Fleiri fréttir

Vildi Geir funda án borgarstjóra?

Óljóst er hver átti frumkvæðið að því að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins funduðu með formanni og varaformanni flokksins án Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi kvaðst í hádegisviðtalinu á Stöð tvö í gær halda að Geir H. Haarde hafi viljað hitta borgarfulltrúana eina án borgarstjórans.

Vísir sagði fyrst frá 20 ára samningnum

Vísir greindi fyrstur miðla frá því í gær að Orkuveitan hefði samþykkt að veita REI forgangsrétt að öllum þeim verkefnum sem Orkuveitunni kunni að bjóðast á erlendri grund. Samningurinn er til 20 ára. Það er því rangt sem fram kemur fram í dag í Morgunblaðinu í dag að Ríkisútvarpið hafi fyrst fjölmiðla greint frá málinu.

Keyrði fullur útaf og kallaði á lögreglu

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur á Selfossi í nótt. Annar var tekinn við hefðbundið eftirlit en hinn keyrði útaf veginum og óskaði eftir aðstoð lögreglu. Kom þá í ljós að hann var ölvaður og gisti hann fangageymslur í nótt.

Þrír keyrðu útaf á sama stað í nótt

Þrjú umferðaróhöpp urðu á sama staðnum á Reykjanesbraut til móts við Vogaveg. Um minniháttar meiðsli var að ræða í tveimur atvikanna en þriðji ökumaðruinn slapp ómeiddur. Í öllum tilvikum óku menn útaf. Einn ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur.

Ók útaf og skildi bílinn eftir

Loka þurfti hringtorginu á Hringbraut við Suðurgötu nú í morgun. Bíl hafði verið ekið útaf og skemmdist hann nokkuð. Í stað þess að kalla á aðstoð lét ökumaðurinn sig hins vegar hverfa og hefur ekkert spurst til hans. Lögregla og slökkvilið mættu á staðinn og var bíllinn dreginn á brott með kranabíl. Að sögn lögreglu er bíllinn ekki stolinn en að öðru leyti er ekkert vitað um hvað ökumanninum gekk til.

Til valda án málefnaskrár

Málefnaskrá nýs meirihluta í Reykjavík mun ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði, engu að síður tekur nýr meirihluti við á þriðjudag. Oddviti Vinstri grænna segir að umhverfis- og samgöngumál muni bera þess merki að vera í forsjá þess flokks.

Björn Ingi felldi tár á fundi Framsóknar í dag

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, var hrærður og felldi tár á tilfinningaþrungnum fundi Framsóknarmanna í Reykjavík í dag. Hann bar lof á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fráfarandi borgarstjóra. Björn Ingi sagðist finna til með vini sínum, borgarstjóranum fráfarandi. Björn Ingi fékk ótvíræðan stuðning Framsóknarmanna til að starfa í nýjum meirihluta í Reykjavík.

Rýtingur í bak fráfarandi borgarstjóra frá eigin flokksmönnum

Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjórnarfulltrúi og formaður stjórnar Orkuveitunnar, er á því að borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafi svikið oddvita sinn og því hafi ekki verið unnt að halda samstarfinu áfram við Sjálfstæðisflokkinn.

Tveggja ára skilorð fyrir líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan gistihúsið að Skipalæk í Fellabæ.

Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Vilhjálm

Stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, lýsti yfir fullum stuðningi við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem oddvita flokksins í borginni á fundi ráðsins með borgarfulltrúum í dag. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, segir að sjálfstæðismenn muni sýna hinum nýja meirihluta aðhald í borgarstjórn.

Flugslysaæfing í Gjögri

Flugstoðir standa um helgina fyrir flugslysaæfingu í samstarfi við viðbragðsaðila í Árneshreppi á Ströndum og af höfuðborgarsvæðinu.

Trúnaðarbrestur hjá sjálfstæðismönnum leiddi til slita

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, óskar sínum mönnum í borgarstjórn til hamingju með að hafa myndað nýjan meirihluta í borginni og segir á ferðinni nýja kynslóð úr öllum flokkum sem unnið geti að góðum verkum.

Keyptu lóðir í Hafnarfirði fyrir milljarð

Félag í eigu Ólafs Garðarssonar lögmanns og Magnúsar Jónatanssonar athafnamanns hefur keypt fasteignir á þremur iðnaðarlóðum við hafnarsvæðið í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Vísis er kaupverðið um einn milljarður króna.

Vill að íþróttastyrkir verði frádráttarbærir frá skatti

Lagt er til að íþróttastyrkir fyrirtækja til starfsmanna verði frádráttarbærir frá skatti samkvæmt frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að með þessu megi draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins.

Gripið til fullnægjandi aðgerða vegna Fjarðarárvirkjana

Iðnaðaráðherra telur að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða til að tryggja öryggi Fjarðarárvirkjana en hefur lagt fyrir Orkustofnun að fylgjast áfram með framkvæmdum eystra til að tryggja öryggi virkjananna.

Dópsali dæmdur fyrir vopnalagabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, eftir að rúm tvö hundruð grömm af maríjúana og rúm tvö kíló af hassi fundust á heimili hans í Mosfellsbæ.

Framsókn hefði mátt standa oftar í lappirnar í erfiðum málum

„Ég hef fundið til með vini mínum Vilhjálmi Vilhjálmssyni undanfarna daga," sagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins á fundi með flokkssystkinum sínum í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. „Hann á ekki skilið þá meðferð sem hann hlaut þegar baklandið í flokk hans brást honumn algerlega."

Viðskiptaleg snilld að koma þekkingu Orkuveitunnar í verðmæti

Nýr meirihluti í borginni hefur engin áhrif á landsstjórnina. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun en hann telur það hafa verið viðskiptalega snilld að koma þekkingu Orkuveitunnar í verðmæti en ráðleggur þó nýjum meirihluta að selja hlut í REI að andvirði því sem Orkuveitan lagði í fyrirtækið í peningum og eignum.

Vandaverk að skipta verkum í nefndum og ráðum

Þegar eru skiptar skoðanir meðal stuðningsmanna nýju borgarstjórnarflokkanna, um hvort kjörfylgi eigi að ráða niðurröðun í nefndir og ráð borgarinnar, eða eitthvað annað. Ungliðar í Vinstri - grænum vilja að Björn Ingi Hrafnsson og Dagur B. Eggertsson geri hreint fyrir sínum dyrum.

Vildu mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðismönnum

Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag staðhæfði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að fulltrúar frá bæði Samfylkingu og Vinstri grænum hefðu leitast eftir því að stofna til meirihlutasamstarfs með Sjálfstæðisflokki áður en meirihlutasamstarf þeirra og Framsóknar sprakk í gær.

Samstarf við sjálfstæðismenn ekki á vetur setjandi

Fundur hófst nú á hádegi hjá framsóknarmönnum í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Þar ætluðu Björn Ingi Hrafnsson og Óskar Bergsson, fulltrúar flokksins í borgarstjórn, að fara yfir nýjustu sviptingar í borgarstjórn með flokksmönnum sínum.

Skilgetið pólitískt afkvæmi Alfreðs

Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkurborgar er samansafn af fólki sem hefur það eitt markmið að halda völdum segir Guðlaugur Þór Þórðarsson heilbrigðisráðherra. Hann segir Björn Inga skilgetið pólitískt afkvæmi Alfreð Þorsteinssonar.

Sjálfstæðismenn funda í Valhöll um stjórnarslit í borginni

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna situr nú á fundi í Valhöll og ræðir stöðu mála. Einnig hyggst hann funda með Verði fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík síðar í dag. Það var þungt hljóðið í borgarfulltrúum þegar þeir komu á fundinn.

Íslendingur með 599 grömm af spítti á Kastrup

Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag var þingfest ákæra á hendur 36 ára Breiðhyltingi fyrir að hafa haft í vörslum sínum 599 grömm af amfetamíni sem fundust í töskugeymslu á Kastrup í október í fyrra.

Reynsluleysi sjálfstæðismanna varð þeim að falli

Reynsluleysi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks varð þeim að falli að mati Margrétar Frímannsdóttur, fyrrverandi formanns Alþýðubandalagsins og talsmanns Samfylkingarinnar. Hún segir ljóst að hluti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna hafi ætlað að kenna Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni lexíu en óvart misst stjórn á atburðarásinni.

Nýi meirihlutinn fundar

Oddvitar hins nýja meirihluti í borginni hittast á vinnufundi eftir hádegi í dag. Ætlunin er að fara yfir helstu mál og setja saman grunnatriði í málefnavinnu meirihlutans.

Huga betur að upplýsingamiðlun á farsóttartímum

Huga þarf betur að upplýsingamiðlun til almennings á farsóttartímum hér á landi að mati fulltrúa frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins. Þeir voru hér á ferð í vikunni og tóku út viðbúnað Íslendinga við hugsanlegum fuglaflensufaraldri.

Mikil viðurkenning fyrir náttúruvernd

Ákvörðun verðlaunanefndar norska Stórþingsins um að veita Al Gore friðarverðlaun Nóbels staðfestir að loftlagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans að mati formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann segir um nýja tegund friðarhugsunar að ræða.

REI fær öll erlend verkefni OR í 20 ár

Daginn áður en samþykkt var að sameina REI og Geysir Green Energy skrifaði forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, undir samkomulag við Bjarna Ármannsson og Guðmund Þóroddsson, stjórnarformann og forstjóra REI, þess efnis að öll útrásarverkefni Orkuveitunnar næstu 20 árin renni til REI. Samningurinn er óuppsegjanlegur, jafnvel þótt að REI lendi að fullu í höndum erlendra eigenda.

Fyrirtaka í máli Harðar Torfa

Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag verður tekið fyrir skaðabótamál sem söngvaskáldið Hörður Torfason hefur höfðað gegn Þjóðleikhúsinu. Vísir hefur áður greint frá málinu en það snýst um meinta vanefndir Þjóðleikhússins á munnlegum samning sem það gerði við Hörð í fyrra.

UVG: Björn Ingi geri hreint fyrir sínum dyrum í orkumálum

Ung vinstri - græn bæði á landsvísu og í Reykjavík segja eina af forsendum nýs samstarfs um nýjan meirihluta í borgarstjórn að Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, geri hreint fyrir sínum dyrum í orkumálum og það sem allra fyrst.

15 ára á bar

Á opinberu pöbbarölti Akureyrarlögreglunnar í gærkvöldi fundu lögreglumenn 15 ára pilt á bar og á öðrum bar var 17 ára barþjónn að störfum, en 18 ára aldurstakmark er á slíkum stöðum, bæði fyrir starfsmenn og gesti.

Norski sendiherrann í þyrluflugi

Norski sendiherrann á Íslandi, Margit Tveiten, heimsótti í dag Landhelgisgæsluna. Með henni í för var Thomas Ball sendiráðsritari. Sendiherrann kynnti sér víðtæka starfsemi Landhelgisgæslunnar, í tengslum við vaxandi samstarf Landhelgisgæslunnar og norsku strandgæslunnar, Kystvakten.

Farmur féll af flutningabíl á fólksbíl

Farmur féll af flutningabíl og á fólksbíl sem keyrði fyrir aftan hann á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar um fimmleytið í dag. Engin slys urðu á fólki en mikið umferðaröngþveiti skapaðist við óhappið.

Rónar gerðu aðsúg að nýjum meirihluta

Reykvíkingar virðast misjafnlega sáttir við nýjan meirihluta í borgarstjórn. Þegar blaðamannafundi nýja meirihlutans var um það bil að ljúka fyrir framan Ráðhúsið í Reykjavík komu þar nokkrir ölvaðir menn.

Saga skammlífs meirihluta

Þetta er í fyrsta sinn í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur sem meirihlutasamstarfi er slitið áður en kjörtímabil er úti. Litlu munaði þó að slíkt gerðist á stríðsárunum þegar Árni Jónsson frá Múla yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn en meirihluti hans hélt þó velli út tímabilið með stuðningi kommúnista, samkvæmt upplýsingum Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks nú lifði í sextán mánuði.

Björn Ingi kom fram af óheilindum

Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir Björn Inga Hrafnsson hafa komið fram af óheilindum og að borgarstjórnarflokkurinn sé honum sár og reiður fyrir að rjúfa samstarfið við meirihlutanna.

Dapurleg og vond tíðindi fyrir Reykjavík

„Þetta eru dapurleg og vond tíðindi fyrir Reykjavík," sagði Geir H. Haarde í samtali við Ríkissjónvarpið um þau tíðindi að Björn Ingi Hrafnsson hefði slitið samstarfi við sjálfstæðismenn í borginni og myndað meirihluta með Samfylkingunn, Vinstri - grænum og Frjálslyndum og óháðum.

Vilhjálmur fær meiri tíma til að spila golf

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins héldu sameiginlegan blaðamannafund nú síðdegis. Að loknum stuttum ræðum Vilhjálms, fyrrverandi borgarstjóra, Gísla Marteins Baldurssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur svöruðu borgarfulltrúarnir spurningum fjölmiðla. Fyrsta spurningin snérist um framtíð Vilhjálms.

Sjá næstu 50 fréttir