafi til hennar í Reykjavík og jafnvel á Akureyri í vikunni.

Stjórnvöld njósnuðu ekki um forsvarsmenn Wikileaks

Dómsmálaráðherra kannast ekki við að íslensk stjórnvöld hafi njósnað um forsvarsmenn Wikileaks síðunnar á meðan þeir voru staddir hér á landi. Hún telur að málið sé byggt á misskilningi.

Leiðréttingaleið bankanna órökrétt

Fólk með yfirveðsett heimili sem þiggur 110% leiðréttingarleið bankanna gæti þurft að greiða hundruð þúsunda króna á mánuði í skatta af niðurfellingunni verði hugmyndir stjórnvalda um skattlagningu afskrifta að veruleika. Órökrétt að hjálpa fólki fyrst upp á núllið, til að skatturinn keyri það svo aftur niður fyrir núllið segir Pétur Blöndal þingmaður sjálfstæðismanna.

Aukinnar bjartsýni gætir eftir fundinn með Strauss Kahn

Ríkisstjórnin bindur vonir við að önnur endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands geti farið fram í næsta mánuði án þess að lausn liggi fyrir í Icesave málinu. Aukinnar bjartsýni gætir eftir fund ráðherra með framkvæmdastjóra sjóðsins í dag

Veðurspá fyrir Fimmvörðuháls um helgina

Veðurstofa Íslands hefur gert veðurspá fyrir Fimmvörðuháls í ljósi þess að fjöldi fólks hefur hugsað sér að fara á svæðið um helgina. Spáin verður endurskoðuð á morgun og eða eftir þörfum.

Kristinn leiðir Framsókn í Reykjanesbæ

Kristinn Jakobsson, viðskiptafræðingur, skipta fyrsta sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ vegna sveitarstjórnarkosninganna í lok maí. Framboðslisti flokksins var samþykktur á fundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í bæjarfélaginu í gærkvöldi.

Þingmenn sýni meiri ábyrgð í störfum sínum

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands átelur harðlega það ábyrgðarleysi sem stjórnmálamenn hafa sýnt undanfarið ár með þeim vinnubrögðum sem þeir hafa viðhaft. Alvarlegt ástand efnahags- og atvinnumála fari enn versnandi.

Fjöldi fólks á leið austur að Fimmvörðuhálsi

Töluverð umferð hefur verið á Suðurlandsvegi í austurátt í dag og í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og lögreglunni á Hvolsvelli. Búist er við því að umferð aukist enn frekar þegar líður á kvöldið.

Neytendastofa varar við áratugagömlum leikföngum

Neytendastofu hefur borist tilkynning um upplýsingaherferð sem framleiðandi Fisher-Price leikfanga hefur ákveðið að hrinda af stað. Upplýsingaherferðin varðar leikföngin „Litla fólkið" sem voru framleidd á árunum 1965 til 1991.

Leggja aukið fé í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hafa, fyrir hönd ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, ákveðið að leggja aukið fé í Nýsköpunarsjóð

Gríðarlegur verðmunur á páskaeggjum

Munur á hæsta og lægsta verði á eggjum frá Nóa Síríus var oftast á bilinu 20-30% og verðmunur á Freyju páskaeggjunum var á bilinu 14% - 17%, þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði málið á föstudag fyrir viku.

Nýr hraunfoss í Hvannárgili

Nýr 200 metra hraunfoss hefur myndast í Hvannárgili. Sjónarvottur sá þetta eftir hádegið í dag. Sjónarvotturinn er á staðnum núna og hefur fylgst með því sem fram fór á gosstöðvunum í morgun.

Hraunfossinn í Hrunagili er storknaður

Hraun er nú hætt að renna niður Hrunagil í eftir að hraunrennslið úr eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi fór að renna í vestur og niður í Hvannárgil. Þetta hefur fréttastofa eftir jarðfræðingi sem staddur er á svæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir