Innlent

Forsætisráðherra boðar niðurskurð í aflaheimildum í þjóðhátíðarræðu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á Austurvelli í morgun.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á Austurvelli í morgun. MYND/Lára

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, talaði um kvótakerfið og úthlutun aflaheimilda í þjóðhátíðarræðu sinni á Austurvelli. Sagði hann nauðsynlegt að fundin yrði leið til að sætta sjónarmið fiskifræðinga og útgerðarmanna.

Í ræðu sinni sagði Geir að kvótakerfið væri ekki fullkomið og það mætti eflaust bæta. Hann sagði kerfið þó það besta sem völ væri á í dag. Talaði hann um þau vandamál sem mörg byggðarlög glíma við í dag vegna skorts á kvóta og minnti á skyldu ríkisvaldsins til að koma þessum byggðarlögum til hjálpar.

Þá minntist Geir á tillögur Hafrannsóknarstofnunar um verulega niðurskurð á aflaheimildum á þorski. Sagði hann ljóst að þjóðin hefði meiri viðspyrnu í dag til að taka á sig meira. Hann sagði ríkisstjórnina standa á bak við sjávarútvegsráðherra í þessu máli og að fundin yrði leið til að sætta sjónarmið fiskifræðinga og útgerðarmanna.

Ennfremur talaði Geir um tengsl Alþingis við hinn forna þingstað á Þingvöllum. Sagði forsætisráðherra nauðsynlegt að þessi tengsl yrðu treyst til að mynda með því að Alþingi yrði fundinn staður til sérstakra fundarhalda á Þingvöllum.

Að lokum minntist Geir á þau hátíðarhöld sem fyrirhuguð eru á árinu í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds.



Ræða Geirs í heild sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×