Deilt um hvort svæði séu afmörkuð til hvalaskoðana Björn Gíslason skrifar 29. ágúst 2007 15:09 MYND/Valgarður „Þetta er áberandi versta sumarið og við höfum séð mun færri hrefnur bæði á Faxaflóa og við Húsavík en undanfarin ár," segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Samtökin sögðu í tilkynningu í dag að tugir hrefna hefðu verið skotnir innan hvalaskoðunarsvæða þrátt fyrir loforð stjórnvalda um hið gagnstæða en Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, kannast ekki við að ákveðið hafi verið með formlegum hætti að skipta svæðum sérstaklega milli hvalveiðimanna og hvalaskoðunarmanna. Hvalaskoðunarsamtökin segja að frá því að vísindaveiðar á hval hófust árið 2003 hafi hrefnum fækkað stórlega á þeim svæðum sem hvalaskoðun sé stunduð. Þá hafi í mun færri tilvikum tekist að sýna fólki hrefnur í návígi. Ásbjörn segir að verið sé að taka saman tölur um hversu mikil fækkun hafi orðið í þessm málum og þær verði kynntar þegar þær liggi fyrir. Ásbjörn segir aðspurður að hvalaskoðunarmenn séu ekki að skella skuldinni eingöngu á hvalveiðarnar, takmarkaðar rannsóknir hafi verið gerðar á þeim breytingum sem virðist vera að eiga sér stað í lífríkinu í kringum landið. Hins vegar hjálpi hvalveiðarnar að sjálfsögðu ekki til. Svikin loforð Ásbjörn segir upplýsingar Hafrannsóknarstofnunarinnar sýna að hrefnuveiðimenn við vísindaveiðar hafi farið inn á hvalaskoðunarsvæði á síðustu árum og drepið þar dýr. Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi lofað því við upphaf veiðanna að ekki yrði farið inn á skoðunarsvæðin en þau loforð hefðu nú verið svikin. Svæðin sem skoðað er á hafi legið fyrir löngu áður en vísindaveiðarnar fóru og megi meðal annars finna í bæklingum hvalaskoðunarfyrirtækjanna. Ferðamönnum í hvalaskoðun hefur hins vegar fjölgað áfram þrátt fyrir hvalveiðarnar og aðspurður um ástæður þessa segir Ásbjörn að umhverfisverndarsamtök hafi rekið áróður fyrir því að menn héldu áfram að koma í hvalaskoðun og sýndu þannig hug sinn gagnvart hvalveiðum. „Það hefur klárlega orðið vöxtur í hvalaskoðun á síðustu árum og tekjur af þeim eru farnar að skipta verulegu máli á sumum stöðum," segir Ásbjörn og bendir á Húsavík sem dæmi. Hvalaskoðun þar skapi tekjur fyrir fleiri en aðstandendur hvalaskoðunarfyrirtækja því fólk ferðist um svæðið og verji þar fé. „Þegar horft er á efnahagslegar forsendur hvalveiða annars vegar og hvalaskoðunar hins vegar þá er það ansi ójafn ballans," segir Ásbjörn. Engin svæði afmörkuð fyrir hvalaskoðun með yfirlýsingu „Þetta er ekkert annað en þessi venjulegi áróður," Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, um ásakanir Hvalaskoðunarsamtakanna og segir það algjöra firru að hrefnuveiðimenn séu að fara inn á svæði hvalaskoðunarbáta. Hann er ósammála á Ásbirni og segir að þegar vísindaveiðar hafi hafist hafi Árni Mathiesen, þáverandi sjávarútvegsráðherra, talað um að samkomulag yrði að vera á milli hrefnuveiðimanna og hvalaskoðunarmanna um málið. Hrefnuveiðimenn hafi lagt sig eftir því að vera ekki að veiðum á sama stað og tíma og hvalaskoðunarbátar og jafnvel sett sig í samband við hvalaskoðunarfyrirtækin til þess að sjá hvar bátar þeirra væru. „Það hefur hins vegar engin yfirlýsing verið gerð um ákveðna skiptingu svæða, það er hvað sé „þeirra“ svæði og hvað „okkar"," segir Gunnar. Hann bendir á að hvalaskoðun og hvalveiðar geti vel farið saman og vísar til Noregs sem fordæmis. Sjávarútvegsráðherra á ekki að skipta sér af markaðsmálum Aðeins á eftir að veiða tvær hrefnur af þeim 200 sem ákveðið var að veiða í vísindaskyni árið 2003. Tvö dýr veiddust nýlega og verður þeim landað á morgun en vísindaveiðunum á að vera lokið fyrir 5. september. Alls hafa 37 hrefnur verið veiddar í vísindaskyni frá því í apríl ár og sjö í atvinnuskyni en enn eru eftir 22 dýr af þeim atvinnukvóta sem Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf út í fyrrahaust. Sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að ekki yrði gefinn út meiri kvóti til hvalveiða fyrr en tekist hefði að selja afurðirnar. Hann lýsti því svo yfir í samtali við RÚV á laugardag að áfram yrði gefinn út kvóti vegna hrefnuveiða fyrir innanlandsmarkað. Gunnar Bergmann segir að sjávarútvegsráðherra eigi ekki að skipta sér að markaðsmálunum. „Við viljum bara fá kvóta á hrefnuna og svo ráða því sjálfir hvernig hann er nýttur. Við erum ekki í þessu nema vegna þess að við teljum að það sé markaður fyrir kjötið og að við getum grætt á þessu," segir Gunnar sem sér meðal annars ónýtt tækifæri fyrir hrefnuna á veitingastöðum í Ósló. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Þetta er áberandi versta sumarið og við höfum séð mun færri hrefnur bæði á Faxaflóa og við Húsavík en undanfarin ár," segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Samtökin sögðu í tilkynningu í dag að tugir hrefna hefðu verið skotnir innan hvalaskoðunarsvæða þrátt fyrir loforð stjórnvalda um hið gagnstæða en Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, kannast ekki við að ákveðið hafi verið með formlegum hætti að skipta svæðum sérstaklega milli hvalveiðimanna og hvalaskoðunarmanna. Hvalaskoðunarsamtökin segja að frá því að vísindaveiðar á hval hófust árið 2003 hafi hrefnum fækkað stórlega á þeim svæðum sem hvalaskoðun sé stunduð. Þá hafi í mun færri tilvikum tekist að sýna fólki hrefnur í návígi. Ásbjörn segir að verið sé að taka saman tölur um hversu mikil fækkun hafi orðið í þessm málum og þær verði kynntar þegar þær liggi fyrir. Ásbjörn segir aðspurður að hvalaskoðunarmenn séu ekki að skella skuldinni eingöngu á hvalveiðarnar, takmarkaðar rannsóknir hafi verið gerðar á þeim breytingum sem virðist vera að eiga sér stað í lífríkinu í kringum landið. Hins vegar hjálpi hvalveiðarnar að sjálfsögðu ekki til. Svikin loforð Ásbjörn segir upplýsingar Hafrannsóknarstofnunarinnar sýna að hrefnuveiðimenn við vísindaveiðar hafi farið inn á hvalaskoðunarsvæði á síðustu árum og drepið þar dýr. Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi lofað því við upphaf veiðanna að ekki yrði farið inn á skoðunarsvæðin en þau loforð hefðu nú verið svikin. Svæðin sem skoðað er á hafi legið fyrir löngu áður en vísindaveiðarnar fóru og megi meðal annars finna í bæklingum hvalaskoðunarfyrirtækjanna. Ferðamönnum í hvalaskoðun hefur hins vegar fjölgað áfram þrátt fyrir hvalveiðarnar og aðspurður um ástæður þessa segir Ásbjörn að umhverfisverndarsamtök hafi rekið áróður fyrir því að menn héldu áfram að koma í hvalaskoðun og sýndu þannig hug sinn gagnvart hvalveiðum. „Það hefur klárlega orðið vöxtur í hvalaskoðun á síðustu árum og tekjur af þeim eru farnar að skipta verulegu máli á sumum stöðum," segir Ásbjörn og bendir á Húsavík sem dæmi. Hvalaskoðun þar skapi tekjur fyrir fleiri en aðstandendur hvalaskoðunarfyrirtækja því fólk ferðist um svæðið og verji þar fé. „Þegar horft er á efnahagslegar forsendur hvalveiða annars vegar og hvalaskoðunar hins vegar þá er það ansi ójafn ballans," segir Ásbjörn. Engin svæði afmörkuð fyrir hvalaskoðun með yfirlýsingu „Þetta er ekkert annað en þessi venjulegi áróður," Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, um ásakanir Hvalaskoðunarsamtakanna og segir það algjöra firru að hrefnuveiðimenn séu að fara inn á svæði hvalaskoðunarbáta. Hann er ósammála á Ásbirni og segir að þegar vísindaveiðar hafi hafist hafi Árni Mathiesen, þáverandi sjávarútvegsráðherra, talað um að samkomulag yrði að vera á milli hrefnuveiðimanna og hvalaskoðunarmanna um málið. Hrefnuveiðimenn hafi lagt sig eftir því að vera ekki að veiðum á sama stað og tíma og hvalaskoðunarbátar og jafnvel sett sig í samband við hvalaskoðunarfyrirtækin til þess að sjá hvar bátar þeirra væru. „Það hefur hins vegar engin yfirlýsing verið gerð um ákveðna skiptingu svæða, það er hvað sé „þeirra“ svæði og hvað „okkar"," segir Gunnar. Hann bendir á að hvalaskoðun og hvalveiðar geti vel farið saman og vísar til Noregs sem fordæmis. Sjávarútvegsráðherra á ekki að skipta sér af markaðsmálum Aðeins á eftir að veiða tvær hrefnur af þeim 200 sem ákveðið var að veiða í vísindaskyni árið 2003. Tvö dýr veiddust nýlega og verður þeim landað á morgun en vísindaveiðunum á að vera lokið fyrir 5. september. Alls hafa 37 hrefnur verið veiddar í vísindaskyni frá því í apríl ár og sjö í atvinnuskyni en enn eru eftir 22 dýr af þeim atvinnukvóta sem Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf út í fyrrahaust. Sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að ekki yrði gefinn út meiri kvóti til hvalveiða fyrr en tekist hefði að selja afurðirnar. Hann lýsti því svo yfir í samtali við RÚV á laugardag að áfram yrði gefinn út kvóti vegna hrefnuveiða fyrir innanlandsmarkað. Gunnar Bergmann segir að sjávarútvegsráðherra eigi ekki að skipta sér að markaðsmálunum. „Við viljum bara fá kvóta á hrefnuna og svo ráða því sjálfir hvernig hann er nýttur. Við erum ekki í þessu nema vegna þess að við teljum að það sé markaður fyrir kjötið og að við getum grætt á þessu," segir Gunnar sem sér meðal annars ónýtt tækifæri fyrir hrefnuna á veitingastöðum í Ósló.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira