Innlent

Mikið tjón í bruna á Selfossi

Bílaverkstæðið brann til kaldra kola.
Bílaverkstæðið brann til kaldra kola. MYND/365

Mikið eignatjón varð þegar kviknaði í verksmiðjuhúsnæði við Gagnheiði á Selfossi um hálf níuleytið í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið Selfoss var kallað út og naut það einnig aðstoðar slökkviliðsmanna frá Hveragerði.

Í húsinu er bílaverkstæði og samlokugerð og var eldurinn aðeins laus í þeim hluta hússins þar sem bílaverkstæðið er. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvistarfi lokið rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Talið er að bílaverkstæðið sé gjörónýtt. Samlokugerðin virðist hafa sloppið við minniháttar skemmdir en eldveggur milli hennar og verkstæðisins hélt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×