Fleiri fréttir Björgunarsveit hjálpar manni úr sjálfheldu Björgunarsveitin Víkverji var kölluð út síðdegis í dag til að sækja mann sem var í sjálfheldu í klettum í Þakgili í Höfðabrekkuafrétt. Hafði maðurinn klifrað upp til að aðstoða börn sín niður úr þessum sömu klettum en þegar hann ætlaði sjálfur niður hrundi aðeins undan fótum hans svo hann taldi vissara að kalla á aðstoð. 18.7.2007 18:14 Vesturlandsvegur lokaður eftir að pallbíll valt Vesturlandsvegur við Leirvogsá er lokaður eftir að pallbíll með hestakerru valt á veginum. Að sögn lögreglu slasaðist enginn alvarlega. 18.7.2007 18:11 Lítil truflun á starfsemi Norðuráls vegna mótmæla Engin röskun varð á starfsemi álvers Norðuráls á Grundartanga vegna mótmæla samtakanna Saving Iceland. Mótmælendur lokuðu annarri aðkeyrslunni að álverinu með því að hlekkja sig við veginn. Starfsmannastjóri álversins segir ólíklegt að lögð verði fram kæra vegna mótmælanna. Talsmaður Saving Iceland boðar frekari aðgerðir af hálfu samtakanna. 18.7.2007 17:56 Áhöfn Sifjar vill fara að fljúga aftur sem fyrst Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Sifjar vonast til að geta farið aftur að fljúga sem fyrst. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í flugskýli Landhelgisgæslu Íslands við Reykjavíkurflugvöll kl. 16 í dag og var að ljúka. 18.7.2007 16:49 Mótmæli við Grundartanga Mótmælendur samtakana Saving Iceland mótmæla nú við álver Norðuráls á Grundartanga. Nokkrir mótmælendur hafa lokað annarri aðkeyrslunni að álverinu með því að hlekkja sig við veginn, en samkvæmt lögreglunni á Akranesi truflar það ekki aðkomu því önnur leið er að svæðinu. Þá hefur einn mótmælandinn klifrað upp í krana. 18.7.2007 16:39 Ósæmileg meðferð kirkjumuna Tveir 17 ára piltar voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu á dögunum en þeir voru með hvítan trékross í eftirdragi. Á krossinum var áletrað nafn látins einstaklings. Aðspurðir sögðust piltarnir hafa fundið krossinn fyrir tilviljun á víðavangi og ætluðu að gera úr honum listaverk. 18.7.2007 16:12 Mennirnir sem leitað var að á Grænlandi eru á lífi Danski flotinn á Grænlandi bíður nú eftir betri veðurskilyrðum til að bjarga tveimur mönnum sem fóru á flugi yfir Grænlandsjökul. Ekki er staðfest hvort flugvél mannanna hafi brotlent eða nauðlent. Kurt Andreasen, upplýsingafulltrúi dönsku flugmálastjórnarinnar, staðfestir að mennirnir séu á lífi. Þeir flugu í franskri vél af gerðinni ULM-Ultralight. 18.7.2007 15:57 Saksóknari efnahagsbrota kærir frávísun til Hæstaréttar Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra mun kæra úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun til Hæstaréttar. Héraðsdómur vísaði máli gegn fólki á Akureyri sem nýtti sér kerfisvillu í netbanka Glitnis frá, á þeim grundvelli að kæruvald saksóknara efnahagsbrota styddist ekki við lög. 18.7.2007 15:33 Héraðsdómur segir ákæruvald saksóknara efnahagsbrota lögleysu Héraðsdómur Norðurlands vísaði í morgun frá máli sem saksóknari efnahagsbrota höfðaði gegn fólki á Akureyri sem nýtt hafði sér kerfisvillu í netbanka Glitnis til að þannig hagnast um tugmillljónir króna á gjaldeyrisviðskiptum. Dómarinn sagði í úrskurði sínum að ákæruvald saksóknara efnahagsbrota styddist ekki við lög. Freyr Ófeigsson dómsstjóri segir í úrskurði sínum, að saksóknara efnahagsbrota verði ekki falin sjálfstæð meðferð ákæruvalds með reglugerð að óbreyttum lögum. Hann hafi ekki haft heimild til að gefa út ákæru í máli þessu í eigin nafni og því sé ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. 18.7.2007 13:47 Bæjarstjórn Akureyrar ályktar vegna skerðingar á aflaheimildum á þorski Bæjarstjórn Akureyrar ályktaði vegna skerðingar á aflaheimildum á bæjarstjórnarfundi í gær. Bæjarstjórnin lýsir þar yfir þungum áhyggjum af afleiðingum sem skerðingin mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu. Einnig óskar bæjarstjórnin tafarlaust eftir viðræðum við ríkisstjórnina um atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins. 18.7.2007 13:29 Iðnaðarráðherra leggst á sveif með afa og ömmu Afi og amma Suður-amerískrar stúlku á Ísafirði standa í ströngu í viðskiptum sínum við yfirvöld innflytjendamála. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra hefur nú lagst á sveif með hjónunum. Á heimasíðu Bæjarins besta er sagt frá afa og ömmu hinnar Suður-amerísku Alejöndru sem þurfa að sækja um dvalarleyfi fyrir hana hér á landi á sex mánaða fresti. 18.7.2007 13:24 Óþolinmæði og tillitsleysi ökumanna Ökumenn sýndu óþolinmæði og tillitsleysi í gær við gatnamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar samkvæmt lögreglu, en þar var unnið við malbikun. Á umræddum gatnamótum er nú 30 km hámarkshraði, en engu að síður keyrðu ökumenn ógætilega um svæðið. Skapaðist því mikil hætta fyrir vegfarendur, ekki síst fyrir þá vinnumenn sem voru að vinna við malbikun. 18.7.2007 12:57 Anheuser-Busch eignast 20% í Icelandic Glacial Bandaríski risinn á drykkjarvörumarkaði, Anheuser-Busch hefur eignast 20% í vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar og sonar hans Kristjáns. Þeir reka átöppunarverksmiðju á lindarvatni í Þorlákshöfn og er vatnið markaðssett undir vörumerkinu Icelandic Glacial. 18.7.2007 12:52 Formaður Prestafélagsins vill breyta reglum um embættisskipanir presta Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, segir að félagið hafi gert athugasemdir við þá ákvörðun Þjóðkirkjunnar að auglýsa stöðu sóknarprests í prestakalli Kálfastrandarsóknar og Ástjarnarsóknar. 18.7.2007 12:21 Umferðarkönnun á Öxnadalsheiði Vegagerðin mun standa fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Öxnadalsheiði fimmtudaginn 19. júlí og laugardaginn 21. júlí næstkomandi. Könnunin stendur yfir frá kl. 08:00-23:00 báða dagana. 18.7.2007 12:17 Brot 39 ökumanna voru mynduð á hraðamyndavél lögreglunnar Brot 39 ökumanna voru mynduð á hraðamyndavél lögreglunnar sem var við eftirlit á Álftanesi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Álftanesveg í suðurátt, þ.e. að Garðavegi. Á einni klukkustund, um hádegisbil, fóru 189 ökutæki þessa akstursleið og því óku 21% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. 18.7.2007 11:46 Sr. Carlos íhugar að sækja rétt sinn fyrir héraðsdómi Sr. Carlos Ferrer íhugar dómsmál gegn Þjóðkirkjunni eftir að sr. Bára Friðriksdóttir var ráðin í embætti sóknarprests í prestakalli Kálfatjarnarsóknar og Ástjarnarsóknar. Halldór Bachman, lögfræðingur Carlosar, telur að rangt hafi verið staðið að ákvörðuninni um að auglýsa starfið innan prestakallsins. 18.7.2007 11:28 LSH fær nýjar talstöðvar að gjöf Lionsklúbburinn Þór hefur fært slysa- og bráðasviði LSH að gjöf fimm nýjar Tetra talstöðvar. Talstöðvarnar leysa af hólmi eldri tæki sem ætluð voru fyrir greiningarsveit LSH. 18.7.2007 11:19 Krakkar úr Kópavogi heimsmeistarar í skák Skáksveit Salaskóla sigraði í flokki 14 ára og yngri á heimsmeistaramóti í skák sem lauk í Tékklandi í morgun. Þegar lokaumferð á mótinu hafði verið tefld voru Íslendingarnir með 1,5 vinning í forskot á næstu sveit. 18.7.2007 11:16 Dæmdur fyrir vörslu barnakláms Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann fyrir vörslu barnakláms á mánudaginn. Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað og fellur hún niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dóms haldi maðurinn almennt skilorð. Manninum er gert að greiða rúmlega 82.000 krónur í sakarkostnað. 18.7.2007 10:51 Sekt fyrir að klæðast einkennisskyrtu lögreglu opinberlega Karlmaður á Akureyri var í gær dæmdur til að greiða 20.000 króna sekt í ríkissjóð fyrir að vera í lögreglubúningi. Maðurinn var í einkennisskyrtu lögreglu á veitingastaðnum Kaffi Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 29. apríl í vor. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi að hann hafi með því brotið gegn valdstjórninni. 18.7.2007 09:57 Byssumaður í 10/11 Karlmaður í annarlegu ástandi kom inn í 10-11 verslunina við Austurstræti á sjöunda tímanum í morgun og miðaði startbyssu á viðskiptavini og starfsfólk, án þess að krefjast neins. 18.7.2007 09:05 Tóku 60 erlenda ferðamenn fyrir hraðakstur Meiri en helmingur þeirra sem lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í síðustu viku fyrir hraðakstur voru erlendir ferðamenn. Í umdæmi lögreglunnar á Selfossi eru að meðaltali fimm til sex erlendir ferðamenn stöðvaðir vegna hraðaksturs á hverjum degi. Flestir kjósa að greiða sektina á staðnum. 17.7.2007 21:58 Mikið um sinubruna á höfuðborgarsvæðinu Óvenjumikið hefur verið um sinubruna á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Gróður er víða þurr og eldur fljótur að breiðast út. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vill koma þeim tilmælum til fólks að það fari varlega með eld í náttúrunni. 17.7.2007 20:44 Trefjaplast í stað þorsks? Norskur útgerðarmaður með áratugareynslu segir Íslendinga ekki þurfa að örvænta vegna niðurskurðar á kvóta. Hann segir að Íslendingar ættu heldur að nota tækifærið til þess að reyna að ná fram aukinni hagkvæmni í útgerð og fiskveiðum. 17.7.2007 20:18 Lá í tuttugu mínútur á réttum kili áður en henni hvolfdi TF Sif var dregin til lands í nótt og flutt í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll til rannsóknar. Vonast er til að upplýsingar úr flugrita hennar varpi ljósi á atburðinn. Sjónarvottar segja að þyrlan hafi verið í um tuttugu mínútur á réttum kili í sjónum áður en henni hvolfdi. 17.7.2007 19:44 Lúkas ófundinn Hundurinn Lúkas er enn ekki fundinn en víðtæk leit verður gerð að hundinum á morgun á þeim slóðum þar sem sást til hans ofan við Akureyri í gær. 17.7.2007 19:42 Vestfirðir verða frístundabyggð ríkra Reykvíkinga á innan við 10 árum Íbúar eru farnir að flytja frá Flateyri en menn óttast viðvarandi atvinnuleysi á Vestfjörðum í framhaldi af samdrætti í aflaheimildum. Flosi Jakobsson útgerðarmaður í Bolungarvík segir að innan 10 ára verði Vestfirðir frístundabyggð fyrir ríka Reykvíkinga. 17.7.2007 19:02 Mokveiðist í Þingvallavatni Þrátt fyrir að veiðin í laxám víða um land hafi verið dræm vegna sumarblíðunnar undanfarnar vikur, þá mokveiðist í þingvallavatni. Nokkrir ákafir veiðimenn á öllum aldri voru þar fyrir skömmu. 17.7.2007 19:02 Hætta á skógareldum á Íslandi Nýtt vandamál er að koma upp á Íslandi en hætta er víða á skógareldum á suðvesturlandi sökum langvarandi þurrka. Túnþökur eru víðast hvar ónýtar í borginni og í Breiðholti eru síðustu sílin að drepast í Hólmatjörn. 17.7.2007 18:59 Jón Ólafsson hyggst selja íslenskt vatn til Bandaríkjanna Vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar, athafnamanns hefur gert samning um dreifingu á vatni við Bandaríska fyrirtækið Anheuser Bush sem er stærsta fyrirtækið sem dreifir drykkjarvörum í Bandaríkjunum. 17.7.2007 18:55 Dagvöruverð lægra nú en árið 2002 Finnur Árnason forstjóri Haga segir að verðlag á dagvöru hafi haldið verulega aftur af verðbólgunni síðustu fimm árin. Finnur segir að matvörur ásamt öðrum dagvörum, hafi lækkað á þessu tímabili og því sé fólk að greiða minna fyrir dagvörukörfuna núna en í febrúar árið 2002. 17.7.2007 18:55 Getur sótt um undanþágu hjá Heimavarnarráðuneytinu Dagbjört Rós Halldórsdóttir var rekinn frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum, eftir að hún var handtekinn fyrir hraðakstur. Dvalarleyfi hennar var útrunnið en erfiðleikar voru í hjónabandinu og bandarískur eiginmaður hennar hafði þá um tíma komið sér undan því að skrifa upp á umsókn hennar um græna kortið. 17.7.2007 18:53 Atvinnuleysi á ekki að vera hagstjórnartæki segir ASÍ Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ segir hugmyndir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að opna vinnumarkaðinn enn frekar til að draga úr verðbólgu benda til að hann vilji nota atvinnuleysi sem hagstjórnartæki. Framundan sé atvinnuleysi vegna loka stóriðjuframkvæmda og aflasamdráttar og óvarlegt sé að kynda enn frekar undir það. 17.7.2007 18:51 SPRON fyrirhugar breytingar í hlutafélag Stjórn SPRON samþykkti í dag að undirbúa breytingu sparisjóðsins í hlutafélag og óska eftir skráningu félagsins í Norrænu kauphöllina á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SPRON. Breyting sparisjóðsins í hlutafélag verður háð samþykki stofnfjáreigenda og Fjármálaeftirlitsins. 17.7.2007 18:44 Sviptur leyfi til að ávísa róandi og örvandi lyfjum Heilbrigðisráðuneytið hefur svipt þekktan geðlækni leyfi til að ávísa róandi og örvandi lyfjum. Leyfissviptingin er að tillögu landlæknis en embættinu hefur borist fjöldi ábendinga um að læknirinn ávísi ekki lyfjum samkvæmt læknisfræðilegum aðferðum. 17.7.2007 18:43 Reyk lagði frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga Mikinn reyk lagði frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartangi nú síðdegis eftir að viftur sem sjá um að soga reyk frá verksmiðjunni hættu að virka. Aðeins tók nokkrar mínútur að koma viftunum aftur í gang. 17.7.2007 18:07 Fluttur á slysadeild eftir trampólínslys Flytja þurfti karlmann á þrítugsaldri á slysadeild um síðustu helgi eftir óhapp á trampólíni. Maðurinn fékk slæma byltu og féll í yfirlið skamma stund. Þá fékk hann einnig skurð á andlitið. 17.7.2007 17:20 Bára Friðriksdóttir valin í Tjarnaprestakalli Valnefnd í Tjarnaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum þann 6. júlí síðastliðinn að leggja til að sr. Bára Friðriksdóttir verði ráðin sóknarprestur í Tjarnaprestakalli. Níu umsækjendur voru um embættið. Embættið veitist frá 1. september 2007. 17.7.2007 16:30 Tilkynning frá vegagerðinni Vegna mikilla blæðinga í malbiki á Kræklingahlíð norðan Akureyrar eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát meðan þetta ástand varir og fylgja fyrirmælum um lækkun á umferðarhraða. Búið er að gera við skemmdir á klæðningu á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Vegfarendur eru þó enn beðnir að sýna aðgát vegna steinkasts. 17.7.2007 15:46 Þrettán stútar teknir um helgina Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru tólf karlar og ein kona á fimmtugsaldri. Lögreglan stöðvaði sömuleiðis för sex annarra ökumanna í Reykjavík um helgina. Fimm þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta voru allt karlmenn. 17.7.2007 15:26 Nafn mannsins sem lést á Akrafjallsvegi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Akrafjallsvegi í gær hét Aðalsteinn Davíð Jóhannsson. Hann var 35 ára gamall og bjó á Akranesi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. 17.7.2007 15:12 Faðir stúlkunnar vill hjálp barnaverndaryfirvalda Stúlkunni sem réðst á jafnöldru sína í tívolíinu við Smáralind síðustu viku var vísað úr skóla síðastliðið haust. Hún er á skólaskyldualdri en fékk ekki skólavist síðastliðinn vetur. Faðirinn segist hafa átt viðtöl við barnaverndaryfirvöld í dag og leiti eftir úrræðum á þeirra vegum. 17.7.2007 14:42 Mikið um innbrot í bíla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar á vefsíðu sinni við vegfarendur að skilja ekki verðmæti eftir í bílum sínum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að verðmæti séu ekki í augsýn. Talsvert hefur verið um innbrot í bíla upp á síðkastið. Þjófar virðast meðal annars sækjast eftir geislaspilurum, myndavélum og GPS-tækjum. 17.7.2007 14:00 Sjúkraflutningamenn vilja ekki Benz Sjúkraflutningamenn óttast öryggi sitt og farþega í nýjum sjúkrabílum sem keyptir hafa verið til landsins. Í mörg ár hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins notað bíla af Econline gerð. Nú hafa hins vegar verið keyptir bílar af gerðinni Benz-Sprinter. 17.7.2007 13:56 Sjá næstu 50 fréttir
Björgunarsveit hjálpar manni úr sjálfheldu Björgunarsveitin Víkverji var kölluð út síðdegis í dag til að sækja mann sem var í sjálfheldu í klettum í Þakgili í Höfðabrekkuafrétt. Hafði maðurinn klifrað upp til að aðstoða börn sín niður úr þessum sömu klettum en þegar hann ætlaði sjálfur niður hrundi aðeins undan fótum hans svo hann taldi vissara að kalla á aðstoð. 18.7.2007 18:14
Vesturlandsvegur lokaður eftir að pallbíll valt Vesturlandsvegur við Leirvogsá er lokaður eftir að pallbíll með hestakerru valt á veginum. Að sögn lögreglu slasaðist enginn alvarlega. 18.7.2007 18:11
Lítil truflun á starfsemi Norðuráls vegna mótmæla Engin röskun varð á starfsemi álvers Norðuráls á Grundartanga vegna mótmæla samtakanna Saving Iceland. Mótmælendur lokuðu annarri aðkeyrslunni að álverinu með því að hlekkja sig við veginn. Starfsmannastjóri álversins segir ólíklegt að lögð verði fram kæra vegna mótmælanna. Talsmaður Saving Iceland boðar frekari aðgerðir af hálfu samtakanna. 18.7.2007 17:56
Áhöfn Sifjar vill fara að fljúga aftur sem fyrst Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Sifjar vonast til að geta farið aftur að fljúga sem fyrst. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í flugskýli Landhelgisgæslu Íslands við Reykjavíkurflugvöll kl. 16 í dag og var að ljúka. 18.7.2007 16:49
Mótmæli við Grundartanga Mótmælendur samtakana Saving Iceland mótmæla nú við álver Norðuráls á Grundartanga. Nokkrir mótmælendur hafa lokað annarri aðkeyrslunni að álverinu með því að hlekkja sig við veginn, en samkvæmt lögreglunni á Akranesi truflar það ekki aðkomu því önnur leið er að svæðinu. Þá hefur einn mótmælandinn klifrað upp í krana. 18.7.2007 16:39
Ósæmileg meðferð kirkjumuna Tveir 17 ára piltar voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu á dögunum en þeir voru með hvítan trékross í eftirdragi. Á krossinum var áletrað nafn látins einstaklings. Aðspurðir sögðust piltarnir hafa fundið krossinn fyrir tilviljun á víðavangi og ætluðu að gera úr honum listaverk. 18.7.2007 16:12
Mennirnir sem leitað var að á Grænlandi eru á lífi Danski flotinn á Grænlandi bíður nú eftir betri veðurskilyrðum til að bjarga tveimur mönnum sem fóru á flugi yfir Grænlandsjökul. Ekki er staðfest hvort flugvél mannanna hafi brotlent eða nauðlent. Kurt Andreasen, upplýsingafulltrúi dönsku flugmálastjórnarinnar, staðfestir að mennirnir séu á lífi. Þeir flugu í franskri vél af gerðinni ULM-Ultralight. 18.7.2007 15:57
Saksóknari efnahagsbrota kærir frávísun til Hæstaréttar Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra mun kæra úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun til Hæstaréttar. Héraðsdómur vísaði máli gegn fólki á Akureyri sem nýtti sér kerfisvillu í netbanka Glitnis frá, á þeim grundvelli að kæruvald saksóknara efnahagsbrota styddist ekki við lög. 18.7.2007 15:33
Héraðsdómur segir ákæruvald saksóknara efnahagsbrota lögleysu Héraðsdómur Norðurlands vísaði í morgun frá máli sem saksóknari efnahagsbrota höfðaði gegn fólki á Akureyri sem nýtt hafði sér kerfisvillu í netbanka Glitnis til að þannig hagnast um tugmillljónir króna á gjaldeyrisviðskiptum. Dómarinn sagði í úrskurði sínum að ákæruvald saksóknara efnahagsbrota styddist ekki við lög. Freyr Ófeigsson dómsstjóri segir í úrskurði sínum, að saksóknara efnahagsbrota verði ekki falin sjálfstæð meðferð ákæruvalds með reglugerð að óbreyttum lögum. Hann hafi ekki haft heimild til að gefa út ákæru í máli þessu í eigin nafni og því sé ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. 18.7.2007 13:47
Bæjarstjórn Akureyrar ályktar vegna skerðingar á aflaheimildum á þorski Bæjarstjórn Akureyrar ályktaði vegna skerðingar á aflaheimildum á bæjarstjórnarfundi í gær. Bæjarstjórnin lýsir þar yfir þungum áhyggjum af afleiðingum sem skerðingin mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu. Einnig óskar bæjarstjórnin tafarlaust eftir viðræðum við ríkisstjórnina um atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins. 18.7.2007 13:29
Iðnaðarráðherra leggst á sveif með afa og ömmu Afi og amma Suður-amerískrar stúlku á Ísafirði standa í ströngu í viðskiptum sínum við yfirvöld innflytjendamála. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra hefur nú lagst á sveif með hjónunum. Á heimasíðu Bæjarins besta er sagt frá afa og ömmu hinnar Suður-amerísku Alejöndru sem þurfa að sækja um dvalarleyfi fyrir hana hér á landi á sex mánaða fresti. 18.7.2007 13:24
Óþolinmæði og tillitsleysi ökumanna Ökumenn sýndu óþolinmæði og tillitsleysi í gær við gatnamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar samkvæmt lögreglu, en þar var unnið við malbikun. Á umræddum gatnamótum er nú 30 km hámarkshraði, en engu að síður keyrðu ökumenn ógætilega um svæðið. Skapaðist því mikil hætta fyrir vegfarendur, ekki síst fyrir þá vinnumenn sem voru að vinna við malbikun. 18.7.2007 12:57
Anheuser-Busch eignast 20% í Icelandic Glacial Bandaríski risinn á drykkjarvörumarkaði, Anheuser-Busch hefur eignast 20% í vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar og sonar hans Kristjáns. Þeir reka átöppunarverksmiðju á lindarvatni í Þorlákshöfn og er vatnið markaðssett undir vörumerkinu Icelandic Glacial. 18.7.2007 12:52
Formaður Prestafélagsins vill breyta reglum um embættisskipanir presta Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, segir að félagið hafi gert athugasemdir við þá ákvörðun Þjóðkirkjunnar að auglýsa stöðu sóknarprests í prestakalli Kálfastrandarsóknar og Ástjarnarsóknar. 18.7.2007 12:21
Umferðarkönnun á Öxnadalsheiði Vegagerðin mun standa fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Öxnadalsheiði fimmtudaginn 19. júlí og laugardaginn 21. júlí næstkomandi. Könnunin stendur yfir frá kl. 08:00-23:00 báða dagana. 18.7.2007 12:17
Brot 39 ökumanna voru mynduð á hraðamyndavél lögreglunnar Brot 39 ökumanna voru mynduð á hraðamyndavél lögreglunnar sem var við eftirlit á Álftanesi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Álftanesveg í suðurátt, þ.e. að Garðavegi. Á einni klukkustund, um hádegisbil, fóru 189 ökutæki þessa akstursleið og því óku 21% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. 18.7.2007 11:46
Sr. Carlos íhugar að sækja rétt sinn fyrir héraðsdómi Sr. Carlos Ferrer íhugar dómsmál gegn Þjóðkirkjunni eftir að sr. Bára Friðriksdóttir var ráðin í embætti sóknarprests í prestakalli Kálfatjarnarsóknar og Ástjarnarsóknar. Halldór Bachman, lögfræðingur Carlosar, telur að rangt hafi verið staðið að ákvörðuninni um að auglýsa starfið innan prestakallsins. 18.7.2007 11:28
LSH fær nýjar talstöðvar að gjöf Lionsklúbburinn Þór hefur fært slysa- og bráðasviði LSH að gjöf fimm nýjar Tetra talstöðvar. Talstöðvarnar leysa af hólmi eldri tæki sem ætluð voru fyrir greiningarsveit LSH. 18.7.2007 11:19
Krakkar úr Kópavogi heimsmeistarar í skák Skáksveit Salaskóla sigraði í flokki 14 ára og yngri á heimsmeistaramóti í skák sem lauk í Tékklandi í morgun. Þegar lokaumferð á mótinu hafði verið tefld voru Íslendingarnir með 1,5 vinning í forskot á næstu sveit. 18.7.2007 11:16
Dæmdur fyrir vörslu barnakláms Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann fyrir vörslu barnakláms á mánudaginn. Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað og fellur hún niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dóms haldi maðurinn almennt skilorð. Manninum er gert að greiða rúmlega 82.000 krónur í sakarkostnað. 18.7.2007 10:51
Sekt fyrir að klæðast einkennisskyrtu lögreglu opinberlega Karlmaður á Akureyri var í gær dæmdur til að greiða 20.000 króna sekt í ríkissjóð fyrir að vera í lögreglubúningi. Maðurinn var í einkennisskyrtu lögreglu á veitingastaðnum Kaffi Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 29. apríl í vor. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi að hann hafi með því brotið gegn valdstjórninni. 18.7.2007 09:57
Byssumaður í 10/11 Karlmaður í annarlegu ástandi kom inn í 10-11 verslunina við Austurstræti á sjöunda tímanum í morgun og miðaði startbyssu á viðskiptavini og starfsfólk, án þess að krefjast neins. 18.7.2007 09:05
Tóku 60 erlenda ferðamenn fyrir hraðakstur Meiri en helmingur þeirra sem lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í síðustu viku fyrir hraðakstur voru erlendir ferðamenn. Í umdæmi lögreglunnar á Selfossi eru að meðaltali fimm til sex erlendir ferðamenn stöðvaðir vegna hraðaksturs á hverjum degi. Flestir kjósa að greiða sektina á staðnum. 17.7.2007 21:58
Mikið um sinubruna á höfuðborgarsvæðinu Óvenjumikið hefur verið um sinubruna á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Gróður er víða þurr og eldur fljótur að breiðast út. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vill koma þeim tilmælum til fólks að það fari varlega með eld í náttúrunni. 17.7.2007 20:44
Trefjaplast í stað þorsks? Norskur útgerðarmaður með áratugareynslu segir Íslendinga ekki þurfa að örvænta vegna niðurskurðar á kvóta. Hann segir að Íslendingar ættu heldur að nota tækifærið til þess að reyna að ná fram aukinni hagkvæmni í útgerð og fiskveiðum. 17.7.2007 20:18
Lá í tuttugu mínútur á réttum kili áður en henni hvolfdi TF Sif var dregin til lands í nótt og flutt í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll til rannsóknar. Vonast er til að upplýsingar úr flugrita hennar varpi ljósi á atburðinn. Sjónarvottar segja að þyrlan hafi verið í um tuttugu mínútur á réttum kili í sjónum áður en henni hvolfdi. 17.7.2007 19:44
Lúkas ófundinn Hundurinn Lúkas er enn ekki fundinn en víðtæk leit verður gerð að hundinum á morgun á þeim slóðum þar sem sást til hans ofan við Akureyri í gær. 17.7.2007 19:42
Vestfirðir verða frístundabyggð ríkra Reykvíkinga á innan við 10 árum Íbúar eru farnir að flytja frá Flateyri en menn óttast viðvarandi atvinnuleysi á Vestfjörðum í framhaldi af samdrætti í aflaheimildum. Flosi Jakobsson útgerðarmaður í Bolungarvík segir að innan 10 ára verði Vestfirðir frístundabyggð fyrir ríka Reykvíkinga. 17.7.2007 19:02
Mokveiðist í Þingvallavatni Þrátt fyrir að veiðin í laxám víða um land hafi verið dræm vegna sumarblíðunnar undanfarnar vikur, þá mokveiðist í þingvallavatni. Nokkrir ákafir veiðimenn á öllum aldri voru þar fyrir skömmu. 17.7.2007 19:02
Hætta á skógareldum á Íslandi Nýtt vandamál er að koma upp á Íslandi en hætta er víða á skógareldum á suðvesturlandi sökum langvarandi þurrka. Túnþökur eru víðast hvar ónýtar í borginni og í Breiðholti eru síðustu sílin að drepast í Hólmatjörn. 17.7.2007 18:59
Jón Ólafsson hyggst selja íslenskt vatn til Bandaríkjanna Vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar, athafnamanns hefur gert samning um dreifingu á vatni við Bandaríska fyrirtækið Anheuser Bush sem er stærsta fyrirtækið sem dreifir drykkjarvörum í Bandaríkjunum. 17.7.2007 18:55
Dagvöruverð lægra nú en árið 2002 Finnur Árnason forstjóri Haga segir að verðlag á dagvöru hafi haldið verulega aftur af verðbólgunni síðustu fimm árin. Finnur segir að matvörur ásamt öðrum dagvörum, hafi lækkað á þessu tímabili og því sé fólk að greiða minna fyrir dagvörukörfuna núna en í febrúar árið 2002. 17.7.2007 18:55
Getur sótt um undanþágu hjá Heimavarnarráðuneytinu Dagbjört Rós Halldórsdóttir var rekinn frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum, eftir að hún var handtekinn fyrir hraðakstur. Dvalarleyfi hennar var útrunnið en erfiðleikar voru í hjónabandinu og bandarískur eiginmaður hennar hafði þá um tíma komið sér undan því að skrifa upp á umsókn hennar um græna kortið. 17.7.2007 18:53
Atvinnuleysi á ekki að vera hagstjórnartæki segir ASÍ Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ segir hugmyndir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að opna vinnumarkaðinn enn frekar til að draga úr verðbólgu benda til að hann vilji nota atvinnuleysi sem hagstjórnartæki. Framundan sé atvinnuleysi vegna loka stóriðjuframkvæmda og aflasamdráttar og óvarlegt sé að kynda enn frekar undir það. 17.7.2007 18:51
SPRON fyrirhugar breytingar í hlutafélag Stjórn SPRON samþykkti í dag að undirbúa breytingu sparisjóðsins í hlutafélag og óska eftir skráningu félagsins í Norrænu kauphöllina á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SPRON. Breyting sparisjóðsins í hlutafélag verður háð samþykki stofnfjáreigenda og Fjármálaeftirlitsins. 17.7.2007 18:44
Sviptur leyfi til að ávísa róandi og örvandi lyfjum Heilbrigðisráðuneytið hefur svipt þekktan geðlækni leyfi til að ávísa róandi og örvandi lyfjum. Leyfissviptingin er að tillögu landlæknis en embættinu hefur borist fjöldi ábendinga um að læknirinn ávísi ekki lyfjum samkvæmt læknisfræðilegum aðferðum. 17.7.2007 18:43
Reyk lagði frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga Mikinn reyk lagði frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartangi nú síðdegis eftir að viftur sem sjá um að soga reyk frá verksmiðjunni hættu að virka. Aðeins tók nokkrar mínútur að koma viftunum aftur í gang. 17.7.2007 18:07
Fluttur á slysadeild eftir trampólínslys Flytja þurfti karlmann á þrítugsaldri á slysadeild um síðustu helgi eftir óhapp á trampólíni. Maðurinn fékk slæma byltu og féll í yfirlið skamma stund. Þá fékk hann einnig skurð á andlitið. 17.7.2007 17:20
Bára Friðriksdóttir valin í Tjarnaprestakalli Valnefnd í Tjarnaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum þann 6. júlí síðastliðinn að leggja til að sr. Bára Friðriksdóttir verði ráðin sóknarprestur í Tjarnaprestakalli. Níu umsækjendur voru um embættið. Embættið veitist frá 1. september 2007. 17.7.2007 16:30
Tilkynning frá vegagerðinni Vegna mikilla blæðinga í malbiki á Kræklingahlíð norðan Akureyrar eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát meðan þetta ástand varir og fylgja fyrirmælum um lækkun á umferðarhraða. Búið er að gera við skemmdir á klæðningu á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Vegfarendur eru þó enn beðnir að sýna aðgát vegna steinkasts. 17.7.2007 15:46
Þrettán stútar teknir um helgina Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru tólf karlar og ein kona á fimmtugsaldri. Lögreglan stöðvaði sömuleiðis för sex annarra ökumanna í Reykjavík um helgina. Fimm þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta voru allt karlmenn. 17.7.2007 15:26
Nafn mannsins sem lést á Akrafjallsvegi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Akrafjallsvegi í gær hét Aðalsteinn Davíð Jóhannsson. Hann var 35 ára gamall og bjó á Akranesi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. 17.7.2007 15:12
Faðir stúlkunnar vill hjálp barnaverndaryfirvalda Stúlkunni sem réðst á jafnöldru sína í tívolíinu við Smáralind síðustu viku var vísað úr skóla síðastliðið haust. Hún er á skólaskyldualdri en fékk ekki skólavist síðastliðinn vetur. Faðirinn segist hafa átt viðtöl við barnaverndaryfirvöld í dag og leiti eftir úrræðum á þeirra vegum. 17.7.2007 14:42
Mikið um innbrot í bíla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar á vefsíðu sinni við vegfarendur að skilja ekki verðmæti eftir í bílum sínum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að verðmæti séu ekki í augsýn. Talsvert hefur verið um innbrot í bíla upp á síðkastið. Þjófar virðast meðal annars sækjast eftir geislaspilurum, myndavélum og GPS-tækjum. 17.7.2007 14:00
Sjúkraflutningamenn vilja ekki Benz Sjúkraflutningamenn óttast öryggi sitt og farþega í nýjum sjúkrabílum sem keyptir hafa verið til landsins. Í mörg ár hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins notað bíla af Econline gerð. Nú hafa hins vegar verið keyptir bílar af gerðinni Benz-Sprinter. 17.7.2007 13:56