Innlent

Lugovoi staðhæfir að hann sé saklaus

MYND/AFP

Maðurinn sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Alexander Litvinenko  hefur ítrekað sakleysi sitt. Hann segist hafa talað við Litvinenko á dánarbeðinu.

Andrei Lugovoi, fyrrverandi lífvörður hjá sovésku leyniþjónustunni KGB, sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð að hann hefði rætt við Litvinenko í síma þar sem andófsmaðurinn lá banaleguna á sjúkrahúsi í London.

Hann segir að vel hafi farið á með þeim Litvinenko og að hann hafi ekki minnst á það einu orði að hann grunaði Lugovoi um græsku. Hann segir einnig að erindi hans í London þegar eitrað var fyrir Litvinenko hafi verið að fara á fótboltaleik.

Kvikmynd um morðið á Litvinenko hefur þegar verið gerð og var hún frumsýnd í gær á Cannes hátíðinni í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×