Fleiri fréttir Þéttriðið varnarnet á Atlantshafi Samningarnir við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál er liður í að þróa þéttriðið varnarnet á Norður-Atlantshafi. Það þurfi eftir brotthvarf Bandaríkjamanna. Þetta segir ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nú sé samið við Breta og Kanadamenn og Þjóðverjar væntanlegir hingað til lands í næta mánuði að skoða aðstöðu. 27.4.2007 19:06 Líkamsmeiðingum fjölgar um helming Fjöldi líkamsmeiðinga sem tilkynntar voru til lögreglu í mars fjölgaði um 50 prósent miðað við marsmánuð á síðasta ári. Ölvunarakstursbrot jukust um rúmlega 40 prósent. Þá hefur tíðni fíkniefnabrota stigvaxið í mánuðinum frá árinu 2003, en flest þeirra eru framin frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Þetta kemur fram í nýrri samantekt lögreglunnar um fjölda afbrota á landinu í marsmánuði síðastliðin ár. 27.4.2007 17:09 Samningur um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu Samningur um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við 16 sveitarfélög á Norðurlandi eystra um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu var undirritaður á Húsavík í dag. 27.4.2007 17:05 Landshlutafréttir streyma á Vísi Íslendingar sem vilja fylgjast með fréttum utan höfuðborgarsvæðisins geta nú gert það á einum stað. Fréttir nokkurra helstu landshlutamiðla á Íslandi birtast nú á visir.is, á sérstökum vefhluta sem nefnist Landið, samkvæmt samkomulagi milli Vísis og viðkomandi miðla. "Þetta er liður í að efla enn fréttaþjónustu á visir.is," segir Þórir Guðmundsson ritstjóri Vísis. "Nú þegar starfar rúmur tugur fréttamanna við fréttaskrif á Vísi auk þess sem við birtum fréttir úr Fréttablaðinu og af Stöð tvö. Beinar útsendingar á Vísi af viðburðum innan- lands og utan eru stundum nokkrar á dag. Með þessari viðbót fá notendur okkar fréttir af landsbyggðinni skrifaðar af fagmönnum úr sinni heimabyggð." Fréttir frá vikurfrettir.is, skessuhorn.is, horn.is og austurlandid.is eru þegar farnar að birtast á Landinu. Gert er ráð fyrir að fleiri landshlutamiðlar bætist við á næstu vikum. 27.4.2007 16:55 Sjóvarnargarðar verði hækkaðir Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur látið gera úttekt á sjóvörnum við Ánanaust og Eiðsgranda en síðustu misseri hefur verið töluverð ágjöf yfir núverandi sjóvarnir með tilheyrandi skemmdum í miklum óveðrum. Tillögur til úrbóta hafa verið lagðar fram og í þeim er gert ráð fyrir hækkun varnargarðanna. 27.4.2007 16:44 Þorsteinn í Kók næsti stjórnarformaður Glitnis? Þorsteinn M. Jónsson, kenndur við Kók, verður næsti stjórnarformaður Glitnis ef marka má heimildir Örnu Schram, bloggara á Vísi og formann Blaðamannafélags Íslands. 27.4.2007 16:26 Hræðilegar myndir af misþyrmingu hests Sjónvarpsþættinum Kompás hafa borist ógnvekjandi myndir af illri meðferð á íslensku hrossi. Það sem virðist vera tamningamaður lemur hrossið ítrekað í kvið og andlit. 27.4.2007 16:00 Markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu ESB Róið er að því öllum árum að markaðsvæða heilbrigðisþjónustu í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta sagði Dorte Sindbjerg Martinsen frá Kaupmannahafnarháskóla í erindi sem hún flutti á ársfundi norrænna verkalýðsfélaga í vikunni. Hún segir ekki fara mikið fyrir áformunum, en ýmsir hagsmunaaðilar séu á bakvið þau. Þetta kemur fram í frétt á vef BSRB. 27.4.2007 15:44 Afar óheppilegt að listinn barst til Impregilo Heilbrigðisstofnun Austurlands og Impregilo hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir að afar óheppilegt hafi verið að bráðabirgðalisti um sjúklinga sem mögulega urðu fyrir mengunaráhrifum í aðrennslisgöngum virkjunarinnar skuli hafa borist Impregilo. Listanum verður skilað til HSA. 27.4.2007 14:55 Bakkavík segir upp 48 starfsmönnum 48 starfsmönnum hjá rækjuvinnslunni Bakkavík í Bolungarvík hefur verið sagt upp í landvinnslu félagsins. Hjá landvinnslunni störfuðu 60 manns áður en til uppsagna kom. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að rekstur rækjuvinnslunnar hafi gengið erfiðlega undanfarin ár. 27.4.2007 14:14 Víkingar með atgeir á lofti í bankaráni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um bankarán í útibúi Glitnis í Lækjargötu klukkan 13:25 í dag. Hópur fólks í víkingabúningum réðist inn í bankann. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að um fíflalæti dimmiterandi skólakrakka var að ræða. Þau höfðu ráðist inn í bankann með miklum látum og öskrað að um bankarán væri að ræða. 27.4.2007 14:11 Skora á veitingamenn að lækka matarverð Ákvörðun stórs hóps veitingamanna að lækka ekki verðskrá sína í kjölfar lækkun virðisaukaskatts veldur áhyggjum. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar. Stjórnin segir veitingamenn með þessu skaða trúverðugleika samtakanna. 27.4.2007 13:45 Dansflokkurinn slær í gegn í Kína Mikil eftirspurn hefur verið eftir miðum á sýningu Íslenska dansflokksins í Shanghai í Kína, segir Bryndís Nielsen, kynningarfulltrúi dansflokksins. Starfsfólk Shanghai Dramatic Arts Centre Theatre, þar sem sýningin fer fram, sagt að fáir atburðir hafi verið jafn vinsælir. 27.4.2007 13:43 Sáttatillaga Hótel Sögu til klámframleiðenda Hótel Saga hefur svarað kröfu lögmanna aðstandenda klámráðstefnunnar sem halda átti hér á landi með sáttatillögu. Ekki hefur verið gefið upp hver upphæð sáttatillögunnar er en aðstandendur ráðstefnunnar krefjast rúmlega 10 milljóna króna í skaðabætur frá hótelinu. 27.4.2007 13:39 Framboðsfrestur útrunninn Frestur til að skila inn framboðum fyrir komandi alþingiskosningar rann út klukkan tólf á hádegi. Tvö ný framboð hafa sótt um listabókstaf og hyggjast bjóða fram, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. Ekki er þó enn ljóst hvort þau skiluðu inn framboðslistum í öllum kjördæmum. 27.4.2007 13:25 Fimm ár fyrir líkamsárásir og nauðganir Hæstiréttur dæmdi í gær Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásir og nauðgun. Hann var sakfelldur fyrir þrjár líkamsárásir á fyrrverandi sambýliskonu sína og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd. 27.4.2007 13:20 Veldu þinn stað – nýr lóðavefur hjá borginni Nýr vefur hefur verið settur í loftið hjá Reykjavíkurborg sem gerir fólki kleift að skoða á netinu ný íbúðasvæði og lóðir sem í boði verða. Borgarstjóri opnaði vefinn formlega í dag á blaðamannafundi borgarstjórnarmeirihlutans. 27.4.2007 13:16 Baráttusamtökin bara með lista í Norðausturkjördæmi Baráttusamtökin, framboð eldri borgara, bjóða eingöngu fram lista Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 12. maí. Fresturinn til að skila inn listum rann út á hádegií dag. Íslandshreyfingin náði að skila inn framboðslistum í öllum kjördæmum eins og hinir flokkarnir fimm. 27.4.2007 13:06 Áhyggjur af viðbrögðum veitingamanna Samtök ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af viðbrögðum þeirra veitingamanna sem ekki lækkuðu verðskrár eftir 1. mars þegar virðisaukaskattur lækkaði. Þau segja samtöðu í málinu auka trúverðugleika samtakanna gagnvart stjórnvöldum. Hins vegar hafi skammtímasjónarmið ráðið ferðinni hjá mörgum á tímabilinu. 27.4.2007 12:21 Hrottaleg árás unglinga á leigubílsstjóra Leigubílstjóri liggur talsvert meiddur á Landsspítalanum, eftir að sextán ára unglingur og félagi hans réðust á hann og veittu honum alvarlega áverka með barefli í nótt. Bílstjóranum tókst að kalla á hjálp og var hann fluttur í sjúkrabíl á slysadeild. Snemma í morgun sást svo til unglings við að stela bíl við Sundlaugarnar í Laugardalnum og bar lýsing á honum saman við við útlit árásarmannsins. Hófst þá gríðarleg leit með þáttöku tuga leigubíla, að stolna bílnum, sem fanst mannlaus skömmu síðar. Eftir snarpa leit lögreglumanna þar á vettvangi, fanst unglingurinn og er nú verið að yfirheyra hann. Vitorðsmaðurinn er ófundinn. 27.4.2007 12:11 Siðmennt fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra Siðmennt félag siðrænna húmanista á Íslandi vill að trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Þeir telja að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Siðmennt sendi Allsherjarþingi Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra á síðasta ári. 27.4.2007 12:02 Hafði ekki hugmynd um að stúlkan tengdist ráðherra Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður, segir ekkert athugavert við að hinni 22 ára gömlu Luciu Celeste Molina Sierra var veittur íslenskur ríkisborgararéttur eftir fimmtán mánaða búsetu hér á landi. Hún segist ekki muna hvers vegna stúlkan hafi talist hæf til að hljóta undanþágu frá venjulegum reglum um veitingu ríkisborgararéttar. 27.4.2007 11:34 Nú má svipta ökuníðinga bílnum Ökuníðingar eiga framvegis yfir höfði sér að missa bíla sína fyrir fullt og fast til ríkissjóðs vegna ítrekaðra umferðarlagabrota. Þetta er samkvæmt nýrri reglugerð, sem tók gildi í gær. Að auki þurfa þeir að greiða sektir eins og hingað til, og missa ökuréttindin 27.4.2007 11:29 Starfshópur til höfuðs mengun Ríki og sveitarfélög hafa komist að samkomulagi um stofnun starfshóps um almenningssamgöngur sem finna á leiðir til að draga úr mengun af völdum bílaumferðar. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, undirrituðu samkomulagið í morgun. 27.4.2007 11:15 Slasaðist illa þegar hún féll af hestbaki Kona á fimmtugsaldri slasaðist alvarlega í gær þegar hún féll af hestbaki í Hegranesi skammt austan við Sauðárkrók. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar. 27.4.2007 10:34 Marijúana í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldlagði 120 grömm af ætluðu marijúana í fyrirtæki í austurborginni í gær, að því er kemur fram í tilkynningu. Á sama stað fannst lítilræði af ætluðu amfetamíni í neysluskömmtum. 27.4.2007 10:19 Æfð viðbrögð við flugslysi við Sauðárkrók Á þriðja hundrað manns munu taka þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu á Sauðárkróki á morgun. Er þetta stærsta æfing sinnar tegundar í umdæminu í áraraðir. 27.4.2007 10:06 Forstjóri Alcan segir álverskosninguna ekki bindandi Forstjóri Alcan, Dick Evans, segir að íbúakosning um framtíð álversins í Straumsvík hafi ekki verið bindandi. Hann segir kosningaúrslitin vissulega tefja fyrir stækkun álversins en hann sé þess fullviss að fyrirtækið nái að afla sér stuðnings almennings. 27.4.2007 09:58 Átján umferðaróhöpp í gær Tilkynnt var um átján umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í gær samkvæmt lögreglunni. Flest voru þau minniháttar. Þá var einn tekinn fyrir ölvun við akstur. 27.4.2007 09:38 Færist í vöxt að ökumenn stingi af frá slysstað Sífellt fleiri ökumenn kjósa að stinga af frá slysstað eftir að hafa keyrt á kyrrstæðan bíl að sögn lögreglunnar. Vilja hinir óprúttnu ökumenn komast hjá því að greiða fyrir skemmdirnar sem þeir hafa unnið. Tveir stungu af bara í gær. 27.4.2007 09:13 Topp al-Kaída liðsmaður skotinn til bana Hersveitir í Alsír skutu annan æðsta liðsmann al-Kaída í Norður-Afríku til bana í dag. Samir Moussaab, sem réttu nafni hét Samir Saioud, fannst eftir að hersveitir fengu upplýsingar frá fyrrum meðlimum hreyfingarinnar, sem hlutu sakaruppgjöf á síðasta ári. Opinbera fréttastofan APS í Alsír greinir frá þessu. 26.4.2007 22:45 Kökur og brauð fyrir kindurnar Sauðburður er hafinn á Hafralæk í Þingeyjarsýslu. Nýburarnir þar fá ekki bara gras að bíta heldur kökur og brauð einnig. Bóndinn á bænum segir terturnar njóta mestra vinsælda. Fréttastofu Stöðvar 2 bar að garði á Hafralæk í Aðaldalnum um hádegisbil í þeim tilgangi að mynda einhver fyrstu lömb ársins. 26.4.2007 20:52 Samstarfsmaður Orkuveitunnar fær “Litla Nóbelinn” Wallace S. Broecker helsti samstarfsmaður Orkuveitur Reykjavíkur í verkefninu CO2á Hengilssvæðinu hlaut í dag Crafoord verðlaunin. Verðlaunin eru virtustu jarðvísindaverðlaun heims. Þau eru oft kölluð Litli Nóbelinn og eru veitt af Sænsku vísindaakademíunni, eins og Nóbelsverðlaunin. 26.4.2007 20:20 Þjónusta við geðfatlaða færist til borgarinnar Til stendur að Reykjavíkurborg taki að sér uppbyggingu búsetu og þjónustu við geðfatlað fólk í Reykjavík. Velferðarráð borgarinnar samþykkti á fundi í gær að verða við beiðni Félagsmálaráðuneytisins um viðræður þess efnis. 26.4.2007 20:00 Ekki verið að gefa út óútfyllta ávísun Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Hann segir stjórnvöld ekki vera að gefa út óútfyllta ávísun þó kostnaður Íslendinga af samkomulaginu sé ekki enn ljós. 26.4.2007 19:25 Kirkjan gengur ekki í takt með þjóðinni Fáránlegt er að halda því fram að íslenska þjóðkirkjan hefði sagt sig úr lögum við aðrar kirkjur hefði hún heimilað samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þetta segir prestur sem telur kirkjuna ekki ganga í takt með þjóðinni. Þegar greidd voru atkvæði um hvort leyfa ætti samkynhneigðum að ganga í hjónaband á Prestastefnunni á Húsavík í gær sögðu 66 nei en 22 já. 26.4.2007 19:24 Sjálfstæðismenn heimsóttu Ölgerðina Málefni Barna og unglingingageðdeildar, fyrirhugað álver í Helguvík og mannekla á spítölum var meðal þess sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins voru spurðir að þegar þeir heimsóttu starfsmenn Ölgerðar Egils Skallagrímssonar í dag. 26.4.2007 19:21 Ólík afstaða meðal formanna stjórnarandstöðuflokkanna Formaður Vinstri-grænna gagnrýnir aðdraganda og innihald samkomulagsins að ýmsu leyti og segir að réttar hefði verið að bíða fram yfir kosningar með að skrifa undir það. Formaður Samfylkingarinnar segir hins vegar samkomulagið eðlilega þróun í ljósi breyttrar heimsmyndar. 26.4.2007 19:12 Fíkniefnahundur finnur efni í bifreið Fíkniefnahundurinn Bea sem er í eign lögreglunnar á Selfossi fann 29 grömm af hassi við leit í bifreið á Eskifirði. Lögreglumenn höfðu stöðvað bifreiðina í almenni eftirliti. Grunur vaknaði um að fíkniefni væru í bifreiðinni og var hundateymi kallað til aðstoðar. Í framhaldiinu varð gerð húsleit á heimili hins grunaða. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. 26.4.2007 18:13 Fimm teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þrír voru stöðvaðir í Hafnarfirði og tveir í Reykjavík en þetta voru allt karlmenn. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Sá þriðji var með löngu útrunnið ökuskírteini og lenti þar að auki í umferðaróhappi. 26.4.2007 18:10 Ný skrifstofa barna- og fjölskyldumála Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur ákveðið að setja á stofn skrifstofu barna- og fjölskyldumála í Félagsmálaráðuneytinu. Meginverkefni hennar verða að vinna að stefnumótun og þróun í málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna. Það verður meðal annars gert í samvinnu við Barnaverndarstofu. 26.4.2007 17:38 Skemmdir unnar á lögreglubifreiðum Nokkuð hefur borið á því undanfarin misseri að unnar séu skemmdir á lögreglubifreiðum. Slík atvik eru litin afar alvarlegum augum af embætti ríkislögreglustjóra. Fyrir nokkru var ákveðið að fela lögmannsstofu að útbúa ítarlegar bótakröfur í slíkum tilvikum og fylgja innheimtu þeirra eftir. Það hefur gefið góða raun og verður þess vegna haldið áfram. 26.4.2007 17:12 Viljayfirlýsing um samstarf við Dani undirrituð eftir hádegi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði nú eftir hádegið ásamt Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerku, viljayfirlýsingu um samstarf um öryggis- og varnarmál. 26.4.2007 16:57 Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásir og nauðganir Hæstiréttur dæmdi í dag Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir á hendur fyrrverandi sambúðarkonu sinni og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot gagnvart annarri fyrrverandi unnustu sinni. 26.4.2007 16:50 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna peningafölsunar Karlmaður um tvítugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. maí vegna peningafölsunarmála sem rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur haft til meðferðar að undanförnu. 26.4.2007 16:32 Sjá næstu 50 fréttir
Þéttriðið varnarnet á Atlantshafi Samningarnir við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál er liður í að þróa þéttriðið varnarnet á Norður-Atlantshafi. Það þurfi eftir brotthvarf Bandaríkjamanna. Þetta segir ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nú sé samið við Breta og Kanadamenn og Þjóðverjar væntanlegir hingað til lands í næta mánuði að skoða aðstöðu. 27.4.2007 19:06
Líkamsmeiðingum fjölgar um helming Fjöldi líkamsmeiðinga sem tilkynntar voru til lögreglu í mars fjölgaði um 50 prósent miðað við marsmánuð á síðasta ári. Ölvunarakstursbrot jukust um rúmlega 40 prósent. Þá hefur tíðni fíkniefnabrota stigvaxið í mánuðinum frá árinu 2003, en flest þeirra eru framin frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Þetta kemur fram í nýrri samantekt lögreglunnar um fjölda afbrota á landinu í marsmánuði síðastliðin ár. 27.4.2007 17:09
Samningur um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu Samningur um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við 16 sveitarfélög á Norðurlandi eystra um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu var undirritaður á Húsavík í dag. 27.4.2007 17:05
Landshlutafréttir streyma á Vísi Íslendingar sem vilja fylgjast með fréttum utan höfuðborgarsvæðisins geta nú gert það á einum stað. Fréttir nokkurra helstu landshlutamiðla á Íslandi birtast nú á visir.is, á sérstökum vefhluta sem nefnist Landið, samkvæmt samkomulagi milli Vísis og viðkomandi miðla. "Þetta er liður í að efla enn fréttaþjónustu á visir.is," segir Þórir Guðmundsson ritstjóri Vísis. "Nú þegar starfar rúmur tugur fréttamanna við fréttaskrif á Vísi auk þess sem við birtum fréttir úr Fréttablaðinu og af Stöð tvö. Beinar útsendingar á Vísi af viðburðum innan- lands og utan eru stundum nokkrar á dag. Með þessari viðbót fá notendur okkar fréttir af landsbyggðinni skrifaðar af fagmönnum úr sinni heimabyggð." Fréttir frá vikurfrettir.is, skessuhorn.is, horn.is og austurlandid.is eru þegar farnar að birtast á Landinu. Gert er ráð fyrir að fleiri landshlutamiðlar bætist við á næstu vikum. 27.4.2007 16:55
Sjóvarnargarðar verði hækkaðir Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur látið gera úttekt á sjóvörnum við Ánanaust og Eiðsgranda en síðustu misseri hefur verið töluverð ágjöf yfir núverandi sjóvarnir með tilheyrandi skemmdum í miklum óveðrum. Tillögur til úrbóta hafa verið lagðar fram og í þeim er gert ráð fyrir hækkun varnargarðanna. 27.4.2007 16:44
Þorsteinn í Kók næsti stjórnarformaður Glitnis? Þorsteinn M. Jónsson, kenndur við Kók, verður næsti stjórnarformaður Glitnis ef marka má heimildir Örnu Schram, bloggara á Vísi og formann Blaðamannafélags Íslands. 27.4.2007 16:26
Hræðilegar myndir af misþyrmingu hests Sjónvarpsþættinum Kompás hafa borist ógnvekjandi myndir af illri meðferð á íslensku hrossi. Það sem virðist vera tamningamaður lemur hrossið ítrekað í kvið og andlit. 27.4.2007 16:00
Markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu ESB Róið er að því öllum árum að markaðsvæða heilbrigðisþjónustu í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta sagði Dorte Sindbjerg Martinsen frá Kaupmannahafnarháskóla í erindi sem hún flutti á ársfundi norrænna verkalýðsfélaga í vikunni. Hún segir ekki fara mikið fyrir áformunum, en ýmsir hagsmunaaðilar séu á bakvið þau. Þetta kemur fram í frétt á vef BSRB. 27.4.2007 15:44
Afar óheppilegt að listinn barst til Impregilo Heilbrigðisstofnun Austurlands og Impregilo hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir að afar óheppilegt hafi verið að bráðabirgðalisti um sjúklinga sem mögulega urðu fyrir mengunaráhrifum í aðrennslisgöngum virkjunarinnar skuli hafa borist Impregilo. Listanum verður skilað til HSA. 27.4.2007 14:55
Bakkavík segir upp 48 starfsmönnum 48 starfsmönnum hjá rækjuvinnslunni Bakkavík í Bolungarvík hefur verið sagt upp í landvinnslu félagsins. Hjá landvinnslunni störfuðu 60 manns áður en til uppsagna kom. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að rekstur rækjuvinnslunnar hafi gengið erfiðlega undanfarin ár. 27.4.2007 14:14
Víkingar með atgeir á lofti í bankaráni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um bankarán í útibúi Glitnis í Lækjargötu klukkan 13:25 í dag. Hópur fólks í víkingabúningum réðist inn í bankann. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að um fíflalæti dimmiterandi skólakrakka var að ræða. Þau höfðu ráðist inn í bankann með miklum látum og öskrað að um bankarán væri að ræða. 27.4.2007 14:11
Skora á veitingamenn að lækka matarverð Ákvörðun stórs hóps veitingamanna að lækka ekki verðskrá sína í kjölfar lækkun virðisaukaskatts veldur áhyggjum. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar. Stjórnin segir veitingamenn með þessu skaða trúverðugleika samtakanna. 27.4.2007 13:45
Dansflokkurinn slær í gegn í Kína Mikil eftirspurn hefur verið eftir miðum á sýningu Íslenska dansflokksins í Shanghai í Kína, segir Bryndís Nielsen, kynningarfulltrúi dansflokksins. Starfsfólk Shanghai Dramatic Arts Centre Theatre, þar sem sýningin fer fram, sagt að fáir atburðir hafi verið jafn vinsælir. 27.4.2007 13:43
Sáttatillaga Hótel Sögu til klámframleiðenda Hótel Saga hefur svarað kröfu lögmanna aðstandenda klámráðstefnunnar sem halda átti hér á landi með sáttatillögu. Ekki hefur verið gefið upp hver upphæð sáttatillögunnar er en aðstandendur ráðstefnunnar krefjast rúmlega 10 milljóna króna í skaðabætur frá hótelinu. 27.4.2007 13:39
Framboðsfrestur útrunninn Frestur til að skila inn framboðum fyrir komandi alþingiskosningar rann út klukkan tólf á hádegi. Tvö ný framboð hafa sótt um listabókstaf og hyggjast bjóða fram, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. Ekki er þó enn ljóst hvort þau skiluðu inn framboðslistum í öllum kjördæmum. 27.4.2007 13:25
Fimm ár fyrir líkamsárásir og nauðganir Hæstiréttur dæmdi í gær Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásir og nauðgun. Hann var sakfelldur fyrir þrjár líkamsárásir á fyrrverandi sambýliskonu sína og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd. 27.4.2007 13:20
Veldu þinn stað – nýr lóðavefur hjá borginni Nýr vefur hefur verið settur í loftið hjá Reykjavíkurborg sem gerir fólki kleift að skoða á netinu ný íbúðasvæði og lóðir sem í boði verða. Borgarstjóri opnaði vefinn formlega í dag á blaðamannafundi borgarstjórnarmeirihlutans. 27.4.2007 13:16
Baráttusamtökin bara með lista í Norðausturkjördæmi Baráttusamtökin, framboð eldri borgara, bjóða eingöngu fram lista Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 12. maí. Fresturinn til að skila inn listum rann út á hádegií dag. Íslandshreyfingin náði að skila inn framboðslistum í öllum kjördæmum eins og hinir flokkarnir fimm. 27.4.2007 13:06
Áhyggjur af viðbrögðum veitingamanna Samtök ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af viðbrögðum þeirra veitingamanna sem ekki lækkuðu verðskrár eftir 1. mars þegar virðisaukaskattur lækkaði. Þau segja samtöðu í málinu auka trúverðugleika samtakanna gagnvart stjórnvöldum. Hins vegar hafi skammtímasjónarmið ráðið ferðinni hjá mörgum á tímabilinu. 27.4.2007 12:21
Hrottaleg árás unglinga á leigubílsstjóra Leigubílstjóri liggur talsvert meiddur á Landsspítalanum, eftir að sextán ára unglingur og félagi hans réðust á hann og veittu honum alvarlega áverka með barefli í nótt. Bílstjóranum tókst að kalla á hjálp og var hann fluttur í sjúkrabíl á slysadeild. Snemma í morgun sást svo til unglings við að stela bíl við Sundlaugarnar í Laugardalnum og bar lýsing á honum saman við við útlit árásarmannsins. Hófst þá gríðarleg leit með þáttöku tuga leigubíla, að stolna bílnum, sem fanst mannlaus skömmu síðar. Eftir snarpa leit lögreglumanna þar á vettvangi, fanst unglingurinn og er nú verið að yfirheyra hann. Vitorðsmaðurinn er ófundinn. 27.4.2007 12:11
Siðmennt fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra Siðmennt félag siðrænna húmanista á Íslandi vill að trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Þeir telja að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Siðmennt sendi Allsherjarþingi Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra á síðasta ári. 27.4.2007 12:02
Hafði ekki hugmynd um að stúlkan tengdist ráðherra Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður, segir ekkert athugavert við að hinni 22 ára gömlu Luciu Celeste Molina Sierra var veittur íslenskur ríkisborgararéttur eftir fimmtán mánaða búsetu hér á landi. Hún segist ekki muna hvers vegna stúlkan hafi talist hæf til að hljóta undanþágu frá venjulegum reglum um veitingu ríkisborgararéttar. 27.4.2007 11:34
Nú má svipta ökuníðinga bílnum Ökuníðingar eiga framvegis yfir höfði sér að missa bíla sína fyrir fullt og fast til ríkissjóðs vegna ítrekaðra umferðarlagabrota. Þetta er samkvæmt nýrri reglugerð, sem tók gildi í gær. Að auki þurfa þeir að greiða sektir eins og hingað til, og missa ökuréttindin 27.4.2007 11:29
Starfshópur til höfuðs mengun Ríki og sveitarfélög hafa komist að samkomulagi um stofnun starfshóps um almenningssamgöngur sem finna á leiðir til að draga úr mengun af völdum bílaumferðar. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, undirrituðu samkomulagið í morgun. 27.4.2007 11:15
Slasaðist illa þegar hún féll af hestbaki Kona á fimmtugsaldri slasaðist alvarlega í gær þegar hún féll af hestbaki í Hegranesi skammt austan við Sauðárkrók. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar. 27.4.2007 10:34
Marijúana í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldlagði 120 grömm af ætluðu marijúana í fyrirtæki í austurborginni í gær, að því er kemur fram í tilkynningu. Á sama stað fannst lítilræði af ætluðu amfetamíni í neysluskömmtum. 27.4.2007 10:19
Æfð viðbrögð við flugslysi við Sauðárkrók Á þriðja hundrað manns munu taka þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu á Sauðárkróki á morgun. Er þetta stærsta æfing sinnar tegundar í umdæminu í áraraðir. 27.4.2007 10:06
Forstjóri Alcan segir álverskosninguna ekki bindandi Forstjóri Alcan, Dick Evans, segir að íbúakosning um framtíð álversins í Straumsvík hafi ekki verið bindandi. Hann segir kosningaúrslitin vissulega tefja fyrir stækkun álversins en hann sé þess fullviss að fyrirtækið nái að afla sér stuðnings almennings. 27.4.2007 09:58
Átján umferðaróhöpp í gær Tilkynnt var um átján umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í gær samkvæmt lögreglunni. Flest voru þau minniháttar. Þá var einn tekinn fyrir ölvun við akstur. 27.4.2007 09:38
Færist í vöxt að ökumenn stingi af frá slysstað Sífellt fleiri ökumenn kjósa að stinga af frá slysstað eftir að hafa keyrt á kyrrstæðan bíl að sögn lögreglunnar. Vilja hinir óprúttnu ökumenn komast hjá því að greiða fyrir skemmdirnar sem þeir hafa unnið. Tveir stungu af bara í gær. 27.4.2007 09:13
Topp al-Kaída liðsmaður skotinn til bana Hersveitir í Alsír skutu annan æðsta liðsmann al-Kaída í Norður-Afríku til bana í dag. Samir Moussaab, sem réttu nafni hét Samir Saioud, fannst eftir að hersveitir fengu upplýsingar frá fyrrum meðlimum hreyfingarinnar, sem hlutu sakaruppgjöf á síðasta ári. Opinbera fréttastofan APS í Alsír greinir frá þessu. 26.4.2007 22:45
Kökur og brauð fyrir kindurnar Sauðburður er hafinn á Hafralæk í Þingeyjarsýslu. Nýburarnir þar fá ekki bara gras að bíta heldur kökur og brauð einnig. Bóndinn á bænum segir terturnar njóta mestra vinsælda. Fréttastofu Stöðvar 2 bar að garði á Hafralæk í Aðaldalnum um hádegisbil í þeim tilgangi að mynda einhver fyrstu lömb ársins. 26.4.2007 20:52
Samstarfsmaður Orkuveitunnar fær “Litla Nóbelinn” Wallace S. Broecker helsti samstarfsmaður Orkuveitur Reykjavíkur í verkefninu CO2á Hengilssvæðinu hlaut í dag Crafoord verðlaunin. Verðlaunin eru virtustu jarðvísindaverðlaun heims. Þau eru oft kölluð Litli Nóbelinn og eru veitt af Sænsku vísindaakademíunni, eins og Nóbelsverðlaunin. 26.4.2007 20:20
Þjónusta við geðfatlaða færist til borgarinnar Til stendur að Reykjavíkurborg taki að sér uppbyggingu búsetu og þjónustu við geðfatlað fólk í Reykjavík. Velferðarráð borgarinnar samþykkti á fundi í gær að verða við beiðni Félagsmálaráðuneytisins um viðræður þess efnis. 26.4.2007 20:00
Ekki verið að gefa út óútfyllta ávísun Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Hann segir stjórnvöld ekki vera að gefa út óútfyllta ávísun þó kostnaður Íslendinga af samkomulaginu sé ekki enn ljós. 26.4.2007 19:25
Kirkjan gengur ekki í takt með þjóðinni Fáránlegt er að halda því fram að íslenska þjóðkirkjan hefði sagt sig úr lögum við aðrar kirkjur hefði hún heimilað samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þetta segir prestur sem telur kirkjuna ekki ganga í takt með þjóðinni. Þegar greidd voru atkvæði um hvort leyfa ætti samkynhneigðum að ganga í hjónaband á Prestastefnunni á Húsavík í gær sögðu 66 nei en 22 já. 26.4.2007 19:24
Sjálfstæðismenn heimsóttu Ölgerðina Málefni Barna og unglingingageðdeildar, fyrirhugað álver í Helguvík og mannekla á spítölum var meðal þess sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins voru spurðir að þegar þeir heimsóttu starfsmenn Ölgerðar Egils Skallagrímssonar í dag. 26.4.2007 19:21
Ólík afstaða meðal formanna stjórnarandstöðuflokkanna Formaður Vinstri-grænna gagnrýnir aðdraganda og innihald samkomulagsins að ýmsu leyti og segir að réttar hefði verið að bíða fram yfir kosningar með að skrifa undir það. Formaður Samfylkingarinnar segir hins vegar samkomulagið eðlilega þróun í ljósi breyttrar heimsmyndar. 26.4.2007 19:12
Fíkniefnahundur finnur efni í bifreið Fíkniefnahundurinn Bea sem er í eign lögreglunnar á Selfossi fann 29 grömm af hassi við leit í bifreið á Eskifirði. Lögreglumenn höfðu stöðvað bifreiðina í almenni eftirliti. Grunur vaknaði um að fíkniefni væru í bifreiðinni og var hundateymi kallað til aðstoðar. Í framhaldiinu varð gerð húsleit á heimili hins grunaða. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. 26.4.2007 18:13
Fimm teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þrír voru stöðvaðir í Hafnarfirði og tveir í Reykjavík en þetta voru allt karlmenn. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Sá þriðji var með löngu útrunnið ökuskírteini og lenti þar að auki í umferðaróhappi. 26.4.2007 18:10
Ný skrifstofa barna- og fjölskyldumála Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur ákveðið að setja á stofn skrifstofu barna- og fjölskyldumála í Félagsmálaráðuneytinu. Meginverkefni hennar verða að vinna að stefnumótun og þróun í málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna. Það verður meðal annars gert í samvinnu við Barnaverndarstofu. 26.4.2007 17:38
Skemmdir unnar á lögreglubifreiðum Nokkuð hefur borið á því undanfarin misseri að unnar séu skemmdir á lögreglubifreiðum. Slík atvik eru litin afar alvarlegum augum af embætti ríkislögreglustjóra. Fyrir nokkru var ákveðið að fela lögmannsstofu að útbúa ítarlegar bótakröfur í slíkum tilvikum og fylgja innheimtu þeirra eftir. Það hefur gefið góða raun og verður þess vegna haldið áfram. 26.4.2007 17:12
Viljayfirlýsing um samstarf við Dani undirrituð eftir hádegi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði nú eftir hádegið ásamt Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerku, viljayfirlýsingu um samstarf um öryggis- og varnarmál. 26.4.2007 16:57
Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásir og nauðganir Hæstiréttur dæmdi í dag Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir á hendur fyrrverandi sambúðarkonu sinni og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot gagnvart annarri fyrrverandi unnustu sinni. 26.4.2007 16:50
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna peningafölsunar Karlmaður um tvítugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. maí vegna peningafölsunarmála sem rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur haft til meðferðar að undanförnu. 26.4.2007 16:32