Ótækt að fjármálaráðuneyti og Ríkisendurskoðun deili Heimir Már Pétursson skrifar 29. ágúst 2007 12:00 Formanni samgöngunefndar Alþingis og formanni Framsóknarflokksins finnst ekki ganga að fjármálaráðuneytið og Ríkisendurskoðun standi til lengdar í opinberum deilum um kostnaðinn við endurnýjun Grímseyjarferju. Ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins kom fyrir samgöngunefnd í morgun og segir málið alvarlegt. Embættismenn úr samgöngu- og fjármálaráðuneyti komu fyrir samgöngunefnd Alþingis í morgun, til að skýra hvers vegna kostnaður við kaup og endurbyggingu nýrrar Grímseyarferju hefur farið allt að 400 milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Þeirra á meðal var Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, en fljótlega eftir að málið komst í hámæli, sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að tekið yrði á málinu með viðeigandi hætti, án þess að skýra það út nánar. Ragnhildur segir að í samgönguráðuneytinu sé þetta mál litið mjög alvarlegum augum. Hún sjálf beri ábyrgð á daglegum störfum ráðuneytisins. Nú sé verið að fara yfir alla verkferla í þessu máli til að tryggja að þeir endurtaki sig ekki. Hún vildi ekki svara því á þessari stundu hvort einhver í ráðuneytinu eða í Vegagerðinni fengi áminningu vegna málsins. Árni M Mathiesen fjármálaráðherra og Ríkisendurskoðun hafa tekist á um það opinberlega hvort aukið fé til endurbyggingar ferjunnar hafi stuðst við lagaheimildir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður samgöngunefndar segir fundinn í morgun hafa verið gagnlegan og málefnalegan. Hún segir hins vegar ekki ganga að fjármálaráðuneytið frekar en önnur ráðuneyti standi í opinberum deilum við eftirlitsstofnun eins og Ríkisendurskoðun, sem hafi það hlutverk að fylgjast með hvernig farið sé með fjármuni ríkisins. Steinunn segir þó báða aðila hafa nokkuð til síns máls.Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd tekur undir það að deilum fjármálaráðuneytis og Ríkisendurskoðunar verði að ljúka. Ríkisendurskoðun heyrir undir Alþingi. Guðni telur að málið hljóti að koma fyrir forsætisnefnd Alþingis. Nefndin og Alþingi verði svo að taka á því hvort Sturla Böðvarsson forseti Alþingis sé þar í viðkvæmri stöðu vegna fyrri starfa sinna sem samgönguráðherra. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Formanni samgöngunefndar Alþingis og formanni Framsóknarflokksins finnst ekki ganga að fjármálaráðuneytið og Ríkisendurskoðun standi til lengdar í opinberum deilum um kostnaðinn við endurnýjun Grímseyjarferju. Ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins kom fyrir samgöngunefnd í morgun og segir málið alvarlegt. Embættismenn úr samgöngu- og fjármálaráðuneyti komu fyrir samgöngunefnd Alþingis í morgun, til að skýra hvers vegna kostnaður við kaup og endurbyggingu nýrrar Grímseyarferju hefur farið allt að 400 milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Þeirra á meðal var Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, en fljótlega eftir að málið komst í hámæli, sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að tekið yrði á málinu með viðeigandi hætti, án þess að skýra það út nánar. Ragnhildur segir að í samgönguráðuneytinu sé þetta mál litið mjög alvarlegum augum. Hún sjálf beri ábyrgð á daglegum störfum ráðuneytisins. Nú sé verið að fara yfir alla verkferla í þessu máli til að tryggja að þeir endurtaki sig ekki. Hún vildi ekki svara því á þessari stundu hvort einhver í ráðuneytinu eða í Vegagerðinni fengi áminningu vegna málsins. Árni M Mathiesen fjármálaráðherra og Ríkisendurskoðun hafa tekist á um það opinberlega hvort aukið fé til endurbyggingar ferjunnar hafi stuðst við lagaheimildir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður samgöngunefndar segir fundinn í morgun hafa verið gagnlegan og málefnalegan. Hún segir hins vegar ekki ganga að fjármálaráðuneytið frekar en önnur ráðuneyti standi í opinberum deilum við eftirlitsstofnun eins og Ríkisendurskoðun, sem hafi það hlutverk að fylgjast með hvernig farið sé með fjármuni ríkisins. Steinunn segir þó báða aðila hafa nokkuð til síns máls.Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd tekur undir það að deilum fjármálaráðuneytis og Ríkisendurskoðunar verði að ljúka. Ríkisendurskoðun heyrir undir Alþingi. Guðni telur að málið hljóti að koma fyrir forsætisnefnd Alþingis. Nefndin og Alþingi verði svo að taka á því hvort Sturla Böðvarsson forseti Alþingis sé þar í viðkvæmri stöðu vegna fyrri starfa sinna sem samgönguráðherra.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira