Fleiri fréttir

Hitamet féll í Stykkishólmi

Sextíu og fimm ára gamalt hitamet féll í Stykkishólmi í gær þegar hitinn mældist 16,4 gráður. Aldrei hefur hærri hiti mælst í Hólminum í apríl fyrr.

Sæluvika í Skagafirði

Sæluvika Skagafjarðar er líkt og heiðlóan vorboði heimamanna. Þetta er lista- og menningarhátíð sem stendur í átta daga þar sem heimamenn bera á borð fyrir gesti myndlist, leiklist og tónlist

Ríkisstjórnin heldur velli með 33 þingmen

Þrír ráðherrar Framsóknarflokksins næðu ekki kjöri til Alþingis samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Ríkisstjórnin héldi þó velli með 33 þingmenn.

Stakk sjálfan sig í magann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í nótt til að leita að manni sem rauk út af heimili sínu í Kópavogi í kjölfar ósættis. Alls tóku fimmtán lögregluþjónar þátt í leitinni og nutu þeir aðstoðar sporhunds. Óttast var að maðurinn, sem er á fertugsaldri, myndi vinna sjálfum sér mein.

Stofnað til þekkingarseturs á Egilsstöðum

Samningar um stofnun þekkingarseturs voru undirritaðir á Egilsstöðum í gær. Setrið á að efla vísinda- og rannsóknastarfsemi á Austurlandi og þar á að byggja upp staðbundið háskólanám.

Plata Garðars Thórs áfram í efsta sæti

Plata Garðars Thórs Cortes er enn í fyrsta sæti á vinsældalista yfir klassískar plötur í Bretlandi aðra vikuna í röð. Garðar verður sérstakur gestur á Bresku tónlistarverðlaununum sem fara fram í Royal Albert Hall á fimmtudagskvöldið.

Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði opin

Hlíðarfjall á Akureyri er opið í dag til klukkan þrjú. Þar er sannkallað sumarveður og skíðafæri eftir því, blautt og þungt. Sérstaklega neðarlega í fjallinu. Fólki er bent á að taka með sér sólaráburð því sólin er sérstaklega sterk í snjónum. Forráðamenn fjallsins gera ráð fyrir því að þetta sé síðasta opnunarhelgi vetrarins.

Átta gistu fangaklefa lögreglunnar í Reykjavík

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna almennrar ölvunar í miðbæ Reykjavíkur. Átta manns gistu fangaklefa og þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvun við akstur.

Þjónusta við ópíumfíkla aukin

Þjónusta vegna ópíumfíkla verður aukin í nýjum þjónustusamning heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis við SÁÁ. Um er að ræða framlengingu á þjónustusamning við sjúkrasvið samtakanna til ársloka 2007. Fyrri samningur rann út í árslok 2005 en SÁÁ annaðist þjónustu í samræmi við hann til dagsins í dag og hefur fengið greitt samkvæmt ákvæðum samningsins.

Ógnaði vegfarendum með glerflösku

Nokkur ólæti voru í miðbæ Keflavíkur í nótt og þurfti lögreglan í þríganga að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála. Einn maður var handtekinn eftir að hafa ógnað vegfarendum.

Þroskaheftar stúlkur ákveði sjálfar kæru

Félagsmálastjórinn í Kópavogi segir þroskahefta stúlku sem misnotuð var kynferðsilega af stuðningsmanni sjálfa verða að ákveða með aðstandendum hvort kæra verði lögð fram á hendur manninum.

Blæddi líklega af völdum sjúkdóms

Líklegt er talið að sjúkdómur hafi valdið blæðingu mannsins sem lést í fyrrakvöld eftir að hann fannst meðvitundarlaus í Hveragerði. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, vill ekki staðfesta þetta en segir ekkert útilokað.

Meirihlutinn heldur velli

Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 33 þingmenn kjörna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 27. Samfylking fengi fimmtán þingmenn, Vinstri græn tólf og Frjálslyndi flokkurinn fengi þrjá.

Samvinna og verkaskipting á flugslysaæfingu góð

Flugslysaæfingin sem haldin var í dag á Sauðárkróki gekk í heildina mjög vel og samhæfing allra viðbragðsaðila á Sauðárkrókssvæðinu góð. Samvinna og verkaskipting var einstaklega góð segir í tilkynningu frá Flugstoðum. Sett var á svið flugslys þar sem 30 farþegar og tveir flugmenn slösuðust mismikið.

Framsóknarflokkurinn hefur eytt tvöfalt á við Sjálfstæðisflokkinn

Framsóknarflokkurinn hefur eytt tvöfalt meira en Sjálfstæðisflokkurinn í auglýsingar vegna komandi alþingiskosninga. Þegar auglýsingakostnaður flokkanna var tekinn saman í síðastliðinni viku hafði Framsóknarflokkurinn eytt rúmum fjórum milljónum króna í sjónvarpsauglýsingar.

Ekkert bendir til átaka

Lögreglan á Selfossi var með mikinn viðbúnað í Hveragerði í gær eftir að karlmaður á sextugsaldri fannst liggjandi í blóði sínu í heimahúsi. Frumrannsókn lögreglu bendir ekki til að átök hafi átt sér stað.

Ólík sjónarmið um framtíð innanlandsflugvallar

Formaður flugvallarnefndar vonast til að skýrsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar verði kynnt í næstu viku. Ólík sjónarmið komu fram hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna í flugvallarmálinu á kosningafundi Stöðvar tvö í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Baráttusamtökin íhuga að kæra ákvarðanir yfirkjörstjórna

Forsvarsmenn Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja íhuga að kæra ákvörðun þriggja yfirkjörstjórna að hafna framboðslistum flokksins fyrir komandi kosningar. Fordæmi er fyrir því að dómstóll hafi snúið við slíkri ákvörðun yfirkjörstjórnar.

Eik sjái um uppbyggingu miðbæjarhúsanna

Fasteignafélagið Eik hefur óskað eftir að taka yfir samningaviðræður borgaryfirvalda við eigendur lóðarinnar að Austurstræti 22. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur það vel til greina af hálfu borgarinnar að eftirláta Eik samningana og framtíðaruppbyggingu, en borgaryfirvöld myndu skipuleggja reitinn í samvinnu við Fasteignafélagið.

Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða?

Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta.

List án landamæra speglaðist í tjörninni

Þátttakendur í gjörningi á vegum listahátíðarinnar List án landamæra tóku höndum saman í dag og mynduðu hring umhverfis tjörnina í Reykjavík. Síðan gekk fólkið saman einn hring í kringum tjörnina og speglaði sig í henni í leiðinni. Hátíðin stuðlar að því að auka þátttöku fólks með fötlun eða þroskaskerðingu sem ekki er nógu áberandi í „almennu“ menningarumhverfi.

Framboðslistum hafnað af yfirkjörstjórnum

Framboðslistum Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi hefur verið hafnað. Listarnir bárust of seint fyrir komandi alþingiskosningar og var þess vegna hafnað af yfirkjörstjórnum. Baráttusamtökin skiluðu lista sínum í Reykjavíkurkjördæmi norður einnig of seint. Yfirkjörstjórn þar er enn að funda um málið.

Flugslysaæfing á Sauðárkróki

Rétt uppúr klukkan 13 hófst flugslysaæfing á Sauðárkróksflugvelli. Æfingin fer fram á vettvangi á Sauðárkróki og er líkt eftir flutningi slasaðra með loftbrú á sjúkrahús. Líkt er eftir slysi tuttugu og átta farþega og tveggja áhafnarmeðlima. Samhæfingarstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð tekur einnig þátt í æfingunni.

Vinstri grænir krefjast rannsóknar á Kárahnjúkum

Þingflokkur vinstri grænna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að flokkurinn krefjist opinberrar rannsóknar á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka. Fjöldi verkamanna á svæðinu hefur veikst vegna mengunar og matareitrunar. Rannsóknin skuli beinast að alvarlegum ásökunum í fréttum undanfarna daga um: „vítaverða vanrækslu af hálfu Impregilo á vinnusvæðinu við Kárahnjúkavirkjun.“

Varðskipið Óðinn breytist í leiksvið

Varðskipið Óðinn umbreytist í leiksvið þegar flutt verður þar leikritið Gyðjan í vélinni. Verkið er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verður frumflutt 10. maí næstkomandi. Áhorfendur verða leiddir um vistarverur skipsins þar sem brugðið verður upp táknmyndum af konunni gegnum árþúsundir á nýstárlegan hátt.

Nemendur setja sig í spor þingmanna

Í nýju kennsluveri Alþingis er búið að útbúa aðstöðu svo nemendur geti farið í hlutverkaleik og sett sig í spor þingmanna. Nemendur í efri bekkjum grunnskólanna geta þar sett lög og farið á þingfundi og fengið að sjá hvernig dagleg störf þingmanna eru.

Landsbankinn með viðskiptaskrifstofu í Winnipeg

Landsbankinn opnaði í gær viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Manitoba. Að mati stjórnenda bankans býður borgin upp á ýmis tækifæri en tengslin við frændsystkin okkar í Vesturheimi höfðu einnig sitt að segja við staðarákvörðunina.

Leggja ekki meira fé í Bakkavík

Bæjaryfirvöld í Bolungarvík munu ekki leggja meira hlutafé inn í fiskvinnslufyrirtækið Bakkavík, sem hefur sagt upp 48 starfsmönnum. Bolungarvíkurkaupstaður á talsverðan hlut í fyrirtækinu, en að sögn bæjarstjórans liggur lausnin ekki í auknu hlutafé, verðmætin í sjávarútvegi liggi í kvótanum og hann eigi fyrirtækið ekki.

Geðfatlaðir fá húsnæði um allt land

Hátt í 70 geðfatlaðir fá viðvarandi húsnæði um allt land á þessu ári og er áætlað að rúmlega helmingur þeirra fái það afhent í sumar. Þetta er liður átaks í þjónustu við geðfatlað fólk sem félagsmálaráðuneytið kynnti í lok síðasta árs.

Líðan drengsins óbreytt

Líðan fimmtán ára drengs sem fannst meðvitundarlaus á botni Sundlaugar Kópavogs í fyrradag er óbreytt. Honum er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði opin

Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði eru opin í dag. Færi á báðum stöðum ber merki vorsins. Það er blautt og þungt en veður gott. Í Hlíðarfjalli er sól og blíða og í tilkynningu segir að þótt færi sé þungt, sé hægt að njóta veðurblíðunnar og fuglasöngsins í fjallinu.

Geitburður hafinn í húsdýragarðinum

Sex kiðlingar fæddust í Húsdýragarðinum í gær og þykja tíðindin endanlega boða vorkomu. Fjórar kvenkynsgeitur báru kiðlingana sex og var jafnræði milli kynjanna, því þrír hafrar komu í heiminn og þrjár huðnur, eða geitastelpur. Hafurinn Brúsi er faðir allra kiðlinganna, en mæðurnar eru Perla, Snotra, Dáfríð og Ísbrá.

Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í morgun

Árleg vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í morgun og stendur til 5. maí. Hverfstöðvar munu sjá um að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk. Garðeigendur eru beðnir um að nýta tækifærið og klippa grópur sem vex út fyrir lóðamörk og hindrar umferð.

Kveikt í óskráðum bifreiðum í Keflavík

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í óskráðum bíl rétt eftir miðnætti í nótt í Keflavík. Slökkvilið var kallað til og réði niðurlögum eldsins. Á síðustu tveimur vikum er grunur um íkveikju í fimm tilfellum þar sem eldur kom upp í óskráðum bifreiðum í Njarðvík og Keflavík.

Slasaðist alvarlega á fjórhjóli

Maður slasaðist alvarlega á fjórhjóli við Hvítársíðu skammt frá Húsafelli um tvö leitið í nótt. Hann var fluttur á slysadeild í Reykjavík. Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn hryggbrotinn og liggur á gjögræslu. Hann fer í aðgerð seinna í dag. Tildrög slyssins eru ókunn.

Búið að opna þjóðveginn á Öxnadalsheiði

Búið er að opna þjóðveginn á Öxnadalsheiði eftir að vegurinn lokaðist þegar tengivagn af olíubíli valt þar í morgun. Enginn slys urðu á fólki en vagninn fór á hliðina ofan við Bakkaselsbrekku og úr honum lak skipaolía. Lögregla beindi umferð um Lágheiði, en nú er umferð stjórnað um svæðið þar sem óhappið varð.

Maðurinn sem fannst í blóði sínu í húsi í Hveragerði er látinn

Karlmaður á sextugsaldri sem fannst liggjandi í blóði sínu í heimahúsi í Hveragerði lést á sjúkrahúsi í Reykjavík í gærkvöldi. Ekki er talið að átök hafi átt sér stað, en húsráðandi gisti fangageymslur lögreglu í nótt vegna málsins. Vegna ölvunarástands var ekki unnt að yfirheyra hann fyrr en í morgun. Hann er nú frjáls ferða sinna.

Léttir að sleppa við stigafrádrátt

„Aðalmálið er að það voru ekki tekin af okkur stig. Það er langstærsta atriðið,“ sagði Eggert Magnússon, stjórnarformaður enska fótboltaliðsins West ham, sem í gær var sektað um jafnvirði 709 milljóna íslenskra króna.

Fékk meldingar og ræddi ekki Palestínu

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undrast að Geir H. Haarde forsætisráðherra taki ekki afstöðu til samskipta við Palestínu því málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn. Hún hafi fengið meldingar um málið úr forsætisráðuneytinu.

Heyrnarlausar og þroskaheftar konur misnotaðar

Liðsmaður misnotaði kynferðislega tvær heyrnarlausar og þroskaheftar konur á menningarhátíð heyrnarlausra á síðasta ári. Konurnar hafa notið aðstoðar ráðgjafa en málið hefur ekki verið kært til lögreglu.

Eldur í heimahúsi í Hafnarfirði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk klukkan 21:10 í kvöld tilkynningu um eld í heimahúsi við Öldugötu í Hafnarfirði. Íbúum hafði tekist að slökkva eldinn þegar að slökkvlið og lögreglu bar að garði en það var aðeins fjórum mínútum síðar. Á meðan reykræstingu stóð þurfti að loka götunni. Talið er að um minniháttar tjón hafi verið að ræða. Engin slys urðu á fólki.

Kostnaður við endurbætur margfaldast

Kostnaður við endurbætur á Grímseyjarferju verður margfalt meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Klúður segir þingmaður í samgöngunefnd alþingis sem telur að ódýrara hefði verið að kaupa nýtt skip.

Fannst liggjandi í blóði sínu

Í dag kl. 17:13 barst lögreglunni á Selfossi tilkynning um að maður á sextugsaldri lægi í blóði sínu í húsi í Hveragerði. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru þegar á vettvang . Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík og er þungt haldinn.

Sorpa fékk sjö metanknúna bíla

Sorpa bs. fékk í gær afhenta sjö metanknúna Volkswagen bíla frá Heklu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Hekla sendi frá sér í kvöld. Um er að ræða fjóra VW Caddy life EcoFuel og þrjá VW Caddy EcoFuel. Bílarnir eru með tvíbrennihreyfli, sem þýðir að þeir geta gengið bæði fyrir metani og bensíni.

Sjá næstu 50 fréttir