Fleiri fréttir „Kleppur er ekki endastöð heldur endurhæfingarstöð“, segir fyrrverandi vistmaður Kleppur er ekki endastöð heldur endurhæfingarstöð, segir þrítug kona sem lögð var inn á spítalann í vetur vegna geðsjúkdóms. Hún segir mikla fordóma gagnvart vistmönnum Klepps í samfélaginu. 26.5.2007 19:22 Flest ungmenni sem beita önnur börn kynferðisofbeldi hafa sjálf verið misnotuð Nær flest ungmenni undir átján ára aldri sem misnota börn kynferðislega, hafa sjálf verið misnotuð eða lifað við einhverskonar ofbeldi í uppvexti sínum. Þetta segir Robert E. Lango bandarískur meðferðarsérfræðingur. 26.5.2007 19:08 Bátar í eigu Kambs seldir frá Flateyri Samkomulag er um að tveir bátar í eigu Kambs á Flateyri verði seldir til nærliggjandi plássa á Vestfjörðum. Þeir taka ríflega helming kvótans sem Kambur hafði til umráða. Bæjarstjórn Ísafjarðar ætlar að gera úttekt á því hvort hægt sé að stofna félag sem gæti keypt aflaheimildir í þeim tilgangi að halda fiskvinnslu á staðnum. 26.5.2007 18:58 Fermingarbörn mögulegir hryðjuverkamenn Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. 26.5.2007 18:45 Eldur í timburhúsi á Sólheimum Stórt timburhús á Sólheimum í Grímsnesi logar nú glatt og leggur svartan reyk yfir nágrennið. Slökkvilið vinnur að því að ná tökum á eldinum og eru slökkvibílar frá Selfossi, Laugarvatni og Reykholti á staðnum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni í húsinu. Það er að hruni komið en slökkvilið reynir einnig að slökkva sinuelda sem kviknað hafa í norðanvindinum. 26.5.2007 18:40 Síðasta reykingahelgi Íslands Síðasta reykingahelgin er runnin upp á veitinga- og skemmtistöðum landsins. Hópur veitingamanna í miðborg Reykjavíkur fór nýverið til Stokkhólms til að kynna sér lausnir þarlendra veitingamanna á reykingabanninu. 26.5.2007 18:30 Mikil hætta vegna kappakstur í Garðabæ Mikil hætta skapaðst á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ nú á þriðja tímanum þegar tveir ökumenn voru að spyrna skammt frá Olís. Hámarkshraði þar eru 80 km á klukkustund, en mennirnir voru báðir á 170 km hraða þegar þeir voru mældir. Um var að ræða karlmann um tvítugt, og annan á þrítugsaldri. Þeir voru stöðvaðir til móts við Stórás í Garðabæ og fluttir á svæðisstöðina í Hafnarfirði þar sem þeir voru sviptir ökuleyfi. 26.5.2007 14:53 Opið í Hlíðarfjalli um helgina Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið um helgina. Veður er hið besta, en hiti rétt við frostmark. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns eru um 100 manns í brekkunum í dag. Hann þakkar kuldakasti síðustu daga og vikna fyrir að hægt sé að hafa opið þessa helgi. 26.5.2007 13:20 Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins Einn af vorboðunum sigldi inn Reykjavíkurhöfn í morgun. Það var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, MS Fram, sem liggur við Miðbakkann í dag. 26.5.2007 12:37 Kona sem greindist með berkla á batavegi Portúgölsk kona, starfsmaður á Kárahnjúkum sem greindist nýlega með berkla og var send á Landspítala Háskólasjúkrahús til nánari rannsókna er á batavegi að sögn vakthafandi læknis á smitsjúkdómadeild. 26.5.2007 12:22 Hvetur til að hvítasunna verði þjóðahátíð Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hvetur presta til að gera messu hvítasunnunnar að þjóðahátíð kirkjunnar. Þar verði útlendingum og aðkomufólki boðið að lesa texta Postulasögunnar á sínu eigin tungumáli. 26.5.2007 12:19 Ásókn í lóðir á Urriðaholti Tilboð bárust í allar þær fjörutíu og sjö lóðir sem opnað var fyrir í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Tilboðum var tekið í rúmlega helming lóðanna. Í boði voru lóðir undir fjölbýli, raðhús, parhús og sérbýli. Þar á meðal voru sex óvenju stórar einbýlishúsalóðir sem standa næst Urriðavatni og er heimilt að reisa allt að 900 fermetra hús á þeim. 26.5.2007 11:03 Hjólað 10,5 hringi í kringum hnöttinn Rösklega sexþúsund og fimm hundruð manns tóku þátt í fyrirtækjaleiknum Hjólað í vinnuna og voru farnir vel yfir 400 þúsund kílómetra - sem eru um 10,4 hringir í kringum jörðina. Tæplega tveir þriðju hjóluðu og þriðjungur gekk. Sigurvegararnar fengu sigurlaunin afhent í húsdýragarðinum í gær. Öll fyrri met voru slegin að þessu sinni. 26.5.2007 10:59 Jóhanna Vala er Ungfrú Ísland 2007 Jóhanna Vala Jónsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2007 á Broadway í beinni útsendingu á Skjá einum í gærkvöldi. Jóhanna er tvítug og býr í Reykjavík. Í öðru sæti hafnaði Katrín Dögg Sigurðardóttir, 21 árs frá Seltjarnarnesi. Ungfrú Reykjavík Fanney Lára Guðmundsdóttir varð í þriðja sæti. Hún er tvítug og býr í Kópavogi. 26.5.2007 10:47 Kleppur 100 ára Í tilefni af aldarafmæli Kleppsspítala um helgina verður haldin viðamikil dagskrá á spítalanum í dag. Hún hefst klukkan ellefu með hugvekju séra Sigfinns Þorleifssonar. Að því loknu afhendir Reykjavíkurborg Kleppi listaverkið Pilt og stúlku eftir Ásmund Sveinsson. 26.5.2007 10:30 Um 200 manns á leið á Hvannadalshnjúk Árleg Hvítasunnuganga Ferðafélags Íslands á Hvannadalshnjúk stendur nú yfir. Um 200 manns eru á leið upp á þennan hæsta tind landsins í blíðskaparveðri. Ferðafélagar lögðu af stað klukkan fimm í morgun. Þeir áætla að verða níu tíma á leiðinni upp á topp og fimm tíma niður. Að sögn Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara er veður sérlega gott, blankandi logn, sól og hiti. 26.5.2007 09:57 Sætaskipan á ríkisstjórnarfundum ekki tilviljunum háð Á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar í dag sátu þau Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlið við hlið. Þetta mun hafa vakið þó nokkra athygli enda ekki langt síðan þau tvö börðust hart um völdin í Reykjavíkurborg. Þarna mun tilviljun ein þó ekki hafa ráðið. 25.5.2007 23:51 Kona í haldi fyrir stórfelld fjársvik Lögreglan í Reykjavík handtók í kvöld konu sem grunuð er um stórfelld fjársvik. Konan mun hafa tekið út af krítarkorti í óleyfi hátt í tvær milljónir króna. 25.5.2007 23:32 Tilboð í lóðir á Urriðaholti opnuð í dag Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga uppbyggingar Urriðaholts í Garðabæ voru opnuð í dag. Alls stóðu til boða 47 lóðaeiningar fyrir 100 íbúðir og bárust tilboð í þær allar. Tilboðum var tekið í rúmlega helming lóðanna. Tilboð bárust í fimm óvenju stórar einbýlishúsalóðir en aðeins einu þeirra var tekið. 25.5.2007 23:06 Héðinn Steingrímsson stórmeistari í skák Héðinn Steingrímsson skákmaður er orðinn stórmeistari í skák. Héðinn teflir nú á Capo d’Orso mótinu og á hann eina skák eftir en á morgun mætir hann skoska stórmeistaranum Jonathan Rowson. Árangur héðins hingað til í mótinu, en hann er efstur með sjö vinninga, þýðir að skákin á morgun skiptir ekki höfuðmáli því stórmeistaranafnbótin er í höfn. 25.5.2007 21:54 Álverið í Helguvík: Fyrsta skóflustunga fyrir lok þessa árs Logan Kruger, forstjóri Century Aluminium álfyrirtækisins er bjartsýnn á framtíð álvers í Helguvík og segir að það verði eitt það umhverfisvænasta í heiminum. Páll Ketilsson,ritstjóri Víkurfrétta, hitti Logan að máli og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um væntanlegt álver í Helguvík. 25.5.2007 21:00 Kristrún aðstoðar Ingibjörgu Kristrún Heimisdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Kristrún, sem er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, er lögfræðingur að mennt og 35 ára gömul. 25.5.2007 20:32 Vatnsmeðferðir stundaðar í lækningaskyni fyrstu árin á Kleppi Fyrstu meðferðir fyrir geðfatlaða á Kleppi fyrir hundrað árum voru svokallaðar vatnsmeðferðir sem fólust í að setja sjúklingana í heit og köld böð í lækningaskyni. Þá voru sumir þeirra látnir lifa einungis á vatni í nokkrar vikur. Bylting varð í meðhöndlun geðfatlaðra þegar geðlyfin komu um miðja seinustu öld. 25.5.2007 19:38 Strandsiglingar hefjast Norðlendingar hafa ákveðið að hefja strandsiglingar hringinn í kringum landið. Siglt verður héðan til Danmerkur og Eystrasaltsríkjanna. Til þess hefur verið keypt rúmlega þrjú þúsund tonna fjölnota flutningaskip sem siglt verður hingað frá Lettlandi eftir helgi. 25.5.2007 19:30 Samverustundir foreldra og ungmenna besta vímuefnaforvörnin Vímuefnaneysla ungmenna í Reykjavík hefur dregist saman síðasta áratug og er nú minni en í mörgum borgum Evrópu, sem sækjast nú eftir því að kynnast íslenskum forvarnaraðferðum. Samverustundir ungmenna og foreldra, eftirlit með samkvæmum og skipulagt tómstundastarf eru lykillinn að velgengni Íslendinga í forvarnarmálum. 25.5.2007 19:13 Framboð á leiguhúsnæði eykst með tilkomu Keilis Í hálffimmfréttum Kaupþings er greint frá því að útlit sé fyrir að framboð á húsnæði til leigu muni aukast að einhverju marki á suðvesturhorninu með tilkomu Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. „Alls er um 2.200 íbúðir að ræða sem jafngildir tæplega heils árs framboði á íbúðum á Reykjavíkursvæðinu,“ segir Kaupþing. 25.5.2007 19:05 Valgerður í varaformanns- embættið Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sækist eftir embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi í næsta mánuði. Hvorki Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, eða Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, sækjast eftir embættinu. Valgerður segir Framsóknarflokkinn verða málefnalegan í stjórnarandstöðu sinni. 25.5.2007 19:00 Ríkisstjórn ræðir málefni Flateyrar Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að vandi Flateyrar sé endurspeglun á hlið kvótakerfisins sem mönnum hafi verið ljós. Þess vegna hafi verið gripið til mótaðgerða innan kerfisins. Ríkisstjórnin ræddi vanda Flateyrar en þar sé ljóst að mótaðgerðirnar hafa ekki dugað til. Yfirlýst lokun útgerðar og vinnslu á staðnum er plássinu gífurlegt áfall. 25.5.2007 18:58 Óhugnanlegt myndband fer um netið Myndband sem vakið hefur óhug fólks gengur nú manna á milli á netinu. Óljóst er hvort myndbandið er leikið eða ekki en það sýnir karlmann nauðga konu. Myndbönd af þessu tagi hvetja menn ekki til ofbeldisverka segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. 25.5.2007 18:57 Ríkisstjórn ræðir aðgerðir í þágu barna og eldri borgara Ríkisstjórnin ákvað í morgun að leggja fyrir þing aðgeðraráætlun í málefnum barna í næstu viku, í samræmi við stefnuskrá nýrrar stjórnar. Einnig voru rædd í stjórninni aðgerðir í málefnum aldraðra og breytingar á stórnarráðinu vegna tilflutnings verkefna. 25.5.2007 18:50 Mannlíf segir flokkinn hafa kúgað Morgunblaðið Fullyrt er í Mannlífsgrein að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi fyrir áratug reynt að kúga Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins til fylgisspektar við stefnu flokksins. Hafi Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum meðal annars krafist gjaldfellingar lána ritstjórans. Kjartan segir þetta staðlausa stafi og slúður. 25.5.2007 18:47 Endurbætur á slysa- og bráðadeild í Fossvogi hafnar Nú standa yfir miklar endurbætur á slysa- og bráðadeild á Landspítala Fossvogi. Fólk er beðið um að sína skilning á þeim óþægindum sem kunna að skapast vegna breytinganna. 25.5.2007 18:39 Starfsmaður á Kárahnjúkum greinist með berkla Portúgölsk kona, starfsmaður á Kárahnjúkum, hefur verið greind með berkla og er í einangrun á Landspítalanum. Vakthafandi læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað staðfesti þetta í samtali við Vísi. 25.5.2007 18:05 Felldi úr gildi dóm um afhendingu barns Hæstiréttur felldi í dag úr gildi dóm héraðsdóms um að íslenskri konu bæri að afhenda barnsföður sínum dóttur sína með beinni aðfararaðgerð þar sem dómur á æðra dómstigi í Frakklandi væri ekki fallinn. 25.5.2007 16:50 Féll niður tröppu með barn í fanginu Fertug kona slasaðist um miðjan daginn í gær eftir að hún féll niður tröppu í vesturbæ Reykjavíkur. Konan var með barn sitt fanginu en það sakaði ekki. Nokkuð var um slys á fólki á höfuðborgarsvæðinu í gær en flest voru þau minniháttar. 25.5.2007 16:39 Bílvelta á Óshlíð Flytja þurfti konu á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði eftir að bíll sem hún ók valt á veginum um Óshlíð laust fyrir klukkan þrjú í dag. Nota þurfti klippur til að ná konunni út úr bifreiðinni. 25.5.2007 16:22 Lögðu 417 þúsund kílómetra að baki Nýtt met var sett í hinni árlegu hjólakeppni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Hjólað í vinnuna, sem stóð frá 2. til 22. maí. Alls lögðu 6642 þátttakendur frá 409 vinnustöðum ríflega 417 þúsund kílómetra að baki á þessum tíma en það jafngildir rúmum tíu hringjum í kringum jörðina. 25.5.2007 16:00 Lögreglan bjargar messuhaldi í Krísuvík Á dögunum stálu tveir ógæfumenn biblíu og sálmabók úr Krísuvíkurkirkju en þeir voru handteknir fyrir austan fjall skömmu eftir þjófnaðinn. 25.5.2007 15:28 Boða öflugt umferðareftirlit yfir hvítasunnuhelgi Allt umferðareftirlit verður aukið yfir hvítasunnuhelgi en meginmarkmiðið er að draga úr hraðakstri og auka umferðaröyryggi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þá mun embættið leggja sérstaka áherslu á umferðareftirlit í allt sumar. 25.5.2007 15:19 Fær bætur vegna flutnings í starfi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða hjúkrunarfræðingi hálfa milljón króna í bætur vegna tilfærslu í starfi innan Landspítalans sem var talin íþyngjandi. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu hjúkrunarfræðingsins um að tilfærslan yrði dæmd ógild. 25.5.2007 15:19 Stofna almenningshlutafélag til kaupa veiðiheimildir Kanna á möguleikana á því að stofna almenningshlutafélag í Ísafjarðarbæ sem hefur það hlutverk að kaupa veiðiheimildir og tryggja þannig fullvinnslu sjávarafurða á svæðinu. Þetta kemur fram í tillögu sem meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram og greint er frá á fréttavef Bæjarins besta. 25.5.2007 14:53 Nordisk Mobil Ísland fær úthlutað tíðniheimild fyrir farsíma á Íslandi Fjarskiptafyrirtækið Nordisk Mobil Ísland ehf. hefur fengið úthlutað tíðniheimild fyrir landrægt stafrænt farsímakerfi á Íslandi. Um er að ræða arftaka gamla NMT farsímakerfisins en gert er ráð fyrir að fullri útbreiðslu verði náð strax í byrjun næsta árs. 25.5.2007 14:39 Þrettán sækjast eftir embætti umboðsmanns barna Þrettán umsóknir bárust um embætti umboðsmanns barna en umsóknarfrestur rann út þriðjudaginn 22. maí. Í hópi umsækjenda eru níu konur og fjórir karlar. 25.5.2007 14:33 Össur nýr samstarfsráðherra Norðurlanda Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra, hefur tekið við embætti samstarfsráðherra Norðurlanda samkvæmt ákvörðun Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Tekur hann við því embætti af Jónínu Bjartmarz sem hvarf úr stóli umhverfisráðherra í gær. 25.5.2007 14:24 Sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 6 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann með glerflösku í andlitið á skemmtistað í Reykjavík í fyrra. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu 273 þúsund krónur í skaðabætur. 25.5.2007 14:12 Sjá næstu 50 fréttir
„Kleppur er ekki endastöð heldur endurhæfingarstöð“, segir fyrrverandi vistmaður Kleppur er ekki endastöð heldur endurhæfingarstöð, segir þrítug kona sem lögð var inn á spítalann í vetur vegna geðsjúkdóms. Hún segir mikla fordóma gagnvart vistmönnum Klepps í samfélaginu. 26.5.2007 19:22
Flest ungmenni sem beita önnur börn kynferðisofbeldi hafa sjálf verið misnotuð Nær flest ungmenni undir átján ára aldri sem misnota börn kynferðislega, hafa sjálf verið misnotuð eða lifað við einhverskonar ofbeldi í uppvexti sínum. Þetta segir Robert E. Lango bandarískur meðferðarsérfræðingur. 26.5.2007 19:08
Bátar í eigu Kambs seldir frá Flateyri Samkomulag er um að tveir bátar í eigu Kambs á Flateyri verði seldir til nærliggjandi plássa á Vestfjörðum. Þeir taka ríflega helming kvótans sem Kambur hafði til umráða. Bæjarstjórn Ísafjarðar ætlar að gera úttekt á því hvort hægt sé að stofna félag sem gæti keypt aflaheimildir í þeim tilgangi að halda fiskvinnslu á staðnum. 26.5.2007 18:58
Fermingarbörn mögulegir hryðjuverkamenn Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. 26.5.2007 18:45
Eldur í timburhúsi á Sólheimum Stórt timburhús á Sólheimum í Grímsnesi logar nú glatt og leggur svartan reyk yfir nágrennið. Slökkvilið vinnur að því að ná tökum á eldinum og eru slökkvibílar frá Selfossi, Laugarvatni og Reykholti á staðnum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni í húsinu. Það er að hruni komið en slökkvilið reynir einnig að slökkva sinuelda sem kviknað hafa í norðanvindinum. 26.5.2007 18:40
Síðasta reykingahelgi Íslands Síðasta reykingahelgin er runnin upp á veitinga- og skemmtistöðum landsins. Hópur veitingamanna í miðborg Reykjavíkur fór nýverið til Stokkhólms til að kynna sér lausnir þarlendra veitingamanna á reykingabanninu. 26.5.2007 18:30
Mikil hætta vegna kappakstur í Garðabæ Mikil hætta skapaðst á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ nú á þriðja tímanum þegar tveir ökumenn voru að spyrna skammt frá Olís. Hámarkshraði þar eru 80 km á klukkustund, en mennirnir voru báðir á 170 km hraða þegar þeir voru mældir. Um var að ræða karlmann um tvítugt, og annan á þrítugsaldri. Þeir voru stöðvaðir til móts við Stórás í Garðabæ og fluttir á svæðisstöðina í Hafnarfirði þar sem þeir voru sviptir ökuleyfi. 26.5.2007 14:53
Opið í Hlíðarfjalli um helgina Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið um helgina. Veður er hið besta, en hiti rétt við frostmark. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns eru um 100 manns í brekkunum í dag. Hann þakkar kuldakasti síðustu daga og vikna fyrir að hægt sé að hafa opið þessa helgi. 26.5.2007 13:20
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins Einn af vorboðunum sigldi inn Reykjavíkurhöfn í morgun. Það var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, MS Fram, sem liggur við Miðbakkann í dag. 26.5.2007 12:37
Kona sem greindist með berkla á batavegi Portúgölsk kona, starfsmaður á Kárahnjúkum sem greindist nýlega með berkla og var send á Landspítala Háskólasjúkrahús til nánari rannsókna er á batavegi að sögn vakthafandi læknis á smitsjúkdómadeild. 26.5.2007 12:22
Hvetur til að hvítasunna verði þjóðahátíð Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hvetur presta til að gera messu hvítasunnunnar að þjóðahátíð kirkjunnar. Þar verði útlendingum og aðkomufólki boðið að lesa texta Postulasögunnar á sínu eigin tungumáli. 26.5.2007 12:19
Ásókn í lóðir á Urriðaholti Tilboð bárust í allar þær fjörutíu og sjö lóðir sem opnað var fyrir í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Tilboðum var tekið í rúmlega helming lóðanna. Í boði voru lóðir undir fjölbýli, raðhús, parhús og sérbýli. Þar á meðal voru sex óvenju stórar einbýlishúsalóðir sem standa næst Urriðavatni og er heimilt að reisa allt að 900 fermetra hús á þeim. 26.5.2007 11:03
Hjólað 10,5 hringi í kringum hnöttinn Rösklega sexþúsund og fimm hundruð manns tóku þátt í fyrirtækjaleiknum Hjólað í vinnuna og voru farnir vel yfir 400 þúsund kílómetra - sem eru um 10,4 hringir í kringum jörðina. Tæplega tveir þriðju hjóluðu og þriðjungur gekk. Sigurvegararnar fengu sigurlaunin afhent í húsdýragarðinum í gær. Öll fyrri met voru slegin að þessu sinni. 26.5.2007 10:59
Jóhanna Vala er Ungfrú Ísland 2007 Jóhanna Vala Jónsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2007 á Broadway í beinni útsendingu á Skjá einum í gærkvöldi. Jóhanna er tvítug og býr í Reykjavík. Í öðru sæti hafnaði Katrín Dögg Sigurðardóttir, 21 árs frá Seltjarnarnesi. Ungfrú Reykjavík Fanney Lára Guðmundsdóttir varð í þriðja sæti. Hún er tvítug og býr í Kópavogi. 26.5.2007 10:47
Kleppur 100 ára Í tilefni af aldarafmæli Kleppsspítala um helgina verður haldin viðamikil dagskrá á spítalanum í dag. Hún hefst klukkan ellefu með hugvekju séra Sigfinns Þorleifssonar. Að því loknu afhendir Reykjavíkurborg Kleppi listaverkið Pilt og stúlku eftir Ásmund Sveinsson. 26.5.2007 10:30
Um 200 manns á leið á Hvannadalshnjúk Árleg Hvítasunnuganga Ferðafélags Íslands á Hvannadalshnjúk stendur nú yfir. Um 200 manns eru á leið upp á þennan hæsta tind landsins í blíðskaparveðri. Ferðafélagar lögðu af stað klukkan fimm í morgun. Þeir áætla að verða níu tíma á leiðinni upp á topp og fimm tíma niður. Að sögn Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara er veður sérlega gott, blankandi logn, sól og hiti. 26.5.2007 09:57
Sætaskipan á ríkisstjórnarfundum ekki tilviljunum háð Á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar í dag sátu þau Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlið við hlið. Þetta mun hafa vakið þó nokkra athygli enda ekki langt síðan þau tvö börðust hart um völdin í Reykjavíkurborg. Þarna mun tilviljun ein þó ekki hafa ráðið. 25.5.2007 23:51
Kona í haldi fyrir stórfelld fjársvik Lögreglan í Reykjavík handtók í kvöld konu sem grunuð er um stórfelld fjársvik. Konan mun hafa tekið út af krítarkorti í óleyfi hátt í tvær milljónir króna. 25.5.2007 23:32
Tilboð í lóðir á Urriðaholti opnuð í dag Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga uppbyggingar Urriðaholts í Garðabæ voru opnuð í dag. Alls stóðu til boða 47 lóðaeiningar fyrir 100 íbúðir og bárust tilboð í þær allar. Tilboðum var tekið í rúmlega helming lóðanna. Tilboð bárust í fimm óvenju stórar einbýlishúsalóðir en aðeins einu þeirra var tekið. 25.5.2007 23:06
Héðinn Steingrímsson stórmeistari í skák Héðinn Steingrímsson skákmaður er orðinn stórmeistari í skák. Héðinn teflir nú á Capo d’Orso mótinu og á hann eina skák eftir en á morgun mætir hann skoska stórmeistaranum Jonathan Rowson. Árangur héðins hingað til í mótinu, en hann er efstur með sjö vinninga, þýðir að skákin á morgun skiptir ekki höfuðmáli því stórmeistaranafnbótin er í höfn. 25.5.2007 21:54
Álverið í Helguvík: Fyrsta skóflustunga fyrir lok þessa árs Logan Kruger, forstjóri Century Aluminium álfyrirtækisins er bjartsýnn á framtíð álvers í Helguvík og segir að það verði eitt það umhverfisvænasta í heiminum. Páll Ketilsson,ritstjóri Víkurfrétta, hitti Logan að máli og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um væntanlegt álver í Helguvík. 25.5.2007 21:00
Kristrún aðstoðar Ingibjörgu Kristrún Heimisdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Kristrún, sem er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, er lögfræðingur að mennt og 35 ára gömul. 25.5.2007 20:32
Vatnsmeðferðir stundaðar í lækningaskyni fyrstu árin á Kleppi Fyrstu meðferðir fyrir geðfatlaða á Kleppi fyrir hundrað árum voru svokallaðar vatnsmeðferðir sem fólust í að setja sjúklingana í heit og köld böð í lækningaskyni. Þá voru sumir þeirra látnir lifa einungis á vatni í nokkrar vikur. Bylting varð í meðhöndlun geðfatlaðra þegar geðlyfin komu um miðja seinustu öld. 25.5.2007 19:38
Strandsiglingar hefjast Norðlendingar hafa ákveðið að hefja strandsiglingar hringinn í kringum landið. Siglt verður héðan til Danmerkur og Eystrasaltsríkjanna. Til þess hefur verið keypt rúmlega þrjú þúsund tonna fjölnota flutningaskip sem siglt verður hingað frá Lettlandi eftir helgi. 25.5.2007 19:30
Samverustundir foreldra og ungmenna besta vímuefnaforvörnin Vímuefnaneysla ungmenna í Reykjavík hefur dregist saman síðasta áratug og er nú minni en í mörgum borgum Evrópu, sem sækjast nú eftir því að kynnast íslenskum forvarnaraðferðum. Samverustundir ungmenna og foreldra, eftirlit með samkvæmum og skipulagt tómstundastarf eru lykillinn að velgengni Íslendinga í forvarnarmálum. 25.5.2007 19:13
Framboð á leiguhúsnæði eykst með tilkomu Keilis Í hálffimmfréttum Kaupþings er greint frá því að útlit sé fyrir að framboð á húsnæði til leigu muni aukast að einhverju marki á suðvesturhorninu með tilkomu Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. „Alls er um 2.200 íbúðir að ræða sem jafngildir tæplega heils árs framboði á íbúðum á Reykjavíkursvæðinu,“ segir Kaupþing. 25.5.2007 19:05
Valgerður í varaformanns- embættið Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sækist eftir embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi í næsta mánuði. Hvorki Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, eða Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, sækjast eftir embættinu. Valgerður segir Framsóknarflokkinn verða málefnalegan í stjórnarandstöðu sinni. 25.5.2007 19:00
Ríkisstjórn ræðir málefni Flateyrar Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að vandi Flateyrar sé endurspeglun á hlið kvótakerfisins sem mönnum hafi verið ljós. Þess vegna hafi verið gripið til mótaðgerða innan kerfisins. Ríkisstjórnin ræddi vanda Flateyrar en þar sé ljóst að mótaðgerðirnar hafa ekki dugað til. Yfirlýst lokun útgerðar og vinnslu á staðnum er plássinu gífurlegt áfall. 25.5.2007 18:58
Óhugnanlegt myndband fer um netið Myndband sem vakið hefur óhug fólks gengur nú manna á milli á netinu. Óljóst er hvort myndbandið er leikið eða ekki en það sýnir karlmann nauðga konu. Myndbönd af þessu tagi hvetja menn ekki til ofbeldisverka segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. 25.5.2007 18:57
Ríkisstjórn ræðir aðgerðir í þágu barna og eldri borgara Ríkisstjórnin ákvað í morgun að leggja fyrir þing aðgeðraráætlun í málefnum barna í næstu viku, í samræmi við stefnuskrá nýrrar stjórnar. Einnig voru rædd í stjórninni aðgerðir í málefnum aldraðra og breytingar á stórnarráðinu vegna tilflutnings verkefna. 25.5.2007 18:50
Mannlíf segir flokkinn hafa kúgað Morgunblaðið Fullyrt er í Mannlífsgrein að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi fyrir áratug reynt að kúga Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins til fylgisspektar við stefnu flokksins. Hafi Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum meðal annars krafist gjaldfellingar lána ritstjórans. Kjartan segir þetta staðlausa stafi og slúður. 25.5.2007 18:47
Endurbætur á slysa- og bráðadeild í Fossvogi hafnar Nú standa yfir miklar endurbætur á slysa- og bráðadeild á Landspítala Fossvogi. Fólk er beðið um að sína skilning á þeim óþægindum sem kunna að skapast vegna breytinganna. 25.5.2007 18:39
Starfsmaður á Kárahnjúkum greinist með berkla Portúgölsk kona, starfsmaður á Kárahnjúkum, hefur verið greind með berkla og er í einangrun á Landspítalanum. Vakthafandi læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað staðfesti þetta í samtali við Vísi. 25.5.2007 18:05
Felldi úr gildi dóm um afhendingu barns Hæstiréttur felldi í dag úr gildi dóm héraðsdóms um að íslenskri konu bæri að afhenda barnsföður sínum dóttur sína með beinni aðfararaðgerð þar sem dómur á æðra dómstigi í Frakklandi væri ekki fallinn. 25.5.2007 16:50
Féll niður tröppu með barn í fanginu Fertug kona slasaðist um miðjan daginn í gær eftir að hún féll niður tröppu í vesturbæ Reykjavíkur. Konan var með barn sitt fanginu en það sakaði ekki. Nokkuð var um slys á fólki á höfuðborgarsvæðinu í gær en flest voru þau minniháttar. 25.5.2007 16:39
Bílvelta á Óshlíð Flytja þurfti konu á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði eftir að bíll sem hún ók valt á veginum um Óshlíð laust fyrir klukkan þrjú í dag. Nota þurfti klippur til að ná konunni út úr bifreiðinni. 25.5.2007 16:22
Lögðu 417 þúsund kílómetra að baki Nýtt met var sett í hinni árlegu hjólakeppni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Hjólað í vinnuna, sem stóð frá 2. til 22. maí. Alls lögðu 6642 þátttakendur frá 409 vinnustöðum ríflega 417 þúsund kílómetra að baki á þessum tíma en það jafngildir rúmum tíu hringjum í kringum jörðina. 25.5.2007 16:00
Lögreglan bjargar messuhaldi í Krísuvík Á dögunum stálu tveir ógæfumenn biblíu og sálmabók úr Krísuvíkurkirkju en þeir voru handteknir fyrir austan fjall skömmu eftir þjófnaðinn. 25.5.2007 15:28
Boða öflugt umferðareftirlit yfir hvítasunnuhelgi Allt umferðareftirlit verður aukið yfir hvítasunnuhelgi en meginmarkmiðið er að draga úr hraðakstri og auka umferðaröyryggi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þá mun embættið leggja sérstaka áherslu á umferðareftirlit í allt sumar. 25.5.2007 15:19
Fær bætur vegna flutnings í starfi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða hjúkrunarfræðingi hálfa milljón króna í bætur vegna tilfærslu í starfi innan Landspítalans sem var talin íþyngjandi. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu hjúkrunarfræðingsins um að tilfærslan yrði dæmd ógild. 25.5.2007 15:19
Stofna almenningshlutafélag til kaupa veiðiheimildir Kanna á möguleikana á því að stofna almenningshlutafélag í Ísafjarðarbæ sem hefur það hlutverk að kaupa veiðiheimildir og tryggja þannig fullvinnslu sjávarafurða á svæðinu. Þetta kemur fram í tillögu sem meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram og greint er frá á fréttavef Bæjarins besta. 25.5.2007 14:53
Nordisk Mobil Ísland fær úthlutað tíðniheimild fyrir farsíma á Íslandi Fjarskiptafyrirtækið Nordisk Mobil Ísland ehf. hefur fengið úthlutað tíðniheimild fyrir landrægt stafrænt farsímakerfi á Íslandi. Um er að ræða arftaka gamla NMT farsímakerfisins en gert er ráð fyrir að fullri útbreiðslu verði náð strax í byrjun næsta árs. 25.5.2007 14:39
Þrettán sækjast eftir embætti umboðsmanns barna Þrettán umsóknir bárust um embætti umboðsmanns barna en umsóknarfrestur rann út þriðjudaginn 22. maí. Í hópi umsækjenda eru níu konur og fjórir karlar. 25.5.2007 14:33
Össur nýr samstarfsráðherra Norðurlanda Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra, hefur tekið við embætti samstarfsráðherra Norðurlanda samkvæmt ákvörðun Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Tekur hann við því embætti af Jónínu Bjartmarz sem hvarf úr stóli umhverfisráðherra í gær. 25.5.2007 14:24
Sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 6 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann með glerflösku í andlitið á skemmtistað í Reykjavík í fyrra. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu 273 þúsund krónur í skaðabætur. 25.5.2007 14:12