Innlent

Fjör á Reykjavíkurflugvelli

Höskuldur Kári Schram skrifar

Það var líf og fjör á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem skemmtanaþyrstir Íslendingar biðu eftir flugi til Eyja.

Flugfélag Íslands flaug 12 sinnum til Vestmannaeyja í dag og voru allar vélar uppbókaðar.

Það var því í nógu að snúast á Reykjavíkurflugvelli þar sem skemmtanaþyrstir ferðalangar biðu eftir næstu vél.

Þjóðhátíðargestir voru misvel búnir, en sumir tóku ekki meira með en hlý föt, vindsængur, bjór til að kæla sig og góða skapið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×