Innlent

133 tímar á ári í akstur til og frá vinnu

MYND/Anton Brink

Félagsmenn VR eyða að jafnaði 36 mínútum á dag í ferðir til og frá vinnu, þ.e. án þess að stoppa nokkurs staðar á leiðinni. Þetta jafngildir 133 klukkustundum á ári, að teknu tilliti til sumarfrís, helga og frídaga. Þetta er meðal niðurstaðna í launakönnun VR sem fjallað er um á heimasíðu félagsins.

Könnunin leiðir enn fremur í ljós að þeir sem stoppi á leiðinni í eða úr vinnu, til dæmis til að sækja börn eða koma við í búð á leiðinni heim, verja 58 mínútum á hverjum degi í það að koma sér í og úr vinnu.

Samkvæmt könnuninni stoppar um helmingur félagsmanna hvergi á leiðinni til og frá vinnu, tíu prósent á leið í vinnu, um fjórðungur stoppar einhvers staðar á leið úr vinnu og 14 prósent stoppa á báðum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×