Gjaldþrot Björgólfs fjórðungur af heildartekjum ríkisins Sigríður Mogensen skrifar 31. júlí 2009 18:30 Hundrað milljarða króna gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar er langstærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi frá upphafi. Gjaldþrotið nemur fjórðungi af heildartekjum ríkisins á einu ári. Hérðasdómur Reykjavíkur féllst í dag á beiðni Björgólfs Guðmundssonar um að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Skuldir og persónulegar ábyrgðir Björgólfs nema nú alls rúmum 96 milljörðum króna. Í byrjun árs 2008 námu skuldirnar hins vegar um 35% af heildareignum. Í beiðni Björgólfs til Héraðsdóms segir að af eignayfirliti megi ráða að hann hafi ekki möguleika á því að greiða persónulegar ábyrgðir og skuldir. Þær aðstæður séu ekki aðeins tímabundnar. Í úrskurði héraðsdóms segir að ljóst sé að Björgólfur Guðmundsson sé ófær um að standa í fullum skilum við lánadrottna og engin von sé til þess að það ástand breytist til hins betra í fyrirsjáanlegri framtíð. Í tilkynningu sem Björgólfur sendi frá sér í dag segir að heimili hans hafi alltaf verið í eigu konu hans. Þá segir að allar eignir sem hann hafi átt í innlendum hlutafélögum hafi verið afskrifaðar og að óvissa sé um bankainnistæður sem hann eigi í Landsbankanum í Lúxemborg. Þær nema 4-6 milljónum evra. Gjaldþrot Björgólfs er langstærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi frá upphafi. Næst stærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi var gjaldþrot Magnúsar Þorsteinssonar sem var náinn viðskiptafélagi Björgólfsfeðganna. Gjaldþrot hans nam tugum milljarða. Til að setja þetta gríðarstóra gjaldþrot í samhengi má taka fram að tekjur ríkissjóðs á þessu ári eru áætlaðar um 400 milljarðar. Persónulegt gjaldþrot Björgólfs er því fjórðungur af heildartekjum ríkisins á einu ári. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Hundrað milljarða króna gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar er langstærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi frá upphafi. Gjaldþrotið nemur fjórðungi af heildartekjum ríkisins á einu ári. Hérðasdómur Reykjavíkur féllst í dag á beiðni Björgólfs Guðmundssonar um að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Skuldir og persónulegar ábyrgðir Björgólfs nema nú alls rúmum 96 milljörðum króna. Í byrjun árs 2008 námu skuldirnar hins vegar um 35% af heildareignum. Í beiðni Björgólfs til Héraðsdóms segir að af eignayfirliti megi ráða að hann hafi ekki möguleika á því að greiða persónulegar ábyrgðir og skuldir. Þær aðstæður séu ekki aðeins tímabundnar. Í úrskurði héraðsdóms segir að ljóst sé að Björgólfur Guðmundsson sé ófær um að standa í fullum skilum við lánadrottna og engin von sé til þess að það ástand breytist til hins betra í fyrirsjáanlegri framtíð. Í tilkynningu sem Björgólfur sendi frá sér í dag segir að heimili hans hafi alltaf verið í eigu konu hans. Þá segir að allar eignir sem hann hafi átt í innlendum hlutafélögum hafi verið afskrifaðar og að óvissa sé um bankainnistæður sem hann eigi í Landsbankanum í Lúxemborg. Þær nema 4-6 milljónum evra. Gjaldþrot Björgólfs er langstærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi frá upphafi. Næst stærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi var gjaldþrot Magnúsar Þorsteinssonar sem var náinn viðskiptafélagi Björgólfsfeðganna. Gjaldþrot hans nam tugum milljarða. Til að setja þetta gríðarstóra gjaldþrot í samhengi má taka fram að tekjur ríkissjóðs á þessu ári eru áætlaðar um 400 milljarðar. Persónulegt gjaldþrot Björgólfs er því fjórðungur af heildartekjum ríkisins á einu ári.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira