Innlent

Vaxandi áhyggjur af vopnaburði

Afsöguð hlaðin og ólæst haglabyssa, nokkuð af skotfærum og stór hnífur fundust meðal annars í bíl, sem lögreglan stöðvaði í Reykjavík í gærkvöldi.

Þegar lögrelgumennirnir sáu til bílsins vissu þeir fyrir tilviljun að ökumaðurinn var réttindalaus svo þeir ákváðu að stöðva hann. Fíkniefni fundust í fórum hans og farþega hans og síðan byssan sem er svonefnd pumpa, hlaðin fjórum skotum og fundust fleiri skot á öðrum manninum sem var í bílnum.

Mennirnir voru báðir handteknir og yfirheyrðir fram á nótt en sleppt að því loknu en hald var lagt á vopnin. Málið er þó áfram í rannsókn en lögregla gefur ekki upp hvað mönnum gekk til.

Lögreglan í Árnessýslu fann líka vopn við húsleit vegna fíkniefnarannsóknar í Hveragerði í gær þar sem hún naut aðstoðar sérsveitar ríkislögrelgustjóra. Lögreglumenn hafa vaxandi áhyggjur af vopnaburði í fíkniefnaheiminum því eigendur þeirra geta verið til alls líklegir þegar þeir eru í fíkniefnavímu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×